Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. - 5. júní 1983. Helgin 4. - 5. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Maríuþjónustan að störfum Þegar orðið fátækt er notað til að lýsa dönskum aðstæðum skjótast í hugann tvær spurn- ingar. Hvað er fátækt? Og hverj- ir eru það sem við, í danska velmegunarsamfélaginu, getum kallað fátæka? Mörg- um virðist f jarstæða að tala um danska fátækt. Danmörk er eitt af ríkustu samfélögum veraldar, með háþróaðafé- lagsmálalöggjöf og trygginga- kerfi sem ekki á marga jafn- ingja. Enginn getur neitað að miðað við lönd eins og Indland, Filippseyjar, Mexíkó eða Ghana, er fátæktin í Danmörku nánast bara orð. En siíkur samanburður er vill- andi, því hann segir ekkert til urn hvort í Danmörku séu hópar fólks sem eiga við vandamál að stríða sakir fátæktar. Það eru nefnilega þeir sem hafa „gleymst" verið ýtt til hliðar eða á annan hátt orðið útundan, sem líöa mest fyrir að þeim verðmætum sem samfélagið skapar og aflar er misskipt. Fátækt er afstætt hugtak og það er rangt að leggja að jöfnu samanburð á fjölþjóða og innlendan mælikvarða. Samkvæmt rannsóknum Efnahagsbandalags Evrópu eru 334.000 fátækrafjölskyldur í Danmörku, þ.e.a.s. samkvæmt þeirri hagfræðilegu skýr- greiningu að um sé að ræða fátækt þegar viðkomandi hefur tekjur sem eru undir helmingnum af meðaltekjum samfélagsins. Samkvæmt hagskýrslum f. árið 1980 voru þá meðal-árstekjur í Danmörku, áður en skattur var frádeginn, 57.433. Hverjir eru þessir fátæklingar sem standa á bak við þessar nöturlegu tölur? Það eru fyrst og fremst þeir sem ýtt hefur verið út af vinnumarkaðnum og vísað á opinbera fá- tækrahjálp, - vísað á molana, - öryrkjar, ellilífeyrisþegar, húsnæðisleysingjar, eiturlyfjaneytendur osfrv. En það eru miklu fleiri en þessir, því samkvæmt nefnd- um tölum EBE, er um að ræða meir en 10% fullorðinna. Hvar leynast hinir sem aldrei koma fram með sína fátækt? Ef til vill liggur svarið við spurningunni; hvers vegna svo margir eiga erfitt með að sætta sig við danskt fátækravandamál, í að okkur hefur verið innrætt að slík vandamál séu njörfuð þróunarlöndunum. A sama augnabliki og fátækt kemur í hugann eru hugrenningatengslin skýr, - lítil börn með stóra kúlu á maganum og stór augu, hung- ursneyð og sultardauði. Vissulega er á- standið ekki svö slæmt að fólk falli niður á strætum úr megurð og hörgli. Og þó var nýlega bent á í vikuriti danskra lækna, að tala þeirra sem koina á sjúkrahús með beinlínis sultareinkenni, fer hækkandi. En þetta á aðeins við um hlutfallslega örfáar undantekningar. Þó erfitt sé að koma auga á bein líkamleg áhrif danskrar fátæktar, þýðir það að sjálf- sögðu ekki, að engin fátækravandamál séu til. Sultarbálkur í Danmörku eru yfir 300.000 atvinnu- lausir og þar af eru yfir 100.000 ungt fólk (undir 25 ára), ungt fólk sem upp til hópa hefur komið beint úr skóla og í atvinnu- leysið. Það fólk sem ekki hefur haft atvinnu og ekki hefur aðra skólagöngu að baki en grunnskólann fær að sjálfsögðu ekki atvinnuleysisbætur sem eru 90% af því kaupi sem viðkomandi hafði síðast er hann hafði atvinnu. Það ber einnig að hafa í huga að stór hluti þessara ungmenna kemur frá efnalitlum héimilum og fæstir búa í foreldrahúsum. Ungir atvinnulausir þiggja fátækrahjálp samkvæmt „Sultarbálki" (sultecirkulæret) 1700 kr. á mánuði. Hinn bitri raunveruleiki Lise er 19 ára dóttir verkamanns. Hún er atvinnulaus og leigir herbergi úti í bæ. Hennar dæmi er svona: Húsaleiga......................403 kr. Brenni (steinolía).............750 - Tryggingar.................... 100 - Sími...........................125 - Ljósoggas......................120 - Meðöl..........................100 - Samtals...................... 1598 kr. Afgangurímat...................102 kr. Samkvæmt útreikningum dönsku þjóð- hagsstofnunnar er lágmarks framfærslu- eyrir einstaklings 825 kr. (bara í mat). Og samkvæmt útreikningum Efnahagsbanda- lags Evrópu eru fátækramörkin miðuð við 2900 kr. á mánuði. Það vantar því mikið upp á að sultarbálkurinn, sem gerður var lýðum kunnur í júlí 1982 af þáverandi félagsmálaráðherra, sósíaldemókratanum Bent R. Andersen, nái að uppfylla frum- þarfir þeirra er minnst mega sín. 1500-3000 kr. daglega. Fyrir eiturlyfja- neytandann kemur eitrið númer eitt, tvö og þrjú; allt annað kemur á eftir. Til að útvega pening fyrir hinunt daglega skammti standa þrjár höfuðleiðir til boða: 1. að stela. 2. að selja sig. 3. að selja öðrum eitur. - Með áframhaldandi stefnu stjórnvalda á þetta eftir að aukast og versna, segir Bjarne Lenau Henriksen prestur og starfs- maður Maríuþjónustunnar. Óbeint er ungt fólk rekið út í eiturlyfjaneyslu, vændi, þunglyndi og vonleysi. Og okkar hlutverk er að hjálpa eins og kostur er. Maríuþjónustan var stofnuð 1974 m.a. fyrir tilstuðlan „Ur.ihverfisverndarráðs Vesturbrúar" (Vesturbros miljöværn). Nú er Maríuþjónustan eins konar angi út úr þjóðkirkjunni en allt starf er algjörlega fjár- magnað með frjálsum framlögum s.s. happadráttum, hljómleikum og með því að fara í hús og „sníkja". Samtökin hafa starf- andi prest, sem er í hálfsdagsvinnu, félags- ráðgjafa, sem einnig er í hálfsdagsvinnu og ritara í fullu starfi. Allt annað starf er frjálst, nema einstök tilfelli ungra manna sem neitað hafa að gegna herþjónustu, þeir fá stundum að vinna hjá hjálparsamtökum. Samtökin reka nokkrar „Vermistofur" í Kaupinhöfn, og þangð kemur fólk á kvöld- in til að fá yl, félagsskap og súpudisk. - Þeim mun meir sem neyðin eykst þá eykst og hjálparþörfin. Hið danska velmeg- unarsamfélag hefur, um langt skeið, ein- kennst af að sú hjálp hefur að meira eða ntinna leyti verið ríkisrekin. Sjálfsögð mannréttindi en ekki ölmusa. Nú eru breyttir tímar, kreppa og hægristjórn og Maríuþjónustan eru samtök sem stjórnvöld vilja fá aukið hlutverk. Það er óþarfi að hafa um hönd ríkisrekna hjálparstarfsemi þegar hægt er að koma við einkarekstri. Ekki vegna þess að ráðamenn meti störf okkar, heldur vegna þess að það á að spara. Aðgerðir stjórnvalda eru beinlínis mann- fjandsamlegar. í þá á að sparka sem þegar liggja í ræsinu. í stað þess að áður höfðu fátækir rétt til að fá opinbera hjálp neyðast þeir nú til að biðja um ölmusu. Ef finna á dæmi um viðlíka mannfyrirlitningu og gjör- samlegt virðingarleysi gagnvart hinum bág- stöddustu í samfélaginu, þurfum við að fara aftur til kreppuára fjórða áratugarins. Það er í anda fagnaðarboðskaparins að standa við hlið hinna veikustu ogsem kirkja megum við ekki láta stinga okkur svefn- þorni hins borgaralega samfélags. Við eigum alla tíð að vera þar sem bardaginn er harðastur í hinni félagslegu baráttu, og um- fram allt að muna hvorum megin við eigum að standa. Eins og Jesús eigum við að Bakgarður í dönsku fátækrarhverfi Þorleifur Friðriksson skrifar frá Kaupmannahöfn: Þeir sem þiggja fátækrahjálp eru hin risa- stóra ruslatunna samfélagsins sem atvinnu- rekendur geta tínt í eftir þörfum og bent verkafólki á með varúðarblik í augunum ef upp koma raddir um kauphækkun. Viðbrögð stórs hóps ungmenna hafa ver- ið skipulagðar búða- og veitingahúsaferðir, aðgerð sem er kölluð „Tökum sjálf". - Margir kalla okkur þjófa, segir Lise, - og segja að við sköðurn eigin málstað. En við gerum það ekki að gamni okkar, heldur til að fá eitthvað að borða. Það er eins og alvaran hafi ennþá ekki náð upp í „fatt- arann“á herra Jensen eða frú Pedersen. Fólk sem hefur nóg heldur að enginn svelti í Danmörku. Það er lýgi, - við sveltum. En við gerum það ekki án mótspyrnu. Þess vegna stelum við. Þegar haft er í huga að samkvæmt öllum opinberum tölum þá lifir sá hópur ungmenna sem þiggur bónbjargir samkvæmt sultarbálki, langt undir „sult- armörkunum" (á evrópskan mælikvarða), þá vaknar sú spurning hver fremur glæpinn? Rætt við Bjarne Lenau Henriksen Dag frá degi stækkar hópur atvinnu- lausra. Eiturlyfjaneysla og vændi eykst. Það virðist þverstæða að neysla eiturefna eins og heróírts skuli aukast um leið og fólk hefur æ minni auraráð, sérdeilis þegar haft er í huga að neytandinn verður að útvega standa við hlið hinna útskúfuðu, hinna kúg- uðu og hinna fordæmdu. Myndir úr lífinu Húsin rísa úr svartri mölinni, múr- steinsrauð ogsótgrá, ufsirnar ber við himin. Þegar sólin er hæst á lofti, ná geislarnir að skína á illa klædd börn sem leika sér í vor- nepjunni í bakgörðum og þröngum hliðar- götum. Strákur kemur hlaupandi eftir gangstétt- inni, úfið hárið flaksast í golunniog skítugt andlitið lýsir af glaðbeittri stríðni. Honum skrikar fótur í hundaskít og situr skælandi á gangstéttinni þegar stúlka, í grænum kupli og of stórum skóm, nær honum. Leikurinn er búinn. Tinnusvört augu stráksins lýsa ekki lengur af stríðni. Hann er ekki lengur glaður riddari á flótta undan ofureflinu og hrafnsvart hárið feykist ekki lengur fyrir golunni. Hann situr í uppgjöf hins sigraða, lítill strákur með hárklepra fram á enni, snerkjur í andlitinu og táraflóðið myndar hreina tauma á kinnunum. Stúlkan stumrar yfir litla manninum af móðurlegri ástúð og skefurskítirm af buxum hans með plastloki. Úr bakgarði handan götunnar berast hlátrasköll. Þar er eitthvað spennandi um að vera. Hinn sigraði er ekki lengur hinn sigraði og sigurvegarinn ekki lengur sigur- vegari, það ergleymt. Þau hlaupabæði inn í portið til móts við hláturinn og gleðina. í „þykjustu-heimi“ barna skiptast skjótt veður í lofti, og þó er hann eftirlíking undirskriftin Fjandinn. Þetta vakti kátínu. Nasistar svöruðu með því að aka í bryn- vörðum vögnum um göturnar og með skot- hríð reyna að dreifa múgnum, en allt kom fyrir ekki. Þjóðverjar reyndu einnig að beita fyrir sigdönsku lögreglunni,- notuðu hana sem varðhunda og hún gegndi því hlutverki með prýði. / Feitinni í dag er fátt sem minnir á baráttuna í Vesturbrú fyrir tæpum fjörutíu árum. Þar sem þá voru götuvígi og bálkestir eru nú klámbúðir, deyjandi heróínþrælar og port- konur með hálflukt og fljótandi augu. Sumt af þessu fólki kemur daglega í Feitina. Hún er fastur punktur í tilverunni, - lítil glæta. En þangað koma ekki aðeins drykkjufólk, eiturþrælar og portkonur (sem oft er sant- samað í einni persónu). Þangað kemur einnig ungt fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á „kreppulausn" stjórnvalda, - hinum illræmda „sultarbálki". Hansen er skáld, en ennþá hefur hann ekkert skrifað, - hann mælir göturnar og safnar „inspírasjónum". Bráöum sest liann niður og skrifar mikla bók og fagra og verð- ur frægur. Og augu hans lýsa af tilhlökkun. - Nafn mitt þýðir mannsins son, eða son- ur fólksins, segir Alex Nielsen. - Ég er ferðatöskuanarkisti. Eins og formaður Maó benti á er leið valdsins gegnum byssu- hlaupin, enda sætu valdhafarnir ekki trygg- ir á sínum feitu rössum ef ekki þeir nytu hers og lögreglu. - Ef þú ekur með lestinni frá Helsingja- eyri til Kaupinhafnar þá geturðu horft á stéttaandstæðurnar út um gluggann. Stór einbýlishús með margra hektara skrúðgörðum allt um kring. Svo ekurðu áfram. áfram og áfram, - og allt í einu ek- urðu inn í múrsteinsgettóið. Gömul kona með boginnhrygg og börn sem leika sér í forinni, það sem bíður þeirra er að verða eins og gamla konan, með boginn hrygg og sjá ekki til sólar. - Þó ég geri rnér Ijóst að engar breytingar verði án samtaka skipulegs starfs til dæmis í pólitískum flokkum, þá er mér jafn ljóst að skipulegt starf og samtök krefja valds, - og hugsjón mín hafnar öllu valdi. Þess vegna er ég ferðatöskustjórnleysingi og læt mig dreyma. - Svo mælti mannsins son. Britta er fastagestur. Ilún er tuttugu og tveggja ára einstæð móðir og húsnæðislaus. Á daginn er hún á rölti með barnið sitt í vagni. Á kvöldin fer hún með barnið til vinkonu sinnar sem hýsir það yfir nóttina, sjálf verður hún að sofa hjá annarri vinkonu sem hefur til umráða einsherbergis kytru með eldunaraðstöðu og kamri í bak- garðinum. „alvöru-heims" hinna fullorðnu. Barnið sigrast eða er sigrað, hlær eða grætur, en hvort sem það er í sigurvímu, niðurlægingu eða hversdagsleikanum rnitt á milli, þá er alvaran leikur og leikurinn alvara, - sam- þætt heild, einn raunveruleiki. En sjaldan verður alvaran þó svo grá að ekki megi hugga sig við að, „þegar ég verð stór, þá...“ Það er tekið að rökkva og brátt verða götuljósin tendruð. Miðaldra maður í gráum slitnum frakka og með skjalatösku stendur í rökkrinu og horfir niður um kjall- araglugga sem að innan er baðaður rauðu Ijósi. Hann horfir augnablik flóttalega í kring um sig áður en hann skýst niður tröppurnar til að kaupa sér „einn léttan". Þetta er alvöruheimur hinna fullorðnu, sem líka er fullur af ævintýrum, leyndarmálum og draumum. Og þó er þetta ekki annað en ranghverfa agnarlítils brots alvöru- heimsins. Við aðrar kjallaratröppur hefur myndast röð fólks sem bíður í þolinmæði að dyrnar verði opnaðar. Þau vita öll að þess er ekki langt að bíða, því þeir sem ekki eru fasta- gestir geta lesið á gulnuðu blaði, að Vermi- stofan verði opnuð klukkan hálfsjö. Vermistofan, eða „Feitin" eins og fasta- gestir kalla kjallaraholuna er í húsinu núnt- er 27 við Oehlenschlágergötu, kennd við Adam Oehlenschláger skáld (1779-1850) sem færði Dönuin rómantíkina. Ef röðin sem bíður eftir að v^rmistofan Gólfið getur verið jafngóður hvflustaður og hver annar - og hvers vegna að hafa áhyggj- ur þegar allir eru hamingjusamir og ganga ekki á rétt hvers annars? verði opnuð, hefði staðið þar á kreppuárum fjórða áratugarins og lýsingin væri sótt í gamlar minningar mætti ef til vill sjá mynd- ina í rómantískri og blárri firrð hins liðna. En röðin stendur þar í dag, á því herrans ári 1983, og bíður eftir að fá súpudisk, te og rúgbrauð með lauk. Þetta ranghverfubrot úr alvöruheimi hinna fullorðnu er ekkert rómantískt. Engum dettur í hug að hugga sig við að, „þegar ég verð stór, þá...“ Við erum stödd dýpst inni í myrkasta hluta Vesturbrúarhverfisins, görnlu verkamannahverfi í höfuðborg hins danska velmegunarsamfélags. Það voru einmitt íbúar þessa hverfis, sem sumarið 1944 hófu hina alþýðlegu fjölda- baráttu gegn þýska hernámsliðinu, baráttu sem átti eftir að breiðast eins og eldur í sinu til annarra hverfa, borga og bæja. í Isted- götu voru byggð götuvígi og fólk skellti skollaeyrunum við útgöngubanninu á kvöldin, en streymdi þangað allsstaðar að úr hinum þröngu hliðargötum. Fólkið söng, hrópaði slagorð, velti sporvögnum af teinunum og brenndi bálkesti á götunni, - baráttan var hafin. Á blaðsöluturn hafði verið skrifað: „Fjandinn hirði Hitler", slík- ar óskir sáust víða um borgina, - en undir hafði annar skrifað: „Ég vil hann ekki" og Skáldið: Mælir göturnar og safnar inspírasjónum. Þarnaerlíka „Þumallinn", „smákrimmi" sem neitar að láta taka mynd af sér. - Held- ur þú að börnin verði glöð að sjá að faðir þeirra þiggur bónbjargir?" hreytir hann út úr sér, um leið og hann slafrar í sig súpunni. - Vertu ekki svona stór uppá þig maður! Heldurðu að þú sért eitthvað nteiri en við hin, þó þú lifir eins og kóngur þegar þér gengur vel í „vinnunni"? hrópar ungur maður úr hinu horninu og hlær. - Þér er velkomið að mynda mig ég skammast mín ekkert fyrir að borða í „Feitinni". Ef ein- hverjir ættu að skammast sín eru það SIú- hter, vinir hans kapítalistarnir og allt djöf- uls samfélagið. Það er stöðugur straumur fólks. Nú er ekki lengur hægt að fásúpu,- hún er uppur- in. Enn er hægt aö fá te og rúgbrauð með lauk, hvorttveggja er ókeypis eins og súp- an, en það er og hægt að fá annað álegg, ost, kjötpulsu og egg en það kostar eina krónu, tuttugu og fimm aura á brauðsneið. Skyndilega fellur grafarþögn á mann- skapinn og flestir horfa til dyra. - Hann er lögga sem var að koma inn, - hvíslar borðfélagi minn að mér. Hann líktist hin- um, í slitnum fötum með kleprað hár og skeggbrodda á andlitinu. - Út! Út með þig skepnan þín! - kallar einn og aðrir taka undir. Farðu uppá Norðurbrú að lemja húsnæðisleysingja, fanturinn þinn! Óeinkennisklæddi lögreglumaðurinn lét sig hverfa aftur á bak út um dyrnar. Lögreglan gerir tíðar heimsóknir í Feitina og þrátt fyrir að Maríu-þjónustan hefur fengið loforð „órólegudeildar“ lög- reglunnar um að þeir haldi sig í fjarlægð. Viðbrögðin voru óvanalega einörð þetta kvöld, því vaninn er að þögn gestanna sé alger, meðan þeir einn eftir einn læðast út svo lítið beri á. Enginn er öruggur í návist „órólegu- deildarinnar“, og enginn veit hvers höf- uðleður þeir vilja flá. Og þótt þú sért sak- laus í hjarta þér skiptir það ekki svo miklu máli, því það er frekar spurning um vilja þeirra en sakleysi þitt. Kreppuviðbrögð Atvinnuleysið, fátæktin og vanmáttur- inn; hin heilaga þrenning þeirrar félagslegu eymdar sem bara eykst, lýsir úr andlits- dráttum allt of margra Feitisgesta. Margir hafa gefist endanlega upp, eru útskúfaðir, - jafnvel að sjálfs síns áliti vegna eigin getu- leysis. Atvinnuleysi og fátækt gerir fólk ekki aðeins hart og sljótt í senn, - heldur fyllir það jafnvel sjálfsfyrirlitningu, murkar úr því virðingu fyrir eigin sjálfi og annarra, og nærir hatur og fordóma. Maðurinn sem á besta aldri missir atvinn- una reynir, meðan einhver ögn er eftir af sjálfsvirðingu, að finna afsökun á eigin ör- lögum, - í versta falli reynir hann að gogga í þá sem sitjaá samapriki eða neðaren hann. Stundum líkist hann þýlyndum hundi sem veltir sér úr eigin eymd með því að „sleikja" skósóla valdsins. Stundum hatar hinn „lít- ilsmegandi" Jensen alla gestaverkamenn. Honum hefur verið kennt að þeir tímgist eins og rottur og taki ríflega af þeirri köku sem hann ætti annars að sitja einn að ásamt aldönskum jafningjum. Annars er danskt verkafólk, sem um margra ára skeið hefur naslað í kröfsin sín samtímis gestaverkafólki, ekki auðveld bráð kynþáttafordómanna. Fólk sem hefur búið í sama hverfi, unnið saman, talað saman og á börn sem leika sér saman, byrj- ar ekki, þrátt fyrir að hart sé í ári, að hata hvort annað. Fordómar nærast á vanþekkingu og ef til vill hræðslu. Fólk sem hvern dag óttast boðaföll kreppunnar og fólk sem lítil sam- skipti hefur haft við innflytjendur það gríp- ur hvert hálmstrá í þeirri von að bjarga eigin hag. Eins og nasisminn bæði nærðist af og nærði kynþáttafordóma mið-stéttarinnar þá er það aftur miðstéttin sem er fljótust að grípa hvert hálmstrá, - jafnvel kynþáttafor- dóma. Hinn aldni; sem verður fórnarlamb atvinnuleysins, sættir sig eftil vill betur við örlögin en hinn sem yngri er, - þetta er jú aldurinn. En það er sennilega hann sem fer hlutfallslga verst út úr kreppunni. Það er nefnilega erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, - og hann deyr fyrir aldur fram af aðgerðarleysi og leiða. Hinn ungi aftur á móti. annað hvort gefst upp, fellur í þunglyndi. - gefur upp alla von um eðlilega bjarta framtíð, og steypir sér út í sjálfstortímingu. Eða á hinn bóginn finnur styrk í félagsskap jafningja sem neita að gefast upp, neita að vera atvinnulaus, þó þau þigggi af sultarbálk. neita að leiki skran í hinni risastóru samfélagstunnu. Þetta er hinn ódrepandi æskulýður, fólkið sem á að virða fyrir þor, dug og sköpunarhæfni. Þetta er fólkið sem hin i jandi samfélags- öfl óttast, - fólkið sem tekur hús eignar- námi og berst fyrir draum num um mannlegt umhverfi, - fólkið sem fer um í hópum og „tekur sjálft", - fólkið sem fretar á gefin norm samfélagsins, fólkið sem vill lifa. Kaupinhöfn, apríl 1983 Þorleifur Friðriksson. Útiklósett fyrir fjögurra hæða blokk Mannins son kveikir sér í pípu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.