Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 04.06.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN1 Helgin 4. - 5. júní 1983.______________________ 9. sinfónía Beethovens -hornsteinn tónleikahúss Einar Thoroddsen. Einar Thoroddsen: Gaman Já-á, ég hef sungið með Fílharm- óníunni með höppum og glöppum nokkuð lengi, nú síðast í þrjá mán- uði, sagði Einar Thoroddsen tenór og læknir þegar við króuðum hann af í mannþrönginni í salarkynnum listamanna undir Háskólabíó- sviðinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég tek þátt í níundu, ég var með fyrir um tíu árum þegar doktor Róbert stjórnaði. Gaman. Við byrjuðum að æfa þetta fyrir svona einum og hálfum mánuði, útí Melaskóla þar sem Fflharmónían æfir, og svo hafa verið, bíddu við, ein tvær þrjár fjórar, já fjórar samæfingar með hljómsveitinni. - Aðstaðan hérna niðri? Fín eftir að það var bannað að reykja. - Hugmyndirnar um tónleika- hús? Jú, ég er að hugsa um að byggja það, sagði Einar og skrifaði nafnið sitt á eitt spjaldanna sem lágu frammi og menn notuðu til að gerast þátttakendur í samtökum um byggingu tónleikahúss í Reykjavík. Svo var rokið á svið. Jón Asgeirsson tónskáld frammi í anddyri fyrir flutning niundu sinfóníúfinar. Jón er að lesa yflr drög að reglugerð fyrir Samtök um Tónlistarhús, en það er draumur áhugafólks og fagmanna um þessar mundir. Skafti Ólafsson söngvari og prent- ari lét sig ekki vanta á níundu sin- fóníuna á fimmtudagskvöldið. „Þú birtir ekki þess mynd góðurinn,“ sagði Skafti við ijósmyndarann sem stóð við heitið um að birta hana samt. Það er ekki beinlínis rúmt um listamennina í kaffístofunni og göngunum undir sviði Háskólabíós. Andrúmsloftið er rafmagnað, sumir stilla hljóðfærin, aðrir renna gegnum erfiðustu kaflana, menn ræða saman og einstaka laumast tii að kíkja á nafnið sitt í efnisskránni. Valgerður Gunnarsdóttir. Valgeröur Gunnarsdóttir fyrir flutning níundu:________ h hlakka til Ég hlakka mikið til, sagði Val- gerður Jóna Gunnarsdóttir sópr- an, þegar hún var á leiðinni uppá svið til að syngja í níundu á fimmtu- dagskvöldið. - Ég hef verið lengi í Þjóð- leikhússkórnum, á sjötta ár. Það hefur verið mjög skemmtilegt að æfa fyrir þennan flutning. ' Nei, nei ég er ekkert spennt á taugum, sagði Valgerður Jóna hlæjandi um leið og hún rauk uppá sviðið, þar sem kórarnir komu sér stillilega fyrir og kórlimir vögguðu sér einsog aðrir áheyrendur fram í fjórða þátt, að þeir tóku lifandi og kröftugan þátt í flutningi verksins. Níunda sinfónía Beethovens var verkefnið á áskriftartónleikum Sinfóníunnar þennan starfsvetur. Verkið var flutt á fimmtudags- kvöld við fögnuð áheyrenda og verður flutt aftur í dag, laugardag, en ágóði af þeim tónleikum rennur allur til byggingar tónleikahúss í Reykjavík; allir flytjendur gefa vinnu sína. Á tónleikunum á fimmtudag gafst áheyrendum og flytjendum kostur á að verða þátt- takendur í nýstofnuðum sam- tökum um byggingu slíks húss, og sagði Ingi R. Helgason, einn af frumkvöðlum þeirra samtaka, að undirtektir hefðu verið frábærar og greinilega mikill hugur í fólki. Flytjendur 9. sinfóníunnar eru Sinfóníuhljómsveit íslands, Söng- sveitin Fílharmónía (kórstjóri Guðmundur Emilsson), Þjóð- leikhússkórinn (kórstjóri Agnes Löve), Karlakórinn Fóstbræður (æfingarstjórar Hjalti Guðmunds- son og Þorsteinn Helgason) og ein- söngvararnir Svala Nielsen, Sigríð- ur Ella Magnúsdóttir, Jón Sigur- björnsson og Sigurður Björnsson. Stjórnandi herlegheitanna er Jean- Pierre Jacquillat. Þjóðviljamenn brugðu sér í Háskólabíó á fimmtu- dagskvöldið og birtist uppskeran á síðunni. Texti: -óg/m. Myndir Atli Hluti flytjenda bíður þess að Jón Pétur Jacquillat hefji tónsprotann á loft. Um 200 manns taka þátt í flutningi verksins. Vopnin munduð glaðhlakkalega. Helga Þórarinsdóttir: Alger upplifun r Astar bruniog bylting Innlifun manna við áheyrn ní- undu sinfóníunnar er á ýmsa vegu. Algeng er sú túlkun að ástarbrumi og byltingargleði komi fram í sál- artötrum agndofa áheyrenda, sér- staklega undir iokaþættinum þar- sem magnþrungnasti hluti verksins hittir hvurn mann fyrir. „Dansið heimar himinglaðir; hingað veröld, þiggðu koss“, segir í þýðingu Matt- híasar Jochumssonar á ljóði Schill- ers, „An die Freude" eða Óðnum til gleðinnar. Sú saga hefur heyrst að það hafi átt að heita „An die Freiheit“, eða Óðurinn til frelsis- ins. Hins vegar hafi þýska rit- skoðunin verið það öflug, að trygg- ilegra þótti að breyta frelsi í gleði. í sjálfu sér ekkert svo fjarskyld hugtök. Helga Þórarinsdóttir. Það er alger upplifun að fá að taka þátt í þessu, sagði Helga Þór- arinsdóttir víóluleikari í Sinfóníu- hljómsveitinni og gerði hlé á flnstillingu fíðlunnar. Þetta hafa verið strangar æfingar, en skemmtilegar. - Ég hef reyndar verið með í ní- undu sinfóníunni einu sinni áður, fyrir þrem árum með Jacquillat. - Hvað mér finnst um aðstöðuna í Háskólabíói? Þú sérð það nú, þetta er óskaplega lélegt hérna. - Tónleikahúsið? Ja, éggef vinnu mína á laugardaginn þannig að ég hlýt að vera með í samtökunum, sagði Helga og mundaði aftur bogann. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.