Þjóðviljinn - 06.05.1983, Qupperneq 16
DJÚÐVIUINN
Föstudagur 6. maí 1983
Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Alþjóðleg ráðstefna um fíkniefnamál
Breyttar f orsendur
sagði Pétur Sigurðsson alþingismaður
um skerðingu vísitölubóta
í haust er leið skrifaði Jón G.
Sólnes fyrrum þingmaður grein um
efnahagsmál í Moggann, þar sem
hann sagði m.a. að afnema eða
skerða þyrfti vísitölubætur á laun.
Pétur Sigurðsson alþingismaður
svaraði Jóni í sama blaði og sagði
þá að krukk í vísitölubæturnar
kæmi ekki til grcina af sinni hálfu.
Pétur var í gær inntur eftir því
hvort hann væri enn sama sinnis
eða hvort hann myndi taka þátt í
því að skerða eða afnema vísitölu-
bætur á laun 1. júní nk.?
Það eru gerbreyttar forsendur
nú. Þegar ég svaraði Jóni Sólnes
sagðist ríkisstjórnin stíla uppá að
ná vísitölunni niður í 10%. Nú
stefnir hún í 100%, þannig að það
er ekkert sambærilegt, sagði Pétur
Sigurðsson.
-S.dór
Slökkviliðið í Reykjavík kveikti í gær í þessu gamla húsi, sem stendur við Hlíðarveg í Kópavogi, og æfði sig
síðan í hinum ýmsu galdrabrögðum slökkvistarfsins. Ljósm. -eik-
*
Skreiðarverkun fyrir Italíumarkað heimiluð
á ný með skilyrðum
F ramleiðslueftirlitið
fylgist með verkuninni
Seðlabanki íslands hcfur ákveð-
ið að endurkaupa á ný afurðalán
fyrir framleiðslu á skreið fyrir Ital-
íumarkað með því skilyrði að lán-
beiðni til fylgi vottorði frá Fram-
leiðslueftirliti sjávarafurða um að
fiskurinn standist gæðamat.
Þessi ákvöröun er tekin til að
greiða fyrir framleiðslu á skreið
fyrir Ítalíumarkað og nær heimild-
in til fisks sem hengdur verður upp
á tímabilinu 6. mai til 5. júní, en þó
ekki að meira magni en talið er
sennilegt að seljist á Ítalíumarkað á
þessu ári.
Framleiðslueftirlitið hefur sett
þær reglur að einungis verði hengd-
ur upp ferskur þorskur af I. eða II.
gæðaflokki og ekki minni en 40 cm.
Þá er skréiðarframleiðendum gert
að greiða matsmönnum laun fyrir
matsstörfin.
-Ig-
1 gær fór fram almannavarnaræfing í björgunarstörfum og var meiriháttar flugslys sett á svið í Vestmanna-
eyjum. Myndin var tekin þegar komið var með þá „slösuðu“ til Reykjavíkur.
Veruleg hækkun
á kísilmálmi
Fvrirhvggiandi
starf gegn
fíkniefnaneyslu
Áfengisvarnaráð og heilbrigðis
ráðuneytið standa fyrir nýmælum
Alþjóðleg ráðstefna verður hald-
in á Islandi 26.-30. septembcr í
haust á vegum Áfcngisvarnaráðs
um fyrirbyggjandi starf og rann-
sóknir í áfengis og fíknicfnamálum.
Áfengisvarnaráð stendur fyrir
ráðstefnunni í umboði heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins og
hefur verið hötð samvinna við Al-
þjóðaráð um áfengis og fíknicfna-
mál um skipulag ráðstefnunnar, en
alþjóðaráðið er starfandi undir
umsjón Who, alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar.
A meðan þessi alþjóðlega ráð-
stefna verður haldin verður einnig
haldið sérstakt tveggja daga nám-
skeið um fyrirbyggjandi starf í upp-
eldis og fræðslustarfi.
Fjölmörgum aðilum innanlands
og utan er boðið til þessarar
ráðstefnu. Framkvæmdanefnd
hennar skipa þeir Jón Ormur Hall-
dórsson, Guðmundur Einarsson,
Stefán Jóhannsson og Árni Einars-
son. í faglegri nefnd eiga sæti m.a.
Jóhannes Bergsveinsson, Hildi-
gunnur Ólafsdóttir og Tómas
Helgason.
Ráðstefnan og námskeiðið voru
kynnt á blaðamannafundi hjá Á-
fengisvarnaráði í gær - og verður
nánar sagt frá þeim fundi síðar.
-óg
Samkvæmt upplýsingum í
breska sérfræðiritinu Metal Bul-
letin nýlega hefur að undanförnu
verið vaxandi eftirspurn og hækk-
andi verð á kísilmálmi, og helst það
nokkuð í hendur við bata í ál-
iðnaði. Kemur það fram i mikilli
lægð á 'báðurn þessum mörkuðum á
síðasta ári, en þá fór verð á kísil-
málmi lægst niður í 850-900$ á
tonn, en er nú komið í allt að 1200$
á tonn og virðist sæmilega stöðugt
og spáð áframhaldandi hægfara
bata.
Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir
þá sem eru að vinna að undirbún-
ingi kísilmálmverksmiðju hér-
lendis.
Hins vegar mun verð á kísiljárni
ekki hafa hækkað að marki að
undanförnu.
Eigandi Nausts brýtur samninga á framreiðslumönnum
Þiónar mæta ekki til kvöldvinnu
Félag framreiðslumanna hefur ákveðið að kæra til félagsdóms
Deilur hafa sprottið upp milli
þjóna í Nausti og ciganda staðarins
sem hafa leitt til þess að þjónarnir
gengu af vinnustað og hafa ekki
mætt til kvöldvinnu síðustu daga.
Forsaga málsins er sú að fyrr í
vikunni ákvað eigandi Nausts Óm-
ar Hallsson veitingamaður upp á
sitt eindæmi að breyta fyrirkomu-
lagi vínveitingarekstursins þannig >
að brýtur skýlaust í bága við kjara-
samninga þjóna. I stað þess að
þjónar kaupi áfengisflöskur í heilu
lagi af veitingamanni og selji síðan
gestum drykki hyggst Ómar nú
selja þjónunum hvern sjúss fyrir sig
og að þjónar komi hvergi nálægt
blöndun drykkja heldur sjái ein-
göngu um pantanir og afgreiðslu.
Þið megið þá fara
Þjónar í Nausti neituðu að vinna
samkvæmt þessu fyrirkomulagi, og
fengu þá þau Svör frá eiganda
staðarins að þeir gætu þá farið fyrst
svo væri.
Fulltrúar Félags framreiðslu-
manna og lögfræðingur þess hafa
reynt að taka upp viðræður við
Ómar Hallsson en hann stendur
fastur á sinni ákvörðun, þrátt fyrir
að í kjarasamningum framreiðslu-
manna standi skýrum stöfum að fé-
lagsmönnum sé óheimilt að taka
upp nýja starfshætti á samnings-
tímanum.
Mikið
hagsmunamál
Stjórn Félags framreiðslumanna
hefur ákveðið að vísa þessu deilu-
máli til félagsdóms. Ólafur Sveins-
son framreiðslumaður sem m.a.
hefur haft með málið að gera fyrir
hönd félagsins sagði í samtali við
Þjóðviljann, að hér væri um mikið
hagsmunamál að ræða fyrir fram-
reiðslumenn. „Veitingamenn hafa
barist fyrir breytingum sem þessum
í yfír 30 ár, en félagið ávallt staðið
gegn þeim, því þær skerða tvímæla-
laust okkar kjör. Þessi vinnubrögð
Ómars Hallssonar að grípa til ein-
hliða aðgerða í Naustinu, öllum að
óvörum eru óforskömmuð og
framkoma hans gagnvart starfs-
mönnum fyrir neðan allar hellur."
-lg-