Þjóðviljinn - 06.05.1983, Page 8

Þjóðviljinn - 06.05.1983, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd Á sameiginlegum fundi friðarhreyfinganna á Norðurlöndum í Norræna húsinu sunnudaginn 24. aprílsl. gerðistsá sögulegiatburðurað fulltrúar hreyfinganna samþykktu sameiginlega álitsgerð um kjarnorkuvopnalaustsvæði á Norðurlöndum, sem nær til lands, landhelgi og lofthelgi Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Færeyja, Danmerkurog íslands. Hafa hreyfingarnarsettsérþað markmið að vinna að framgangi þessa máls á næstu mlsserum og skapa þannig nýjan valkost til öryggismála á Norðurlöndum ermiði að gagnkvæmtu trausti í stað ógnarjafnvægis. Hreyfingarnarsem undirrituðu hina sameiginlegu álitsgerð voru Nej tilatomváben frá Danmörku, Finlands Fredsförbund og De hundras komitte frá Finnlandi, Fóik fyri frið í Færeyjum, Nej til atomvápen íNoregi, Svenska freds och skiljedomsföreningen í Svíþjóð og Samtök herstöðvaandstæðinga frá Islandi. Þjóðviljinn birtirhérinnganginn að hinni sameiginlegu álitsgerð friðarhreyfinganna og ræðir við þáAtla Gfslason og Árna Hjartarson frá Samtökum herstöðvaandstæðinga um það skref sem hér hefur verið stigið. Valkostur við ógnarj afnvægi Með þessari sameiginlegu álitsgerð friðarhreyfinganna á Norðurlöndum um kjarnorkuvopnalaust svæði er verið að benda á nýja leið í öryggismálum sem svar við ógnarjafnvæginu, sögðu þeir Árni Hjartarson og Atli Gíslason frá Samtökum herstöðvaandstæðinga í viðtali við Þjóðviljann. Það er orðið Ijóst að hið svokallaða ógnarjafnvægi er í rauninni ekkert jafnvægi, heldurstjórnlaust vígbúnaðarkapphlaup, sem stefnir í átttil tortímingar. Ógnarjafnvægið hefur fætt af sér slíkt magn kjarnorkuvopna í heiminum að tilveru okkar stafar ógn af á friðartímum. Það þarf ekkert stríð til. Þá er frestur til að leiðrétta tæknileg eða mannleg mistök orðinn svo skammur að segja má að við lifum á heljarþröm. Með tilkomu hinna nýju Pershing-eldflauga í V-Þýskalandi styttist þessi frestur úr hálfri klst. niður í 6 mínútur. Það gefur því auga leið að þessar tillögur friðarhreyfinganna um norrænt frumkvæði í friðar- og öryggismálum eru tilkomnar af brýnni lífsnauðsyn um leið og skilningur almennings í þessum löndum hef ur vaxið fyrir nauðsyn stefnubreytingar. - Hvenær komu Samtök herstöðvaandstæðinga inn í þessa umræðu? - Upphaflegahugmyndinaðslíkri sameiginlegri stefnumörkun friðarhreyfinganna á Norðurlöndum var mótuð á fundi hreyfinganna Nej til atomváben í febrúar 1982. Samkvæmt þessum upphaflegu hugmyndum voru Færeyjar og ísland ekki með í dæminu. í júní 1982 áttu Samtök herstöðvaandstæðinga fulltrúa á fundi í Osló, þar sem lögð var rík áhersla á þátttöku íslands, og síðastliðið haust var síðan formlega gengið frá því að ísland og Færeyjar yrðu aðilar að svæðinu í hinni sameiginlegu stefnumótun. Síðan hafa Samtök herstöðvaandstæðinga tekið fullan og virkan þátt í mótun þeirra hugmynda sem settar eru fram í hinni endanlegu álitsgerð sem samþykkt var í Reykjavík 24. apríls.l. - Hvert er umfang þess svæðis sem hugsað er Sem kjarnorkuvopnalaust? - Svæðið er hugsað þannig að það nái til allra Norðurlandanna nema Grænlands og taki til 4 mílna tollalandhelgi og Iofthelgi. Samtök herstöðvaandstæðinga lögðu áherslu á að fá Grænland með inn í þessa mynd, því Grænlendingar hafa svipaða aðstöðu og við íslendingar hvað varðar erlendar herstöðvar. Slíkt myndi að okkar mati auka gildi svæðisins til varðveislu friðar. Friðarhreyfing hefur hins vegar ekki enn verið stofnuð á Grænlandi, og þeir hafa ekki tekið þátt í þessum umræðum. Það þótti ekki stætt að taka Grænland inn í myndina sem hluta af Danmörku, en hugsanleg útvíkkun svæðisins í framtíðinni mun fyrst og fremst beinast að Grænlandi. Við lítum ekki á svæðið sem einangrað fy rirbæri, heldur sem áfanga á leið til kj arnorkuvopnalausrar Evrópu, þar sem öryggi verði tryggt með öðrum hætti. - Nú er því haldið i'ram, að kjarnorkuvopn séu ekki geymd á Norðurlöndum. Hefur samþykkt sem þessi þá einhver áhrif, t.d. varðandi þann herbúnað sem fyrir er á svæðinu? - Skilgreiningokkará kj arnorkuvopnum í þessu sambandi er þröng. Þar er einungis átt við sprengjuvirkar hleðslur. Því stöndum við frammi fyrir þeirri þversögn, að jafnvel þótt við höfum hér yfirlýst kjarnorkuvopnalaus svæði, þá sitjum við uppi með herstöðvar sem eru jafnframt stjórnstöðvar þegar til kjarnorkustyrjaldar kemur. Samkomulag sem þetta kemur hins Kjamorkuvopnalaust svæöiá Norðurlöndum er fyrsta skrefíð í átt til nýrra viðhorfa og nýrrar skipunar öryggis og varnarmála í Evrópu og heiminum, þarsem öryggið verði tryggtmeð gagnkvæmum trúnaði í stað ógnarjafnvægis. Norður-Atlantshafið og Ishafið eru orðin eitt hættulegasta svæðið í Evrópu í hernaðarlegu tilliti vegna kjarnorkuvígbúnaðar stórveldanna. Næsta skrefið yrði að innlima Grænland í hið kjarnorkuvopnalausa svæði. vegar í veg fyrir tímabundna geymslu og flutninga á kjarnorkuvopnum á svæðinu, og það má einnig minna á, að bandarísk stjórnvöld hafa aldrei viljað sverja fyrir að hér væru geymd kj arnorkuvopn. Þá er ekki neitt ákvæði í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að íslensk stjórnvöld geti hugsanlega í framtíðinni veitt leyfi fyrir slíkri geymslu, og reynsla okkar af hersetunni sýnir, að vart er að treysta því að slíkt leyfi verði ekki gefið einn góðarf veðurdag. Þá má einnig benda á að öll uppbygging herstöðvarinnar í Keflavík er beinlínis slík, að hún kallar á kjarnorkuvopn sem stjórnstöð í kjarnorkustyrjöld. - Hvernig yrði formlega gengið frá yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd? - Tillaga okkar gengur út frá því að gerður verði innbyrðis sáttmáli á milli allra Norðurlandanna, sem staðfestur verði af Sameinuðu þjóðunum. Þetta yrði einhliða ákvörðun Norðurlandanna, sem ekki væri bundin neinum þeim skilmálum sem stórveldin gætu sett. Síðan verður kjarnorkuveldunum gert að skuldbinda sig til að viðurkenna svæðið sem kjarnorkuvopnalaust í samræmi við ályktun 1. sérnefndarSameinuðuþjóðanna frá 1978 þar sem stórveldin eru hvött til að veita slíkum svæðum viðurkenningu. Dæmi um hliðstæðan samning er samningur sá sem þjóðir S-Ameríku hafa gert innbyrðis um kjarnorkuvopnalaust svæði, en stórveldin hafa viðurkennt hann með sérstökum yfirlýsingum. - Hvernig á að tryggja eftirlit með því að við yfirlýsingar þessar verði staðið? - I tillögunni er gert ráð fyrir því að Norðurlöndin komi á fót sjálfstæðri stofnun er hafi þetta verkefni með höndum. Síðan eru Norðurlöndin bundin eftirliti Alþjóða kj arnorkumálastofnunarinnar í Vín í samræmi við alþjóðasamninginn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna frá 1968. Þá er með skuldbindingum stórveldanna gert ráð fyrir gagnkvæmu eftirliti frá þeirra hendiásvæðinu. - Hvernig myndi kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum breyta stöðu öryggismála á svæðinu og í Evrópu? - Það er ekki gert ráð fyrir því með Íiessari samþykkt að Noregur, Danmörk og sland segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Árni Hjartarson og Atli Gíslason frá Samtökum herstöðvaandstæðinga. Hins vegar stangast þessar hugmyndir í veigamiklum atriðum á við þá stefnu, sem nú er ríkjandi innan Nato, og slíkt svæði myndi væntanlega knýja á um stefnubreytingu innan bandalagsins. Nato hefur hingað til byggt stefnu sína á ógnarjafnvæginu, en hér er verið að benda á annan valkost, og stofnun slíks svæðis yrði sjálfstætt frumkvæði Norðurlandanna til þess að vinna honum fylgis. Þá myndi slíkt kjarnorkuvopnalaust svæði koma í veg fyrir hugsanleg áform Nato í framtíðinni um að koma sér upp kjarnorkuvopnum á svæðinu við breyttar aðstæður. Svæðið myndi koma í veg fyrir að kafbátar með kjarnorkuvopn innbyrðis gætu leitað vars eða þjónustu á íslandi, og þannig mætti lengi telja. Mikilvægasta atriðið í þessu sambandi er þó að okkar mati að svæðið er fyrsta skrefið í átt til nýrra viðhorfa og nýrrar skipunar öryggis- og varnarmála í Evrópu og í heiminum, þar sem öryggið verður tryggt með gagnkvæmum trúnaði í stað ógnarjafnvægisins. - Hvernig ætla Samtök herstöðvaandstæðinga að vinna að framgangi þessa máls hér á íslandi? - Við ætlum okkur að kynna málið fyrir stjórnvöldum, þingi, stjórnmálasamtökum, verkalýðshreyfingunni og ekki síst almenningi. Við munum þrýsta á íslensk stjórnvöld um að taka þetta mál á dagskrá á norrænum vettvangi og við munum leggja áherslu á að málið verði tekið fyrir á Alþingi íslendinga og að stjórnmálaflokkarnir lýsi þár afstöðu sinni til þessara mála. Mikilvægast er þó að kynna málið fyrir almenningi, því friðarhreyfingin hér í V- Evrópu er fyrst og fremst grasrótarhreyfing sem á styrk sinn undir vaxandi skilningi almennings á nauðsyn þess að breytt verði um stefnu í öryggis- og varnarmálum í heiminum í dag, áður en það verður um seinan. ólg. „Að enginn hafí ástæðu tilað óttast...“ Úrformála sameiginlegrar yfirlýsingarfriðarhreyfinga á Norðurlöndum um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, sem samþykkt varáfundi í Norrœna húsinu24. aprílsl. Tvö meginsjónarmið eru ráðandi í þeirri viðleitni að korna í vegfyrir kjarnorkustyrjöld. Annað byggir á ógnarjafnvæginu, þ.e.a.s. aðstöðug hervæðing á að hindra mótaðilann í að reyna árás. Hitt sjónarmiðið byggir á gagnkvæmu trausti, þ.e.a.s. þeirri skoðun að með alþjóðlegum samningum og nýjum samstarfsformum megi skipa svo málum að ríki leysi ágreiningsmál sín án þess að beita vopnavaldi. Allt frá síðari heimsstyrjöldinni hefur hugmyndin urn ógnarjafnvægið verið ríkjandi. Þetta hefur haft í för með sér síaukinn vígbúnað og grafið undan efnahag þjóða heimsins. Núersvo konrið málum að einungis tilvist vopnanna ógnar öryggi okkar. Þess vegna gerast þær raddir nú æ háværari sein krefjast breyttrar stefnu í öryggismálum. Ríkjandi stefna í öryggismálum, sem nú er framfylgt af þjóðríkjum og valdablokkum leiðir til stöðugt aukins vígbúnaðar. Það er því nauðsynlegt að frumkvæði annarra, heldur leggi hverfram sinn skerf og hvetji aðra til hins sama. Sjálfstætt frumkvæði verður að koma til. Ef við samþykkj um öryggismálastefnu, sem byggir á tilvist kjarnorkuvopna og hugsanlegri notkun þeirra þá höfum við um leið gefið samþykki okkar fyrir vitfirringu kjarnorkuvopnakapphlaupsins. Við lítum á*,varnir“ með kjarnorkuvopnum sem ögrun við okkar eigin tilveru og siðlausa aðferð í baráttu gegn óvini. Stofnun svæðisins er því hugsuð sem sjálfstætt frumkvæði Norðurlandanna. Hún á að útrýma hugsanlegum ástæðum fyrir beitingu kjarnorkuvopna gegn löndunum sem rnynda svæðið, og jafnframt á hún að standa sem fyrsta varðan á leiðinni að frekari afvopnun og slökun spennu. Stofnun svæðisins á einnig að geta komið af stað auknum umræðum um kjarnorkuvígbúnaðinn og valdbeitingarpólitík stórveldanna. Það er í þágu alls mannkyns að einhver taki fyrsta skrefið á leiðinni til nýrrar alþjóðlegrar stefnu íöryggismálum, er byggi á samstarfi á milli allra þjóða heimsins. En út fráhefðbundnum viðhorfum í þessum málum krefst slíkt frumkvæði þess að við höfum hugrekki til að varða nýjar leiðir, sem enginn getur sagt fyrir um hvert liggja. Margir draga sig í hlé af þessum sökum. Þeir viðurkenna þær hættur sem okkur stafa af kjarnorkuvígbúnaði og kjarnorkuvörnum, en eru engu að síður hræddir við að gefa upp á bátinn hefðbundnar varnir, vegna þess að hið hefðbundna skapar í sjálfu sér ákveðna öryggiskennd. í heimi nútímans er þetta raunverulegt vandamál, sem takast verður á við í alvöru. Flest þjóðríki mæla öryggi sitt í hernaðarstyrknum. Stjórnmálamennirnir verða að taka á sig þá ábyrgð að rísa gegn þessum hefðbundna skilningiáöryggi. Andstæðan við hernaðarlegar lausnir er friðsamlegar lausnir. Andstæðan við hernaðarbandalög er friðarbandalög er leiði til myndunar öryggisbandalaga þar sem líkur á valdbeitingu til lausnar deilna verði nánast engar. Flest deilumál í heiminum í dag ei u nú Bandaríski friðarsinninn Daniel Ellsberg og norska leikkonan Liv Ullman í broddi fylkingar friðargöngunnar sem farin var í Svíþjóð á sl. sumri. nýjar lausnir í öryggismálum byggi á alþjóðlegum forsendum. Það eru hagsmunir alls mannkynsins að unnt verði að koma af stað afvopnun sem nái til heimsins alls. Þar geta bæði stór ríki og smá átt hlut að máli með því að koma á fót friðarsvæðum, þar sem samskipti á milli ríkjanna innbyrðis og milli ríkjanna og umheimsins byggja á gagnkvæmu trausti og samvinnu. Því er haldið fram að baráttuna fyrir kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum verði að skoða í víðara evrópsku eðaalþjóðlegu samhengi. Við erum einnigþessararskoðunar: Ef stofnun slíks svæðis verður ekki annað en einangrað frumkvæði landa okkar í heimi þar sem vígbúnaðarkapphlaupið heldur áfram óhindrað, mun það brátt glatagildi sínu. En það er jafnframt skoðun okkar að víðtæk afvopnun verði aðeins að veruleika með viðvarandi þróun, þar sem enginn setji fyrirfram gefin skilyrði eða bíði eftir þegar leyst á friðsamlegan hátt. Annars myndum við búa við órofa styrjaldarástand um heim allan. Friðsamlegar lausnir deilumála á síðari árum verða vart raktar til þess að við höfum hættuna af kjarnorkuvopnunum hangandi yfir höfðum okkar. Stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum mun vekja athygli og áhuga langt út fyrir Norðurlöndin. Hún felur í sér nýja lausn á öryggismálum, byggða á samstarfi um sameiginlega öryggishagsmuni. Kenningin um ógnarjafnvægið y.rði leyst af hólmi með þeirri grundvallarreglu, að enginn eigi að hafa ástæðu til að óttast. Það verður að nýta það gagnkvæma traust sem ríkir í okkar heimshluta til þess að hrinda af stað þróun í j ák væða átt, sem með tíð og tíma gæti leitt til breyttra samskiptahátta á alþjóðavettvangi. Sameiginlegt markmið okkar er samfélag manna sem lifir við varanlegan frið, þar sem hættunni af gjöreyðingu kjarnorkustyrjaldarinnar hefur verið útrýmt.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.