Þjóðviljinn - 25.05.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.05.1983, Blaðsíða 10
14 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 25. maí 1983 Áfengi er fíkniefni Áfengi erfíkniefni, sögðu talsmenn Áfengisvarnaráðs á blaðamannaf undi á dögunum, þarsem líflegar umræðururðu um áfengismál. Hér á eftir segir frá ýmsu því sem þar bar á góma ásamt hugleiðingum blm. um málið. Talsmenn Áfengisvarnaráðs voru þeir Ólaf ur Haukur Árnason, Árni Einarsson og Stefán Jóhannsson. í upphafi fundarins sögðu þeirfrá þvíað áfengisvandamálið væri vaxandi, þrátt fyrir aukna umræðu og aðgerðir í meðferðarmálum áfengis- sjúklinga. Nýir áhættuhópar í máli þeirra kom fram að á síð- ustu árum hefðu komið fram nýir svokallaðir áhættuhópar: börn og konur sem í auknum mæli yrðu áfengi og öðrum fíkniefnum að bráð. Kom fram að þjóðfélags- breytingar hefðu orðið örar á liðnum árum -ogættu sinn þátt í að breyta áfengisneyslu. Fyrirbyggj- andi starf í áféngismálum væri vart um að tala. I auknum mæli þyrftu báðir foreldrar að vinna úti, gamla fóikið sem áður hefði verið á heimiium væri lokað inn á stofnun- um og blessuð börnin væru í sama hlutfaili meira uppá skólana kom- in. Skólarnir væru hins vegar alls vanbúnir að fást við nýtt hlutverk, ýmsa nauðsynlega uppeldisþætti einsogt.d. fræðsluíáfengisogfíkn- iefnamálum. Samkvæmt lögum ætti að vera tveggja tíma kennsia eða fræðsla í þessum málum á mánuði hverjum í skólum ríkisins, en því væri sjaldn- ast við komið. M.a. fyrir þá sök, að kennararnir sjálfir væru ekki í stakk búnir. Þeir hefðu ekki sjálfir fengið neina sérstaka fræðslu í sínu námi - og fræðslustundin sjaldgæfa yrði því einsog annarleg uppákoma en ekki eðlilegur þáttur í skóla- starfinu. Þess vegna væri nú í bí- gerð að taka upp kennslu í fyrirby- ggjandi starfi í kennaranáminu. En menn voru á einu máli um að fyrir- byggjandi starf hefði í flestu tilliti verið vanrækt. -Heildarneysla fer vaxandi Á meðan að fyrirbyggjandi starf er vanrækt er engra stórbreytinga að vænta í áfengis og fíkniefnamál- um þjóðarinnar. Viðhorfs- breytingin sem góðu heillu hefur orðið í garð áfengissýki hefur ekki orðið gagnvart áfenginu sjálfu. Og sífellt yngra fólk verður fórnar- lömb áfengisins. Til meðferðar kemur svo fólk mun yngra nú en í byrjun meðferðarmála fyrir nokkr- um árum. Dæmi eru um að 14 ára unglingar hafi þurft að leita með- ferðar vegna áfengissýki. Á undanförnum árum hefur neysla áfengis farið vaxandi hér á landi. Árið 1969 var áfengisneysla á mann miðað við hreinan vínanda (100%) 2.17 lítrar, en árið 1979 var neyslan á mann komin upp í 3.24 lítra. Af þessum tölum verður ekki séð að aukin umræða og meðferð þúsunda manna vegna áfengis- vandamála orðið til þess að draga úr neyslu áfengis í þjóðfélaginu. Is- lendingar sem hafa verið með minnsta neyslu á mann meðal ná- grannaþjóðanna, duttu úr þeim heiðurssessi á sl. ári þegar Norð- menn skutust upp fyrir okkur og eru þeir nú með minnsta neyslu á mann meðal vesturlandaþjóða. Það er sérstaklega íhugunarvert í þessu sambandi að Norðmenn leggja mikla áherslu á fyrirbyggj- andi starf (talað er á stundum um ,,forvarnir“). Á síðari tímum eru flestar þjóðir að fást við vandamál- ið á þeirri forsendu að beint sam- band sé milli áfengismagns og stærðar vandans. Það þarf með öðrum orðum að draga úr neyslunni til að minnka vandann. 30% alls sjúkrarýmis Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt mikinn áhuga á áfengismálum. Sú merka ráðstefna sem haldin verður í haust um fyrirbyggjandi starf er t.d. haldin með stuðningi heiibrigðisráðherra og ríkisstjórn- arinnar. Og það hefur í tíð þessarar ríkisstjórnar verið rekin ákveðin verðlagspólitík, þannig að áfengi hefur hækkað í réttu hlutfalli við kaupmátt launa. „Á árunum 1960— 1972 jókst vínframleiösla í heiminumum 20%, brennivínsframle- iðslaum60%og öjgerð um 80%. Áfengisneysla jókst um 30— 500% Alþjóðleg fyrirtæki, sem beita háþróaðri tækni við framleiösluna, hafa staðið fyrir þessari aukningu“. (ÚrskýrsluWho) Nokkuð ræddu menn um hvort illskárra væri fyrir fólk að drekka létt vín en sterk - og hvort ætti að ýta undir léttvínsmenningu í stað hinna sterku drykkja. Þeirri um- ræðu lauk með tilvitnun í lækni áfertgisvarnaráðs: Neysla sterku drykkjanna er verri fyrir húsgögn- in, en léttvínsneyslan er verri fyrir líffærin. í þessu sambandi var einn- ig bent á að sá illskeytti sjúkdómur skorpulifur, er sjaldgæfari hér á landi heldur en í þeim löndum þar- sem létt vín og bjór eru efst á vin- sældalistanum. Almennt gerir fólk sér ekki grein fyrir því hve óskaplegar afleiðingar áfengisneyslu eru fyrir þjóðfé- lögin. í fyrstu heldur fólk að ein- ungis sé um að ræða vandamálið með fulla manninn sem kemur ekki í vinnu. En það er einungis brota- brot af þessu vandamáii. Talið er í flestum löndum sé um 30% alls sjúkrarýmis upptekið vegna afleið- inga áfengisneyslu beint og óbeint. í sumum löndum er þetta hlutfall mun hærra. Og þetta er fyrir utan allan þann óskunda og skelfingu sem hvergi verður skráð, nefnilega óhugnaðinn á heimilunum, í fjöl- skyldulífinu. Sá skaði verður aldrei mældur í peningum. Óhugnanleg útþensla áfengis- auðvaldsins Vald þeirra sem græða á áfengis- sölu er býsna mikið. Og í þeim efn- um er meiri tvískinnungur en í flestum öðrum samskiptum manna ogþjóða. Þannig voru sagðarsögur af því, að Danir græddu meira af bjórsölu Carlsberg og Tuborg í Af- ríku heldur en sem nemur allri þró- unaraðstoð þessarar þjóðar. Og á undanförnum árum hefur útþensla áfengisauðvaldsins í Afríku verið geigvænleg. Og það eru sterk fjár- málaöfl sem standa á bak við aukna neyslu og útbreiðslu áfengis í þriðja heiminum. í norsku blaði um áfengismál sem blaðamaður hefur undir höndum er vitnað til ummæla Jan Ordning hjá Alþjóða heilbrigðisstofnun sameinuðu þjóðanna, þar sem hann nefnir dæmi um þetta: Á síðustu árum hafa 13 bruggverksmiðjur hafið starfsemi sína í Nígeríu. Ekki nóg með það, - fyrir liggja umsókmr um 26 bruggverksmiðjur tii viðbót- ar í því landi. Og uppá íslandi Þó áfengisauglýsingar séu bann- aðar, hafa framleiðendur ýmis ráð til að koma vöru sinni á framfæri. Þannig sjáum við í kvikmyndum og sjónvarpsefni ýmiss konar allra handa auglýsingar, misjafnlega dulbúnar fyrir Bakkus. Og svipaða sögu er að segja um tóbaksfram- leiðendur. Við á íslandi höfum því miður ekki farið varhluta af þessari aðferð umboðsmanna dauðans. Það hefur komið á markaðinn ís- lensk kvikmynd með auglýsingum af þessum toga. Þetta er að sjálf- sögðu nauðgun á listagyðjunni - og þetta er óþverrabragð gagnvart neytendum. Nefnd voru dæmi í íslenskri kvikmynd um auglýsingu á Smirn- „Raunverð áfengis hefur farið lækkandi í f lestum löndum á sama tíma og tekjur manna hafa aukist“ (ÚrskýrsluWho) „Fráleitt erað telja möguleikana áaðminnka áfengistjón skýja- borgir einar. Það sem skortirer pólitískurviljitil að fara þær leiðir sem stuðla að minni drykkju.“ (Úrskýrslu Who- Alþjóðaheilbrigðisstofnunari- nnar) ov Vodka og Winston sígarettum. Þá voru menn að velta fyrir sér Dailas þættinum þarsem sífellt er verið að drekka viskí. Hins vegar eru aldrei reyktar sígarettur í téðum þáttum, máske vegna þess að ekki hafa náðst samningar við tóbaksframleiðendur? „ Vægir dómar“ Nokkuð var rætt um önnur fíkni- efni en áfengi. Einhver hafði á orði að fíkniefnadómstóllinn dæmdi dreifendur slíkra efna alltof „vægt“. Þessu mótmæltu aðrir og bentu á, að er dreifendur annarra fíkniefna en áfengis væru dæmdir of vægt, hvað mætti þá segja um dreifendur útbreiddasta fíkniefnis- ins, áfengisins? Þeirra dómar væru svo vægir, að þeir væru jafnvel kosnir inn á þing! Einn tók að velta því fyrir sér hvort verið gæti að hljómsveitir sem leika á meðal unglinga væru hvetjandi á fíkniefnaneyslu. Hvort verið gæti að rafmagnaður hávaði væri á einhvern hátt sökudólgur í því efni? En þessu var vísað á bug með kenningu um það, að á árum áður hefði harmóníkan verið aðal- hvati áfengisdrykkju. Eða hvað þætti mönnum um þá kenningu? Græða á ríkinu Áfengi er löglegt fíkniefni, að því leytinu til er það frábrugðið t.d. kannabisefnunum. Ein af ástæðum þess, að hér í landinu er einkasala ríkisins á áfengi, er sú að menn vildu koma í veg fyrir að einhverjir græddu á því að salan, dreifingin og neyslan yrði meiri. Þetta atriði er bundið í lögum. Það er því þvert á anda laganna og einkasölu ríkisins, að í landinu skuli vera umboðsmenn ákveðinna víntegunda. Þeir þurfa ekki annað en skrifa nöfnin sín undir pantanir frá áfengisversluninni og fá síðan umboðslaun. Það væri þeim í hag að neyslan væri sem mest. Þetta væru í meira lagi óeðlilegir viðskiptahættir. Þess væru einnig mörg dæmi að umboðsmenn reyndu að vekja athygli á umboðs- merki sínu hvað sem boðum og bönnum um auglýsingar viðvíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.