Þjóðviljinn - 12.05.1983, Page 5
Fimmtudagur 12. maí 1983 ÍÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Plastfilma á stálklæðningum Rafmagnsveitum Reykjavíkur
Gjörónýt eftir 8 ára notkun
„Þessi stálklæðning með
plastfilmu, sem sett var utan á
hús Rafmagnsveitur Reykjavík-
ur við Ármúla fyrir 10-12 árum
hefur því miður reynst afar illa
og það iiggur fyrir að við
verðum að fletta plastfilmunni
af öllu húsinu og hafa náðst
samningar við framleiðandann
um að greiða þann kostnað“,
sagði Haukur Pálmason hjá
Rafmagnsveitum Reykjavíkur í
samtali við Þjóðviljann í gær.
„Þegar við keyptum þetta efni
var okkur gefið fyrirheit um 15 ára
viðhaldslausa endingu. Það var
hins vegar eftir 8 ár sem fyrstu
skemmdir fóru að koma fram og að
sögn sérfræðinga virðist sem
eitthvert bindiefni í plastfilmunni
hafi eyðst með tímanum. Stálið
undir er galvaniserað og það er
óskemmt með öllu“, sagði Haukur
enn fremur.
„Við hjá Rafmagnsveitum
Reykjavíkur höfum líka reynslu af
álklæðningum með innbrenndu
lakki og þær hafa reynst frábær-
lega. Það var um 1970 sem við
Stál- og
álplöturnar
Nauðsyn
að gera
gæða-
úttekt
segir sérfrœðingur
Iðntæknistofnunar
„Þetta dæmi um litla end-
ingu piastfilmunnar sem sam-
kvæmt sumum auglýsingum á
að duga árum og áratugum
saman sýnir auðvitað vel
hversu seljendur komast langt
með auglýsingum og að hlut-
lausa úttekt á gæðum þessara
efna vantar nauðsynlega“,
sagði Rögnvaldur S. Gíslason
deildarstjóri efnaiðnaðar-
deildar Iðntæknistofnunar Is-
lands í gær.
„Sjálfsagt er mikið af þess-
um klæðningum ágætis efni en
það virðist ljóst að innan um
eru klæðningar sem ekki
henta hér á landi og endast
engan veginn eins lengi og
fyrirheit eru gefin um. Við hjá
Iðntæknistofnun erum með í
undirbúningi úttekt á gæðum
þessara klæðninga og stefnum
á að geta flokkað einstök
vörumerki eftirgæðum. Þegar
sú úttekt liggur fyrir geta
væntanlegir kaupendur þess-
ara efna gengið að slíkri hlut-
lausri flokkun á þeim efnum
sem eru í boði“, sagði Rögn-
valdur S. Gíslason að lokum.
Fyrir 10-12 árum var þessi stálklæðning sett á hús Rafmagnsveitna Reykjavíkur við Ármúla. Eftir 8 ára
notkun var Ijóst að klæðningin reyndist ónýt.
klæddum mannvirki inn við Elliða-
ár með því efni og núna 13 árum
seinna er það eins og nýtt. En þess-
„Þessi bæjarráðsfundur fór
friðsamlega fram og einhugur
ríkjandi nema hvað bæjarráðs-
maður Alþýðuflokksins, Guð-
mundur Oddsson yfirkennari í
Víghólaskóla, mælti gegn samn-
ingi um skólahald í Kópavogi.
Aðrir bæjaráðsmenn sam-
þykktu að fela bæjarstjóra að
undirrita fyrir hönd Kópavogs-
kaupstaðar samning þessa efnis
sem þegar hefur verið undirrit-
aður af bæði fjármálaráðherra
og menntamálaráðherra fyrir
hönd ríkisins“, sagði Björn
Ólafsson bæjarráðsmaður Al-
þýðubandalagsins í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Samningurinn kveður á um það
að strax á næsta skólaári fái fram-
haldsskólinn í Kópavogi húsnæði
Víghólaskóla til afnota. Víghóla-
skóli verði um leið lagður niður
sem grunnskóli en nemendur sem
nú eru í 7. og 8. bekk færist í aðra
grunnskóla bæjarins. Húsnæði það
sem Menntaskólinn í Kópavogi
hefur haft, fái Kópavogsskóli hins
vegar til afnota.
Þá er í samningnum ákvæði um
að strax næsta vetur taki til starfa
ar klæðningar með plastfilmunni
getum við ekki ráðlagt nokkrum að
kaupa miðað við þá slæmu reynslu
í takt við stefnu
skólayfirvalda
segir Björn
Ólafsson
bæjarráðsmaður
nýr grunnskóli, Hjallaskóli og er
hönnun skólans þegar hafin. Til að
byrja með verði lausar kennslu-
stofur sem Menntaskólinn hefur
haft til umráða, fluttar í hinn nýja
Hjallaskóla. Einnig er í samning-
num ákvæði um áframhaldandi
uppbyggingu Digranesskóla og
Snælandsskóla. Loks er í samning-
num kveðið á um að ríkissjóður
beri stofnkostnað vegna húsnæðis
fyrir hótelgreinar og verknáms-
skóla í matvælagreinum í Kópa-
vogi.
sem við höfum af þeim“, sagði
Haukur Pálmason að lokum.
-v.
„Á bæjarráðsfundinum í fyrra-
dag lagði ég skýrt fram bókun, sem
var samþykkt, þar sem kveðið er
skýrt á um að þannig verði gengið
frá skólavist nemenda 7. og 8.
bekkjar í Víghólaskóla næsta vetur
að hagsmunir þeirra sitji í fyrirrúmi
og tekið verði tillit til óska þeirra
og kennaranna, eftir því sem kost-
ur er. Jafnframt verði nemendum
tryggðir sömu kennarar sem þeir
hafa haft undanfarin ár eftir því
sem því verður við komið. Auðvit-
að skiptir mestu máli í þessari
breytingu sem verið er að gera á
skipan skólamála í bænum að hags-
munir nemenda séu ekki fyrir borð
bornir og að bekkjum sé ekki
tvístrað. Ég tel að með þessum
samningi bæjar og ríkis hafi það
markmið náðst og að með þessum
samningi hafi skapast forsendur
fyrir einsetningu grunnskólanna í
Kópavogi frá og með 4. bekk.
Einnig tryggir þessi samningur
uppbyggingu myndarlegs fjöl-
brautaskóla í bænum með verk-
námsbrautum. Þetta allt saman er
enda í samræmi við stefnu skóla-
yfirvalda og meirihluta bæjar-
stjórnar í þessum efnum“, sagði
Björn Ólafsson að lokum.
-v.
Einn stærsti
innflytjandi
álklæðninga:
„Það er alveg rétt að við
höfum verið í innflutningi á ál-
og stálplötuin um nokkurra
ára skeið og ég get fullyrt að
reynsla okkar viðskiptavina af
álplötum hcfur vcrið mjög
góð, enda bjóðum við 20 ára
ábyrgð á því efni“, sagði
Björn Möller hjá Innkaupum
hf í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Forsíðumynd blaðsins í
gær, sem sýnir illa farna stál-
klæðningu á verksmiðjuhúsi
einu, hefur vakið mikla at-
hygli. Þar var að vísu sagt að
um væri að ræða innbrennt ál,
en klæðningin mun vera af
stáli gerð. Aðalatriðið er þó
ekki það heldur hitt að
neytendur virðast ekki hafa
nokkra möguleika á að afla
sér hlutlausra upplýsinga um
það hvaða efni eru betri en
önnur og því hafa skotið upp
kollinum dæmi um brostin
fyrirheit.
„Við höfum lagt áherslu á
álklæðningarnar enda af þeim
mjög góð reynsla þá um það
bil tvo áratugi sem við höfum
verið í þessum innflutningi.
Eina dæmið um frávik frá
þessu kom upp árið 1977, en
þá fengum við sendingar af
gölluðum plötum og þegar
þeir ágallar komu í ljós, var
skipt um allar klæðningar á
kostnað okkar og fram-
leiðandans úti í Noregi. Þessir
gallar komu einungis fram í
rauða litnum og við athugun
reyndist sökudólgurinn vera
sá aðili sem sá um blöndun og
framleiðslu litarins. Dæmi um
góða reynslu af álplötum frá
okkur er klæðning á spennu-
stöð Rafmagnsveitna Reykja-
víkur við Elliðaár, en hún var
sett á mannvirki þar á árunum
1964-65 og er ekkert farin að
láta á sjá“, sagði Björn Möller
hjá Innkaupum hf.
-v.
Skipan skólamála í Kópavogi í deiglu
Bæjarráð samþykkti
samninginn við ríkið
Nefnd um jafnréttismál skilar tillögu að frumvarpi til laga
Staða kvenna verði bætt
Akveðnari lagafyrirmæli og fimm ára framkvæmdaáætlanir
Nefnd sem Svavar Gestsson
félagsmálaráðherra skipaði
1981 til þess að fjalla um jafn-
réttismál og endurskoðun laga,
skilaði áliti í apríl og tillögu að
frumvarpi til laga um jafna
stöðu og jafnan rétt karla og
kvenna. Helsta nýmæli frum-
varpsins er, að tilgangur lag-
anna sé ekki aðeins að stuðla að
jafnrétti og jafnri stöðu karla og
kvenna heldur beinlínis að
koma jafnrétti á með því að
bæta stöðu kvenna. Þetta
ákvæði ætti að opna leið til
tímabundinna aðgerða, sem
nauðsynlegar þættu.
í frétt frá félagsmálaráðuneytinu
segir að önnur helstu nýmælin séu
breytt skipan jafnréttisráðs á þá
lund, að félagasamtök sem hafa
jafnréttisbaráttu á dagskrá tilnefni
fulltrúa í ráðið. Er ætlunin að
tryggja þannig að í ráðinu sitji
ævinlega fulltrúar, sem framar
öðru hafa áhuga á að vinna farsæl-
lega að þessum málum. Þá er gert
ráð fyrir að skipan jafnréttisnefnda
í sveitarfélögum verði lögleidd og
að leitast verði við að hafa sem
jafnasta tölu kynja í stjórnum,
nefndum og ráðum á vegum ríkis,
sveitarfélaga og félagasamtaka. Þá
eru fleiri aðilar en nú dregnir til
ábyrgðar vegna ólöglegra auglýs-
inga og atvinnurekendum gert að
vinna að því að jafna stöðu kynj-
anna innan fyrirtækja sinna. Gert
er ráð fyrir að ríkisstjórnir geri
framkvæmdaáætlun til fimm ára í
senn, auk þess sem lögin séu
endurskoðuð eftir fimm ár frá setn-
ingu. Að lokum gerir frumvarpið
ráð fyrir að viðurlög vegna brota
verði mun ákveðnari heldur en í
núgildandi jafnréttislöggjöf. -ekh