Þjóðviljinn - 24.06.1983, Side 12

Þjóðviljinn - 24.06.1983, Side 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júní 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins: Þórsmerkurferð 1. - Helgina 1. til 3. júlí næstkomandi verður farin Þórsmerkurferð á vegum Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda- lagsins. Auðvitað mæta allir sem vettlingi geta valdið ungir sem gamlir. Föstudaginn 1. júlí mæta þeir sem ætla í Þórsmörk með ÆFAB við Flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins, að Hverfisgötu 105, klukkan hálf níu um kvöldið stundvíslega. Og allir með tjald, vel útilátið nesti og hlífðarföt, ull og góða gönguskó. 3. júlí I Þórsmörk verður farið í göngu- ferðir um svæðið, efnt verður til kvöldvöku og sameiginlegrar grill- veislu, og allir verða í góðu skaþi. Heimleiðis verður haldið síðdegis á sunnudag. Áætlað gjald fyrir Þórs- merkurferð ÆFAB er 4-500 krónur. Ábyrgir fararstjórar. Hringið og látið skrásetja ykkur í Þórsmerkurferð ÆFAB í síma 17 500. Fjölmennum. Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins, félagsmálahópur. Tilkynning frá skrifstofu Alþýðubandalagsins Frá og með mánudeginum 13. júní til 1. september verða skrifstofur okkar að Hverfisgötu 105 opnar frá kl. 8 árdegis til kl. 4 síðdegis mánudag til föstudags. Fastur viðtals- og símatími framkvæmdastjóra flokksins er frá kl. 9-11 árdegis. Vopnafjörður - almennur fundur Alþýðubandalagið á Vopnafirði Poðar til almenns fundar með alþingismönnun- um Helga Seljan og Hjörleifi Guttormssyni, þriðjudagskvöldiö 28. júní kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin. Ðakkafjörður - almennur fundur Alþingismennimir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á almennum fundi, miðvikudagskvöldið 29. júní kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin. Sumarmót AB - Norðurlandskjördæmi eystra Sumarmót AB í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið í Hrísey dagana 8.-10. júlí. Gist verður í tjöldum. Fólk hafi með sér grilltól. Fastar ferðir frá Árskógsströnd föstudag og laugardag. Dagskráin í stórum dráttum: Útsýnis- ferð um eyjuna, kvöldvaka á laugardag með tónlistaleikverki (musikteater) „Aðeins eitt skref" með Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Jóhönnu Þórhalls- dóttur söngkonu. Fleira verður sér til gamans gjört. Varðeldur og fjöldasöngur með mararorganundirspili. Upplýsingar gefa Steinar í 21740, Erlingur í 25520 og Hilmir í 22264. Stjórn Kjördæmisráðs AB. Alþýðubandalagsfélag Keflavíkur Jónsmessuferð Alþýðubandalagsfélag Keflavíkur efnir til Jónsmessugöngu, föstudagskvöldið 24. júní. Ekið verður að Djúpavatni og gengið þaðan um Sog og Grænudyngju (létt ganga). Lagt veröur af staðfrá Barnaskólanum í Keflavík kl. 20.30. Listhaf- endur tilkynni þátttöku í síma 1054 (Jói Geirdal) eða 3970 (Addí). Tilkynnið þátttöku sem fyrst. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 20.00 á fimmtudagskvöld vegna tilhögunar á akstri. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð Mikilvægur fundur verður haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 27. júní kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Mætið vel og stundvíslega. Til leigu er óinnréttaður 250 m2 salur í risi hússins að Hverfisgötu 105. Salurinn gæti nýst sem kenn- slusalur, samkomusalur eða skrifstofu- húsnæði. Upplýsingar í síma 17500 kl. 8 - 16. Jónsmessugleði í Laugardalshöll 18 hótel og veitingahús bjóða Hámarksverð á sumarmatseðli Hér má sjá féiaga úr Dixieland- hljómsveit. Atla Heimi og Sigrúnu Björnsdóttur. Þau munu öll stytta mönnum stundir á Jónsmessu- gleðinni sem Bandalag íslenskra listamanna og Líf og land standa fyrir í kvöld. Þar verður margt til skemmtunar, - leikþættir og tónlist af ýmsu tagi, boðið upp á pizzur og létt vín. Skemmtunin hefst kl. 22.00 og stendur til 03. Sumarmatseðill Sambands veitinga- og gistihúsa er nú fram- reiddur þriðja sumarið í röð. A sumarmatseðlinum er boðið upp á heimilslegan mat á hóflegu verði og gildir þetta tilboð til 15. september n.k. Það eru 13 hótel og matsölustað- ir á landsbyggðinni og 5 hótel og matsölustaðir í Reykjavík sem bjóða upp á þessi sumarkjör. Há- marksverð er á sumarmatseðlin- um, og gildir það allt sumarið. Á sjálfsafgreiðslustöðum er verð á tvíréttaðri fiskmáltíð ekki yfir kr. 115.- og á tvíréttaðri kjötmáltíð kr. 145,- Á veitingahúsum með fulla þjónustu er hámarksverðið á fisk- máltíð kr. 160.-, en á kjötmáltíð kr. 200,- Ekki er að efa að mörg veitingahúsanna verða með enn hagstæðari tilboð á sumarmatseðli sínum, auk þess sem ekki má gleyma barnaafslættinum. Fyrir Alþýðubandalagið Hafnarfirði Jónsmessuvaka??? Hugmyndin er að halda hátíð- lega upp á Jónsmessuna með stuttri göngu upp að Urriðakots- vatni, varðeld, grilli og góðri skemmtan eins og menn muna tra því á síðasta sumri. Veðurguðirnir hafa ekki sýnt sitt besta andlit síðustu daga og undir- búningsnefndin þvi verið á báðum áttum. Ef bregður til betri tíðar í dag og kvöld, föstudag, þá mætum við glöð og hress hjá Sólvangi kl. 9.30 í kvöld. Menn taki með sér nesti og eitthvað til að skola því niður. Hafið endilega samband við einhvern undirritaöra télaga og lauo okkui heyra í ykkur hljóðið. Bergþór (53172), Dröfn (52941) og Lúðvík (81333). Undirbúningsnefndin. Hreinsunarhelgi í Þingholtunum Um helgina, 25. og 26. júní, gangast íbúasamtök Þingholtanna fyrir hreinsun gatna og garða í Þingholtunum. Borgin leggur til poka sem út- hlutað verður á morgun laugardag kl. 10-12.30 á fjórum stöðum: Við Oðinstorg, verslunina Þingholt, Freykjugöturóló og Finnsbúð. Ætl- ast er til þess að pokum og stærri hlutum sé skilað á næsta götuhorn þar sem hreinsunardeild borgar- innar sér um framhaldið. börn 6-12 ára greiðist aðeins hálft gjald, börn 5 ára og yngri fá frían mat. Þessir þjoða upp á kjörin: Hótel Hamrabær, hótel Húsavík, hótel Höfn, Hornafirði og Siglufirði, hó- tel KEA, hótel Mælifell, hótel Ólafsfjörður, hótel Reynihlíð, hó- tel Stykkishólmur, hótel Valskjálf, hótel Varmahlíð, Hvoll og Staðar- skáli. í Reykjavík eru það hótel Esja, Hekla og Loftleiðir og Ár- berg og Hressingaskálinn. Á sumardegi í Hornvík. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum 8.-10. júlí Farið verður á Hornstrandir Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður að þessu sinni farin norður í Hornvík i Sléttuhreppi. Lagt verður af stað með Djúp- þátnum Fagranesinu frá Isafirði, föstudaginn 8. júlí klukkan 2 eftir hádegi og komið til baka á sunnudagskvöld, 10. júlí. Farið verður á Hornbjarg og í gönguferðir um nágrennið undir leiðsögn kunnugra manna. Dvalið verður í tjöldum, og þurfa menn aö leggja sér til allan viðleguútbúnað og nesti. Muniö að vera vel klædd. Kvöldvaka og kynning á Hornströndum. Verð fyrir fullorðna kr. 980.- hálft gjald fyrir 12 til 15 ára unglinga og frítt fyrir börn innan 12 ára aldurs. í verðinu er innifalin ferð til ísafjarðar frá öllum þorpum á Vestfjörðum og heim aftur. Öilum heimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst einhverjum eftirtalinna manna: ísafjörður: Þuríður Pétursdóttir, sími 4082, Hallur Páll sími 3920, Elín Magnfreðsdóttir, símí 3938. Bolungarvík: Kristinn H. Gunnarsson, sími 7437. Inndjúpshreppar: Elínborg Baldvinsdóttir, Múla Nauteyrarhreppi. Súðavík: Ingibjörg Björnsdóttir, sími 6957. Súgandafjörður: Þóra Þórðardóttir, sími 6167. Önundarfjörður: Jón Guðjónsson, frá Veðrará, sími 7764. Dýrafjörður: Davíð H. Kristjánsson, Þingeyri, sími 8117. Arnarfjörður: Halldór Jónsson, Bíldudal, sími 2212. Tálknafjörður: Steindór Halldórsson, sími 2586. Patreksfjörður: Bolli Ólafsson, sími 1433. Austur-Barðastrandarsýsla: Gisela Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhóla- sveit, sími 4745. Strandasýsla: Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Pálmi Sig- urðsson, Klúku, Bjarnarfirði, SigmundurSigurðarson, Steinadal, Kollafirði, sími 3343, Hörður Ásgeirsson, Hólmavík, sími 3123. Reykjavík: Guðrún Guðvarðardóttir, símar 81333 og 20679. 'i Hefur það bjargað JBfe þér « UrSS^

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.