Þjóðviljinn - 25.05.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.05.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. maí 1983 PlOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigúrðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóftir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason, Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Fjármálavaldið samfylkir • Það vantaði viljann sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, þegar hann var að því spurður laugar- daginn fyrir hvítasunu, hvers vegna slitnað hefði upp úr þeim stjórnarmyndunarviðræðum, sem hann hafði forystu um, en þeim viðræðum lauk sem kunnugt er á laugardag. • Og þessi skortur á vilja hjá forystusveit Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins hefur svo sannarlega ekki farið dult. Þeir hafa í reynd verið ófáanlegir til að líta í alvöru á nokkurn möguleika til myndunar ríkisstjórnar, nema Sjálf- stæðisflokkurinn væri þar sterkasta aflið. Þótt Sjálfstæðis- flokkurinn fengi innan við 40% atkvæða í kosningunum 23. apríl s.l., en aðrir flokkar yfir 60%, þá hefur berlega komið í Ijós, að eina skýra ályktunin, sem helstu forystumenn Fram- sóknar og Alþýðuflokksins hafa dregið af kosningaúrslit- unum, - hún er sú, að nú komi ekkert til greina nema hægri stjórn. Það var af þessum ástæðum, sem mál fengust ekki einu sinni rædd með eðlilegum hætti í þeim stjórnarmyndun- arviðræðum, sem Svavar Gestsson hafði forystu um. Það var þess vegna, sem upp úr þeim viðræðum slitnaði án þess að á það fengist reynt, hvort unnt væri að skapa málefnalega samstöðu. Einkum var það áberandi hversu viðþolslausir forystumenn Framsóknar voru að komast í faðm Sjálfstæðis- flokksins. • Á sama t{ma og Framsóknarflokkurinn átti í formlegum stjórnarmyndun^rviðræðum við Alþýðubandalagið, þá lýsti Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins því nær daglega yfír í flokksmálgagni sínu og öðrum fjöl- miðlum að ekkert kæmi til greina nema samstjórn með Sj álfstæðisflokknum. • Slíkt er fáheyrt, en sýnir betur en flest annað, hversu staðráðnir Framsóknarforkólfarnir voru í því að koma hér á hægri stjórn, og engu nema hægri stjórn. • í raun og veru var þessi stefna mörkuð strax á flokksþingi Framsóknarflokksins á síðast liðnum vetri. Þar var kapp á það lagt af forystu flokksins að slá striki yfir allar vinstri tilhneigingar og skilgreina flokkinn sem milliflokk. Þannig var dyrum lokað til vinstri, en allar dyr opnaðar til hægri. Það þótti hins vegar henta að bera kápuna enn nokkuð á báðum öxlum meðan á kosningabaráttunni stóð, - en nú þykir tímabært að sýna, hvað undir bjó. • Eins og þeir muna, sem fylgjast með stjómmálum, þá lagði Alþýðubandalagið til, að efnt yrði tiJ kosninga strax á síðast liðnu hausti, — og aö ríkisstjóra Gunnars Thoroddsen leitaði þá eftir meiriihlutaumboði hjá kjósendum, en viki ella. Þessu neitaði Framsóknarflokkurinn staðfastlega og segir það einnig sína sögu um það hvert hugurinn stefndi hjá ráðamönnum flokksins. Þeir vildu ekki standa áfram að vinstra samstarfí við Alþýðubandalagið, af því þeir voru leynilega trúlofaðir íhaldinu strax fyrir kosningar, svo sem nú er orðið opinbert. • Alþýðubandalagið varaði mjög við því í kosningabarátt- unni, að Framsóknarflokkurinn væri líklegur til að halla sér tí) hægri, nema Alþýðubandalagjð ynni verulegan kosninga- sigur. JVfargir vinstrí sinnaðir kjósendur Framsóknar áttu erfitt með að trúa þessu, - töldu aðforingjar flokksins hefðu Iært sína lexíu af hrakförunum 1978 eftir 4 ára samstjóm með Sjálfstæðisflokknum undir forsæti Geirs Hallgrímssonar. • Nú er ljóst orðið að allar aðvaranir Alþýðubandalagsins í þessum efnum áttu fyllsta rétt á sér. Framsókn fetar nú sömu braut og 1974 þegar Ólafur Jóhannesson myndaði ríkis- stjórnina fyrir Geir. • Nú eins og þá vilja Framsóknarforingjarnir ekki heyra minnst á samfylkingu félagshyggjuaflanna né nokkra vinstri pólitík. Þeir strekkja ólmir til hægri. • Það er samfylking fésýsluaflanna, fjármálavaldsins í Iandinu, sem nú er ein á dagskrá hjá Framsóknarforingjun- um. Það er sú ríkisstjórn, sem óskað var eftir af Verslunar- ráði Islands, Ameríkönunum og Alusuisse, sem nú er í burðarliðnum. k. klippt Stjórnarandi kom yfir þá Þegar þetta er skrifað er líklegt að Stefanía önnur (stjórn Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks) sé komin á koppinn; getur þó verið að kratar heltist úr lestinni. Þetta hefur tekið sinn tíma - en þegar Svavar var kominn með stjórnarmynd- „ unarumboð, þá var eins og við manninn mælt: Morgunblaðið skar ujm herör og hrópaði í skelf- ingu: Ovinurinn er við borgar- hliðið! - og þeir heyrðu sem heyra vildu og flýttu sér að mynda stjórn, eiginlega án þess að nokk- ur hefði umboð til þess, en það er svo önnur saga. Það er kannski ómaksins vert að minna einu orði á pólitísk skrif hinna dagblaðanna rétt um það bil sem heiiagur stjórnarandi kom yfir þríflokkana á hvíta- sunnu. Dulúð og langir hnífar Tíminn var eins og stundum áður nokkuð hulduhrútslegur í skrifum sínum. Einn dálkahöf- undurinn brá sér. í ham til að ít- reka þá þráhyggju Framsóknar- flokksins að Nýsköpunarstjórn 1944-46 hafi verið mesta óráðsíu- stjórn, enda ein af fáum stjórnum þar sem Framsókn er ekki með. Þar í blaði var líka leiðari um bar- áttu Ingvars Gíslasonar gegn Efnahagsbandalagi Evrópu - en aðild að því var lauslega á dag- skrá hérlendis fyrir tuttugu árum. Morgunblaðið bjó sig undir átökin með ýmsum hætti. Leiðar- arnir voru stundum eins og út í hött - einn fór út í karp við Ingvar Gíslason, annar í lofgjörð um fót- bolta. En það er þó einmitt í Morgunblaðinu sem hinir löngu hnífar eru brýndir til stórátaka. Allt frá því að blaðið hóf upp heiftarræðu sína um Alþýðu- bandalagið, sem áðan var minnt á, hefur það verið ljóst að Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar ekki aðeins að samfylkja miðju- mönnum um sína stefnu í efna- hagsmálum, heldur skal blásið til heilags stríðs til að kveða niður vinstrihyggju, „gera marxismann landrækan" eins og hin mikla fyrirmynd, frú Margaret Thatc- her, kemst að orði í sínum kosn- Póllands- tilvísun Góð dæmi um slíkan málflutn- ing eru í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins á hvítasunnu. Þar er því siegið föstu eins og hverju öðru einföldu hugarreiknings- dæmi, að utanríkisstefna Alþýðu- bandalagsins sé „hönnuð af hug- myndafræðingum Varsjárbanda- lasins“. Efnahagsstefna Alþýðu- bandalagsins er kölluð „pólska leiðin" og það sagt aðalhugð- arefni Allaballa að þoka þjóðinni með mikilli verðbólgu „inn í pólsku leiðina til fátæktar og ör- birgðar". Það er sálkönnunardæmi út af fyrir sig, af hverju hér er minnst á Pólland. Þar ætluðu valdhafar, eins og menn muna, að herða ag- ann og rétta við viðskiptahalla með verulegum kjaraskerðingum - og til að óháð verkalýðssam- bönd mótmæltu ekki, var sá kost- ur tekinn að banna þau. Og Morgunblaðið hefur einmitt ver- ið að setja sig í spor pólskra vald- hafa að undanförnu með því að tala í hótunartón um þau verk- lýðsfélög sem verði fyrst til að rjúfa „þjóðarsátt“ eins og blaðið kallar, um að „taka efnahagslífið föstum tökum“. breska En það er enn athyglisverðara sem segir í Reykjavíkurbréfinu um Margaret Thatcher og þá stefnu hennar að nota atvinnu- leysið til að slá á verðbólgu. Þar segir, að þótt atvinnuleysið hafi vaxið í Bretlandi, þá hafi það ekki komið í veg fyrir að íhalds- flokkur frú Thatcher sé nú mjög sigurstranglegur í kosningum. Morgunblaðið segir þetta sýna að „þanþolið sé mikið að þessu leyti“ - þ.e.a.s. að því er varðar atvinnuleysið. Eða með öðrum orðum - boðskapur Reykjavík- urbréfsins núna er sá, að reynslan frá Bretlandi sýni, að það sé óhætt að beita einskonar leiftur- sóknaraðferðum hér á landi - það skaði ekki að ráði fylgi þeirra sem að því standi. Þetta er náttúrlega hugsað sem einskonar veganesti fyrir Stefáníu eða Steingerði tveggja flokka - en lofar hinsveg- ar engu góðu fyrir launafólk í landinu. Já - svo er líka sagt að Alþýðu- bandalagið hafi komið í veg fyrir „eðlilega virkjana- og stóriðju- stefnu“. Stefanía litla á að kunna mannasiði og gera fallega og netta hnébeygju fyrir álkóngum heimsins. - áb. Um hvað? Sjónvarpsefni er eins og kunn- ugt er vinsælt umræðuefni í heit- um pottum og á öðrum helstu samkomustöðum landsmanna. Tveir menn sátu á dögunum í potti og ræddu „Ættarsetrið". Annar var gefinn fyrir stórar al- hæfingar og sagði ábúðarmikill: Þetta er um spillingu aðalsins. Hinn lét sig það litlu skipta og sagði: Mér sýnist þetta nú mest um drykkjuskap og vesældóm á einum manni... Ja það er nú það: um hvað eru verkin? Ef menn vilja vera ill- kvittnir í umtali um Ættarsetrið þá geta menn vissulega látið sér fátt um finnast, að það skuli hafa tekið tíu stunda myndafrásögn eða meir að troða Sebastian ofan í flöskuna og láta Charles og Júlíu komast að því að þau hefðu bæði ratað í skakkt hjónarúm. En þar með væri náttúrlega fátt sagt: þarna er persónusafn allmikið, andblær viss tímabils og yfir öllu hvílir sú tvíræða blanda af eftirsjá eftir skrautlegum tíma og þórðar- gleði yfir því, að þeir sem eitt sinn voru herrar þessa heims eru komnir hratt á leið niður brekkuna. Spörum hestana Ættarsetrinu fylgdi á hvíta- sunnukvöld íslensk heimildar- mynd sem hét Yfir Kjöl. Þar er reynt að endurgera nokkurra daga ferðalag dansks liðsforingja sem varðaði Kjalveg á fyrri öld. Skrýtin mynd reyndar og miklu erfiðara en í fyrra dæminu að svara spurningunni: um hvað var hún? Ekki var hún um Kjalveg. Ekki heldur um mennina sem tóku þátt í leiðangrinum. Ekki neitt að ráði um erfiðleikana á því að ferðast á hestum um íslenska fjallvegi - því til þess hefði þurft miklu dramatískari tilfæringar. Einna helst sýndi hún hesta á meiningarlitlu flandri um há- lendið, þessar ágætu skepnur sem íslenskir kvikmyndamenn hafa tröllatrú á að bjargi kvikmyndum þeirra, þegar sköpunargáfan lendir í klemmu. Um eitthvað verða kvikmyndir að vera. Ekki síst heimildar- myndir. - áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.