Þjóðviljinn - 23.04.1983, Page 10

Þjóðviljinn - 23.04.1983, Page 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 23. - 24. apríl 1983 Júlíana Gottskálksdóttir skrifar frá Kaupmannahöfn Kyrralífsmynd með dauðri dúfu frá 1929 eftir Emil Filla Lóðréttir fletir og skáfletir frá 1913-23 eftir Frantisek Kupka Kúbistar frá Prag Undanfarinárhefur miöevrópskurandi öðru hverju fengið að leika um sali listaskála Málmeyjar við Eyrarsund austanvert. Fyrir þrem árum var þar stór sýning frá listasafninu í Dusseldorf og á eftir fylgdu sýningar frá Búdapest og Prag. Á þessum sýningum hefur vesturlandabúinn verið minntur á að Evrópa nær frá Atlantshaf i alla leið austurtil Úralfjalla, en nemurekki staðará meginlandinu einhvers staðar vestan við miðju. Frá Prag hafa sýningarnar verið tvær. Sú fyrri var á júgendlist (eða art nouveau) og sú síðari, sem nú stendur yfir, er á verkum tékk- neskra kúbista. Þessar sýningar hafa báðar veitt mönnum nokkra innsýn inn í það sem var að gerast í listalífi Tékkóslóvakíu og jafnvel víðar í álfunni áratugina fyrir og eftir síð- ustu aldamót. Petta voru tímar mikilla þjóðfélagsbreytinga. Nýtt stjórnarfar, nýir atvinnuhættir og ný tækni höfðu áhrif á verund manna og vitund. Menn hrifust með eða brugðust við þróuninni. Aukin iðnvæðing hafði haft í för með sér breikkun bils á milli magns og gæða og slíkt kallað á viðbrögð. Júgend á rætur að rekja til slíkra viðbragða og var upphaflega til- raun til að brúa bilið, sem myndast hafði á milli listar og iðnaðar, án þess þó að afneita tækninni, þ.e. verksmiðjuframleiðslunni. Reynt var að forðast þá stílstælingu sem ríkt hafði í listiðnaði og byggingar- list undangengna áratugi. Er fram í sótti urðu þó bugðótt form og línur júgendstílsins að eintómu skrauti og ofhlæði tók við. Slíkt kallaði á ný viðbrögð. Helstu júgendlistamenn tékka voru Alfons Mucha og Frantisek Kupka. Á meðan Mucha stóð og féll með júgend var það skeið aðeins upphafið að listamannsferli Kupka. Hann tengir því júgend- sýninguna kúbistasýningunni, en gengur mun lengra. Það var París en ekki Prag sem þeir Mucha og Kupka helguðu krafta sína. Svipað er að segja um marga tékknesku kúbistanna. Þeir störfuðu ýmist heima eða heiman. Emil Filla dvaldist t.d. um árabil í Frakklandi og Hollandi og margir arkitekt- anna voru lengri eða skemmri tíma í Vín. Það er því sem einhver sam- evrópskur andi svífi þar yfir vötn- um. Það var um 1910 sem tékk- neskir listamenn komust í kynni við verk Braques og Picassos. Þeir voru vel undir slíka formbyltingu búnir. Listamannasambandið tékk- 1 neska hafði um nokkurt skeið haldið sýningar og séð um útgáfu á verkum erlendra samtíðarlista- manna. Það var því hópur tékk- neskra listamanna sem var tilbúinn að taka við og tileinka sér hina nýju róttæku stefnu. Innan hópsins gátu skoðanir þó verið skiptar. Sumir voru heittrúaðir kúbistar, en aðrir vildu aðlaga hann bæheimskri hetð. Sum verkanna á sýningunni eru því af expressiónískum toga, eiga frekar skylt við landslags- myndir Kandinskys en uppstill- ingar Braques og önnur minna á kúbó-fútúriskar myndir Maljevitj. Nær latneskum kúbistum stend- ur Emil Filla. Hann vann framan af í anda analýtisks kúbisma, þar sem mótífið var leyst upp, forgrunnur og bakgrunnur runnu saman í eitt og maðurinn varð ekki greindur frá umhverfi stnu í myndinni. Filla hélt sig ætíð við kúbismann. í verkum hans verður myndbyggingin fá- brotnari en áður og fietirnir stærri. Þar má finna álímt rifrildi af blaði og liturinn lifnar við. 1914-19 bjó Filla í Hollandi þar sem hann kynnti sér m.a. kyrralífcmyndir hol- lenskra 17. aldar málara og hreifst af einfaldleika myndefnisins og umfjöllun þess. Má eflaust sjá þró- unina í list hans í ljósi þess. Þekktastur þessara tékknesku listamanna er Frantisek Kupka, enda starfaði hann að mestu leyti í París. Réttara væri að kalla Kupka orfista en kúbista. Verk hans tengjast verkum Roberts og Sonju Delauney sem með tilraunum sín- um með ljós og liti sögðu skilið við hlutveruleikann sem kúbistarnir héldu ævinlega tryggð við. Þegar árið 1911 málaði Kupka óhlut- bundnar myndir. Hann gengur út frá litkenningum Seurats, en hér renna litadeplarnir ekki saman í fleti á nethimnunni, heldur leika litstrendingarnir hverjir við aðra líkt og tónar. Maður skynjar hér vissa hrynjandi í samleik lita og forma. Það er sem skáfletirnir gangi út oginn á myndfletinum. Þar ntá líka sjá form í tvívídd og þrívídd í senn. Að baki slíkrar abstraksjónar þyk- ist maður þó geta greint hlutveru- leikann. Lóðréttu fletirnir minna á . háhýsi, skáfletirnir á ys og þys göt- ulífs stórborgar og skífurnar á tannhjól í vél. Hreyfiafl vélarinnar og vélrænar hreyfingar var mörg- um listamönnum hugleikið efni á fyrstu áratugum aldarinnar. Ábendingu um slíkt er stundum að finna í þeim heitum sem Kupka hefur gefið verkum sínum, en oft ekki. Það útilokar þó ekki slíkan myndlestur, enda góð listaverk margræð. Kúbistarnir tékknesku voru ekki aðeins myndlistarmenn. Til þeirra töldust einnig arkitektar og hönnuðir ýmiss konar. Draumurinn um eitt alhliða lista- verk var hér á sveimi. Hér virðast tengsl kúbistanna við þær hug- myndir sem lágu að baki júgend augljós. Áþekkar hugmyndir voru uppi í Rússlandi um svipað leyti, en við önnur skilyrði. Prag mun þó vera eina borgin þar sem kúbískar byggingar er að finna. Arkitekt- arnir tóku kúbismann mjög alvar- lega og sökktu sér niður í fræðin. Þeir voru andsnúnir pólitískri efn- ishyggju 19. aldar og fengu fræði- legan stuðning í kenningum þýska listafræðingsins Wilhelms Worrin- gers urn þörf mannsins fyrir abst- raksjón þar sem fegurð væri að finna í ólífrænum formum. í form- um kúbismans eygðu þeir mögu- leika þa að færa hugmyndir sínar í á- þreifanlegt efni. í arkitektúr tóku tékknesku kúbistamir baráttuna á milli abstraksjónar og efnis í arf frá barokklist, sem Prag er svo auðug af, og gotneskri list. í arkitektúr sem í skúlptúr eru menn að kljást við rúmið. Rúm og þrívíð form skynja menn á hreyfingu. Geó- metrísk form á máluðum fleti nægðu ekki í slíkri glímu. I þessum kúbísku byggingum voru skálínur látnar ganga hver á aðra, fletir voru fjölstrendir og helst engin horn rétt. Á þann hátt var reynt að leggja áherslu á hreyfingu efnisins. Á sýningunni í Málmey eru nokkr- ar ljósmyndir af kúbískum bygg- ingum, en oftast aðeins af fram- hliðinni og því ekki auðséð að hve miklu leyti þessir brotnu fletir hafa einkennt grunnmyndina og sjálft rúmið. í byggingum þessum virðist gæta sömu leikgleði og í júgendhús- um, þótt formið sé hér allt annað. Flöturinn er gæddur lífi og ljósið brotnar á strendum formum hans. Hér virðist vera meira um hreyf- ingu eins og í barokk- og júgend- byggingum, en minna um upplausn Framhald á bls. 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.