Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 10
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. maí 1983 Upp úr síðastliðnum áramótum fóru fram miklar umræður í blöðum um fjárveitingartil aðalsjúkrahúsanna í Reykjavik, þar sem formenn læknaráðs viðkomandi sjúkrahúsa kvörtuðu mjög um að heilbrigðisyfirvöid sveltu sjúkrahúsin fjárhagslega og undu þeir hag sínum illa. í umfjöllun formanna læknaráðanna kom fram það álit, aðþettafjársvelti stórsjúkrahúsanna stafaði af því aðuppbygging heilsugæslustöðva hefði tekið svo mikið fé til sín að stóru sjúkrahúsin hefðu orðið afskipt. Af þessu mátti draga þá ályktun að ráðið til úrbóta væri að draga úr fjárveitingum til heilsugæslustöðva. 10% hámarkið að nálgast Undirritaður hefur beðið árang- urslaust eftir því að andmæli kæmu Þetta hefur leitt til þess, að í dag eru íslendingar betur búnir af sjúkrahúsum en flestar eða allar aðrar þjóðir veraldar. Einkum gildir þetta um acut sjúkrahús. T.d. munu íslendingar eiga fleiri sjúkrarúm á barna- og kvensjúk- dómadeildum en nokkurs staðar þekkist og innlagning á slíkar deildir langtum meiri en víðast hvar annars staðar. Þegar sjúkrahúslæknar halda því- fram, að fjárveitingar til heilsu- gæslustöðva hafi valdið því að stór- sjúkrahúsin hafi orðið afskipt, er rétt að gera sér grein fyrir því að þeir eru að tala um mestu sjúkra- húsvæðingu veraldar þegar miðað er við fólksfjölda og þar með mestu sjúkrahúsneytendur allra landa og allra alda. Þetta er rétt að hafa í huga vegna þess m. a. að svo má skilja á orðum sjúkrahúslækna, að þeir telji sig hafa dregist aftur úr öðrum. Þegar sjúkrahúslæknar tala um að hlutur heilsugæslunnar í ís- lensku heilbrigðiskerfi sé svo fyrir- ferðarmikill að sjúkrahús landsins séu svelt af þeim sökum er það íslendingar eru mestu „sjúkrahúsaneytendur“ allra landa og allra alda. Sjúkrahús eða heilsiigæsla Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur beint því til allra þjóða að leggja aukna áherslu á almcnna heilsugæslu. fram gegn þessu sjónarmiði, því vitaö er, að hér eru ekki allir á sama máli. Fyrst svo hefur ekki orðið mun hér reynt að gefa athug- asemdir við þetta álit sjúkrahús- læknanna þó því máli verði að sjálf- sögðu ekki gerð nein fullnægjandi skil í stuttu máli. Þegar rætt er um fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu í heild sinni og eins hvert því fjármagni skuli beint, sem til heilbrisðismála er veitt. þarf að hafa í huga nokkur grundvallaratriði. í fyrsta lagi veröur að gera sér grein fyrir því að heilbrigðisþjón- usta er orðin nokkuð dýr, hlutdeild íslenskrar heilbrigðisþjónustu í þjóöarframleiðslu er aö nálgast 10%, sem ertaliö hámark þesssent ein þjóð getur varið til slíkra mála. Það er því naumast um að ræða, að vaxandi kröfur þessarar þjónustu verði leystar á þann hátt, sem hing- að til hefur verið gert, að heilbrigðisgeirinn taki til sín vax- andi hlutdeild þjóðarkökunnar, heldur hlýtur nú að koma að því að vaxandi kröfum sé svarað með aukinni hagræðingu og með því að gera sér alvarlega grein fyrir for- gangsröð verkefna. Það er mis- skilningur, að hægt sé að komast fram hjá þessari staðreynd með því að fara til líknarfélaga, eða með því að láta aðila hins frjálsa framtaks skattleggja almenning á eigin spýt- ur til viðbótar þeirri skattlagningu, sem hið opinbera stendur fyrir. Allt erþetta hluti af þjóðarkökúnni og verður að telja það með, þegar talað er um hlutdeild heilbrigðisþ- jónustunnar í þjóðarframleiðslu í heild. Mestu sjúkrahúsa- neytendur veraldar Það er þannig komið að því að setja verður heilbrigðisþjónust- unni svo og annarri þjónustu í þjóðfélaginu ákveðinn ramma hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Slíkt er hlutur sem við þurfum ekki að biðja um, það ein- faldlega hlýtur að gerast fyrr en síð- ar. Útþensla heilbrigðiskerfisins hefur á síðustu áratugum orðið mikil eins og áður segir. Árið 1950 tók heilbrigðisþjón- ustan til sín ca 3% þjóðarfram- leiðslunnar. Nú eftir 30 ár er þessi hlutfallstala orðin 10% og þá skulum við hafa það í huga að þjóð- arframleiðslan hefur meira en tvö- faldast á þessum sama tíma. Þessi aukning hefur fyrst og fremst orðið í sjúkrahúsgeira kerf- isins. Hin almenna heilsugæsla hef- ur þar löngum orðið útundan. óbein krafa um að dregið sé úr fjár- festingu til heilsugæslukerfisins og því beint til sjúkrahúsanna í Reykjavík þess í stað. Bylting í heilbrigðis- þjónustu Við skulum ekki gleyma eftirfar- andi staðreyndum: Fyrir nærfellt einu áratug, þegar fyrst var hafist handa um uppbygg- ingu hinnar almennu heilbrigðis- þjónustu, voru íslendingar þegar komnir með eitt besta sjúkrahús- kerfi í heinti einkum hvað varðar sjúkrahús fyrir bráðasjúkdóma, en heilsugæslukerfið í landinu var þá á algeru steinaldarstigi um allt land. í dreifbýlinu, þar sem enn ríkti sama skipan í þeim málum í meg- indráttum og tíðkast hafði á 19. öld, var ástandið svo slæmt, að engir læknar fengust orðið til að sinna þar læknisþjónustu. Á þétt- býlissvæðunum var ástandið í stór- um dráttum svipað, en nálægðin við sjúkrahúsin gerði það að verk- um, að fólk gerði sér ekki eins glögga grein fyrir vanköntum heilsugæslukerfisins þar eins og á höfuðborgarsvæðinu t.d. og öðrum stærri þéttbýlissvæðum. Það hafði veriö reynt að bæta úr þessum annmörkum heilsugæsl- unnar í dreifbýlinu með ýmsum fjárhagslegum aðgerðum svo sem með launahækkunum til lækna í einni eða annarri mynd, en ástand- ið batnaði ekki fyrr en skipt var algerlega um kerfi með lögum um heilbrigðisþjónustu 1973, þegar í stað einkareksturs á_heilsugæslu dreifbýlisins kom heilgugæslukerfi á vegum opinberra aðila með upp- byggingu heilsugæslustöðvanna. Þar með hefur orðið bylting á heilbrigðisþjónustunni í dreifbý- linu. Það er þessi gjörbylting, sem sjúkrahúslæknar sjá ofsjónum yfir. Eg er hræddur um að það séu harla fáir, sem eru sammála þeim um að þessi þróun hafi verið til óþurftar. Ég held meira segja, að enginn þeirra treysti sér til að fylgja þeim fullyrðingum sínum eftir, heldur hafi þeir kastað þeim fram i trausti þess að þeir þyrftu ekki að verja þær. Ástand heilsugæslunnar á þétt- byggðustu stöðum landsins og þá fyrst og fremst á höfuðborgarsvæð- inu er svo mál út af fyrir sig. Þar hefur heilsugæslukerfið verið nán- ast algerlega Svelt frá upphafi, t.d. var framlag ríkisins árið 1982 til heilsugæslustöðva í Reykjavík, þar sem búa ca. 35% þjóðarinnar, aðeins 0.9 milljónir. Til saman- burðar má geta þess að Landspítal- inn einn gerði kröfur um 74 mifl- jóna króna framlag fyrir árið 1983 einungis til að viðhalda tækjum, þetta er 82 sinnum meiri upphæð en öll fjárfesting til heilsugæslunn- ar í Reykjavík á vegum ríkisins árið á undan. Því verður ekki trúað að það sé þessi algera vanræksla heilsugæslu- kerfisins sem forystumenn sjúkra- húslækna telja hina eðlilegu þróun í heilbrigðismálum eða jafnvel of- rausn. Heilsugæslan sparar fé Þegar við hlýðum á boðskap hinna sérhæfðu sjúkrahúslækna skulum við ennfremur hafa það í huga, að um víða veröld hefur hinni hröðu útþenslu heilbrigðis- kerfis þjóðanna verið svarað með því að leggja vaxandi áherslu á heilsugæslu (Primary Care) en það er sá hluti þjónustunnar, sem starf- ræktur er á heilsugæslustöðvum og á vegum heilbrigðiseftirlits. Það eru einkum tvær meginforsendur fyrir því að heilbrigðisyfirvöld vítt um heim hafa lagt aukna áherslu á þennan þátt heilbrigðisþjónust- unnar. í fyrsta lagi verður sú þjónusta, sem veitt er á þessu stigi heilbrigð- iskerfísins langtum ódýrari fyrir einstaklinginn og samfélagið en sú þjónusta, sem veitt er í hinu ford- ýra sjúkrahúskerfi. Tilfærsla á verkefnum frá sjúkra- húskerfinu til heilsugæslukerfisins er því sparnaðarráðstöfun, eða með öðrum hagræðing innan kérf- isins í þeim tilgangi að fá meiri nýt- ingu á því fjármagni, sem til heilbrigðismála er veitt. Eins og áður var tekið fram erum við farin að sjá fram á að við getum ekki aukið endalaust hlutdeild þessa kerfis í okkar þjóðarfram- leiðslu og þá kemur að því að íhuga betur en áður á hvern hátt er hægt að nýta þessa fjármuni betur en nú er gert. Hjá flestum eða öllum þjóðum veraldar hefur svarið orðið hið sama, efling heilsugæslunnar. Uppbygging heilsugæslustöðva á Islandi er einmitt spor í þessa átt. Almenn heilsugæsla besta leiðin Það er ekki einasta það, að menn hafi komist að því að efling heilsu- gæslunnar sé fjárhagslega hag- kvæm ráðstöfun, heldur er það far- ið að renna upp fyrir mönnum, að sú aðferð, sem beitt hefur verið á síðustu áratugum til eflingar heilbrigði fólks, er ekki vænleg til árangurs. Þrátt fyrir stóraukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu hefur alntennu heilbrigði þjóðarinnar ekki farið fram að sama skapi, þvert á móti hefur henni hrakað á sumum sviðum, t.d. hefur dánar- tala af völdum tiltekinna sjúk- dóma, svo sem hjarta- og æðasjúk- dóma, farið hækkandi í vissum aldursflokkum, þ. e. hjá ntiðaldra fólki. Þaðerþvíað verða æ ljósara, að það hafa verið rangar áherslur í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu hjá flestum eða öllum þjóðum, einkum þeim sem lengst eru k'omn- ar í þróuninni. Við íslendingar og fleiri svokallaðar menningarþjóðir hafa ástundað það að grípa ekki á heilbrigðisvanda fólks fyrr en á seinasta stigi, þ. e. að vanrækja fyrirbyggjandi aðgerðir en leggja meiri áherslu á lækningu sjúk- dóma, sem eru raunar ólæknan- legir. Þá höfum við haft það fyrir lífs- reglu, að óþarfi sé að gera þá hluti á einfaldan og ódýran hátt, sem hægt er að gera með dýrum og flóknum hætti. Við höfum á þessu sviði eins og öðrum fallið fram og tilbeðið guð tækninnar og sérhæfingarinnar í blindni án þess að spyrja um frek- ari markmið. Með því að leggja frekar aukna áherslu á heilsugæslu er sveigt út af þessari braut og inn á aðrar brautir, sem talar eru væn- iegri til að auka heilbrigði eða koma í veg fyrir vanheilsu. Sú stefna, að gera hlut heilsu- gæslunnar ríkari í heilbrigðisþjón- ustu þjóða, var meðal annars mörkuð af alþjóða heilbrigðismál- astofnuninni WHO á ráðstefnu sem haldin var á hennar vegum í Alma Ata haustið 1978 þar sem segja má, að mörkuð hafi verið stefnan í heilbrigðisþjónustu fram til næstu aldamóta undir kjör- orðinu „Heilsa fyrir alla árið 2000“. í yfirlýsingu þeirri, sem þar var samþykkt, kemur einmitt fram það álit, að efling almennrar heilsugæslu sé forsenda fyrir bættu heilsufari í heiminum, fyrst og fremst meðal vanþróaðra þjóða en einnig meðal iðnþróaðra þjóða. Þvf er beint til allra þjóða að leggja meiri áhérslu á heilsugæslu en ver- ið hefur. Ég veit ekki annað en ís- lendingar séu aðilar að þessari yfir- lýsingu. Mér finnst raunar að þessi stefnumörkun hafi ekki verið nægi- lega kynnt fyrir almenningi, en vissulega varðar almenning urn stefnúmörkun af þessu tagi. fs- lenskir skattborgarar kostuðu ferð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.