Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 7
Eva Benjamíns- dóttir sýnir í r Asmundarsal Helgin 4. - 5. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Lofar góöu í húsi Arkitektafclags íslands sýnir um þessar mundir ung lista- kona, Eva Benjamínsdóttir. Hún hefur stundað nám í Bandaríkjun- um undanfarin ár og er þetta fyrsta einkasýning hennar hér á landi. Flest verk Evu eru unnin með blandaðri tækni, olíu á pappír og samlímingum. En hún sýnir einnig vatnslitamyndir og olíumyndir á striga. Málverk Evu bera með sér að hún leggur mikið upp úr frjálsri leit í efni og innihaldi. Þetta gerir sýn- ingu hennar frísklega og tilrauna- kennda, lausa við stífni og akadem- ísma. En þetta bitnar nokkuð á heildarsvip verkanna. Þau eru fremur unnin af kappi en mark- vissri stefnu. Það er því auðsætt að Eva á eftir að móta sér eigin ákveð- inn stíl. Sýningin er hins vegar full af vís- bendingum um hæfileika og kraft- urinn er nægur. Það virðist vera nær eðli Evu sem listamanns að vinna óhamið og sjálfsprottið, en agað og nett. Myndir hennar eru betri eftir því sem þær eru stærri. Þar nær hún þeirri hráu ásýnd sem rífur upp verk hennar og gefur þeim frumlegt líf. Reyndar hafa slík vinnubrögð verið aðal amer- ískrar listar frá stríðslokum. Er skemmst að minnast Pollock og de Kooning sem læddust „aftan að“ evrópskri list eftirstríðsáranna, með beínskeyttum og hráum vinnubrögðum, sem andstæð voru hinni fínu og penu yfirvegun París- arskólans. Ég nefni þetta einungis vegna þess að mér virðist að þessir tveir meginpólar séu ríkjandi í sýningu Evu, amerísk áhrif og frönsk. Dæmi þeirra fyrrnefndu er sarnlím- ing, mynd nr. 47 sem heitir „Vegs- auki“ og er allstór, kraftmikil og laus við óþarfa tilfinningasemi. Gagnstæð áhrif birtast í Eldspan, nr. 5 og Heimþrá, nr. 6. Þetta eru einnig samlímd pappírsverk, næm og viðkvæm, en skortir þá festu og framsækni sem einkennir áður- nefnda mynd. Svo er mismunur verkanna einnig fólginn í litameð- ferð. Stóra myndin er litlaus, en báðar hinar minni eru í sterkum litum. Annars er þetta tal um áhrif fremur til skilgreiningar en hins, að sýna aðföngí verkum Evu. Fyrst og fremst er hún íslenskur málari, sem virðist ætla sínar eigin götur. Álfa- dans, nr. 50 og Gegnum þykkt og þunnt, nr. 45, eru meðal skemmti- legustu tilrauna hennar. Þær eru ólíkar en persónulegar, hvor á sinn hátt.'Báðar sýna köfun í efnivið og aðferðir. Að öðrum myndum er syna sérstæð tilþnf má nefna Draumsynd, nr. 11, íti, nr. 52. báðar málaðar með olíu á pappir og vatnslitamyndina Trúlofun, nr. 44. Sýning Evu lofar góðu um fram- haldið. Ráðist hún í stærri flöt og sameini undir færri stílbrigðum það besta sem verk hennar geyma, nær hún vafalaust langt. reuvwos hjmmMm SVfSAVAfÍNAftíAGS ÍSIANOS ...... Spllar þú með? Gleymdu þá elski gíróseðlinum. LUKKULEIKUR. HAPPDRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS. SPILAR ÞÚ MEÐ ? ) VTÐ ÞÖRFNUMST ÞÍN - ÞÚ OKKAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.