Þjóðviljinn - 10.05.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 10.05.1983, Qupperneq 5
Fréttaskýring: Mikill einhugur ríkjandi hjá Sjálfstæðis/lokki Þriðjudagur 10. maí 19831ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 16 sjálfkjömir ráöherrar „Eflum einn flokk til ábyrgðar“, sagði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir kosningar og hélt því fram að sá flokkur væri fær um að stjórna landinu, þinginu, atvinnuvegunum, fólkinu og þjóðlífinu á íslandi. Meirihluti kjósenda þakkaði kurteislega þessa ábendingu - og lagði traust sitt á aðra. Hins vegar er gaman að velta því fyrir sér hvaða þingmenn úr hinum samstæða þingflokki Sjálfstæðisflokksins gera kröfu til þess að gegna ráðherradómi i næstu ríkisstjórn. Við skulum byrja á Reykjavík. í efsta sæti trónir Albert Guð- mundsson. Hann er maður viðskiptanna og gerir að sjálf- sögðu kröfu til þess að verða við- skiptaráðherra ellegar fjármála- ráðherra. Hins vegar hafa sterku öflin í flokknum allt á hornum sér við Albert einsog alþjóð veit. Mprgunblaðið er t.d. þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé að leggja niður viðskiptaráðuneytið og gera það að deild í utanríkis- ráðuneytinu. Máski þessi skoðun fái byr undir báða vængi til að koma í veg fyrir frekari mann- virðingar Alberts. Fjármálaráðu- neytið segja andstöðumenn Al- berts vera gjörsamlega útilokað fyrir hann; hann sé jú banka- ráðsformaður og fráleitt sé að setja mann beint úr bankakerfinu á ríkiskassann. Bankástjórar Sjálfstæðisflokksins eru sagðir mjög harðvítugir í þessari and- stöðu sinni. Friðrik Sophusson gerir kröfu til að fá eitthvert ráðuneyti, t.d. félags-, heilbrigðis-, trygginga- mál ellegar þá menntamálaráðu- neytið. Hann sé varaformaður flokksins og ekki hægt að láta hann standa öllu lengur í skugg- anum af eldri mönnunum, sem flestir hafa kynnst sætleika valds- ins. Það er kominn tími til að „ungu mennirnir" fái að spreyta sig, segja Friðriksmenn í flokkn- um. Hann sé líka útnefndur af sjálfum flokknum á landsvísu til forystu. Birgir ísleifur Gunnarsson er sagður benda á stól iðnaðarráð- herra og segja: þetta er sætið mitt. Benda hans menn á, að hann hafi tekið virkan þátt í mótun iðnaðarstefnu flokksins, hann hafi starfað í sögu Lands- virkjunar og víða komið frekar við sögu iðnaðarmála á undan- förnum árum. Þá hafi hann verið borgarstjóri - og ekki megi ganga framhjá slíkum mönnum. Ragnhildur Helgadóttir vill verða menntamálaráðherra. Hún sé jú kona sem hafi langa þing- sögu að baki, byrjaði fyrst á þingi á sjötta áratugnum. Og hún hafi of lengi beðið í skugganum. Hún sé líka lögfræðingur einsog kall- arnir. Geir Hallgrímsson vill verða forsætisráðherra af þrjósku ef ekki vill betur. Aðrar ástæður hafa verið raktar hér í blaðinu og liggja í augum uppi. Matthías A. Mathiesen gerir kröfu til ráðherradóms af því hann hefur einna mestu reynslu. Hann var jú fjármálaráðherra í ríkisstjórn Geirs og Framsóknar 1974-78. Hann er leiðtqgi Reyknesinga og hefur verið á þingi síðan 1959. Auðvitað á hann að verða ráðherra. Gunnar G. Schram er stjarnan sem skaust upp á himininn. Hann er þjóðréttarfræðingur, heims- borgari að hugsjón og hefur verið fulltrúi landsins útávið og forsæt- isráðherra á köflum innávið. Þá hefur hann verið valinn til að gegna formennsku í launþega- samtökum. Auðvitað vill hann verða ráðherra - og hans menn krefjast þess árangurs af upp- skerunni úr prófkjöri og kosning- um. Ur Sunnlendingafjórðungi heyrast kröfur um að Þorsteinn Pálsson verði gerður að ráðherra. Þorsteinn er sagður arftaki Ing- ólfs Jónssonar sem var ráðherra um árabil. Og það er kominn tími til að Ingólfur verði endurvakinn í Þorsteini. Sunnlenskan ráð- herra, segja þeir, - og þykjast muna eftir kornabarninu Þor- steini í vöggu í Ölfusi. Þá þykir ekki spilla fyrir að með Þorsteini eru komin beinni tengsl milli atvinnurekendavaldsins og flokksins en nokkru sinni þótti þorandi áður. Vinnuveitenda- sambandið vill notfæra sér þetta og krefst þess að Þorsteinn verði gerður að ráðherra. Vinnu- veitendasambandið í ráðherra- Allir vilja þcssir verða ráðherrar - og enn fleiri til viðbótar! stól, ekkert múður. Hann gæti gert kröfu til þess að verða t.d. félagsmálaráðherra, forsætisráð- herra, fjármálaráðherra; eða þá eitthvert hinna ráðuneytanna. Ur Austfirðingafjórðungi sæk- ir Sjálfstæðisflokkurinn hvorki meira né minna en tvö ráðherra- efni; Sverri Hermannsson með víðtæka reynslu af stjórnunar- störfum, einsog það er kallað. Átt er við Framkvæmdastofnun sem hann hefur stýrt af miklum þrótti einsog fundum neðri deildar alþingis. Það er kominn tími til að Sverrir fái mýkri sæti, segja hans menn. Og ekki má gleyma Agli Jónssyni. Hann hef- ur lengi stefnt á það að verða landbúnaðarráðherra. Og hann er ekki vanur að gefa sig fyrr en í fulla hnefana maðurinn sá. Sjálf- ur hefur hann verið talsmaður heyköggla og töðumála í þing- flokknum. Meir að segja mótað sérstaka landbúnaðarstefnu fyrir flokkinn, sem aðrir segja reyndar að hann hafi fengið að láni frá Pálma Jónssyni. Úr Norðurlandi eystra kemur svo enn eitt ráðherraefnið, Lárus Jónsson. Hann gerir að sjálf- sögðu kröfu um að verða fjármálaráðherra, enda löngum talinn einn helsti efnahagssér- fræðingur flokksins. Þá hefur hann og verið leiðtogi í efri deild alþingis í öllum málum er varða efnahag og fjármál. Úr Norðurlandi vestra koma svo tvö ráðherraefni. Pálmi Jóns- son sem vill verða áfram landbún- aðarráðherra. Vitnar hann til reynslu sinnar í þeim efnum, sem og í árangur sinn í kosningum þrátt fyrir andstöðu flokksvélar- innar. Eyjólfur Konráð Jónsson er ennfremur talinn líklegt ráðherraefni. Hann er hafréttarfræðingur - og dálítið af hugmyndafræðingi er í honum líka, en þeir þykja ekki alltof margir sem hafa lesið Ádam Smith í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, hvað þá Hannes Hólm- stein og Jönas Haralz. Til að bæta úr þekkingarskortinum, þykir því rétt að hafa einn lesinn með í ríkisstjórninni. Þess vegna Eykon. Þá þykir Eykons- mönnum kominn tími til að Pálmi fái meiri samkeppni í kjördæm- inu - og að vegur hans fari minn- kandi að sama skapi og Eykons vaxi. Úr Vestfirðingafjórðungi koma ekki færri en tvö ráðherra- efni. Matthías Bjarnason sem vís- |ar til fyrri ráðherradóms síns og þekkingar á málum einsog sjáv- arútvegsmálum, heilbrigðis- og tryggingamálum. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son hefur lengi verið í startholun- um, máske hálfa öld. Hann vildi gjarnan verða félagsmálaráð- herra (fóstureyðingafrumvarpið o.fl.). Reyndar hefur hann verið talsmaður flokksins á undanförn- um þingum í öllum málum sem hinir hafa ekkert vit á: félagsmál hvers konar, kristindómur, hús- næðismái, raforkumál, fjármál, atvinnumál, landbúnaðarmál, póst- og símamál, samgöngumál. Og svona mætti lengi telja þá málaflokka sem Þorvaldur Garðar hefur barist fyrir af mik- illi elju og ósérhlífni. Af Vesturlandi er ekki nema eitt ráðherraefni. Það er dóms- málaráðherrann Friðjón Þórðar- son. Vestlendingar hafa sjaldan átt ráðherra - og árangur Frið- jóns einsog Pálma góður þótt flokksvélin væri honum andsnú- in. Það verður erfitt að ganga framhjá Friðjóni Þórðarsyni þeg- ar velja á næsta dómsmálaráð- herra. Hér hafa verið talin upp ein sextán ráðherraefni Sjálfstæðis- flokksins. Allir þessir menn gera kröfu um að verða ráðherrar- og allir hafa þeir sterkar klíkur og hópa sem vilja sko ekki láta vaða yfir sig. Og nú er aö rifja upp Ugluspegil í huganum - og púk- ann á bitanum. „Eflum einn flokk til ábyrgðar“, sagði Mogg- inn fyrir kosningar. -óg. Skilorðsbundinn dómur algengastur vegna kynmaka við börn Á árunum 1972-74 var dæmt í 3 málum í Reykjavík vegna kynmaka við börn og í 2 málum utan Reykjavíkur. Dómarnir, sem viðkomandi hlutu, <voru: 1 hlaut skilorðsbundið fangelsi í 6 mánuði, 2 hlutu skilorðsbundið fangelsi lengra en 6 mánaða, hjá 1 var frestað refsingu og 1 hlaut óskilorðsbundinn fangelsisdóm, 12-23 mánaða langan. Skilorðsbundinn dómur þýðir, að viðkomandi sætir ekki fangels- isvist nema hann gerist brotlegur á ■ ný á þeim tíma, sem dómurinn nær yfir. Þótt samkvæmt hegningarlög- unum íslensku skuli nauðgarar hljóta allt frá 1 til 16 ára fangelsis- dóm og menn sem gerast brotlegir gegn börnum vægari dóm að tiltölu (hvernig í ósköpunum sem hægt er nú að réttlæta það að verra sé að nauðga en valda börnum skaða um alla framtíð), þá sýnir praxísinn að dómar í málum af þessu tagi eru vægari en orðanna hljóðan. Þær upplýsingar, sem að ofan getur, er að finna í Dómsskýrslum 1972-74, sem Hagstofan gaf út 1978. Nýrri tölur er ekki að hafa. Afskaplega treglega gengur að afla upplýsinga um dómsmál á íslandi. Ekki vegna þess að þeim sé ekki haldið til haga, heldur vegna hins að ekki er unnið úr þeim. Þannig safnast saman skjöl hjá rannsókn- arlögreglu, ríkissaksóknara, saka- dómi ogfleiri embættum, sem inni- halda viðamiklar upplýsingar um Þórður Björnsson, ríkissaksóknarí: Málið hefur verið „Ég veit ekki betur en það sé verið að vinna í þessu máli og ég vona, að rannsóknin taki fljótt enda“, sagði Þórður Björnsson, ríkissaksóknari, í samtali í gær varðandi mál það sem við sögðum frá sl. föstudag um kynferðisafbrot tiltekins manns í Reykjavík gegn ung- um telpum. „Ég viðurkenni, að mál þetta sagði Þórður ennfremur. Hann hefur verið of lengi hjá okkur“, kvað þetta umfangsmikið mál, Stór saga úr réttarkerfinu: Eru kynferðisafbrot gegn börnum ekki hættuleg? |KYU> mcnn ekk. Jilui Fulllru. »i. «1 undunluA IrMi nð h|. iiknuaksðkiuia. k»að mil al þcvvu U(i »iðk»*m o* þvi þvrlii aA laia að meé aHn (al llann k»að»l ckki fela »»al- komavl að þvi. maður halði hali i afbrot íslendinga - en við erum í til þess að flokka upplýsingarnar. raun engu nær. Skjölin hrúgast Við verðum því að láta þessar baraupp. Mannaflaskortiraðsögn gömlu tölur nægja að sinni. ast. of lengi í kerfinu eldri mál kæmu þarna inní og spurningin væri hvar ætti að draga mörkin. Því hefði þetta dregist svona. Þórður Björnsson kvaðst ekki geta svarað því hversu langan tíma mál af þessu tagi væru til meðferð- ar í kerfinu. Það færi eftir svo mörgu, m.a. umfangi málsins og álagi á starfsmönnum saksóknara- embættisins. Hann kvað gæslu- varðhald heyra til undantekninga hér á landi - því væri ekki beitt nema í morðmálum. „Það er semsé verið að vinna í málinu og strax og rannsókn er lok- ið mun það hafa hér forgang",. sagði Þórður Bjömsson, ríkissak- sóknari, að lokum. ast.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.