Þjóðviljinn - 25.06.1983, Side 2

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Side 2
2 SÍÐA - ÞjÖbÝYtjINN- Helgíii 25.-26.'júiií 1983 shammtur Af Jónsmessunœturdraumi í nótt var jónsmessuhátíð í Laugardalshöllinni. í Lovsamling for Island III., 689. - 90. bls. - 3 er birt konungsbréf frá 26. október 1770, þar sem jónsmess- an er tekin úr helgidagatölu. Þetta var auðvitað aðeins mannanna verk og breytti í sjálfu sér engu um töframátt og helgi jónsmessunæt- urinnar, sem landsmenn hafa öldum saman notið góðs af. í Drápuhlíðarfjalli, Kofra og Tindastóli, hefur alltaf verið, og er enn, hægt að klófesta óskasteina, hulin- hjálmssteina og lausnarsteina, sem dansa á lindum og brunnum í bjartri sumarnóttinni, og er best að sæta lagi að ná þessu töfragrjóti á sjálfa jónsmessunóttina. Menn skulu þó muna, að ekki verður steinunum náð, nema riðin sé eftir þeim gandreið. Oft hefur það komiö sér vel, þegar þurft hefur að hafa uppá þjófum, að taka mjaðurt á sjálfajónsmessu- nótt um miðnætti, láta hana í munnlaug við hreint vatn og leggja urtina á vatnið. Fljóti hún, þá er þjófurinn kvennmaður; sökkvi hún þá er það drengur. Þar skal viðhafa þennan formála: „Þjófur ég stefni þér heim aftur með þann stuld, sem þú stalst frá mér, með svo sterkri stefnu sem guð sjálfur stefndi djöflinum úr Par- adís.“ Og síðast er að geta þess sem allir íslendingar hafa allatíð talið sjálfsagt að aðhafast á jónsmessunótt, en það er að fletta sig klæðum og velta sér uppúr dögg- inni. Þetta hefur alltaf verið allra meina bót. Kirkjan taldi þetta atferli lengi ósiðlegt og guði miður þóknan- legt og víst gætu vinsældir daggarbaða bent til þess. Enn gera menn sér dagamun á jónsmessunni. Lengsta og bjartasta sumarnóttin býr enn sem fyrr yfir sömu töfrum. Nú er að vísu ekki lengur riðin gandreið í leit að óska- og lausnarsteinum, eða mjaðurt til að ná þjófum, og sú líkamsrækt fer víst að heyra fortíðinni til að fólk velti sér nakið í jónsmessudögginni til heilsu- bótar. Nú er öldin önnur og allir fara á vit hinnar helgu nætur inní Laugardalshöll þar sem undanfarið hefur verið lagður dagur við nótt til að „ná upp“ svokallaðri „torgstemmningu með suðrænu yfirbragði“- Það er semsagt orðinn árviss viðburður að Banda- lag íslenskra listamanna og samtökin Líf og land haldi uppá jónsmessuna ,með þessum hætti og er það sannkallað fagnaðarefni. Hvílíkur stímúlans fyrir list- ina og lífið i landinu þegar vér listamenn og aðdáendur vorir stíga dans og blanda geði, einu sinni á ári, í listrænu og alþjóðlegu andrúmslofti Laugardalshallar- innar á sjálfa jónsmessunótt. Ég hef fylgst agndofa með undirbúningnum að há- tíðinni og með hverjum degi hefur undrun mín og aðdáun vaxið, þar til í gær að hún náði hámarki. Aðaláherslan var lögð á það að breyta útistemm- ningu í innistemmningu og innistemmningu í úti- stemmningu. Þetta er gert til þess að manni finnist maður vera inni þegar maður er úti og úti þegar maður er inni og er alveg óstjórnlega skemmtilegt. Útistemmningu er hægt að ná upp í Laugardalshöll- inni með því að fara með hafurtaskið neðanaf Lækjar- torgi og koma því fyrir inní höllinni með pulsu og pissu- vögnum, grænmeti, skarti og skranvörum, reikunar- mönnum og rigningarskúrum. Með þessu er hægt að ná því sem eftirsóknarverðast er á jónsmessuhátíðum í Laugardalshöll, „torgstemmningu". Þeir sem eru úti eru bókstaflega sannfærðir um að þeir séu inni og þeir sem eru inni eru í sjöunda himni yfir að vera úti. Nokkrir voru að vísu þarna í nótt sem héldu að þeir væru úti, þegar þeir voru úti, en það var nú bara af því að þeir voru eitthvað úti að aka, eins og stundum er sagt, en af ástæðum sem ekki verða raktar hér. Já, þarna var gaman á jónsmessunótt. Allir draumar undirbúningsnefndarinnar rættust: ítalskar pissur, frönsk vín, suðræn tónlist, íslenski dansflokk- urinn með útlenda dansa og útlend punkgrúppa með „Ríðum, ríðum“, íslenskir tónlistarmenn fluttu „rag- time“ og létt þýsk danslög, en íslenskur fiðluleikari spilaði ungverska tataramúsík á austurríska fiðlu. Og undirbúningsnefndin getur verið hreykin af því að allt fór eins og ætlað hafði verið: Samkoman var með suðrænu yfirbragði, leikjum og uppákomum, og það sem mest var um vert: Það tókst að tryggja „torg- stemmninguna". Töfrar hinnar björtu nætur líkt og leystu hallargesti úr álagahamnum. Menn vörpuðu sér af rasssíða, ís- lenska hjassanum og hættu að vera heimóttarlegir í framan. Sjálfur jónsmessunæturdraumurinn hafði ræst. Þeir voru ekki lengur íslendingar, heldur torg- vanir, suðrænir, alþjóðlegir heimsborgararfyrirmann- legir í fasi, drukknir af hinni vellukkuðu útlensku úti- stemmningu inní höllinni. íslendingar á útlensku balli, eða útlendingar á íslensku balli? Þegar gleðin stóð sem hæst sló klukkan tólf, og þá brá einn gestanna sér útúr útistemmningunni inni, inní innistemmninguna úti, til að gá til veðurs og heyrðist tauta gamla, íslenska veðurfarsvísu, helgaða jóns- messunni: Skín klárt veður á dag dýra dulið gott mun eftir skýra ef mjög rignir á jónsmessu minnkun gróða gegnir þessu. Viðeyjarferð frestað til morguns: Jónsmessu- hátið í Viðey Gott veðurút- lit á sunnudag „Þetta hlýtur aö veröa sannkölluð hátíð, því veöurfræöingarnir hafa eiginlega ábyrgst gott veður á sunnudag, sem ekki veitir af eftir alla rigninguna undanfariö hér á suð-vesturhorninu“, sagði Guðrún Hallgrímsdóttir fararstjóri í Sumarferð Alþýðubandalags- ins í gær. Ferðinni sem fara átti í Viðey í dag, laugardag, var frestað til morguns, sunnudag, á sama stað og tíma vegna batnandi veður- útlits. „Við veðjum á sólina á sunnudag", var upphafið að auglýs- ingu um frestun ferðarinnar í útvarpinu í gær. Allir eru velkomnir í þessa einstæðu ferð og verða miðar seldir úr bíl í Sundahöfn kl. 9.30 - 10.15 á sunnudagsmorgun. Farið verður kl. 10 og 10.30 og tekur siglingin út í Viðey aðeins 5-6 mínútur. Þar tekur við fjölbreytt skemmtan og fróðleikur og ekki má gleyma matnum! Félagið leggur til kol og kyndivökva en allir verða að vera vel nestaðir, bæði með smurt brauð og svo kjöthleif eða pylsu til að leggja á grillið. Miðarnir kosta 150 krónur en ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri. Farið frá sama stað og á sama tíma Minnismerki um Skúla fógeta í Viðey. a sunnudag Kl. 13.00 Langeldur (útigrill) og skemmtan undir Helj'arkinn. Fjöldasöngur undir stjórn Gunnars Guttormssonar. Nafn- lausa tríóið (Guðmundur Hallvarösson, Kolbeinn Bjarnason og Kristín Ólafsdótt- ir) skemmtir. Matur. Harmoníka: Elías Davíðsson. Leikir, söngur og reiptog (menntamannaklíkan og verkalýðsarm- urinn takast á). Kl. 15.00 Gönguferð austur að Sundbakka. Þar segir Guðjón Friðriksson blaðamað- ur frá Miljónarfélaginu, Kárafélagipu, Stöðinni og þorpinu á Sundbakka. Kl. 17.00 Náttúruskoðun, gönguferðir og önnur skemmtun eða heimferö eftir vali. Kl. 21.00 Síðasta ferð í land! Kl. 10.00 og 10.30 Hafsteinn Sveinsson ferj- ar fólkið frá athafnasvæði Eimskipafé- lagsins í austurhluta Sundahafnar út í Viöey. Kl. 11.30 Safnast saman við Sjónarhól Björn Th. Björnsson listfræðingur segir frá Viðey og sögu hennar. Kl. 12.00 Gengið að Viöeyjarstofu og kirkj- unni. Hjörleifur Stefánsson arkitekt lýsir byggingunum og síðan gefst fólki tæki- færi til að skoða þær og kirkjugarðinn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.