Þjóðviljinn - 24.06.1983, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN
Fimmtudagur 23. júní 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er haegt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná I afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Minnkandi innflutningur:
Tíndirðu
Geigvœnlegar afleiðingar
bráðabirgðalaganna
Iðja segir upp
samningum
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur hefur sagt upp kjarasamn-
ingum sínum og vcrða þeir lausir
frá og með 1. september í haust. Að
sögn Magnúsar L. Sveinssonar for-
manns VR er ástæðan nýsett
bráðabirgðalög og benti hann sér-
staklega á ák'væði laganna um af-
nám samningsréttar og verka-
lýðsfélaganna.
Fundur trúnaðarmannaráðs VR
sem haldinn var 20. júní hefur sent
‘frá sér ályktun þar sem segir m.a.'
að það sé orðin regla fremur en
undantekning að stjórnvöld ógildi
kjarasamninga. Þó sé gengið
lengra en oftast áður í þeim efnum
með bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnar Steingríms Hermanns-
sonar, því nú sé aðilum vinnumark-
aðarins beinlínis bannað að semja
um kaup og kjör. f>á sé eftirtekt-
arvert að allar aðrar vísitöluvið-
miðanir en kaupgjaldsvísitalan
haldist að fullu og er þar nefnd til
lánskjaravísitalan sem reiknist
áfram með fullum þunga á lántak-
endur.
í ályktun VR er vakin athygli á
þeirri staðreynd að verslunar- og
skrifstofufólk eigi fáa kosti til að
drýgja tekjur sínar og að stór hluti
þess fólks fái einungis greitt sam-
kvæmt umsömdum launatöxtum
sem séu á bilinu 9-11 þúsund krón-
ur. Þau laun hafi nú verið skert til
að vinna bug á efnahagsvandanum.
Þeirri aðgerð er harðlega mótmælt.
í lok ályktunar trúnaðarmanna-
ráðs VR er skorað á stjórnvöld að
endurskoða ákvarðanir sínar í
þessum efnum. -v.
Vinnutími við Reykjavíkurhöfn er
nú oftast átta stundir á dag, eða
mun styttri en verið hefur. Minn-
kandi innflutningur segir til sín í
minnkandi vinnu. (Ljósm. Leifur)
grös á
Jónsmessu-
nótt?
Þá er Jónsmessunóttin liðin og
nú fer daginn að stytta. Sem betur
fer er Jónsmessan enginn veður-
spádagur, því í gærkvöldi rigndi
mikið.
En ef einhver skyldi hafa tínt
grös í nótt, ætti hann að aðgæta
hvort ekki megi hafa af þeim gagn.
Einkum eru það mjaðjurt, lásagras
og draumagras að ógleymdu
brönugrasinu sem gott skal vera að
tína á Jónsmessunótt. Brönugrasið
á að taka með fjöru sjávar. Um j)að
segir í „Ár og dagar“, sem Árni
Björnsson hefur tekið saman:
„Loks er brönugrasið, sem á að
taka með fjöru sjávar. Haldið var,
að það vekti losta og ástir milli
karla og kvenna og stillti ósamlyndi
hjóna, ef þau svæfu á því. Það
heitir líka hjónagras, elskugras,
friggjargras, graðrót og vinagras.
Það skal hafa tvær rætur, þykka og
þunna. Sú þykkari örvar kvensemi
og líkamlega lysting, en grennri
rótin skal gefa manni til hreinlífi."
„í kjölfar þessara aðgerða hefur skriða mikilla verðhækkana
skollið yfir og fyrirsjáanlegar eru enn frekari hækkanir framund-
an, því mun kaupmáttur skerðast all verulega á næstu mánuðum“,
segir m.a. í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Iðju, félags
verksmiðjufólks vegna nýsettra kjaraskerðingalaga ríkisstjórnar-
innar.
„Við höfum orðið varir við mikinn samdrátt í vinn-
unni við höfnina á þessu sumri. Það er mun minni eftir-
og næturvinna en verið hefur og almennur vinnutími er
nú átta stundir á dag,“ sagði Skúli Thoroddsen, starf-
smaður Dagsbrúnar í Reykjavík í samtali við blaðið í
gær.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
mótmælir bráðabirgðalögunum
Samnmgum
sagt upp frá
1. september
Þessi samdráttur í hafnarvinn-
unni kemur í kjölfarið á minnkandi
innflutningi í ár. Einkum hefur
gengisfellingin, sem gerð var fyrir
tæpum mánuði, hægt á
innflutningnum. Sem dæmi má
nefna, að innflutningur á bílum,
heimilistækjum, sjónvörpum,
myndböndum og hljómflutning-
stækjum hefur dregist saman um
nær helming miðað við árið í fyrra.
Skúli Thoroddsen sagði, að þessi
samdráttur á vinnutíma við höfn-
ina kæmi rosalega við menn, eink-
um þar sem þetta bættist ofan á
stórfellda kjaraskerðingu. Hann
kvað Dagsbrúnarmenn ekki finna
fyrir atvinnuleysi, það hefði ræst úr
því og fáir væru á atvinnuleysisskrá
hjá félaginu. Það væri einkum
skólafólk, sem erfiðlega gengi að fá
vinnu.
ast
Á fundinum samþykkti Iðja
einnig að segja upp gildandi kjara-
samningum frá og með 1. septemb-
er nk.
f ályktun Iðju segir jafnframt að
þessar kaupskerðingar geti haft
geigvænlegar afleiðingar fyrir af-
komu heimilanna og atvinnulífið
og orðið til þess að hefta nýsköpun
arðbærrar atvinnustarfsemi sem
Ieiða mun til atvinnuleysis.
„Fundurinn lýsir því andstöðu
sinni við þessum aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar og hvetur verkafólk
til að standa saman og krefjast þess
að frjáls samningsréttur verði í nú-
tíð og framtíð viðurkenndur og
virtur".
Sjópróf
í dag
Sjópröf vegna brunans, sem
varð þremur mönnum að
bana um borð í Gunnjóni GK
506, fara fram í Kcflavík í
dag.
Minni vinna við
höfnina en áður