Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. júní 1983. stjjórnmál á sunnudegi „ömurleg”stjórn Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur setið rétta viku og hefur þegar fært landsmönnum heim sanninn að varnarorð Þjóð- viljans í kosningabaráttunni áttu við rök að styðjast. Hún gengur jafnvel lengra en spáð var hér í blaðinu. Við héldum því fram að samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks myndi afnema vísitölubætur og skerða kaupmátt um 20-30% á sínu fyrsta ári, en Þjóðviljann skorti hugarflug til þess að geta uppá því að hún af- næmi samningsréttinn. En það má svo vera rétt að við öllu var að bú- ast enda hefur blaðið haldið því fram oftsinnis að samstjórn af þessu tagi dragi fram og sameini verstu eigindir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Og ekki ber á öðru en að stjórnin staðfesti rétt- mæti þeirrar fullyrðingar strax á sinni fyrstu viku á veldisstóli. Ömurleg dæmi 25. júlí 1982 skrifar Þórarinn Þórarinsson um menn og málefni í Tímann og gerir því skóna aö Al- þýðubandalagið sé að undirbúa samvinnu við íhaldið. Þar leggur hann m.a. út af varnaðarorðúm sem Svavar Gestsson hafði birt í Ádrepum Tímanrits Máls og menningar skömmu áður. P- „Það er oft háttur stjórnmála- manna, þegar þeir eru að undirbúa umdeilda stjórnarþátttöku", ritar Þórarinn, „að setja upp ömurleg dæmi um það sem gerast myndi, ef þeir væru utan stjórnar. Þeir séu því nauðbeygðir til stjórnarþátt- töku til að afstýra öðru verra“. Þessi „ömurlegu dæmi“, sem Svavar setti upp um það sem gerast myndi ef Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Fram- sóknarflokknum eða Alþýðuflokknum voru átta. Mútufé í flugstöð °. Hafnar verða framkvæmdir við byggingu flugstöðvar í Keflavík með bandarískum fjármunum.“ Varla hafði Ólafur Jóhannesson látið lykilinn að dyrum utanríkis- ráðuneytisins í „öruggar hendur" Geirs Hallgrímssonar er sá síðar- nefndi sagði í blaðaviðtali „að sjálf- sagt væri að hefja framkvæmdir við flugstöð hið fyrsta, enda lánsheim- ild til og framlag af hálfu Banda- ríkjamanna sem nægði fyrir byrj- unarframk væmdum. “ Ólafur Jóhannesson hafði haldið þræðinum óslitnum frá ríkisstjórn Geirs Hallgrímsonar í þessu máli, og dundað við að minnka risaflug- stöðina á pappírunum í utanríkis- ráðherratíð sinni. Þegar 20 mill- jóna dollaraframlag Bandaríkjaþ- ings féll á tíma betlaði hann fram- lengingu á því og hefur upp á síðkastið verið að kalsa það við Bandaríkjastjórn að framlagið fengist greitt strax að fullu, þannig að fyrsti áfangi flugstöðvar í „tvennum tílgangi“, hernaðar- legum og til flugumferðar, yrði ein- göngu byggður fyrir bandarískt mútufé. Omurlegt, en satt. Flotahöfn í Helguvík „2. Hafnar verða framkvæmdir í Helguvík fyrir herskipa- og olíuhöfn bandaríska hersins.“ Það liggur þegar fyrir að Geir Hallgrímsson mun setja þessa áætl- un af stað hið bráðasta. Mál sem upphaflega spratt af mengunar- hættu frá olíugeymum við byggðina í Keflavík og Njarðvík hefur verið notað til þess að gefa bandaríska sjóhernum langþráð tækifæri til þess að ná tangarhaldi á hafnaraðstöðu á íslandi. Upphaf- lega átti að fjórfalda eldsneytisrými í hinni nýju olíubirgðastöð í Helgu- vík, en Ólafur Jóhannesson brá á blekkingarleik rétt einn ganginn og Fyrir ári setti Svavar Gestsson upp 8 dœmi um hvað gerast myndi ef Framsóknarflokkur og Sjálfstœðis- flokkur mynduðu ríkisstjórn. Tíminn kallaði þau „ömurlegu, og „út í loftið“ að Framsóknarflokkurinn myndi fallast á nokkuð slíkt. Annað hefur komið á daginn strax í fyrstu viku ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. þóttist ætla að setja hernum ein- hverjar skorður. f raun var aðferð hans eingöngu í því fólgin að leyfa fyrstu áfangana í sjö þrepa fram- kvæmdaáætlun, þannig að nær ör- uggt má telja að með fulltingi Geirs Hallgrímssonar fái bandaríski her- inn aðstöðu til að stórauka birgða- rými sitt fyrir eldsneyti í því skyni að búa í haginn fyrir stóraukin flot- aumsvif í Norður-Atlantshafi og tryggja þjónustu við eldsneytis- flugvélar, sem leitað hefur verið eftir að fái athafnarúm á Keflavík- urflugvelli. Ólafur Jóhannesson dró það einnig að ákveða hvernig hafnaraðstöðu olíubirgðastöðvar hersins í Helguvík ætti að vera hátt- að. Hann hefur viljað fela það í „öruggar hendur“ Geirs Hall- grímssonar að fullkomna ætlunarv- erkið að bandaríski sjóherinn á ís- landi fái vísi að flotahöfn. f viðtali við Morgunblaðið 27. maí segir Geir Hallgrímsson: „Varðandi þau ágreiningsefni sem urðu fráfarandi ríkisstjórn að fótakefli, ýmist vegna opinbers neitunarvalds Alþýðubandalagsins hvað snertir byggingu flugstöðvar í Keflavík eða hvað varðar neitun- arvald samkvæmt leynisamningi um aðrar nauðsynlegar fram- kvæmdir vegna öryggis landsins, er Ijóst að ekkert slíkt neitunarvald er lengur fyrir hendi. Framkvæmdir á varnarsvæðinu verða hér eftir leyfðar í samræmi við öryggiskröf- ur íslendinga, en einnig með tilliti til sameiginlegra hagsmuna vest- rænna þjóða til verndar friði í okk- ar heimshluta. í samræmi við þessi sjónarmið er ljóst að framkvæmdir við flugstöð og olíugeyma í Helgu- vík, sem einkum eru þó mengunar- varnir, verða ekki tafðar lengui.“ Það er ömurlegt að Framsókn- arflokkurinn, sem enn þykist hafa brottför hersins á stefnuskrá sinni, skuli vera orðinn svo samstiga Sjálfstæðisflokknum að Geir Hall- grímsson telji sig þess umkominn að boða það að allar óskir NATO og Bandaríkjastjórnar um hern- aðaraðstöðu verði uppfylltar á næstu árum. Orkuútsölur „3. Gerðir verða samningar við erlend fyrirtæki um orkusölu á sama hátt og um er að ræða í Straumsvík.“ Um þetta liggur fyrir skýlaus yf- irlýsing Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra. Hann segir við Morgunblaðið 27. maí: „Við þurfum að finna nýja kaupendur að orkunni okkar, og þá sem vilja hætta fjármagni sínu í stóriðjuna. Okkar olíulindir flestar renna ennþá óbeis)aðar.“ - „Við eigum að eiga sem minnst“ (í stór- iðjunni) segir ráðherrann nýbak- aði. Og þrátt fyrir digurbarkaleg ummæii um stórhækkun raforku- verðs í samningum við fulltrúa Alusuisse, eru þeir síðarnefndu svo vissir um undanlátssemi álstjórnar- innar, sem þeir hafa beðið í þrjú ár, að Alusuisse knýr nú sjálft á um viðræður. Enda hefur auðhringur- inn fulla ástæðu til þess miðað við yfirlýsingar Geirs Hallgrímssonar fyrir kosningar þar sem hann krafðist þess að Svisslendingarnir fengju stækkun álversins í forgjöf áður en gengið væri til samninga um orkuverðið. Það má taka undir það með Þór- arini Þórarinssyni að þetta dæmi er ömurlegt, en svo sannarlega var ekki við öðru að búast. Fordœmalaus valdbeiting „4. Vísitölubætur á laun verða bannaðar.“ Um þetta ömurlega dæmi þarf ekki að hafa mörg orð. Vísitölu- bætur á laun hafa þegar verið bann- aðar í 2 ár, og samningsréttur launafólks afnuminn fram á næsta ár. 7. þing Rafiðnaðarsambands ís- lands hefur sett aðgerðir stjórnar- innar í kaupgjaldsmálum í rétt samhengi. í ályktun þingsins segir: „Þessar aðgerðir, sem eru stór- felldasta árás á frjálsan samnings- rétt er hér á landi hefur verið gripið til, munu valda gífurlegri kjarask- erðingu hjá öllum þorra launaþega á næstu misserum. Þessi gerræðisfulla aðgerð á sér ekki fordæmi hér á landi í sögu lýðveldisins og hefur engin ríkis- stjórn leyft sér að svipta alla launþega landsins samningsrétti á einu bretti. Jafnvel hin illræmdu gerðardómslög 1942 jafnast eklci á við þessa valdbeitingu." Gróðaöflunum hleypt að „5. Félagsleg þjónusta verður af- hent einkaaðilum í rfkum mæli - einnig heilbrigðisþjónustan.“ Heilbrigðisráðherra hefur þegar boðað að erfitt verði að koma fyrir nýjum útgjaldaliðum og hann muni draga „sem minnst úr þjónust- unni“. Fjármálaráðherrann hefur hinsvegar látið að því liggja í út- varpsviðtali að niðurskurður í heilbrigðismálum komi vel til greina og afhending á arðbærum hlutum félagsmálakerfisins til einkaaðila. Og Morgunblaðið ýtir á eftir í Reykjavíkurbréfi 29. maí með þessum orðum: „Sjálfstæðismenn munu einnig vænta þess, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir samdrætti í opinberum umsvifum og lækkun á sköttumog tollum. Margir bíða með eftirvæn- tingu aðgerða hins nýja fjármálar- áðherra á þessum sviðum.“ Enn er of snemmt að hver að spá framvindan verður í þessu dæmi, en þegar farið verður að svala eftir- væntingu Sjálfstæðismanna gæti ömurleikinn sest að í hugum stuðningsmanna Framsóknar- flokksins, sem streytast við að skoða flokk sinn sem brjóstvörn félagshyggjunnar. Félagsleg þjónusta skorin niður „6. Félagsleg þjónusta að öðru leyti verður skorin niður - námsgangastofnun og aðrar þjónustustofnanir verða lagðar niður.“ Á þessu sviði hefur íhaldsstjórn- in ekki opinberað fyrirætlanir sín- ar nema í tveggja sentimetra kafla um félagsmál - heilbrigðismái - trygginga- og menntamál í stjórn- arsáttmála. Þar hefur nýi félags- málaráðherrann ekki mörg hald- reipin, og nýi menntamálaráðher- rann hefur ekki margt sagt. Af- staða hennar á Alþingi í mennta- og menningarmálum er hins vegar órækt vitni um að þar fer stækasta íhald. Loks má minna á að Matthí- as Bjarnason heilbrigðisráðherra lét það verða eitt af sínum fyrstu embættisverkum að afnema reg- lugerð um 20% endurgreiðslu á al- mennum tannviðgerðum. Ljóst er að stjórnarsáttmála og yfirlýsing- um ráðhérra að ekki er ætlunin að halda í horfinu í félagslegri þjón- ustu heldur verður um stöðnun og afturför að ræða. Einar Karl_________________ Haraldsson skrifar Atvinnuleysi yfirvofandi „7. Atvinnuleysi verður notað til þess að halda verkalýðs- hreyflngunni niðri - samanber kenningar um hæfllegt atvinn- uleysi.“ Ekki má mikið út af bregða til þess að hér komi til atvinnuleysis í stórum stíl. Minna má á þau varn- aðarorð Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ að stórfelld kaupmátt- arskerðing muni hafa þau áhrif að eftirspurn innanlands detti niður og framkalli atvinnuleysi. Miðað við áform stjórnarinnar um að skerða kaupmáttinn um 25 til 30% á árinu virðist vera stefnt að því að keyra atvinnustigið niður. Hvar stöðvast stjórnin á þeirri ömurlegu braut? Lokun til vinstri „8. Róttækum rithöfundum og listamönnum verður refsað með margvíslegum hætti eins og gert var á viðreisnar- og kaldastríðsárunum.“ Þetta dæmi mun því miður sann- ast ef ríkisstjóminni tekst að festa sig í sessi, eða við hverju búast menn með Ragnhildi Helgadóttur á stóli menntamálaráðherra? Fors- mekkur af því sem koma skal hefur fengist í útvarpsráði í vetur þar sem íhaldsbandalag þriggja flokka hef- ur í ráðninga- og ritskoðunarmál- um gengið afar langt í þessa átt. Sigurður A. Magnússon rithöfund- ur fjallar um þetta hræðslubanda- lag meðaljóna í Helgarpóstinum og segir m.a. „Morgunblaðið og sex banding- jar þess í útvarpsráði leika hér hlut- verk nátttrölla og virðast trúa því í tröllslegri fákænsku að hægt verði tU langframa að aftra því að opin-< skáar umræður um örlagaspurn- ingar, sem fram fara hindrunar- laust í nágrannalöndunum, berist innfyrir íslenska menningarhelgi. Þessi sovéska ritskoðunarárátta, sem lengi hefur verið landlæg með- al hægri aflanna, verður þeim mun aumkunarverðari sem aldrei er fjallað um málsatriði né. bornar fram haldbærar röksemdir gegn hreinskilnum skoðanaskiptum, heldur einungis hrópað í rökþrota þrákelkni á síaukna ritskoðun og höft tjáningarfrelsis.“ Ömurlegt dæmi, en þau eiga því miður eftir að verða fleiri. Hreint ekki „út í loftið“ „... það er hreintlega út í loftið að ætla Framsóknarflokki og Alþ- ýðuflokki að fallast á ýmis þau at- riði, sem hér eru nefnd. Sum þeirra hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki hcldur á stefnuskrá sinni“, segir Þórarinn Þórarinsson í grein sinni sem skrifuð er fyrir réttu ári. Það má vel vera að spásögn Svavars Gestssonar í Tímariti Máls og menningar hafi fyrir ári þótt bera einkenni sleggjudóma. í ljósi. fyrstu stjórnarvikunnar virðist sem hann hafi síður en svo farið offari. Það sem ekki hefur þegar komið fram sýnist vera yfirvofandi. Það er heldur ekki stefna Fram- sóknarflokksins eða Sjálfstæðis- flokksins sem skiptir máli þegar þessir tveir flokkar leggja saman sínar verstu eigindir. Sjálfstæðis- flokkurinn sigldi undir merkjum frjálsræðis og frjálslyndis í kons- ingabaráttunni, en byrjar stjórn- arferil sinn með Framsóknarflok- knum á því að binda og njörva alt niður með valdboði. Framsóknarf- lokkurinn fékk sína „sterku stjóm“, en lét öll lykilembætti í hendur Sjálfstæðisflokknum og un- ir sér í hlutverki fundarstjóra við ríkisstjórnarborðið. Það sem skiptir máli er að gegnum þá ríkis- stjórn sem nú hefur sest að völdum munu landsmenn fá að finna fyrir stundarhagsmunum Verslunar- ráðsins, Vinnuveitendasambands- ins og íhaldsaflanna hjá Samband- inu. Þeim fylgirsíðan hugmyndafr- æði sem bitna mun af fullum þunga á menningar- og listalífi í landinu næstu árin. _ pkh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.