Þjóðviljinn - 25.06.1983, Síða 7

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Síða 7
Helgin 25.-26. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Sjálfsbjörg, félag fatlaöra 25 ára á mánudaginn Árið 1958 27. júní komu sainan nokkrir fatlaðir cinstaklinar, um það bil 20 manns, í Skátaheimilinu við Snorrabraut og stofnuðu félag fatlaðra. Þeir sem stóðu að stofnun þess höfðu þá trú að fatlaðir vissu best sjálfir hvað gera þyrfti til úrbóta svo þeir yrðu fullgildir þjóðfélags- þegnar. Aðalhvatamaður var Sigur- sveinn D. Kristinsson og fleiri. Hafði hann stofnað félag fatlaðs fólks á Siglufirði lOunda sama mánaðar, og hafði því verið gefið nafnið Sjálfsbjörg. Lagði hann til að félagið í Reykjavík hlyti sama nafn. Markmið félagsins er að efla samhjálp hinna fötluðu, vinna að auknum réttindum þeirra og bættri Sigursveinn D. Kristinsson í jafnréttisgöngu fatlaðra aðstöðu í þjóðfélaginu, svo sem því að: „Vinna að og vekja athygli sveitarstjórna í Reykjavík og ná- grenni. alntennings og ríkisvaldsins á því að beiur mætti fara um að- búnað. menntun. starfsþjálfun, atvinnuréttindi, bótaréttindi og önnur þau atriði. er stuðla geta að því að fatlað fólk geti lifað mann- sæmandi lífi". Félagið á sitt eigið húsnæði í Hátúni 12 og rekur alla sína starf- semi þar. svo sem félagsfundi, námskeið. föndur og fleira. í félaginu eru nú 024 aðalfélagar og 549 styrktarfélagar, allir þeiri sem vilja geta orðið styrktarfé- lagar. Fréttablað Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni er gefið út þrisvar á ári. Félagið rekur eigin skrifstofu að Hátúni 12 og er hún opin frá mánu- degi til föstudags á venjulegum skrifstofutíma. Félagið ntun minnast þessara tímamóta á margvíslegan máta á árinu og byrjar rneð afmælisfundi sunnudaginn 26. júní í Lækjar- hvammi að Hótel Sögu kl. 15.00. Stjórn félagsins skipa nú: Trausti 'Sigurlaugsson form., Sigurður Björnsson ritari, Guðríður Ólafs- dóttir gjaldk., Sigurrós M. Sigurj- ónsdóttir varaform. og Óskar Jón Konráðsson vararitari. -Ig. Heiðraði lesandi! Ekki vill svo ótrúlega til, aö þú hafir yfir aö ráöa hús- næöi til ráðstöfunar frá og meö 1. ágúst, því mér er farið að líða eins og útskúfaöri sál fyrir luktum dyrum himnaríkis í þessari endalausu húsnæöisleit. Ef ti! kæmi vinsamlegast hafiö samband viö mig í síma 81611 á vinnustað eöa heima 10242. Dóra Kondrup IMYTT VÖRUMERK! YFIR Arfells-skilrúm — hilluskilrúm — skapa- skilrúm — handriðseiningar úti og inni og húsgögn 1000 MOGULEIKAR Sýning laugardag kl. 9-4 ATH. Hafið með ykkur mál og þið fáið hönnun á staðnum. Á rmuia 20 — Símar: 84630 og 84635 Kaupið 19. júní Lesið 19. júní Takið 19. júní með í ferðaiagið. Lausar stöður hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg viil ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör skv. kjarasamningum. • Staða felagsraðgjafa á hverfaskrifstofu fjöl- skyldudeildar, Asparfelli 12, frá 1. sept. n.k. Um- sóknarfrestur til 13/7. Upplýsingar gefur yfirmaöur fjölskyldudeildar í síma 25500. • Tvær stöður við almenn skrifstofustörf hjá Borgarbókasafni (uppl. veittar á skrifstofu Borg- arbókasafns í síma 27155) og hjá Dagvistun barna (uppl. veittar hjá Dagvistun í síma 27277). • Staða umsjónarfóstra v/ Dagvistarheimilin. • Stöður fóstra hjá: - Múlaborg - Ösp - Staðarborg - Skóladagh. Auðarstr. 3 - Tjarnarborg Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu, auk almennra persónu- legra upplýsinga. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö fyrir kl. 16.00, föstudáginn 8. júlí 1983. Kennarar athugið Kennara vantar að Brekkubæjarskóla á Akranesi, 7. og 8. bekk. Kennslugreinar: Raungreinar og tungumál. Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Upplýsingar veitir yfirkennari í síma 93-2563 og formaður skólanefndar í síma 93-2547. Umsóknir ber- ist til þeirra. Skólanefndin. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Fríðu Ingimundardóttur Klúku, Bjarnarfirði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.