Þjóðviljinn - 12.05.1983, Page 9

Þjóðviljinn - 12.05.1983, Page 9
Fimmtudagur 12. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Isfirðingar í sambandi við Emlyn Hughes: Fá sennilega þekkt- an enskan leikmann! „Emlyn Hughes fyrrum fyrirliði Liverpool og enska landsliðsins, hafði áhuga á að koma til okkar en gat ekki gefið ákveðið svar nægilega fljótt, þannig að ég á síður von á að hann þjálfi 1. deildarlið ÍBÍ í sum- ar“, sagði Pétur Geir Helga- son, hjá knattspyrnuráði Is- firðinga í samtali við Þjóð- viljann í gærkvöldi. „Við erum að bíða eftir símhring- ingu frá Englandi en það eru allar líkur á að við fáum mann þaðan, mjög senni- lega einhvern vel þekktan knattspyrnumann“. Sem kunnugt er hætti Þorsteinn Friðþjófsson með ísfirðinga fyrir stuttu og þeir standa uppi þjálf- aralausir viku áður en ís- landsmótið hefst. Það kom fram hjá Pétri að á síðasta ársþingi KSÍ var biðtími er- lendra leikmanna styttur úr sex mánuðum í þrjá þannig að verðandi þjálfari þeirra ísfirðinga gæti leikið með þeim síðasta hluta íslands- mótsins. - VS. Aberdeen með yfir- burði í Gautaborg „Ég fylgdist með viðureign Aber- deen og Real Madrid, úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í knatt- spyrnu sem fram fór í Gautaborg, í beinni sjónvarpsútsendingu. Skot- arnir unnu leikinn verðskuldað, 2- 1, eftir framlengdan leik og voru mun hættulegri allan tímann. Spænska liðið var sterkara í fyrri hálfleiknum en Aberdeen tók öll völd í þeim siðari. Gordon Strac- han var yfirburðamaður í liði Aberdeen og á vellinum og Eric Black átti einnig góðan leik. Hjá spænska liðinu voru þeir Juanito og Vestur-Þjóðverjinn Uli Stielike hins vegar bestir“, sagði Guð- mundur Stefán Maríasson, frétta- ritari Þjóðviljans, í gærkvöldi hann er staddur í Vestur- Þýskalandi. Aberdeen tók forystuna eftir aðeins sex mínútur. Eric Black, sem hafði átt þrumuskot í stöng á þriðju mínútu, fylgdi vel þegar knötturinn hrökk af varnarmanni Spánverjanna eftir skalla Doug Roughvie og skoraði af stuttu færi. Níu mínútum síðar slapp Santil- liana einn í gegnum vörn Skot- anna, komst þá inní slæma'send- ingu frá Neal Cooper til mark- varðar, en var felldur og dæmd vítaspyrna sem Juanito jafnaði úr. Aberdeen tókst ekki að nýta yfir- burði sína í síðari hálfleik og því þurfti að framlengja leikinn. Þegar átta mínútur voru eftir af framleng- ingunni fékk varamaðurinn John Hewitt glæsisendingu frá Mark McGhee og skoraði sigurmark Aberdeen, 2-1, fyrsti sigur liðsins í Evrópukeppni var staðreynd. -gsm/VS. HK og Þróttur með þrjá sígra hvort HK úr Kópavogi og Þróttur, Reykjavík, hirtu alla meistaratitla í yngri flokkunum í blaki í vetur en keppni þar lauk fyrir skömmu. Keppt var í sex flokkum og sigraði hvort félag í þremur þeirra. Ung- lingastarf þessara félaga hefur ver- ið mjög öflugt undanfarin ár og uppskeran er eftir því. Efstu lið í flokkununr urðu sem hér segir: 2. flokkur pilta: HK..................10 10 0 20-3 20 Efling..............10 7 3 15-6 14 Völsungur...........10 6 4 14-8 12 2. flokkur stúlkna: Próttur R..............8 6 2 13-7 12 Bjarmi....................8 5 3 13-8 10 Víkingur..................8 5 3 11-9 10 3. flokkur pilta: Þróttur R.............10 10 0 20-0 20 HK....................10 7 3 14-6 14 Bjarmi................10 5 5 11-11 10 3. flokkur stúlkna: HK-1......................4 4 0 8-0 8 HK-2......................4 2 2 4-4 4 Breiðablik................4 0 4 0-8 0 4. flokkur pilta: Þróttur R.................6 6 0 12-3 12 Stjarnan..................6 4 2 10-5 8 HK........................6 2 4 6-8 4 4. flokkur stúlkna: HK........................2 2 0 4-0 4 Hvöt, A.Hún...............2 0 2 0-4 0 Tíu lið eru enn í hættu í 2. deild Spennan í fallbaráttu 2. deildar ensku knattspyrnunnar jókst enn í fyrrakvöld þegar fram fóru tveir leikir. Botnliðið Burnley sigraði QPR, sem þegar hefur tryggt sér meistaratitil 2. deildar, 2-1, og Mi- ddlesborough vann Crystal Palace 2-0. Staða neðstu liða er þá þessi: Carlisle........41 12 11 18 67-69 47 Middlesboro.....41 11 14 16 46-67 47 Chelsea.........41 11 13 17 51-61 46 DerbyCo.........41 9 19 13 48-58 46 Grimsby.........41 12 10 19 44-69 46 Cr.Palace.......40 11 12 17 41-50 45 Charlton........41 12 9 20 59-85 45 Bolton........41 11 11 19 41-57 44 Rotherham.....41 10 14 17 43-66 44 Burnley.......40 12 7 21 56-65 43 í lokaumferðinni verða m.a. tveir innbyrðis leikir fallbaráttu- liða, Chelsea-Middlesboro og Charlton-Bolton. Að auki eiga Crystal Palace og Burnley eftir að mætast svo það er alls ekki víst að úrslitin um hvaða þrjú lið falla ráðist endanlega í síðustu uniferð- inni á laugardaginn kemur. -VS Jafntefli í Tirana Albanía og Tyrkland skildu jöfn, 1-1, í 6. riðli Evrópu- keppni landsiiða í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Tirana og hefur engin áhrif á úrslitin í riðlinum en þar leika auk þessarra þjóða V.- Þýskaland, Austurríki og Norður-Irland. Árni með Framara Arni Indriðason, fyrrum landsliðsmaður í handknattlcik og einn af burðarásum meistar- aliðs Víkinga undanfarin ár, þjálfar 2. deildarlið Framara næsta vetur. Árni hætti endan- lega að leika með Víkingum þegar meistaratitillinn var í höfn fyrr í vor og ætlar ekki að klæðast Frambúningnum sjálf- ur hcldur einbeita sér alfarið að þjálfuninni. Aukastig- in voru dýrmæt Lokastaðan á Reykjavíkur- mótinu í ineistaraflokki karla í knattspyrnu sem lauk í fyrra- kvöld varð þessi: Fram.....6 4 1 1 12-5 12 Víkingur.6 5 0 1 12-4 11 Valur....6 4 0 2 9-4 9 KR......6 3 1 2 7-7 7 Fylkir..6 2 0 4 9-11 5 Þróttur...6 114 3-9 3 Ármann....6 0 1 5 3-15 1 Það voru aukastigin, veitt fyrir að skora þrjú mörk eða fleiri í leik, sem færðu Frömur um sigurinn. Þeir hlutu þrí- vegis aukastig, síðast í úrslita- leiknum gegn Víkingi í fyrra- kvöld. Víkingur, ValurogFylk- ir fengu citt aukastig hvert en ckkert hinna liðanna náði að skora meira en tvö niörk í leik á mótinu. Johan Cruyff aldeilis ekki hættur! Emlyn Hughes, „Grazy Horse“ eins og hann var löngum kallað- ur, er meðal þcirra Englcndinga sem koma til greina til að þjálfa 1. deildarlið ísfirðinga. Paris eða Feyen- oord næsta vetur? Hollenski knattspyrnusnillingur- inn Johan CruyfT, sem nú er orðinn 35 ára gamall, hefur enn aðdráttar- afl stóru félaganna og tvö kunn eru nú á eftir honum. Cruyff átti stóran þátt í að Ajax varð hollenskur meistari ■ vetur og nú vilja erkióvin- irnir, Feyenoord frá Rotterdam, næla í hann fyrir næsta keppnis- tímabil. Fleiri eru inni í myndinni, franska félagið Paris St. Germain hefur haft samband við Cruyff og miðað við frammistöðu hans sl. vetur ætti þessum frábæra leik- manni, sem margir hafa lýst sem hinum fullkomna knattspyrnu- manni, ekki að verða skotaskuld úr að leika knattspyrnu á toppnum í Hollandi eða Frakklandi a.m.k. eitt keppnistímabil í viðbót. - VS. Johan Cruyff. Petrovic með stór- leik gegn West Ham Valdimir Petrovic, júgóslavneski landsliðsmaðurinn hjá Arscnal, var í banaformi þegar lið hans sigr- aði West Ham3-1 áútivellií 1. deild ensku knattspyrnunnar í fyrra- kvöld. Petrovic skoraði sjálfur fyrsta markið og lagði upp hin tvö fyrir Chris Whytc og Brian McDermott. Næsta víst er að Petrovic yfirgef- ur Arsenal í vor en hann hefur ekki náð að uppfylla þær vonir sem bundnar voru við hann. Líklegt er að hann fari til belgíska félagsins Antwerpcn og leiki við hlið Péturs Péturssonar næsta vetur. í 3. deild tryggði Portsmouth sér nánast meistaratitilinn með 1-0 sigri á Walsall. Um leiki í 2. deild í fyrra- kvöld og stöðuna þar er fjallað annars staðar á síðunni. - VS. Víkingsstúlkur unnu öruggan sigur á Fram Víkingur vann öruggan sigur á þriðja við. Fram, 3-0, í meistaraflokki kvenna Staðan á mótinu er þá þessi: á Reykjavíkurmótinu í knatt- vaiur......3 300 10-0 6 spyrnu í gærkvöldi. Vikingur. 3 2 0 1 7-2 4 Víkingsstúlkurnar skoruðu öll ............2 1 0 1 2-3 2 sín mörk í fyrri hálfleik, Gunnhild- Fram...3 0 i 2 ilín 1 ur Gylfadóttir það fyrsta eftir aðeins tvær mínútur. Hún skoraði Næst leika KR og Fyikir á föstu- aftur uni miðjan hálfleikinn og dag kl. 19. Brynja Guðjónsdóttir bætti því - MHM

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.