Þjóðviljinn - 23.04.1983, Page 18

Þjóðviljinn - 23.04.1983, Page 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 23. - 24. apríl 1983 G-listinn A-listinn B-listinn D-listinn C-listinn Baldur Kristín Haukur Kjartan Frosti Óskarsson Guðmundsdóttir Ingibergsson Gunnarsson Bergsson Hvað segja stjórarnir? Létt yfír Erum alltaf Úrslitin vinnuliðinu bjartsýn okkur í hag - Við finnum fyrir jákvæðri byl- gju frá kjósendum, sagði Baldur Oskarsson kosningastjóri Alþýðu- bandalagsins er blaðið hafði samband við hann í gær. Það hefur verið ákaflega létt yfir vinnuliðinu hér í aðalstöðvunum. Það er enda ánægjulegt að vinna í nýju flokks- miðstöðinni, þrátt fyrir að húsnæð- ið sé ófullgert, svífa hér góðir andar um ganga. Okkur finnst það einnig athyglisvert að á síðustu dögum hefur ungt fólk fjölmennt hingað til vinnu að kosningaundir- búningi og starfað af miklum þrótti, sagði Baldur. - Það er ágæt stemmning hjá okkur sagði Kristín Guðmunds- dóttir hjá Alþýðuflokknum. - Við eru alltaf bjartsýn í Alþýðuflokkn- um enda höfum við réttustu stefn- una. Skoðanakannanir? Við tökum rétt mátulega mikið mark á þeim, sagði Kristín. V-listinn Þórhildur Þorleifsdóttir Finmim meðbyr „Að sjálfsögðu finnum við fyrir meðbyr", sagði Þórhildur Þorleifs- dóttir hjá Kvennalistanum í Reykjavík þegar Þjóðviljinn kom að máli við hana í gær. Kosninga- baráttan var á lokastigi en þó áttu fulltrúar framboðsins eftir að fara á nokkra vinnustaði. Kvennalistinn hefur enga kosningastjóra, en í Reykjavík skiptast þær Þórhildur, - Úrslitin verða okkur í hag, sagði Haukur Ingibergsson kosn- ingastjóri Framsóknarflokksins. Landið liggur mjög vel nú orðið. Við vorum dálítið seinir af stað í þessari kosningabaráttu, en það er ekki nokkur vafi á því að byrinn hefur staðið í seglin síðustu tíu daga eða svo. -óg Kristín Ástgeirsdóttir og Margrét Rún Guðmundsdóttir á þeim störf- um sem flestir myndu kalla kosn- ingastjórástörf. „Það er dálítið erfitt að segja til hverra við höfðum mest, en þó tel ég að meirihluti þeirra sem kjósa Bráðabirgðalög gefin út í gær Bjartsýn og ákveðin - Við erum mjög ánægðir og bjartsýnir á mikinn sigur Sjálfstæð- isflokksins, sagði Kjartan Gunn- arsson kosningastjóri Sjálfstæðis- flokksins er Þjv. sló á jDráðinn til hans í gær. - Sjálfstæðisflokkurinn finnur góðar undirtektir alls staðar í landinu, og nýtur flokkurinn þar fastrar og ákveðinnar efnahags- stefnu sinnar. - óg okkur séu konur. Ég held líka að það sé stigsmunur á fylgi nýju framboðanna, þ.e. Bandalags jafn- aðarmanna og Kvennalistans, að Vilmundur og hans menn höfða meira til óánægjuhópa. — Vilt þú einhverju spá um úrslit- in? „Nei, ég vil engu spá. Ég virði kosningarétt kjósenda og minni á að við á Kvennalistanum höfum ekki verið með neinar áskoranir á fólk um að kjósa okkur. Þá munum við ekki merkja við á kjörstað eins og tíðkast hefur í íslenskum stjórn- málum. Þá vil ég að endingu koma þeirri skoðun minni á framfæri að ég er algerlega á móti þeim skoðan- akönnunum sem nú- ryðja sér til rúms hér á landi. Mér finnst að það ætti að setja hömlur við þessar kannanir með einhverjum hætti.“ - hól. Staðan er traust - Ef ég líki þessu við skák, sagði Frosti Bergsson hjá Bandalagi jafn- aðarmanna, þá tel ég að við höfum náð snemma að byggja upp góða stöðu. Þeirri stöðu höfum við hald- ið fram að þessu. Hún er mun traustari heldur en við héldum, því það eru margir að skipta um skoð- un alveg þangað til komið er í kjör- klefann. Hvað þar gerist veit nú enginn. Ég held að staðan sé mjög góð í Reykjavík og á Reykjanesi, en við stöndum lakar að vígi úti á landi. Ég tippaði sjálfur persónulega þannig að A-listinn fengi 4 þing- menn, B-listinn 13 C-listinn 6, D- listinn 24, G-listinn 9 og V-listinn 4 þingmenn. - óg HÆKKUN HÚSALEIGU FYLGI MEÐALLAUNUM í gær voru gefín út bráðabirgðalög um að hækkun húsaleigu sem bundin er vísitölu húsnæðiskostnaðar megi ekki fara fram úr hlutfallslegum breytingum meðallauna. Skal húsaleiga breytast ársfjórðungslega frá byrj- un mánaðanna júií, október, janúar og apríl. Hagstofa íslands tilkynnir opinberlega hver þessi breyting sé hverju sinni. Frjálst er að ákveða í leigusamningum um íbúðarhúsnæði gerðum eftir marslok 1983, að leiga skuli fylgja breytingum meðallauna. „Forsætisráðherra hefur tjáð mér, að brýna nauðsyn beri til að setja lög, sem komi í veg fyrir, að ójöfn dreifing hækkunar vísitölu húsnæðiskostnaðar á greiðslutímabil frá apríl 1982 til jafnlengdar 1983 leiði til óeðlilega mikillar hækkunar á húsaleigu frá 1. apríl 1983 að því er varðar leigusamninga sem tengdir eru þessari vísitölu og gerðir voru á nefndu tímabili", segir í upphafi laganna sem forseti íslands undir- ritaði í gær. I. grein bráðabirgðalaganna, sem eru í 6 greinum og taka þegar gildi er svohljóðandi: Mánaðarleiga fyrir íbúðarhúsnæði samkvæmt nýjum eða endurnýjuðum samningi gerðum á 12'mánaða tímabilinu apríl 1982 til mars 1983 má frá 1. maí 1983 ekki hækka meira en hér segir frá þeirri mánaðarleigu, er gilti í mars 1983: Samningur gerður eða endur- Hámark hækkunar nýjaður í tímabilinu: 1. maí 1983 frá marshúsaleigu 1983. Apríl-júní 1982......................................45% Júlí-september 1982..................................32% Október-desember 1982 ...............................21% Janúar-mars 1983.....................................10% Húsaleiga, sem greidd er leigusala fyrir maímánuð 1983 samkvæmt ákvæðum 1. málsgr., skal haldast óbreytt í júní 1983, enda sé viðkomandi húsaleigusamningur þá enn í gildi. Húsaleiga, er samkvæmt samningi gerðum fyrir 1. apríl 1982 fylgir vísitölu húsnæðiskostnaðar fýrir íbúðarhúsnæði, hækkar frá 1. apríl 1983 um 51,04% samkvæmt henni. Ákvæði þessar gr. taka einvörðungu til húsaleigu sam- kvæmt samningum, þar sem ákveðið er, að hún skuli fylgja breytingum vísitölu húsnæðiskostnaðar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.