Þjóðviljinn - 23.04.1983, Síða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 23. - 24. apríl 1983
Helgin 23. - 24. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Það er alvöru-
mál að stjórna
flugvél: Albert
við stjórnvöi
flugvélarinnar.
Albert Sigurjónsson framan við bæ sinn.
„NET TIL AÐ VEIÐA VINDINN?“
Vindmyllur hafa fram til þessa
verið heldur fáséðar á íslandi,
og má það furðu gegna því
víða er í meira lagi vindasamt
á landinu. Á Sandbakka í Flóa
hefur nylega verið reist
vindmylla sem ber þess merki
að hugvit og handverk er enn
við lýði í sveitum landsins líkt
og tíðkast hefur hjá einstaka
mönnum gegnum aldir.
Vindmylla þessi er mesta völundarsmíð,
og er ætlað það hlutverk að ylja höfundi
sínum og skapara og hans fjölskyldu með
því að breyta vindorku í varmaorku til
húshitunar. Vindmyllan kemur til með að
knýja vatnsbremsu í keri og hita upp vatn á
svipaðan hátt og vindmylla sú sem reist
hefur verið úti í Grímsey í samráði við
Raunvísindastofnun Háskólans. Margter
þó ólíkt með vindmyllunum tveimur og er
það tilgangurinn með viðtali því sem hér fer
á eftir að fræðast nokkuð um vindmyllu
Alberts Sigurjónssonar á Sandbakka, en
hann er hvort tveggja í senn, höfundur
verksins og handverksmáður.
Sandbakki er nýbýli byggt út úr jörðinni
Forsæti í Villingaholtshreppi, og þar býr
Albert Sigurjónsson, rúmlega þrítugur
kartöflubóndi og trésmíðameistari, ásamt
konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur frá Syðra-
Gegnishólum, óg börnum þeirra tveim.
Albert er sonur hjónanna Kristínar
Ketilsdóttur og Sigurjóns bónda
Kristjánssonar íForsæti. Hann á ekki langt
að sækja smíðanáttúruna, því þeir Forsætis-
bændur eru þekktir hagleiksmenn, og hafa
afkomendur þeirra bræðra, Gests og
Sigurjóns Kristjánssona, hlotið þá gáfu í
vöggugjöf. Að Forsæti má segja að sé
kominn upp vísir að þéttbýliskjarna, þar
sem synir beggja hafa reist heimili sín og
byggja afkomu sína á smíðum og garðrækt.
Tíðindamaður Þjóðviljans í Flóanum fór '
á stúfana til að þýfga Albert um
myllusmíðina og tildrög hennar fyrir
nokkru, en áður en hann vissi af var hann
sestur upp í litla flugvél og sveif yfir sveitinni
ásamt Albert sem á vélina í félagi við Ólaf
bróður sinn og flýgur henni í tómstundum
sínum. Saman hafa þeir byggt 750 metra
flugbraut við byggðina í Forsæti, og um það
bil sem hjólin sleppa brautinni brýst fyrsta
spurningin fram. Vindmyllan kastar
löngum skuggum yfir flatlendið undir
fótum okkar í Ijósaskiptunum og ég spyr
Albert hvenær hann hafi ráðist í þessa smíð.
- Ég byrjaði á sjálfri undirstöðunni undir
myllumastrinu fyrir hálfu öðru ári síðan og
tók þann kost að grafa hana alla í jörð, en
þetta er feiknarmikið mannvirki sem hefði
annars orðið fyrir þar sem keyrt er að
húsinu, en í staðinn er þarna mikið jarðhús
undir sem ekki sést og er ekkert í vegi fyrir
neinu. Það vakti nokkra athygliogvoru
ýmsar getgátur uppi hér í nágrenninu þegar
ég fékk hingað stóra gröfu og tíu tonna
vörubíl til að keyra burtuppgröftinn, því
enginn vissi hvað til stóð, nema ég sjálfur og
alnánustu ættingjar.
Ofan á þetta j arðhús reisti ég svo
stálmastur og efst á því er svo sjálf myllan í
tíu metra hæðyfir jörðu. Nú,ég tók
byggingu jarðhússins alveg með áhlaupi því
það gat verið hættulegt að vera með opna
gryfjuna þar sem börn eru í nágrenninu, og
mastrið sjálft lauk ég við að reisa nú í haust.
Verkfræðileg
leiðsögn og
NASA
Næsta spurning situr í hálsinum meðan
flogið er í kröppum sveig yfir Þjórsárbrú og
stefna tekin í vestur yfir Austurlandsvegi,
en þá lék mér hugur á áð vita hvort Albert
hefði að öllu leyti unnið einn að smíði og
hönnun umrædds mannvirkis.
- Ég hef séð einn um alla smíðavinnu og
forsenda þess að það hefur verið hægt er
járn-rennibekkur sem ég eignaðist fyrir
nokkrum árum. Hugmyndir að hönnun
myllunnar og þess útbúnaður sem við hana
er tengdur eru sömuleiðis mínar, en við
útfærslu þeirra hef ég notið ómetanlegrar
aðstoðar bróður míns, Kristjáns Más, sem
er starfandi verkfræðingur í Reykj avík, og
hann hefur verið með mér í þessu frá
upphafi. Hann gerði fyrir mig teikningar að
mastrinu og reiknaði út burðarþol þess og
útvegaði mér formúlu sem mun vera ættuð
frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna
(NAS A) til að teikna og smíða eftir
skrúfublöðin á sjálfri myllunni. Sömuleiðis
hefur hann séð um alla útreikninga sem lúta
að orkuvinnslunni og stærð myllunnar
þannig að hún geti skilað þeirri orku sem
þarf til að hita upp íbúðarhús. Radíus
myllunnar er tveir og hálfur metri og við
teljum að hún eigi að vera nógu stór miðað
við þann vindstyrk sem við leggjum til
grundvallar, en við verðum að byggja á
vindhraðamælingum frá Reykjavík þar sem
hér hafa ekki farið fram slíkar mælingar. En
ég kvíði því ekki að vindur verði af skornum
skammti eða minni en í Reykjavík. Éger
líka búinn að koma mér upp frumstæðum
vindmæli á bílskúrsþakinu hjá mér sem ég
tengi við gamlan hraðamæli úr bíl sem ég
hef kvarðað upp á nýtt til að fá út vindhraða
í metrum á sekúndu, en allir útreikningar á
styrk og vinnslu myllunnar eru miðaðir við
það.
Efþettaléki
lausum hala
Á myllunni eru þrjú skrúfublöð sem
hefur þann kost að hún nær sér betur upp
þegar vindur er hægur og svo eru þau með
breytanlegum skurði sem gefur mikið
öryggi þegar mikill vindur er. Efst á
mastrinu er snúningsbraut svipuð og á
kranahúsi eða tannkrans sem litlu
stélskrúfurnar eru tengdar við, þannig að
þær sjá um að snúa stellinu upp í vindinn,
en þetta er mikíð niðurgírað, svo myllan
snýr sér mjög hægt sem hefur þann kost að
hún sveiflast ekkert til þótt snöggir
sviptivindar blási á hlið.
Nú rennir Albert flugvélinni í sveig niður
að Villingaholtsvatni og ég nota tækifærið
og spyr hvernig honuni hafi hugkvæmst að
nota stélútbúnað af þessu tagi.
- Ef þetta léki lausum hala með
Vindmyllan og íbúðarhúsið að Sandbakka.
venjulegu stéli eins og sjá má t.d. á
leikfangamyllum þá væri þetta á sífelldu
róli til og frá og það myndi reyna mikið á og
fara illa með sjálfa mylluna. Mér skilst að
þetta hafi verið talsvert vandamál hjá þeim
í Grímsey því myllan þar er með stéli sem
ætlað er að halda henni í horfinu.
Rútuferð gegnum
Holland
Hugmyndina að þessum útbúnaði fékk
ég í haust þegar ég ferðaðist með nokkrum
kartöflubændum af Suðurlandi um Holland
og Þýskaland. Þegar við ókum í rútu
gegnum Holland sá ég náttúrulega margar
vindmyllur af öllum gerðum, bæði gamlar
og nýjar, og meðal annars sá ég, um leið og
við skutumst hjá, vindmyllur með svona
smárellum á stélinu og sá þá í hendi mér
hvernig þetta myndi vera útbúið.
Sessunautur minn í þessari rútuferð var Jón
Kristjánsson í Villingaholti sem hefur
mikið inngrip í alla hluti sem lúta að vélum,
og við veltum vöngum yfir þessu saman, en
ekkert tækifæri gafst til að skoða þetta
nánar þar sem við vorum á leið til
Þýskalands að kynna okkur kartöflurækt en
ekki komnir til að skoða vindmyllur. En ég
var viss um að svona myndi þetta vera og
engan veginn öðruvísi og hannaði því
útbúnaðinn eftir því þegar heim var komið,
enda er þetta gömul og þekkt aðferð við að
stýra vindmyllum. Mér hefur að vísu verið
bent á að einfaldur rafeindabúnaður gæti
komið aðsömu notum, en hann þarf
rafmagn og getur auk þess bilað, þannig að
ég tók þessa einföldu lausn fram yfir þá
tækni.
Spaða flugvélarinnar drógu okkur
örugglega gegnuni loftið yfir Villingaholts-
vatni og við okkur blöstu á hægri hönd
samkomuhúsið og skólinn, og stafaði á
húsin láréttum gcislum sólar sem var rétt í
þann mund að tylla sér á sjóndeildarhring-
inn. Ég spyr Albert hvort ekki hafi komið
upp vandamál við smíði spaðanna eða
skrúfublaðanna sem auk þess að vera
nákvæmnissmíð eru með stillanlegum
skurði.
- Þetta var auðvitað nákvæmnisvinna og
áríðandi að öll snið væru rétt eftir þeim
formúlum sem notaðar voru, en það var
ekki síður áríðandi að fá nákvæmlega réttan
vinding á spaðana eftir sniðunum, og þeir
eru þannig smíðaðir að ég gerði fyrst grind
úr tré sem ég síðan þakti með trefj aplasti.
Gangráðurog
gegnumboraður
öxull
Nú, þetta með að hafa skurðinn á
spöðunum stillanlegan var kannski
vandamál fyrst í stað, en ég réði fram úr því
á eigin spýtur. Möndullinn smíðaði ég
þannigaðfasturöxull gengur út úr honum í
hvert skrúfublað.en inni í þeim er lega sem
verður að þola átakið, bæði togátakið sem
kemur við snúninginn og loftþrýstinginn
framan á skrúfuna. Aðalsmíðin er sjálfur
möndullinn en inni í honum er skipting með
gegnumboruðum öxli sem gengur fram úr
miðri skrúfunöfinni, og þar koma á armar
sem liggj a út í skrúfublöðin. Þetta verkar
þannig að þegar þessi öxull er færður fram
eða aftur, þá breytist skurðurinn á
spöðunum.
Við þetta á ég svo eftir að tengja stöng
sem liggur niður mastrið í gangráð, sem
verður bara gamaldags lóðagangráður eins
og fólk sér á gömlu eimreiðunum í
kúrekamyndum, ogþáfæégsem sagt
réttan snúningshraða á mylluna, með því að
gangráðurinn sér um að breyta skurðinum á
spöðunum til að halda jöfnum snúningi,
þótt vindstyrkur breytist. Ef vindstyrkur fer
yfir 15 metra á sekúndu, þá fer
gangráðurinn að slá af, því annars færi að
reyna of mikið á mylluna.
Það sem mesta eftirvæntingu vekur er að
sjá hvort orkunýtingin verður í samræmi
við það sem að er stefnt þegar ég verð búinn
að ganga frá vatnsbremsunni í jarðhúsinu
og tengja hana við mylluna. Því það er ekki
hægt að segja til um það fyrirfram að manni
takist að smíða þetta svo nákvæmlega rétt
að allir útreikningar standist þegar farið
verður að hita upp vatnið.
Sólin er að hverfa á bak við sjóndeildar-
hringinn og mál komið að tylla sér á jörðina
aftur, áður en myrkur skellur yfir. Skuggi
cr yfir flatlendinu en síðustu geislar sólar ná
að gylla tvær kirkjuhurstir þegar við
fljúgum þar yfir, í Villingaholti og Kálfholti
handan Þjórsár. Þar réttum við af kúrsinn
og tökum stefnuna á Forsæti tii lendingar,
Svona lítur vindmyllan út þegar horft er upp eftir henni.
og það rifjast upp fyrir mér að þessar
kirkjur báðar og fleiri kirkjur á Suðurlandi
hafa þeir endurbyggt bræðurnir Ólafur og
Albert, ásamt frænda sínum í Forsæti.
Gaman hefði verið að ræða umþær og fleiri
smíðaverkcfni sem haglcikur þessara ungu
rnanna hefur sett mark sitt á. Albert er cinn
fárra manna sem lagt hefur stund á íslcnska
rokkasmíð í hjáverkum, og í húsi Ólafs
stendur gamla pípuorgelið úr Landakirkju í
Vestmannaeyjum og gefur frá sér þýða
óma, en þeir frændur fluttu það utan úr
Eyjum fyrir fimm árum og settu það aftur
saman þar sem það nú stendur.
Að taka sér
tíma
Já, umræðuefnin gætu verið óþrjótandi
þegar borið er niður í Forsæti, svo margt
óvenjulegt sem menn eru þar að sýsla. Og
þá gætu eldri mennirnir frætt mann á ýmsu,
maður lifandi.
Flugbrautin nálgast og það gáfulegasta
sem mér dettur í hug að spyrja um þegar við
setjumst er hvernig Albert hafi tíma til að
sinna fjölbreyttum hugðarefnum sínum í
hjástundum frá kartöflubúskap og
húsasmíðum.
- Þaö er mikill misskilningur aö ætla sér
að bíða eftir því að hafa tíma og ráð á að
gera þá hluti sem maður hefur áhuga á. Það
er ég löngu búinn að reka mig á. Sá tími
kemur aldrei, maður verður bara að taka
sértíma ogbyrja.
Fólk hefur sagt við mig eftir að hafa rekið
augun í vindmylluna: Já, þú kemur til með
að græða á þessu þegar hún er farin að hita
upp! - Ég hlæ nú vanalega að því. Það er
nefnilega ekki aðalmálið, heldur sú ánægja
sem maður hefur af því að eiga við þetta.
Við stígum út úr flugvélinni, og um leið og
ég kveð Albert og þakka honum fyrir túrinn
og spjallið býð ég honum að velja hvar
viðtalið birtist. Hann velur Þjóðviljann.
Nú, já- hugsa ég með sjálfum mér. Ætli
hann kjósi Alþýðubandalagið? En ég spyr
ekki að því. r^a
Mál og
myndir:
Rúnar
Ármann
Arthursson