Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 5
Helgin 4. - 5. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 „Fjölskyldan í skóginum vörður í Skorradal og Sveinbjörn JJ Beinteinsson, .............. — mhg ræðir við Aðalstein Símonarson á Laufskálum og Þórunni Eiríksdóttur á Kaðalsstöðum um Skóg- rœktarfélag Borgarfjarðar Á aðalfundi Skógræktarfélags íslands, sem að því sinni var hald- inn í Egilsstaðakauptúni, var sam- þykkt ályktun um að gera fyrsta laugardag í júní ár hvert að sérstök- um samkomudegi skógræktarfé- laganna um allt land. í tilefni af því fór blaðamaður á fund þeirra Aðal- steins Símonarsonar, garðyrkju- bónda að Laufskálum í Borgarfirði og Þórunnar Eiríksdóttur á Kaðalsstöðum í Stafholtstungum og ræddi lítillega við þau um sögu og störf Skógræktarfélags Borgar- fjarðar, en þau eru bæði í stjórn þess. Fjörtíu og fimm ár brátt að baki Þau Aðalsteinn og Þórunn voru fyrst innt eftir aðdraganda og stofnun félagsins. - Upphafið að stofnun félagsins, sögðu þau, - má eiginlega rekja til þess að á sambandsþingi Ung- mennasambands Borgarfjarðar 1938 var samþykkt tillaga þess efn- is, að . ungmennafélögin á sam- bandssvæðinu athuguðu með hverjum hætti þau gætu helst orðið skógræktarhugsjóninni að liði. Kosin var þriggja menna nefnd til að undirbúa málið í samráði við þáverandi skógræktarstjóra, Há- kon Bjarnason. Nefndina skipuðu þeir Friðrik Þorvaldsson, Borgar- nesi, Daníel Kristjánsson, Hreða- vatni og Kjartan Sveinsson, Hvanneyri. Árangurinn af starfi nefndarinn- ar var sá, að 5. nóv. 1938 var boðað til almenns fundar í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum í þeim tilgangi að stofna skógræktarfélag og var það gert. Fundurinn var vel sóttur og yfir 50 manns gengu þegar í félagið. Meðal ræðumanna á fundinum var hin aldna kempa, Hallgrímur Ní- elsson, bóndi og hreppsstjóri á Grímsstöðum á Mýrum. Færði hann félaginu í morgungjöf 10 ha af skóglendi úr landi Grímsstaða. Félagið efldist brátt að meðlima- tölu og áður en langt um leið voru þeir orðnir yfir 300. Fyrsti formað- ur var Haukur Jörundsson, kenn- ari á Hvanneyri. Markmið og leiðir Markmið félagsins var að sjálf- sögðu að efla áhuga á skógrækt og vinna að viðgangi hennar í hér- aðinu. - Með hverjum hætti? - Meðai annars með því að ala upp trjáplöntur handa félags- mönnum til þess að gróðursetja í skrúðgörðum og heimilisreitum við býli eða í nágrenni þeirra. Þá hefur og verið lögð áhersla á friðun stærri svæða, þar sem gróðursettir yrðu nytjaskógar. Áhugi almenn- ings á skógrækt var takmarkaður og þekking á gróðursetningu og öðrum skógræktarstörfum í lág- marki. Því hefur, með góður ár- angri, verið að því unnið að glæða áhuga og auka þekkingu, að efna til kynningarfunda, og hafa skóla- rnir m.a. verið heimsóttir í því skyni. Hefur þannig ekki hvað síst verið leitast við að ná til barna og unglinga. Eru þau sveitaheimili á félagssvæðinu nú orðin fá þar sem ekki hafa verið gróðursettar trjá- plöntur. Þá ber og Skallagríms- garðurinn í Borgarnesi starfinu gott vitni en hann er með fegurstu trjágörðum á landinu, enda notið frábærrar umhirðu. Komið hefur verið upp gróðrarstöð, sem fyrst var á Hvanneyri en síðan flutt í Norðtunguskóg, þar sem byggður hefur verið íveruskúr. Efnt hefur verið til ferðalaga um landið í því skyni að kynnast því starfi, sem annarsstaðar hefur verið unnið á þessu sviði. Þá hefur að sjálfsögðu mikil vinna verið í það lögð, að girða skógarreiti félagsins og halda við girðingunum. Reitir félagsins - Og hversu margir eru þeir og hvar? - Þeir eru nú allmargir og -víða. Það er á Grímsstöðum og Urriðaá á Mýrum, Hólmavatnsgirðing í Stafholtstungum, á Snaga og Staf- holtsey í Andakflshreppi, Bjargi og Hamri í Borgarneshreppi, Leirár- girðing í Leirár- og Melasveit, Fannahlíðargirðing í Skilmanna- hreppi. Á Hvítárbakka er minning- arlundur um Guðmund Jónsson bónda þar en hann var alla stund einn ötulasti forvígismaður Skóg- ræktarfélagsins og svo Svigna- skarðslundurinn, sem síðar var skírður Daníelslundur. Auk þess er svo Norðtunguskógur, þar sem Kaupfélag Borgfirðinga hefur gróðursett í allt að 100 ha og síðan smágirðingar her og þar, sem að nokkru eru í einkaeign. Mikilsverður stuðningur Borgarneshreppur hefur stutt drengilega við bakið á skógræktar- mönnum með því að kosta vinnu unglinga við skógræktina þar. Bún- aðarsambandið hefur og styrkt okkur verulega með því að gefa vélavinnu við reitina. Þessum aðil- um öllum færum við okkar fyllstu þakkir. Við höfum fengið flugvél til þess að bera á reitina. Hefur það gefist mjög vel og mun framhald verða á því. En reynslan hefur sýnt, að reitunum hefur ekki allsstaðar ver- ið valið nógu gott land og er þar þekkingarleysinu um að kenna. En nú erum við þeirri reynslu ríkari. Reiturinn á Svignaskarði er okk- ar besti reitur. Og svo heppilega vill til, að hann er við þjóðveginn Aðalsteinn Símonarson, Sigurbjörg ferðaiagi um Noreg. og blasir því árangurinn, sem þar hefur náðst, við augum vegfar- enda. Hafa þeir, margir hverjir, látið í ljós undrun og hrifningu yfir honum og teljum við reitinn vera góða auglýsingu fyrir skógræktina í landinu, því það, sem þarna hefur gerst, er mögulegt mjög víða ann- arsstaðar. kona hans og Kári sonur þeirra á Framtíðaráform - Við höfum nú aðallega rætt um fortíð félagsins en hvað um fram- tíðaráformin? - Við munum að sjálfsögðu hlynna að þeim reitum, sem við höfum undir höndum, planta í þá, grisja, lagfæragirðingaro.s.frv. En á síðari árum höfum við haft hug á að hefja gróðursetningu á stærri, samfelldum svæðum og að því er nú unnið. Jörðin Kleppjárnsreykir hefur verið hlutuð niður í garð- yrkjubýli. Náðst hafa samningar með ríkinu (jarðanefnd), ábúend- um þarna, forráðamönnum barna- skólans og læknishéraðinu um að taka hálsinn þarna fyri ofan byggðina til skógræktar. Verðið er enn óákveðið en eflaust næst sam- komulag um það og þetta er ærið land. Meiningin er svo að Skóg- ræktin sjái um að girða landið og planta í það. Enn stendur á fjár- magni til þess að geta girt landið og hafíst handa að öðru leyti en landið er til reiðu og á þessum áformum er mikill áhugi á öllum, sem hlut eiga að máli. Og úr því að við erum að tala um peninga þá er rétt að það komi fram, að það er fyrst og fremst fjármagnsskortur, sem stendur skógrækt á iandinu fyrir þrifum. Þá má nefna að unnið er að friðun og í framhaldi af henni skóg- rækt á stóru landi norðan Hvítár og er þar um að ræða land jarða, þar sem hefðbundinn búskapur hefur fallið niður. En á þessu stigi er ekki tímabært að ræða þau áform frekar. Reynum að ná til ungdómsins - Nú haldið þið, eins og önnur skógræktarfélög, skógræktardag- inn hátíðlegan. Hvar komið þið ''saman að þessu sinni og hvað fer þar einkum fram? - Tilgangurinn er nú öðrum þræði að hittast og bera saman bækurnar og að þessu sinni verðiím við í reitnum undir Hafnarfjalli. Þar Verður veitt tilsögn í áburðar- dreifingu á skóglendi og grisjun en við tökum alltaf einhverja þætti skógræktarstarfsins þannig fyrir hverju sinni. Þetta er nefnilega ekki okkar fyrsti skógræktardagur. Við leggjum mikla áherslu á að fá framtíðina, bömin, með og kjör- orð dagsins er „Fjölskyldan í skóg- inum“. - Hverjir skipa stjórn Skógrækt- arfélags Borgarfjarðar? - Það eru Aðalsteinn Símonar- son, garðyrkjubóndi á Laufskálum og er hann formaður, Þórunn Eiríksdóttir frá Kaðalstöðum, Ragnar Olgeirsson, bóndi á Odds- stöðum, Ágúst Árnason, skógar- skáld á Draghálsi. Daníelslundur - Við komum í stjómina þegar Daníel Kristjánsson lét af störfum og vorum þá í raun og vem eins og krakkar, sem misst hafa föður sinn. Daníel var maðurinn, sem ávallt réð fram úr öllum vanda og virtist aldrei skorta tíma til þess að vinna í þágu félagsins. Þýðingarmestu á- fangamir í stafi félagsins hafa náðst fyrir óbilandi áhuga, dugnað og fórnfýsi Daníels. Árið 1980, þegar Daníel hafði starfað hér að skógræktarmálum f 40 ár, reistum við honum heiðurs- varða í Daníelslundi. Daníel, sem var manna yfirlætislausástur, vildi ekkert umstang hafa í kringum þetta afmæli. En honum þótti vænt um þetta framtak og mundi naumast hafa metið annan þakk- lætisvott meir. Grjótið f varðann var tekið uppi í Baulu og valdi Daníel það sjálfur sem og staðinn, þar sem varðinn var reistur. Synir Daníels sýndu það vinar- bragð að vísa minningargjöfum um hann til félagsins. Lét stjórnin af því tilefni prenta sérstök minning- arkort, sem selst hafa mjög vel. Má þannig með sanni segja að stuðn- ingur Daníels við þetta óskabarn hans nái út yfir gröf og dauða. Komið er nú spölkorn fram yfir kristinna manna háttatíma og slitum við því talinu. Tvennu var þó ólokið, að áliti Aðalsteins. Annað var að drekka kvöldkaffið, hitt að líta á seljuna, sem hann átti í einu gróðurhúsinu og vaxið hefur upp af fræi frá Lófóten. Áleit Aðal- steinn vaxtarskilyrði trjáa vera þar ekki óáþekk því, sem þau gerast hér og væri því athugandi fyrir ís- lendinga að fá fræ og plöntur það- an. „Seljan er mjög álitleg til skjól- beltaræktar eða spyrjið þið bara hanp Stefán í Vorsabæ“, sagði Aðalsteinn. -mhg UTBOÐ Stjórnir verkamannabústaða á eftirtöldum stöðum, óska eftir tilboðum í byggingu íbúðarhúsa. íbúðunum skal skila fullfrágengnum, væntanlega 1. sept. og 1. des. 1984. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrifstofum og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá þriðjudegin- um 7, júní nk., gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði, samkvæmt nánari dagsetningum og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. Patreksfjörður. 8 íbúða raðhús samt. 745 m‘ 2328 m . Opnun tilboða 21. júní kl. 11.00. Þingeyri. 4 íbúða fjölbýlishús samt. 396 m21255 m\ Opnun tilboða 21. júní kl. 14.00. Hvammstangi. 6 íbúða raðhús samt. 622 m'2295 m '. Opnun tilboða 23. júní kl. 14.00. f.h. stjómar verkamannabústaða Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. ^Húsnæðisstofnun ríkisins Skrifstofuhúsgögn Húsgögnin eru vönduð sterk skrifstofuhúsgögn sem hafa staöist Skemmuvegi 4, HÚSGÖGN ströngustu kröfur. Veitum góðfúslega nánari upplýsingar. Kópavogi, Sími 731 00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.