Þjóðviljinn - 12.05.1983, Side 8

Þjóðviljinn - 12.05.1983, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN, Fimmtudagur 12. maí 1983 Svavar Sigmundsson hefur unnið að samheitaorðasafninu í næstum áratug. Fyrir framan hann er seðlasafn- ið þar sem eru tugþúsundir orðaseðia. Myndir - eik. í Máltölvunarherberginuer arðasafnið slegið inn á tölvu. Það er Ari Páll Kristinsson íslenskunemi sem situr við tölvuborðið. Samheitaorðabókin er nú unnin í ritvinnslutölvu „Einfaldari, fljótvirkari og ódýrari vinnsluaðferð” segir Svavar Sigmundsson höfundur bókarinnar „Einfaldar ritvinnslutölvur munu ekki einungis færa okkur nærri hljóðlaust rittól í stað ritvélarinnar, heldur tæki sem mun auðvelda allar breytingar á skrifuðum texta, og loks mun það samtímis vinna verk setningartölvunnar svo ekki verður nauðsynlegt að setja textann í prentsmiðju og lesa próförk. í lok þessa áratugar verðursennilega jafnfátítt að vélrituðu handriti bóka verði skilaö í prentsmiðju og nú að sett sé eftir handskrifuðum texta." Þessi orð er að finna í fróðlegri grein sem Páll Theódórsson eðlis- fræðingur skrifar í nýútkomið hefti tímarits Máls og menningar þar sem hann kynnir ritvinnslu með tölvum og líklegar nýjungar í þeim efnum. Nú þegar er farið að fullvinna hérlendis texta til prentunar á rit- vinnslutölvur. Eitt þessara verk- efna er Samheitaorðabókin sem Svavar Sigmundsson lektor hefur unnið að síðustu ár. Fyrir skömmu var farið að vinna handritið að orðabókinni í gegnum tölvu í sam- vinnu við Máltölvun Háskólans. Hér er um að ræða fyrsta meirihátt- ar verkefnið sem unnið er á þennan hátt hérlendis, en áður hafa verið unnin tvö orðasöfn til prentunar hjá Máltölvun Háskólans, Hag- fræðiorðasafn og orðasafn Skýrslu- tæknifélagsins. Samheitaorðasafn Við héldum á fund Svavars Sig- mundssonar og leituðum frekari upplýsinga um vinnslu samheita- orðasafnsins. „Það var árið 1974 sem ég byrj- aði að vinna að þessu verkefni en verkið er eins og kunnugt er unnið á vegum styrktarsjóðs Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jóns- dóttur. Þórbergur hafði mikinn á- huga á að bók sem þessi yrði gefin út hérlendis. Ég var í Kaupmanna- höfn fram til ársins 1980 og vann þar m.a. ásamt Þorbjörgu Helga- dóttur við söfnun orða í safnið. Eft- ir að heim kom var byrjað að vinna úr seðlasafninu og útbúa til prent- unar.“ - Hvað kom til að ákveðið var að færa úrvinnsluna inn í tölvu? „Þegar búið var að vélrita eftir 'seðlum um tæpan þriðjung af heildarverkinu sem handrit, yarð mér ljóst að þetta var bæði seinlegt og kostnaðarsamt verk. Einnig er erfitt að bæta inn í handritið og lagfæra, þetta vill verða ansi mikið krot þegar upp er staðið. Það lá ljóst fyrir að alls þyrfti að vélrita upp 1500 - 1600 blaðsíður. Þá fór- um við að ræða í samheitasjóðnum hvernig hægt væri að einfalda þessa vinnu og gera hana ódýrari og fljót- virkari. Baldur Jónsson dósent sem hefur stjórnað uppbyggingu Mál- tölvunar Háskólans var okkur til ráðgjafar og að endum var ákveðið að vinna þetta verk í gegnum ritvinnslutölvu". Mikill vinnslusparnaður - Hvað vinnst með því móti? „Vinnusparnaður er mikill. Það þarf t.d. ekki að slá inn nema hluta alls safnsins í tölvuna. Hún sér um að raða öllum tilvísunarorðum, sem eru geysimörg, á sinn stað í safnið, eftir því sem þau týnast inn við innsláttinn. Þá auðveldar þessi vinna okkur mjög allar leiðrétting- ar. Það er einn stærsti kosturinn við tölvuvinnslu. Ekkert krot á pappír, heldur bætt inní, strokað út, leiðrétt og lagfært, allt á tölvuna. Próförk má lesa af skermi eða þá af afriti sem oftast er gert. Þessi vinna er mun fljótvirkari en sú sem áður hefur verið notuð þar sem sífellt er verið að hreinrita ný og ný handrit. Þá er ekki heldur nein hætta á að nýjar villur slæðist inn um leið og aðrar eru leiðréttar eins og vildi koma fyrir áður. Við losnum líka við að rekja allar tilvísanir fram og til baka og tryggja að þær stemmi. Það sér tölvan algerlega um sjálf. Það er í raun leiðinlegasta og tíma- frekasta handavinnan sem sparast við þessa vinnsluaðferð og það er mikill kostur.“ Byrjað í febrúar sl. Þegar er búið að rita inn á tölv- una um 1/6 af heildarverkinu, sem er að sögn Svavars um 1600 blaðsíður. Það eru tveir nemendur við íslenskudeild Háskólans sem sjá um innsláttinn sem hófst í lok febrúar sl.. Reiknað er með að verkinu verði lokið í haust og þá á eftir að lesa síðustu próförk áður en allt er klárt til prentunar. - En h venær mega menn eiga von á því að samheitaorðasafniö lang- þráða líti dagsins ljós? „Það er stefnt að því að koma því út á næsta ári. Þetta er hálfgert til- raunaverk sem við erum að vinna hérna með þessari tölvukeyrslu. Fyrsta stóra verkefnið sem er unn- ið á þennan hátt á vegum Há- skólans og við erum ánægð með hvernig til hefur tekist." Svavar sagðist vita að fleiri stofn- anir á Háskólalóðinni væru að hugsa sinn gang í þessum efnum, t.d. Árnastofnun varðandi textaút- gáfu, en þessi nýja tækni myndi hafa í för með sér mikinn tíma- sparnað og losa fræðimenn undan leiðinlegri vinnu sem allir vilja helst losna við. Þjóðminjasafnið hefur verið að kanna möguleika á að koma myndasafni sínufyrir átölvuskrá og Orðabók Háskólans er að undir- búa vinnslu á skrá yfir uppflettiorð í seðlasafni Orðabókarinnar. Hvað er framundan? Ekki hefur verið samið við neinn aðila ennþá um prentun á sam- heitaorðasafninu, en vissulega er breytt staða komin upp gagnvart prentun, þegar sýnt er að ný tækni í tölvuritvinnslu býður uppá að öll textasetning getur farið fram utan prentsmiðju. Hvað þessi þróun mun hafa í för með sér fyrir prent- iðnaðinn er ekki gott að fullyrða um á þessari stund. Sumir segja að þetta verði til þess að fjöldi starfs- manna í prentsmiðjum, þe. þeir sem fást við innskrift texta, muni missa. atvinnuna, en aðrir halda því fram að þessi tækni verði til þess að mun fleiri sjái sér fært að gefa út ritað mál á prenti, þar sem setning- arkostnaður sparist, sem verði aft- ur til þess að mikil aukning verði í umbroti og annarri prentvinnu á næstu árum. Hvort sem verður ofaná, er aðeins eitt víst, að þessi tækni hefur þegar stigið inn fyrir þröskuldinn hjá okkur og að styttra er í breyt- ingar en menn gera sér almennt ljóst eins og Páll Theodórsson kemst að or.ði í þeirri grein sem vitnað var í hér í upphafi. -Ig. IS001 ISOðU ISOOln ISOOlo ISOOlp JSOOlq ISOOlr ISOOlsOl IS0101 IS0102 IS010J isom IS010S 1»>10€ IS0107 IS0108 ISðlOS isouo •ifNwna; eíwsnalejitr; •inn; einsanaU; einslwur einstiUníslejur einst>0ur whMíjulww u^omilaus eUrsefinn «wrt»rl»ui I0030E IgtOl ISOSt . *• t»» trwi k dlík y n»tt* tkkiJ istncá »«*' ts*. i; ÍSÓÍC-VJ tit; 1*3109 i t.**n* »tk«; IÍP169* Unn*í * iSCÞ. y«n AÍ> ííoiiou 1Í051 n«t!í »t<; *'3 ÖÖtn n IS001*2' h. UOpt *t nu# t • 11 < *’ I5C101 tSÍ)1C1u isóic: *t»1í1«J tscio:u IS01C1 líOlCí- rsOiiK tscios h**!** j; ncnciu ti ** r «; tsdóo *»11 -i I5C1C-S j 1SC10? kep?**t v1d/ 1 S(tt07j ISC1Í12 v*ro ekki tAt 11 • IS310«u iSt; 1S315? : Ur.rt* *■<«»; rs''>o»u •ínn*; 1501 U v«ro sé; isohoj v*r«í ISC51 r*tt» vií; ISCOliOJ h. tU *tf*lt«; IJOlCf tí'V* ilriílt; •1531013 iscioí m' tsoics for» <r*b,J < » r »; 1S31C4 fr*nfylíJ*; h*»n Ji *a«r*J ■ » u§!c£«: '•■otta rvkf/ ijofor xropast vl4i ISÖEiíu v»r* »kkl Ut IJ Þannig er þróunarsaga samheitaorðasafns- ins á ýmsum vinnslustigum: I upphafi er orðum safnað á seðla og þeim raðað upp í stafrófsröð. Þá er vélritað upp handrit, það leiðrétt og bætt inn viðbótum eftir því scm við á. Þegar búið var að setja þriðjung orðasafnsins upp á þennan máta var nýja tæknin innleidd í vinnsluna. Orðasafnið slegið inn á ritvinnslutölvu sem auðveldar og flýtir fyrir allri vinnu. Hvert orð, grunnorð og tilvísunarorð hafa sitt númer og talvan sér algcrlega um að raða þessu upp í rétta röð. Ef menn vilja lesa próförk, þá er ekki annað en að láta tölvuna prenta út orðalista eins og hér sést. Þar er hægt að merkja við lagfær- ingar sem enga stund tckur að bæta inn í orðalistann í tölvunni. Myndir - eik.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.