Þjóðviljinn - 25.05.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Miðvikudagur 25. maí 1983
Bridge
Oft koma upp stööur í bridgeleiknum,
þarsem sagnhata tekst aö „stela“ heim
samning, án þess aö vörnin fái nokkuð að
gert (ef viö erum aö tala um ,,vörn“).
Hór er dæmi:
D1065
G52
D84
K63
82 7
K108 Á 976
763 10952
G10972 ÁD83
ÁKG943
D43
ÁKG
5
Norður/Suður voru komnir í 4 spaða, án
þess aö Austur/Vestur heföu skipt sér af
sögnum. Útspil Vesturs var laufagosi. Ef
við skoöum spilið, sjáum við að sagnhafi
tapar alltaf fjórum slögum, einum á lauf
(eftir útspilið) og þremur á hjarta, eða
hvað?
Hver er besta spilamennskan í
stöðunni?
Við gerum okkur grein fyrir, að Austur á
væntanlega ás-dömu í laufi og hjartahá-
spilin eru skipt. Sem leiðir okkur að einu
mögulegu vinningsleiðinni. Gefum
laufagosann, meira lauf sem við trompum
heima. Tökum spaðaás og meiri spaða inn
í borð, út með hjartagosa. Og með þig i
vörninni, lesandi góður, vinn ég oftast
svona spil. Því vitanlega ferðu ekki að
drepa gosann með ásnum. Hvað ef sagn-
hafi er með kóng-tíu í hjarta?
Blekkisvíning er eitt af vopnum meistar-
ans, vilji hann vera vel vopnum búinn.
Skák
Karpov að tafli - 142
I sovésku bikarkeppninni 1976 tefldi
Viktor Kortsnoj í síðasta sinn á sovéskri
grund. Hann tefldi í liði T rud á meðan Karp-
ov tefldi fyrir liðið TDSA hvers nafns er
nánar getið í heimildum. Þetta var eigin-
lega félagakeppni því liðin sem mættu til
leiks er mun þekktari sem knattspyrnulið
s.s. Dinamo og Spartak. Karpov hlaut 4
vinninga af 6 mögulegum á 1. borði, og
tefldi ekki eina skák. Iþeirri viðureign átti
mótstöðumaðurinn að vera Kortsnoj. Kort-
snoj hlaut 5 vinninga af 7 mögulegum. Tafl-
mennska Karpovs var heldur bragðdauf og
virtist hann ekki sýna keppninni mikinn
áhuga. Hann vann tvær skákir og gerði
fjögur jafntefli. Lokin i skákinni við Aniaka-
ev voru athyglisverð:
Karpov - Anikaev
27. e5! Bxe5
28. Hf1 Hh6
29. Bd2 Hf6
30. Rb4 Rc4
(Órvæntingarfull fórn, en svarta staðan var
orðin afar erfið.)
31. bxc4 bxc4
32. Dh7 Da5
33. Dg8+ Ke7
34. Dxg7+ Ke8
35. Dg8+ Ke7
36. Rc6+I Bxc6
37. Dh7 - Svartur gafst upp.
Gœtum
tungunnar
Sagt var: Þar hefur orðiö hækkun
um sjö prósentustig.
Rétt vaeri: ... hækkun um sjö
prósent.
(Orðið prósentustig mun vera svo
nefnd spekinga-tilgerð.)
Mæðginin Svanur Pálsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir að stinga upp
kartöflugarðinn sinn áður en útsæðið er sett niður. Ljósm.: - eik.
Klaki er
enn í jörðu
„Já maður finnur að það er ekki
allur klaki kominn úr jörðu, en
hann er ekki það mikill að ekki sé
óhætt að fara að setja niður í
garðinn," sagði kartöflu-
garðseigandi í Hafnarfirðinum,
Svanur Pálsson þegar Pjóðvilj-
ann bar að garði. Svanur var að
vinna í garðinum með aldraðri
móður sinni sem sýnilega gaf
ekkert eftir og vann verk sín af laginu, notum gaffalinn á meðan
þeirri elju sem einkennt hefur aðrir eru með plóginn á lofti,“
alla hennar kynslóð. sagði Svanur.
„Við vinnum þetta með gamla - hól.
Starfslið Rakarastofunnar á
Klapparstígj en fjöimargir vinn-
ingshafar í Islandskeppninni eru
úr þeim hópi. Frá vinstri Sigur-
páll Grímsson, Eyvindur Þorgils-
son sem hlaut 3. verðlaun í klipp-
ingu og blæstri í hárgreiðslu,
Guðrún Skúladóttir, Jón Halldór
Guðmundsson sem hlaut 3. verð-
laun í skúlptúr í meistaraflokki í
hárskurði, Sigurkarl Aðalsteins-
son sem hlaut 2. verðlaun í tísku
klippingu og blæstri, Haukur
Arnórsson, Rannveig Þorkels-
dóttir sem hlaut 3. verðlaun í
skúlptúr nema í hárskurði, Gísli
Þórisson íslandsmeistari
meistara í hárskurði, Guðrún
Víkingsdóttir, Ómar Diðriksson
sigurvegari í hárskurði nema og
svo Vagn Boysen þjáifari hópsins.
Glæsilegur árangur! Ljósm. eik.
íslandskeppni í hárskurði
og hárgreiðslu:
Sigurlið af
Rakarastofunni
Klapparstíg
47 tóku þátt í íslandskeppni í
hárskurði og hárgreiðslu, sem
fram fór í veitingahúsinu Broa-
dway sunnudaginn 15. maí.
Keppt var í þremur greinum
hárgreiðslumeistara- og sveina,
tveimur greinum hárgreiðslu-
nema, þremur greinum hárskera
meistara og -sveina og tveimur
greinum hárskurðarnema.
Sigurvegari í hárgreiðslu
meistara og sveina varð Sólveig
Leifsdóttir, hárgreiðslustofunni
Gígju, en hún náði bestum
samanlögðum árangri í keppn-
inni. Sigurvegari í saman-
lögðum greinum hárskera varð
Gísli Viðar Þórisson.Rakarastof-
unni á Klapparstíg. Sigurvegari í
hárgreiðslu nema var Anna Mar-
ía Reynisdóttir, Salon VEH, og
sigurvegari í hárskurði nema varð
Ómar Diðriksson.
Fimm efstu keppendurnir í
hárgreiðslu og hárskurði
meistara og sveina mynda „lands-
lið“ íslands, sem tekur þátt í
Norðurlandameistaramótinu í
Kaupmannahöfn í nóvember
næstkomandi. Landsliðið í hár-
greiðslu skipa: Sólveig Leifsdótt-
ir, Guðrún Hrönn Einarsdóttir,
Helga Ólafsdóttir, Helga Bjarna-
dóttir og Lára Óskarsdóttir.
Landsliðið í hárskurði skipa:
Gísli Viðar Þórisson, Garðar Sig-
urgeirsson, Guðjón Þór Guð-
jónsson, Sigurkarl Aðalsteinsson
og Gunnar Guðjónsson.
Dómarar í keppninni vor
þrautreyndir og kunnir íagmenn
Gino Constantino, Englandi
Jens Erik Behrendtz, Dan
mörku, Jens Koch, Danmörku
og Holger Lorentsen, Englandi
Vinsœlasti bíllinn 1982:
Volvo 244
mest keyptur
Nýlega kom útfrá Hagstofu
íslands yfirlit yfir kaup
íslendinga á nýjum bílum og
notuðum. Þærtölursem þar
komafram eru margyfirfarnar
og segja margt um bílakaup
landans á liðnu ári. Tölurnar
eru frá janúar 1982 til
september, en á þessum tíma
greip um sig nánast algert
kaupæði meðal landans, en
síðan dró nokkuð úr sölunni
meðal annars vegna
„óhagstæðrar"
gengisþróunar. Af einstökum
gerðum bíla var mest keypt
af:
Volvo 244...............472
Subaru..................374
Mazda 929...............331
Mazda 323...............320
Mazda 626...............281
Saab 99.................249
Daihatsu Charade........242
Þess má geta að af Lada
gerðum 2105 og 2106 seldust 374
bflar, en sú tala er ekki sundur-
liðuð milli bflgerðanna. Það að
Volvo 244 skuli koma svo vel út
úr þessari flokkun þarf ekki að
koma á óvart, því verð á Volvo
bifreiðum tók stökk niður á við
eftir gengislækkun sænsku krón-
unnar síðastliðið sumar.
Kvennahreyfingin hefur gefið yður aftur sjálfstraustið, ekki satt?