Þjóðviljinn - 25.05.1983, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 25. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA13
Sjötugur í dag:
Páll
Guttormsson
Hallormsstað
Páll Guttormsson á Hallorms-
stað er sjötugur í dag. í skóginum á
þessum stað ólst hann upp. Þar hef-
ir hann unnið nær alla starfsævi,
skógurinn sjálfur og ræktun hans
varð meira en hálft líf hans, og þar
starfar hann enn, léttur í spori og
beinn i baki og ber þess engin merki
að eiga sjö áratugi að baki.
Páll er af annarri kynslóð skóg-
ræktarmanna. HannogEinarG.E.
Sæmundsen, sem var aðeins yngri,
voru hinir fyrstu af þessari kynslóð,
sem lögðu fyrir sig starf feðra
sinna.
Þegar Páll lítur nú yfir nær hálfr-
ar aldar ævistarf, er ég þess fullviss,
að hann sér ekki eftir að hafa geng-
ið þessa braut, því að hún er
vörðuð glæsilegum merkjum um
starf, sem hefir borið árangur,
ríkulegri en ætla mátti í upphafi.
Páll Guttormsson fæddist á Hall-
ormsstað í Skógum, sonur hjón-
anna Guttorms Pálssonar skógar-
varðar og Sigríðar Guttormsdótt-
ur. Hann var næstelstur bama
þeirra hjóna. Hann ólst upp við
venjuleg sveitastörf að þeirra tíma
hætti og byrjaði snemma að vinna
við skógræktina hjá föður sínum.
Haustið 1935 settist hann í Bænda-
skólann á Hólum og var þar einn
vetur í bændadeild. Haustið eftir
halda þeir svo út til Danmerkur
Páll og Einar Sæm. og hefja verk-
nám í skógrækt á sama stað og
feður þeirra höfðu hafið sitt nám 30
árum áður. Lærimeistari þeirra var
sonur lærimeistara feðra þeirra.
í ársbyrjun 1937 flutti Páll sig
norður til Noregs og settist í skóg-
ræktarskólann á Steinkerum við
botn Þrándheimsfjarðar. Þaðan
lauk hann prófi í lok ársins 1937,
fyrstur íslendinga frá þeim skóla,
en nokkrir hafa síðan fetað í slóð
hans þar.
Eftir heimkomuna var Páll sett-
ur skógarvörður á Vöglum í
Fnjóskadal og starfaði þar til árs-
loka 1939, er hann kom heim að
Hallormsstað fyrir fullt og allt.
Hann hóf nú störf hjá föður sínum
og tók við verkstjórn í gróðrar-
stöðinni, sem hann hafði á hendi í
aldarfjórðung, eða til ársins 1974.
Á þessum tíma - röskri hálfri
starfsævi - má segja, að hann fóstr-
aði og færi í bókstaflegum skilningi
höndum um það ungviði, sem nú
myndar nýmarkirnar á Hallorms-
stað og reyndar víðar annars staðar
á íslandi, því að frá Hallormsstað
voru plöntur sendar í hundruðþús-
undatali til annarra stöðva og skóg-
ræktarfélaga um langt árabil.
Þær nýmarkir á Hallormsstað og
tengdum jörðum sem ég nefndi,
taka yfir hátt á annað hundrað
hektara og eru meðal skrautfjaðra
skógræktar á íslandi. Hlutdeild að
slíku sköpunarverki er starf, sem
má teljast öfundsvert fýrir marga.
Frá vorinu 1974 hefir Páli haft
umsjón með nýmörkunum og hirt
um þær. Þannig hefir hann getað
fylgst með þessum fósturbörnum
sínum lengra á leið en hann gat,
meðan hann vann einvörðungu í
gróðrarstöðinni.
Páll Guttormsson er einstaklega
glöggur náttúruskoðandi og hefír
næma sýn og tilfinningu fyrir öllu,
sem gerist í kringum hann.
Hann tók að sér strax 1939 að
annast veðurathuganir á Hallorms-
stað og hefir gert það síðan af ein-
stakri samviskusemi. Sumarið 1956
var hann reyndar fjarverandi, en
hann dvaldi í Troms í Norður-
Noregi til þess að kynna sér skóg-
ræktarstörf. Um áratuga skeið hef-
ir Páll ritað kaflann um veðurfar í
árlegri skýrslu skógarvarðarins á
Hallormsstað og er þar að finna
ýmiss konar merkar upplýsingar,
sem ekki birtast í yfirlitum Veður-
stofu íslands. M.a. mjög ítarlegt
tíðarfarsyfirlit. Ennfremur um
blómgunartíma flestra blómjurta.
Sumarið 1959 efndu Páll Berg-
þórsson, veðurfræðingur, og
Haukur Ragnarsson, skógfræðing-
ur, til allsérstæðrar veðurathugun-
ar á Hallormsstað: Settar voru upp
fjórar nýjar veðurathugunar-
stöðvar í fjallshlíðinni ofan við bæ-
inn. Sú efsta var 300 m hærra en
stöðin við Hallormsstað. Mark-
miðið var að rannsaka mismun
hitastigs og úrfellis á mismunandi
hæð yfir sjávarmáli. Páll tókst á
hendur að lesa af mælunum einu
sinni á dag allt sumarið. Léttstígur
kleif hann hlíðina eftir hádegið og
blés varla úr nös. Þetta var í fyrsta
sinn sem slík athugun var gerð á
íslandi, og það var auðvitað happ
að hafa á staðnum mann, sem með
glöðu geði tókst á hendur svo
bindandi verkefni mitt á anna-
sömum degi og allar helgar heilt
sumar. Þess er svo skylt að geta, að
næsta sumar var þessi athugun
endurtekin í Geitagerði hinum
megin við Lagarfljót og þar var það
hinn gamli hlaupagarpur Guttorm-
ur Þormar, sem kleif hlíð Fljót-
sdalsheiðar. Þessi athugun gaf
mjög mikilsverðar upplýsingar til
gagns fyrir ræktun trjátegunda og
kvæma við aðstæður, sem hlið-
stæðar eru við þetta svæði um
landslag.
Vorið 1976 tók Páll að sér ná-
kvæmnisathuganir á laufgunartíma
nokkurra helstu trjátegunda á
Hallormsstað og ýmissa kvæma af
þeim. Þessar athuganir standa allt-
af nokkrar vikur á vori hverju og
gefa ómetanlega vitneskju um
hegðun trjánna, sem þær taka til,
en þau eru á fimmta tug talsins.
Þegar skýrsla um þessar athuganir
verður birt - sem ekki verður langt
að bíða - er það trúa mín, að hún
verði talin merkilegt gagn í skóg-
ræktinni og líffræði almennt.
Vinnan við þetta tvennt, sem ég
hefí nú nefnt, stendur ákaflega
nærri huga náttúruskoðarans Páls
Guttormssonar og með því að inna
hana af hendi hefír hann lagt nokk-
urn skerf til grundvallarrannsókna
í náttúrufræði.
Við Páll störfuðum mjög náið
saman í aldarfjórðung á tímabili,
þegar viðfangsefni okkar óx veru-
lega. Um þessi samskipti á ég ótelj-
andi minningar, sem oft eru rifj-
aðar upp og gaman er að. Við vor-
um sosum ekki alltaf sammála og
fyrir kom, að sló í brýnu milli okk-
ar, en aldrei var það erft.
Á þessum tímamótum þakka ég
Páli fyrir samstarfið og samskiptin.
Ég tala um leið fyrir munn fjöl-
skyldu minnar, sem naut þess allan
tímann að eiga hann að tryggum
heimilisvini.
Páll Guttormsson hefir starfað
óslitið hjá Skógrækt ríkisins í 45 ár.
Einungis faðir hans hefir starfað
lengur hjá þessari stofnun. Fyrir
hönd Skógræktarinnar færi ég hon-
um nú miklar þakkir fyrir ævistarf
hans og trúmennsku, sem vart á sér
smn llka Sigurður Blöndal.
Samþykkt orkuráðs til sveitarafvæðingar________________________________________________________
skal einnig nota til sveitaraf-
n /lf i "■ væðingar. Samtals verða því 22,5
W' # Mkr. til ráðstöfunar til hinnar
A / II V 11 m II 1 eiginlegu sveitarafvæðingar, þ.e.
y a.s. til nýrra rafmagnsveitulagna
%/ V-T og til heimtaugalagna á eldri veitu-
a svæðum í sveitum.
w __ 'Sk —w ~mÞau 27 b>'li sem tengjast þannig
ykf feg | ® 1 1 W I|B H samveitukerfi landsins á þessu ári
▼ III ▼ ^m^ 11 H rn m eru öll innan 6 km fjarlægðar frá sam-
veitu, en lengi hefur verið stefnt að
því að tengja öll býli innan þessarar
fjarðlægðar við samveitukerfið.
Með þessum framkvæmdum í ár er
að mestu lokið rafvæðingu
sveitanna og verða þá einungis fá
býli eða á bilinu 5-10 innan 6 km
fjarlægðar ótengd, en tenging
þeirra verður væntanlega leyst á
viðunandi hátt á næsta ári.
Iðnaðarráðherra staðfesti ný-
lega samþykkt Orkuráðs um fram-
lag til sveitarafvæðingar, sem varið
verður til að tengja 27 býli við sam-
veitukerfi landsins á árinu 1983.
Er þetta gert á grundvelli fjár-
veitingar samkvæmt fjárlögum og
lánsfjárlögum fyrir árið 1983, en
framlög til sveitarafvæðingar voru
þar stórhækkuð miðað við framlög
fyrri ára. Gert er ráð fyrir að verja
21,5 Mkr. til rafvæðingar sveita á
árinu, en af því fé er 1,0 Mkr. ætluð
til lánveitinga vegna einkaraf-
stöðva. Þar að auki hefur Orku-
sjóður fengið heimild ráðuneytisins
til 2,0 Mkr. lántöku hjá Fram-
kvæmdastofnun ríkisins, en fé það
éíiBlM'á
blaðið
sem vitnaðerí
Síminn er
Er ekki tilvalið
að gerast áskrifandi?
81333
Aðalfundur
Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna
hefst að Hótel Sögu, Reykjavík, fimmtudag-
inn 26. maí 1983 kl. 14.00.
Dagskrá skv. félagslögum.
Stjórnin.
Fræðsluskrifstofa
Norðurlandsumdæmis
vestra
ertil húsa í Kvennaskólanum á Blöndusósi, en þar var
rekstri kvennaskóla hætt fyrir nokkrum árum. Það er
því vel rúmt um starfsemina. En það er ekki þess
vegna sem við erum að auglýsa eftir starfsfólki, heldur
vegna þess að verkefnin í fræðsluumdæminu eru
rfrin.
samvinnu við svæðisstjórn um málefni þroskaheftra
er starfað að mörgum málefnum innan og utan grunn-
skólans. í vetur hafa átta manns starfað á vegum
fræðsluskrifstofunnar og svæðisstjórnar, ritari, fjár-
málafulltrúi, 2 sálfræðingar, 2 þroskaþjálfar, 2 sér-
kennslufulltrúar, auk þess fræðslustjóri.
Nú er Ijóst að þrír ofantalinna starfsmanna hætta í
sumar og vantar því fólk til að fylla í skörðin. Það fólk
sem við erum að leita að er:
FORSTÖÐUMAÐUR GULLASAFNS (legoteks).
Aðeins þroskaþjálfi eða fólk með sambærilega
menntun kemur til greina. Gullasafnið er uppbyggt og
nokkuð vel búið gögnum. Samvinna við sálfræðinga,
sérkennara og sjúkraþjálfa mikil.
FÉLAGSRÁÐGJAFI. í samskiptum við aðila, einkum
utan skólakerfisins, söknum við oft að njóta ekki sér-
þekkingar þeirrar sem félagsráðgjafar búa yfir. Ný lög
um fatlaða bera einnig með sér aukna þjónustu á sviði
félagsráðgjafar.
KENNSLUFULLTRÚI. Almenn ráðgjöf til kennara og
skóla um kennsluhætti og kennslugögn er mjög mikil-
væg ekki síst í dreifbýli. Vísir að kennslugagnamið-
stöð og gagnasmiðju er í uppbyggingu á fræðsluskrif-
stofunni. Haldgóð reynsla mikilvæg. Framhalds-
menntun í kennslufræði mjög æskileg.
SÉRKENNARAR. Sérkennslumál eru í mjög hraðri
þróun á, Norðurlandi vestra og hefur mikið áunnist
síðustu tvö árin.
Þetta er fyrirbyggjandi starf og því er okkur mikið í mun
að láta ekki deigan síga og óskum eftir að fá fleiri
sérkennara til liðs við okkur.
Umsóknir sendist til Fræðsluskrifstofu Norðurlands-
umdæmis vestra, Kvennaskólanum, 540 Blöndósi,
fyrir 20. júní 1983.
Upplýsingar gefur fræðslustjóri í síma 95-4369 (skrif-
stofu) eða 95-4249 (heima).
Fræðslustjóri
Norðurlandsumdæmis vestra.
/IISÁ
Gluggaskipti
á Laugaveg 166
Tilboð óskast í gluggaskipti á Laugaveg 166,
„Víðishúsi".
Um er að ræða 207 glugga, alls ca. 830 m2.
Verkinu skal að fullu lokið 1. okt. 1983.
Bjóðendum stendur til boða, að kynna sér
aðstæður á vinnustað miðvikudaginn 1. júní
n.k.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Rvk. frá 25. maí, gegn 1.500.-
kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun
ríkisins föstudaginn 10. júní 1983, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006