Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 3
» v»
Helgin 28. - 29. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Námsstefna
um félagslega
endurœ/ingu
Föstudaginn 27. maí gekkst fé-
lagsráðgjafadeild geðdeilda ríkis-
spítalanna fyrir námsstefnu sem
bar heitið Félagsleg endurhæfing:
samfélgasvinna og geðvernd. Til
námsstefnunnar var boðið fulltrú-
um frá hinum ýmsu félagsmála- og
heilbrigðisstofnunum sem vinna að
þessum málum s.s. Endurhæfíng-
arráði, Öryrkjabandalagi íslands,
Reykjalundi, Tryggingastofnun
ríkisins, Ráðningarsofu Rcykjavík-
ur, Öldrunarlækningardeild
Landspítalans, Kópavogshæli, geð-
deildum og félagsmálastofnunum.
Námsstefnan var afar vel sótt og
þátttakendur yfir 70. Sigrún Júlíus-
dóttir yfirfélagsráðgjafi geðdeilda
ríkisspítalanna setti námsstefnuna
og fylgdi efni hennar úr hlaði. Hún
sagði að eins og endra nær væri
þessi námsstefna árangurinn af
fræðslustarfi félagsráðgjafanna yfir
veturinn, en þetta er 5. árið í röð
sem námsstefna af þessu tagi er
haldin. Til umfjöllunar hafa
gjaman verið valdir málaflokkar
sem eru á frumstigi eða í framþró-
un þannig að þekkingarleit og sem
faglegust viðhorf stýri ferðinni
fremur en tilbúin svör eða sam-
keppni um bestu lausnina. Fyrsta
námsstefnan var haldin 1979 og
fjailaði um Ofbeldi í fjölskyldum,
því næst var fjallað um Áfengis-
mál, síðan Meðferð og fræðslu og
s.l. ár var það Fjölskyldumynstur
og sifjaspell. Þannig hefur það ekki
verið tilgangurinn að koma fram
með einhvern heilagan sannleik
eða reka áróður fyrir ágæti ákveð-
inna vinnuaðferða heldur hefur
þvert á móti verið lögð áhersla á að
velja efni, sem vefst fyrir og sem
áhugi er á að fá fram í dagsljósið, til
umræðu og frekari þróunar.
Efnið félagsleg endurhæfing er
málaflokkur sem ekki hefur átt allt
of auðvelt uppdráttar hér á landi
frekar en annars staðar. Kæmu hér
til ýmsar hindranir. Sigrún sagði að
fjárhagsástæður sem oft eru nefnd-
ar fyrstar væru fremur skálkaskjól
en skýring. Hinar raunverulegu
hindranir lægju oftar í viðhorfum. í
fyrsta lagi það viðhorf til einstak-
lingsins varðandi þau andstæðu
sjónarmið að virða rétt hans til
sjálfsábyrgðar eða ýta undir sjúk-
lingsímyndunina. En félagsleg
endurhæfing hlýtur að kalla á það
að unnið sé út frá því heilbrigða í
einstaklingnum en ekki því sjúka.
Önnur hindrun varðar stríðandi
viðhorf um stefnumörkun varðandi
þjónustuform þ.e. hvort leggja
skuli áherslu á stofnanadvöl og
gildi rúmlegunnar eða virkja bjarg-
ir utan stofnunar m.a. með því að
virkja fjölskyldukerfi, vinnustaði,
skjólstæðingasamtök og félags-
legar lausnir af ýmsu tagi. En fé-
lagsleg endurhæfing getur ekki
borið árangur nema í beinu sam-
starfi við samfélagið. Að lokum
nefndi Sigrún þá hindrun sem felst í
hagsmunatogstreitu hinna ýmsu
starfsstétta heilbrigðisþjónustunn-
ar og tengdi þann þátt því umróti
sem tilkoma hinna nýju s.k. para-
medical stétta á síðustu áratugun-
um hefur valdið. Þessir hópar, fé-
lagsráðgjafar, sálfræðingar, iðju-
þjálfar, þroskaþjálfar og sjúkra-
þjálfar, hafa lagt áherslu á að ryðja
til rúms félagslegum sjónarmiðum,
heildarsýn og gildi mannlegra sam-
skipta innan heilbrigðisþjónust-
unnar, í stað þess að líta á einstak-
linginn eða hluta af honum sem
einangrað fyrirbæri sem eitthvað á
að gera við. f>á hefðu þessar stéttir
hugsanlega á óvarlegan hátt ógnað
þeim starfshópum og viðteknu við-
horfum sem fyrir voru.
Þá flutti Dóra Júlíussen félags-
ráðgjafi erindi sem bar heitið Fé-
lagsleg endurhæfing: hugmynda-
fræði, þróun og leiðir. Hún ræddi
hugmyndafræðina sem félagsleg
endurhæfing byggist á, helstu or-
sakir félagslegrar skerðingar og
hvernig má greina og fyrirbyggja
eða draga úr þeim. Hún rakti sögu
endurhæfingar á vesturlöndum og
sérstaklega þróun þessara mála á
Norðurlöndunum s.l. 2 áratugi.
Hún er fólgin í því að efla starfsemi
dag- og göngudeilda, vinna mark-
visst að virkri endurhæfingu og
koma þannig í veg fyrir innlögn eða
stytta innlagningartíma á geð-
sjúkrahúsum. Að lokum ræddi
Dóra þær leiðir sem fara má í þess-
um efnum, vitnaði m.a. í erlendar
rannsóknir sem sýna hve mikilvægt
er að hafa innlagnir sem stystar.
Eftir því sem vist á geðsjúkrahú-
sum lengist eykst hættan á að tengsl
við fjölskyldu og umhverfi rofni.
Að loknu erindi Dóru Júlíussen
var sýnd klukkustundarlöng kvik-
mynd sem sænska sjónvarpið hefur
gert um endurhæfíngarmál
geðsjúkra, „Instead of hospital".
Myndin fjallaði' um
endurhæfingar- og félagsstarf í
„Fountain-House“ í New York.
Að loknu kaffihléi voru pall-
borðsumræður þar sem rætt var um
stöðu cndurhæfíngarmála á íslandi
nú. í panelnum voru 3 félags-
ráðgjafar á endurhæfingarsviði:
Bjarney Kristjánsdóttir sem starfar
á dagdeild, Dóra Júlíussen sem
hefur eftirlit með áfangastöðunum
og Sigurrós Sigurðardóttir sem
starfar að atvinnumálum, Ingólfur
S. Sveinsson geðlæknir, Elín Ebba
Ásmundsdóttir yfiriðjuþjálfi og
Hrafn Sæmundsson atvinnumála-
fulltrúi í Kópavogi. Umræður og
fyrirspurnir til panelsins sýndu að
mikill áhugi er á félagslegri endur-
hæfingu og full þörf ýmissa úrbóta.
Það sem einkum var lögð áhersla á
var nauðsyn fleiri áfangastaða og
sambýla en ekki síst að efla mögu-
leika fyrrverandi geðsjúklinga til
þátttöku á almennum vinnumark-
aði svo og nauðsyn verndaðra
vinnustaða. Efni námsstefnunnar
verður væntanlega birt í ársriti
Geðverndarfélags íslands.
Vinabæjartengsl
/
á milli Isafjarðar
og Nanortalik
Heimsókn
frá Græn-
landi
Að undanförnu hafa verið stadd-
ir hér á landi tveir góðir gestir frá
Suður-Grænlandi, þeir Tage Fre-
drikssen og Henning Kjærgáard.
Tage er borgarstjóri í bænum Nan-
ortalik og Henning bæjarritari.
Þeir hafa verið hér á landi til að
stofna til vináttusambands við ís-
afjörð og hafa þeir skoðað m.a.
frystihús, rækjuverksmiðju og
fleira.
Á blaðamannafundi í Norræna
húsinu kom fram að sambandið
sem Eiríkur rauði kom á árið 982 á
milli íslands og Grænlands var nú
1000 árum síðar lagt niður af SAS,
sem hafa einkarétt á öllu flugi til
Grænlands.
Síðan Grænlendingar fengu
heimastjóm hafa þeir lagt aukna
áherslu á að styrkja sambandið við
ísland, en nú eru 5 bæir á Græn-
landi með vinabæjartengsl við
kaupstaði eða kauptún á Islandi.
Gert er ráð fyrir að í vinabæjar-
tengslum ísafjarðar og Nanotalik
felist m.a. að skólabörn frá ísafirði
fari til Grænlands fljótlega, þá
verði efnt til sýninga um bæina og
margt fleira. Einnig hafa Græn-
lendingar áhuga á að kynnast betur •
fiskvinnslu hér á landi, en þeir voru
mjög hrifnir af frystihúsum sem
þeir skoðuðu á ísafirði. í Nanorta-
lik, sem telur um 3000 manns, lifa
flestir af fiskveiðum, en mikil
aukning hefur orðiðá sauðfjárbú-
skap. Þeir Tage og Henning vildu
að lokum flytja þakklæti til allra
fyrir frábærar móttökur, ekki síst
til ísfirðinga.
þs.
L
IANDSVIRKJUN
Vinnubúðir til sölu
Landsvirkjun áformar aö selja, ef viðunandi
tilboö fást, vinnubúðir viö Hrauneyjafoss- og
Sigölduvirkjun, til niðurrifs og brottflutnings.
Um er aö ræöa eftirtalin hús:
VIÐ SIGÖLDUVIRKJUN:
1 hús, um 640 m2
1 hús, um 206 m2
2 hús, hvort um 251 m2
5 hús, hvert um 100 m2
4 hús, hvert um 78 m2
VIÐ HRAUNEYJAFOSSVIRKJUN:
1 hús, um 386 m2
1 hús, um 331 m2
1 hús, um 256 m2
3 hús, hvert um 253 m2
Dagana 9.-11. þ.m. munu starfsmenn
Landsvirkjunar sýna væntanlegum bjóðend-
um húsin, en aðeins frá kl. 9 - 22.
Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri
Landsvirkjunar.
Tilboð þurfa að berast Landsvirkjun, inn-
kaupadeild, Háaleitisbraut 68, 108 Reykja-
vík, eigi síðar en 21. þ.m.
ÚTBOÐ
Sjóefnavinnslan h.f. óskar eftir tilboðum í
efnisútvegun og smíði á tveimur eimum úr
stáli. Þyngd hvors um sig er u.þ.b. 16 tonn,
þvermál 4.7 m, lengd 8,3 m. Efnisútvegun
þar að auki er u.þ.b. 19 tonn. Skilatími verks
er 23. nóvember 1983. Útboðsgögn fást af-
hent á skrifstofu Sjóefnavinnslunnar h.f.,
Vatnsnesvegi 14, Keflavík og hjá Vermi h.f.,
Höfðabakka 9, Reykjavík gegn 1.000.- króna
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá Vermi h.f. fimmtu-
daginn 23. júní 1983. kl. 11.00 f.h.
Stöður garðprófasta
Stöður garðprófasta fyrir stúdentagarðana;
Gamla Garð, Nýja Garð og Hjónagarða eru
lausartil umsóknar. Umsóknirskulu berasttil
skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta fyrir 25.
júní n.k.
Vist á
stúdentagörðunum
Umsóknir um vist á stúdentagörðunum;
Gamla Garði, Nýja Garði svo og Hjónagörð-
um skulu berast skrifstofu Félagsstofnunar
stúdenta á þar til gerðum eyðublöðum fyrir
25. júní n.k.
Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu
Félagsstofnunar stúdenta í Stúdentaheimil-
inu við Hringbraut, pósthólf 21 Reykjavík sími
16482.
Shrknps lcelandic Seatood Producl. Cooked ai
RÆKJUR
JfSAX
L L ^ -A. J
Asco
Saltfiskur Humar Rauðspretta
Lúða Skelfiskur Harðfiskur
Rækja Skötuselur Lax
Ýsa Steinbitur Silungur
Fæst í matvöruverslunum
Sími 86722