Þjóðviljinn - 24.06.1983, Qupperneq 11
Einherjar
skoruðu 5
Einherji, Vopnafirði, tók Þrótt
frá Neskaupstað illilega í karphúsið
þegar félögin mœttust í bikarkeppni
KSÍá Vopnafirði ífyrrakvöld. Ein-
herji sigraði 5-1 og leikurþví heima
gegn Val frá Reyðarfirði um sæti í
16-liða úrslitum keppninnar.
Ólafur Ármannsson skoraði
fyrsta mark leiksins en skíðakapp-
inn Valþór Þorgeirsson jafnaði
fyrir Þrótt. Gísli Davíðsson skoraði
síðan tvívegis fyrir Einherja, Krist-
ján bróðir hans og Baldur Kjartans-
son eitt hvor.
Einn leikur var fyrir austan í 4.
deildinni í fyrrakvöld. Höttur sigr-
aði Egil rauða frá Norðfirði 2-0 á
Egilsstöðum og skoraði Jón Jóns-
son bæði mörkin.
- VS
Nicholas
til Arsenal
Enska knattspyrnufélagið Arse-
nal hefur keypt markamaskínuna
stórefnilegu, Charlie Nicholas, frá
skoska liðinu Celtic. Nicholas
skoraði 52 mörk fyrir Celtic sl. vet-
ur og það verður fróðlegt að fylgjast
með gengi hans í ensku knattspyrn-
unni nœsta vetur.
Við sögðum frá þvífyrr í vikunni
að Everton væri að reyna að ná í
Burnley-leikmanninn Trevor Stev-
en, sem vakti mikla athygli sl. vetur,
einkum í hinum fjölmörgu bikar-
leikjum Burnley gegn stórliðum 1.
deildar, og ífyrradag tókst Howard
Kendall, framkvœmdastjóra Evert-
on, að ná samkomulagi við kollega
sinn hjá Burnley, John Bond. Stev-
en klæðist því blá/hvíta Everton-
búningnum á komandi keppnistím-
abili.
Sigurbjörg
skoraði sex
mörk
fyrir KR í
Hafnarfirði
Sigurbjörg Sigþórsdóttir skoraði
hvorki meira né minna en sex mörk
ígœrkvöldiþegar KR kafsigldi FH,
8-1, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði
í bikarkeppni kvenna í knatt-
spyrnu. Staðan í hálfleik var 3-0,
KR í vil, og Sigurbjörg gerði sér
lítið fyrir og skoraði öll fimm mörk
Vesturbœjarliðsins í síðari hálfleik.
Sigurbjörg skoraði eftir 10 mín-
útur, síðan Kolbrún Jóhannsdóttir
og Ragnheiður Rúriksdóttir, 3-0,
fimtn mínútum eftir leikhlé. Þá var
komið að Sigurbjörgu en Halldóra
Sigurðardóttir skoraði eina mark
FH þegar 10 mínútur voru til leiks-
loka. Erna Flygering stóð sig einna
best hjá FH en hún er ein eftir úr
sigurliði félagsins frá árunum 1972-
76. Ungu stelpurnar í liðinu stóðu
sig ágœtlega. Sigurbjörg var lang-
best í annars jöfnu liði KR.
Breiðablik vann Fylki 4-0 á Ár-
bæjarvelli. Asta M. Reynisdóttir
skoraði eftir 9 mínútur, 1-0 í hálf-
leik. Ásta B. Gunnlaugsdóttir bætti
öðru við, 2-0, og Sigríður Tryggva-
dóttir gerði það þriðja, drauma-
mark af 23 m færi efst í vinkilinn
með viðstöðulausu skoti. Ásta M.
innsiglaði sigur Breiðabliks þegar
15 sekúndur voru eftir, beint úr
hornspyrnu. Eva Baldursdóttir
stóð sig mjög vel í marki Fylkis.
Völsungur gaf leikinn við Akranes
sem fram átti að fara á Húsavík en
engar fréttir fengust úr leik Víðis og
Vals í Garðinum.
-MHMIVS
Föstudagur 24. júní 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 11
íþróttir Víðir Sigurðsson
Þannig er umhorfs þessa dagana á hinni óviðjafnan-
legu Hallarflöt í Laugardal. Leik Þróttar og Breiða-
bliks í 1. deild í knattspyrnu sein fram átti að fara í
gærkvöidi var frestað vegna vallarskilyrða, og þannig
hlýtur að fara fyrir fleiri leikjum ef áfram rignir. A
meðan standa aðalleikvangurinn og Valbjarnarvöllur
óhreyfðir og ónotaðir. Bágborið ástand í höfuðborg-
inni á meðan þeir í næsta byggðarlagi brosa breitt,
breiða yfir völlinn sinn og skerpa á hitanum undir
honum ef þurfa þykir. Svo eru menn hissa á að aðsókn
á leiki í höfuðborginni fari dvínandi! - Mynd: -eik.
Dregið 1
bikarnum:
Valur
gegn
ÍA!
Eitt 2. deildarlið
öruggt áfram
Valsmenn mæta Akranesi!
Gömlu erkifjendurnir lentu saman
þegar dregið var til 1. umferðar-
innar í aðalkeppni bikarkcppni
KSI. Valsmenn hafa leikið sjö sinn-
um til úrslita í bikarkeppninni,
sigrað fjórum sinnum, en Skaga-
menn, núverandi bikarmeistarar,
hafa tíu sinnum komist í úrslit en
aðeins tvívegis farið með sigur af
hólmi.
Þessi lið leika saman í 1. umferð
bikarkeppninnar:
Fylkir-Völsungur eða KS.
Einherji eða Valur Rf.-KR
Valur-Akranes
Víkverji-Breiðablik
FH-Þór Akureyri
Leiftur eða Tindastóll-ÍBK
Vestmannaeyjar-Þróttur R.
Víkingur-Í safj örður.
Fyrstudeildarliðin tíu koma nú
inní keppnina en hin sex eru þau
neðrideildalið sem komist hafa í
gegnurn undankeppnina. Þrír
leikjanna eru innbyrðis viðureignir
1. deildarliða, Valur-Akranes,
ÍBV-Þróttur og Víkingur-ÍBÍ.
Leikirnir fara fram dagana 5.-7.
júlí og þau félög sent nefnd eru á
undan eiga heimaleik. Úrslit liggja
ekki fyrir á Norður- og Austurlandi
en sigurvegararnir úr viðureignum
Einherja og Vals Reyðarfirði og
Leifturs-Tindastóll hafa dottið í
lukkupottinn, leika á heimavöllum
gegn 1. deildarliðum.
Nýja Reykjavíkurfélagið, Vík-
verji, fær heldur betur erfiðan
andstæðing, Breiðablik, en óskalið
þeirra flestra var víst KR. Öruggt
er að a.m.k. eitt 2. deildarlið kemst
í 8-liða úrslitin, Fylkir, Völsungur
eða KS frá Siglufirði. Þangað gætu
hins vegar hæglega farið sjö 1.
deildarlið ef allt fer eftir bókinni.
- VS.
Greiðist eitthvað úr flækju 1. deildar um helgina?
/
Attunda umferð leikin
Áttunda umferð 1. deildar ís-
landsmótsins í knattspyrnu hefst í
kvöld norður á Akureyri. Þar
mæta nýliðar Þórs íslandsmeistur-
um Víkings á iðjagrænum aðal-
leikvangi bæjarins og hefst leikur-
inn kl. 20.
Síðan verða tveir leikir á morg-
un, laugardag. Tvö af efstu liðun-
um, Vestmannaeyjar og Akranes,
eigast við í Eyjum og er það tví-
mælalaust viðureign helgarinnar.
Bæði lið eru til alls líkleg og ættu
bæði að verða með í slagnum um
meistaratitilinn þegar á líður.
Keflvíkingar fá KR-inga í heim-
sókn og hefst sá leikur kl. 14 eins og
sá í Eyjum. Keflvíkingar hafa
aðeins leikið einn leik meðan önn-
ur hafa leikið þrjá þar sem leikjum
þeirra gegn Víkingi og Akranesi
var frestað.
Loks mætast Valur og ísafjörður
á Laugardalsvelli kl. 20 á sunnu-
dagskvöldið. Það hefur verið
skorað mikið af mörkum í leikjum
Valsmanna undanfarið og ekki á-
stæða til að ætla annað en að svo
verði einnig í þessum leik.
Staðan í 1. deild fyrir leiki helg-
arinnar er þessi:
Vestm. eyjar..........7 3 2 2 13-6 8
Breiðablik.............7 3 2 2 6-4 8
KR.....................7 2 4 1 8-9 8
Akranes................6 3 1 2 7-3 7
Valur.................7 3 1 3 12-14 7
ísafjörður.............7 2 3 2 7-9 7
ÞórAk..................7 1 4 2 8-9 6
Þróttur R..............7 2 2 3 8-12 6
Víkingur...............6 1 3 2 5-7 5
Keflavík...............5 2 0 3 7-8 4
f 2. deild verður einnig heil um-
ferð, sú sjöunda í röðinni. Völs-
ungur mætir Fylki á Húsavík í
kvöld kl. 20 og þrír leikir verða kl.
14 á morgun, FH-Njarðvík, Fram-
KA og KS-Einherji. Loks mætast
Víðir og Reynir í Garðinum kl. 20 á
sunnudagskvöldið og þar verður
örugglega ekkert gefið eftir í ná-
grannaslagnum.
Heil umferð verður einnig í 3.
deild, sjötta umferð. í kvöld mæt-
ast Grindavík-ÍK og Víkingur Ól-
HV í A-riðli og Austri-Huginn í
B-riðli. Á morgun leika svo
Skallagrímur-Ármann og Snæfell-
Selfoss í A-riðli og Magni-
Tindstóll, Þróttur N.-HSÞ og Val-
ur Rf.-Sindri í B-riðli. Þá verður
leikið í 4. deildinni um allt land.
Ingi Björn Albertsson, Valsmaður, markahæsti leikmaður 1. deildar í
sumar og frá uphafi, reynir markskot með tilrifum gegn KR um síðustu
helgi. Ingi Björn og félagar leika við ísafjörð um helgina en KR-ingar fara
til Keflavíkur. Mynd: - eik