Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 15
Helgin 4. - 5. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Frí og frjáls á Mallorka gróðurmoldin var honum heilög, þar gat hann áorkað ótrúlegustu hlutum svo til afreks má telja. Þarna bjuggu þau í fimm ár, góðu búi. En þó Margrét væri góð bú- kona þá blundaði aíltaf í vitund hennar listhneigðin og með anna- sömum búverkum gat hún ekki fengið þá útrás fyrir handmennt sína sem hún þráði. Þau hættu því sveitabúskap og fluttu að Selfossi. Þá fyrst var Mar- grét í essinu sínu, hún vann alla daga að saumaskap og með því móti gat hún borgað allt sem þurfti til heimilishaldsins en Guðbjöm sem vann við húsbyggingar og múrverk á daginn, vann við að koma upp sínu eigin húsi á kvöldin og um helgar. Þannig tókst þeim með sameiginlegu átaki að byggja sér stórt og myndarlegt hús er þau nefndu Ásheima, þar ríkti glaðværð eins og ávallt hefur fylgt Margréti. Guðbjörn hafði góða söngrödd og þegar gesti bar að garði var glatt á hjalla og það komu oft gestir því þeim var báðum gest- risni í blóð borin en umfram allt voru þau góðar og hjálpsamar manneskjur. Á meðan þau bjuggu í Jórvík var hjá þeim stúlka er eignaðist barn, þegar barmo var orðið 3ja mánaða og stúlkan ætlaði að fara, gat Margrét ekki hugsað sér að hún færi með barnið milli vista, svo hún tók barnið og þau ólu það upp sem sitt eigið bam til full- orðinsára. Það er Ragna Páls- dóttir. Eftir að þau fluttu í Ásheima á Selfossi, andaðist í þorpinu móðir frá 4um börnum, Margrét gat ekki staðið aðgerðarlaus hjá, hún bauðst til að taka eina 9 ára gamla telpu heim með sér. „Ég gat ekki annað“, sagði hún síðar. Telpuna ólu þau upp. Það er Guðrún Guð- mundsdóttir. Báðar eru þær giftar og hafa átt mörg börn og Margrét hefur verið þeim eins og sönn amma. Sjálf eignaðist hún tvö börn: Margréti Sigrúnu f. 28.12.1921, hún var gift Karli Þor- steinssyni frá Bakkafirði, þau eign- uðust 4ar dætur, hann lést skyndi- lega 1981. Barnabörn þeirra eru 12. Margrét eignaðist annað barn sitt eftir 17 ára hjónaband, 30.6. 1937. Hamingja þeirra var mikil er þau litu litla soninn, hann var látinn bera nafn afa síns Sigurjóns. Kona hans er Gunnlaug Jónsdótt- ir. Þau eiga 3 börn. Enn átti eftir að verða mikil breyting í lífi þeirra hjóna, Guð- birni bauðst vinna við viðhald hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Föst vinna í augum aldamótakyn- slóðarinnar veitti heimilinu örugga afkomu. Þau slógu því til og kvöddu Ásheima og Selfossbúa með söknuði og settust að í Safa- mýri 93. Eftir það var Safamýri 93 ævinlega viðkomustaður Selfoss- búa er vildu veita og þiggja, því aldrei gat Margrét þegið án þess að gjalda vinargjöf og vinirnir voru margir, óendanlega margir og allt- af gladdist hún jafn innilega við hverja heimsókn. í Safamýri 93 hófst nýtt tíma- skeið í lífi Margrétar, þá sneri hún sér alfarið að þjóðbúningasaum, hún saumaði ailar gerðir, frá upp- hlutsettum og skúfhúfum upp í möttla og skautbúninga. Eftir- spurnin var mikil, hún fékk ótal upphringingar utan úr hinum stóra heimi, svo sem Ameríku og Evr- ópu, þá var hún beðin um að kaupa í búningana og sauma eftir máli, sem að henni var gefið upp í símann, allt fór þetta vel og allir voru harðánægðir, hún gat hvergi nærri liðsinnt öllum og var ósátt við að þurfa að segja nei, en hún gat ekki annað. Vinnutími hennar var oft frá kl. 7 að morgni til kl. 23 að kvöldi, og færi hún í heimsókn var hún vís að hafa með sér verkefni, svo tímanum væri ekki eytt til einskis. Fáir dagar á ári voru of heilagir fyrir vinnu, og henni leiddist slíkir dagar. Hún naut þess að eiga góðan mann sem hjálpaði henni við allt sem í hans valdi stóð. Hann setti allar merkingar á stak- kpeysu stakkana fyrir saum, hann sneið öll skinn á möttlana, hann ryksugaði hvern tvinnaspotta af gólfinu, svo það var eins og spegill. Það er áreiðanlega sú besta hjálp sem nokkur saumakona fær. Bæði unnu þau af kappi að tekjuöflun nokkuð fram yfir áttrætt. Það fé var ekki lagt á vöxtu í banka, nei, nei. Það fór til að gleðja aðra, bæði innan fjölskyldunnar og ekki síður utan, því margur var vinurinn. Um árabil var námsfólk til húsa hjá þeim á vetrum, það fólk á áreiðan- lega ljúfar minningar frá þeim tíma. Þau hafa sjálf reist sér þann bautastein, sem mölur og ryð fær ekki grandað. Þeirra beggja verður ævinlega getið í einu af kunnugum, fyrir rausn þeirra og sanna vináttu. Margrétar mun lengi verða getið sem einnar mikilhæfustu þjóðbún- inga-saumakonu á liðnum ára- tugum. Sjálf er ég innilega þakklát að hafa átt kost á því að þekkja svo mikið mannkostafólk. Guðbjörn andaðist 20.11.1981 eftir þunga legu á Landskotsspítala og Margrét Ingibjörg kvaddi þennan heim hálfu öðru ári seinna úr sama sjúk- dómi, eða 24.5.1983 eftir 2ja mán- aða legu á Landspítalanum. Hún verður jarðsett frá Selfosskirkju 4.6.1983. Blessuð sé minning mætrar konu. Hulda Pétursdóttir, Útkoti. Serstakur 30% afsláttur fyrir börnin. Mallorka þar sem mannlífið er fjörugast og fjölbreytast 3. vikna ferð með SÖGU 15.júní fyrir ungt fólk á öllum aldri, sem vill njóta lífsins í sól og sumaryl við leik, glaðvœrð og afslöppun. Glcesilegir gististaðir-íbúðir og lúxusvillur- í SANTA PONSA og PUERTO DE ANDRAITX FERÐASKRIFSTOFAN Verið velkominn á skrif- stofu okkar og sjáið alla aðstöðu af myndbandi. íslenska járnblendifélagið hf. óskar aö ráöa Vélaverkf ræði ng/ tæknifræðing til starfa í viðhaldsdeild félagsins. Starfið er fólgið í umsjón með rekstri véla- og fartækjaverkstæða, auk ýmissa tilfallandi verkefna við þróun og hönnun búnaðar á tæknisviði. Allar nánari upplýsingar gefur Guðlaugur Hjörleifsson, verkfræðingur í síma 93-3944. Umsóknarfrestur er til 25. júní n.k. og æskilegt að sá sem ráðinn verður geti hafið störf fyrir 1. september n.k. Grundartanga, 3. júní 1983. V LAUGAVEGI 66 SÍMI 28633

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.