Þjóðviljinn - 25.05.1983, Blaðsíða 16
DIÓÐVIUINN
Miðvikudagur 25. maí 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Hópuppsagnir fast-
og lausráðinna
✓
starfsmanna Alversins
Nær 70
sagt upp
Sumir með yfir
10 ára starfsaldur
s
hjá Isal
Á síðasta ári fækkaði starfs-
mönnum Álversins í Straumsvík
um 70 og fyrir síðustu helgi fengu
um 40 fastráðnir starfsmenn send
uppsagnarbréf sem taka gildi í
haust, auk þess sem um 30
lausráðnum starfsmönnum hefur
nýlega verið sagt upp.
„Þessar tæknibreytingar sem áttu að spara mannafla, hafa að mörgu leyti aukið mengun á vinnustað og gert
störfin erfiðari. Það væri því nær að fjölga starfsmönnum en fækka þeim“, segir Sigurður T. Sigurðsson.
Hégómi
og
metnaður
Steinerímur
orðaður
sem
forsætís-
ráðherra
Margir
hyggjast krækja sér
í stóla
Trúnaðarmenn funda um viðbrögð gegn fjöldauppsögnunum
„Þetta eru alltsaman
geðþóttaákvarðanir”
segir Sigurður T. Sigurðsson varaformaður Hlífar
Ragnar S. Halldórsson forstjóri
Álversins sagði í samtali við Þjóð-
viljann í gær að ýmsar ástæður
væru fyrir þessari fækkun starfs-
manna hjá fyrirtækinu. „Það voru
ráðnir hingað menn í lausavinnu
meðan á ýmsum tæknibreytingum
stóð. Það að þeir eru enn
lausráðnir er vegna erfiðleika sem
komu upp vegna súráls í fyrra og
skauta nú í ár sem hafa tafið fyrir
því að þessar breytingar næðu
fram. Síðan hefur þessi tækni-
væðing sem hérna varð í sambandi
við hreinsitækin gefið okkur mögu-
leika á hagræðingu. Skipulags-
breytingar og almennt viðhald sem
eiga sér stað í iðnaði um allan heim
koma hérna einnig við sögu“.
Forráðamenn verkalýðsfélaga
hafa haldið því fram að þessar
tæknibreytingar hafi í raun kallað
á meiri vinnu en áður var.
„Já, það hefur verið mikil vinna í
sambandi við þessi skautföll og það
sem þeim hefur fylgt, en það er
varla hægt að kenna búnaðinum
um það í sjálfu sér“.
Áttu von á frekari uppsögnum
starfsmanna á þessu ári?
„Nei ég á ekki von á því“.
Hver er ástæða þess að starfs-
mönnum með jafnvel yfir 10 ára
starfsaldur hjá fyrirtækinu var sagt
upp? Er ekki farið eftir starfsaldri
við uppsagnir hjá Álverinu?
„Nei, ekki eingöngu. Það eru
fleiri sjónarmið en starfsaldur sem
ráða því“, sagði Ragnar Halldórs-
son að lokum.
-•g-
„Þetta eru geðþóttauppsagnir
eins og gjarnan er hjá þessu fyrir-
tæki. Þar eru gefnar geðþóttafyrir-
skipanir og allt rekið samkvæmt
geðþóttanum einum“, sagði Sig-
urður T. Sigurðsson varaformaður
Verkamannafélagsins Hlífar í
Hafnarflrði um uppsagnir starfs-
manna í Straumsvík.
Nú í morgun kl. 8 komu saman
til fundar trúnaðarmenn þeirra
verkalýðsfélaga sem eiga hags-
muna að gæta í Álverinu þar sem
rædd verða viðbrögð verkalýðsfél-
aganna vegna þessara fjöldaupp-
sagna á starfsmönnum fyrirtæk-
isins.
„Það var 17 lausráðnum starfs-
mönnum sagt upp í vetur og þeir
látnir hætta störfum. 15 þeirra hófu
síðan störf aftur og nú hefur þeim
og fleirum verið sagt upp og að
auki á fjórða tug fastráðinna starfs-
manna. Þar af nokkrir með yfir 10
ára starfsaldur hjá fyrirtækinu.
Starfsaidur virðist í engu vera
látinn ráða hverjir eru látnir fara og
hverjir ekki. Þetta eru geðþóttaá-
kvarðanir. Þetta eru menn sem
hafa ekki látið vaða yfir sig á vinnu-
stað og menn sem eru ekki tengdir
yfirmönnum, hvorki blóðtengslum
né skoðanatengslum", sagði Sig-
urður T. Sigurðsson.
Nær að fjölga
um 20-30 manns
Starfsmönnum hefur mikið
fækkað hjá Álverinu á umliðnum
árum og nú hafa þeir gengið lengra
í niðurskurðinum en þeir höfðu
áður boðað. Tækniundrin sem áttu
að gera þetta allt meira og minna
sjálfvirkt hefur hins vegar gert
vinnuna að sumu leyti erfiðari og
haft í för með sér meiri mengun en
áður var. Yfirvinna hefur stór-
aukist hjá fyrirtækinu og í stað þess
að fækka yfír 70 manns hefði verið
nær að fjölga starfsmönnum um
20-30.
„Fyrr í vetur talaði forstjórinn
um kosningaskjálfta hjá kommum
og krötum hér í Verkalýðsfélaginu
þegar við mótmæltum uppsögnum
og sýndum fram á þetta gegndar-
lausa vinnuálag sem viðgengst hjá
fyrirtækinu. Ég held að þetta sé
mest taugatitringur í forstjóranum.
Nú er búið að gefa þeim fyrir-
skipun að utan þaðan sem öllu er
stjórnað. Sparnaðurinn sem átti að
koma með aukinni tækni, verður
að fara að skila sér og þá grípa þeir
til hópuppsagna, þar á meðal elstu
starfsmanna sem hafa eitthvað
hærri laun en hinir yngri. Það er
greinilega farið að hitna undir hjá
yfirmönnum hérlendis og þeir taka
við sínum skipunum erlendis frá“,
sagði Sigurður.
Hann sagði einnig að meðal
hugsanlegra gagnaðgerða verka-
lýðsfélaganna hefði verið nefnt
yfírvinnubann í Álverinu og yrðu
þau mál rædd á fundi trúnaðar-
manna sem hófst kl. 8 árdegis.
-*g-
Framsóknarmenn á þingi eru
þess nyög fýsandi að Steingrímur
Hermannsson verði forsætisráð-
herra næstu ríkisstjórnar að þvi er
heimildir Þjóðviljans hermdu í
gær. Bentu sömu heimildir á hægan
sess utanríkisráðherra fyrir for-
mann Sjálfstæðisflokksins Geir
Hallgrímsson.
Samkvæmt þessari kenningu
yrði skipting ráðherra þannig, að
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 6 en
Framsóknarmenn 4 ráðherraemb-
ætti. Hins vegar töldu sömu heim-
ildir að ef Geir Hallgrímsson yrði
forsætisráðherra myndi Framsókn
fá 4 ráðherra en Sjálfstæðisflokk-
urinn 5. Eins og venja er velta
menn í báðum flokkum mjög fyrir
sér ráðherraefnum og heyrast þeir
oftast nefndir ásamt Geir: Matthí-
as Bjarnason, Matthías Á. Mathie-
sen, Albert Guðmundsson og Frið-
rik Sophusson fyrir Sjálfstæðis-
flokk. En fyrir Framsóknarflokk
ásamt Steingrími þeir: Guðmund-
ur Bjarnason, Halldór Ásgrímsson
og Alexander Stefánsson. Að sjálf-
sögðu eru þetta ábyrgðarlausar
getgátur því þingflokkar beggja
flokkanna eiga eftir að velja sér
ráðherraefni. Þá fylgir og sögunni
að margir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins séu mjög óánægðir með
þetta stjórnarmynstur og hyggist
sitja hjá þegar loks kemst til at-
kvæðagreiðslu í þingflokki þeirra
margklofnum.
-óg
Afturhaldsstjórn
Tveir
kratar
vildu líka
Jón Baldvin Hannibalsson og
Magnús Magnússon munu einir
hafa viijað ganga til samstarfs við
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk
meðal framámanna í Alþýðu-
flokknum að því er blaðið fregnaði
í gær.
Þeir Eiður Guðnason og Karl
Steinar Guðnason staðfestu á
blaðamannafundi í gær að tveir
menn, annar þingmaður, hefðu
viljað ganga til samstarfs við þessa
flokka um ríkisstjórn á þeim mál-
efnagrundvelli sem fram hefur
komið. Aðrir í Alþýðuflokki munu
hafa verið því andsnúnir, en um
helgina voru haldnir fundir með
þingflokki, framkvæmdastjórn og
verkalýðsmálaráði flokksins.
-óg
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, um stjórnarmyndunina:
Stjóm fjármagns gegn fóDd
Lærdómur okkar er eining — bandalag vinstri manna gegn framsókn hægri aflanna
Línurnar eru nú skýrar: Hægri
öflin munu hreiðra um sig í
stjórnarráðinu um helgina.
Stefna þeirra liggur þegar fyrir í
meginatriðum og þar er ailt á
sömu bókina lært: Verðbætur
skornar niður, kjarasamningar
bannaðir, hlutaskiptin rofln á
sjómönnum, stefnt í stórauknar
Jiernámsframkvæmdir og ráðist
að félagslegum réttindum launa-
fólks. Hér er að myndast stjórn
fjármagnsins gegn fólkinu.
- Þannig komst Svavar Gests-
son, formaður Alþýðubandalags-
ins, að orði í viðtali við Þjóðvilj-
ann í gær, er fyrir lá að Alþýðu-
flokkurinn hefði gengið frá samn-
ingaborði með hægriflokkunum.
Svavar reyndi stjórnarmyndun
fimm flokka í síðustu viku. Fram-
sóknarflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn þoldu ekki við í þeim
stjórnarmyndunartilraunum
nema í tvo daga og gengu frá
borði. Um helgina stóðu þeir í
viðræðum við íhaldið. Alþýðu-
flokkurinn rauf þær viðræður í
gær. Eftir sitja flokkarnir tveir og
þar með er ljóst að hægriöflin í
báðum flokkunum ná saman á
nýjan leik.
- Það var mikill pólitískur
ávinningur þegar tókst, 1978, að
rjúfa það vanheilaga bandalag
afturhaldsins. Hið sama er að
segja um stjórnarmyndun Gunn-
ars Thoroddsen 1980, en í tíð
þeirrar stjórnar hefur verið sótt
fram til margvíslegra félagslegra
umbóta í þágu launafólks. Nú er
klukkunni snúið við og glöggt að
forsvarsmenn hinnar nýju ríkis-
stjórnar munu halda áfram þar
sem frá var horfið vorið 1978.
Framsókn hægri aflanna boðar
stöðnun í félagslegum framförum
og menningarlífi, hún boðar
hernámsframkvæmdir og
afturför.
- Það er ljóst, sagði Svavar
Gestsson, að lokum, að flokkarn-
ir nota sér sundrung vinstri
manna til þess að skríða saman í
eina sæng. Lærdómur okkar allra
verður því að vera samstaða, ein-
ing - bandalag vinstri manna
gegn framsókn hægri aflanna.