Þjóðviljinn - 25.06.1983, Síða 9

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Síða 9
Helgin 25.-26. júnf 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 crlcndar baekur Alfred Döblin Alfred Döblin: Babylonische Wandrung oder Hochmut kommt vor demFall. Roman. Deutscher Taschenbuch Verlag 1982. Alfred Döblin var af gyðingaætt- um, fæddist 1878, starfaði sem taugalæknir í Berlín,átti hlut að ex- pressionista tímaritinu „Der Sturm". Daginn eftir ríkisþinghús brunann í Berlín, 28. febrúar 1933 hvarf hann brott úr borginni, vinir hans höfðu varað hann við því að hann yrði handtekinn. Hann fór um Stuttgart og yfir svissnesku landamærin hjá Kreuzlingen. Flóttinn bjargaði honum frá pyntingum og dauða. Hann hafði sett saman bækur þar sem skoðanir hans á nazismanum komu skýrt fram. í „Berlín Alexanderplatz", 1929, mátti greina álit hans á hver framvinda mála yrði í Þýskalandi og hvert stefndi. „Wissen und Ve- rándern" frá 1931, var hugvekja ætluð til þess að sameina menn um andstöðu gegn ógnum frá hægri og vinstri og hvatning til þess að sam- einast í and-marxískum sósíalisma gegn ofstækisöflunum. Nasistar þekktu skoðanir hans og lögðu á hann ofstækisfullt hatur. Þetta hatur göturennulýðsins kom síðan glögglega í ljós í maí þetta vor, þegar skríllinn óð urn og rændi og ruplaði bókum bestu þá- verandi höfunda Þýskalands og brenndi. Döblin hélt til Zúrich, þar var mikill fjöldi flóttamanna frá Þýska- landi. Hann hafði haft með sér frá Berlín fyrstu drög að skáldsögu, sem hann hafði byrjað á í Berlín 1932. Hugmyndin kviknaði 1932, um fornan babylónskan guð, sem neyðist til þess að stíga af hásætis- himni sínum niður á jörðina til þess að afplána fornar syndir. Döblin segist ekki hafa áttað sig í fyrstu um hvað væri að ræða. Þegar hann byrjaði á sögunni sá hann til- ganginn, þetta var saga hans sjálfs, flóttinn og útlegðin og afplánun synda, sem hann gerði sér ljósa grein fyrir, eftir því sem leið á söguna. Þrátt fyrir hina ískyggilegu at- burðarás í Þýskalandi áleit Döblin ásamt fleiri þýskum rithöfundum, að sigur Hitlers yrði skammær, sem byggðist á skyndilegu upphlaupi pöpulsins, sem myndi innan skamms hjaðna niður og ýmsir á- kveðnustu andstæðingar nasism- ans, svo sem Toller og Barlach ólu með sér þá skoðun um tíma, hvort ekki væri skynsamiegast að berjast gegn „brúnu pestinni" innanfrá, yfirgefa ekki landið, heldur taka upp baráttuna þar. Þeir góðu menn áttuðu sig ekki á því, að þegar skríl- linn hefur náð völdunum, lætur hann þau alls ekki af hendi og til þess að halda þeim, neytir hann allra bragða. Þetta sýndi sig greini- lega 1933. Döblin vann að skáldsögu sinni á Zentralbibliothek fram í ágúst, hélt þá til Parísar og sat löngum á Ólafur, — ekki Egill Nafnabrengl varð hér í blaðinu í gær í texta með einni af myndum þeim? sem birtar voru úr ferð for- seta Isiands um Vestfirði. Þar var sagt að á myndinni tækjust í hendur Egill Ólafsson og Vigdís forseti. Þarna átti að standa Ólafur Egilsson og Vigdís forseti takast í hendur, og rugluðust nöfn þeirra feðga í prentverkinu, en voru rétt í handriti blaðamanns. Þá skal einnig leiðrétt að í frá- sögn af ferð forseta íslands um Austur-Barðastrandarsýslu nú í vikunni var Geiradalshreppur nefndur Geirhólahreppur. og var það prentvillupúkinn, sem þar komst einnig í spilið. Leiðrétting: Bibliothéque nationale og hélt áfram með skáldsöguna. Sagan var svo gefin út í Amsterdam, 1934. Heimur Döblins var í rústum. Þýskaland Schillers, Goethes, Lessings, Herders og Kants og arf- taka þeirra á 20. öld var troðið í svaðið af sorplýð, sem dró upp hanann á skammbyssunni, þegar hann heyrði orðið menning. Þessi undirdjúpalýður myndaðist við að réttlæta sig með fábjánalegri ídeo- lógíu. Þessi skáldsaga Döblins er upp- gjör hans við sjálfan sig og út- legðarsaga hans. Sagan er surreal- istísk, ekkert er öruggt og hvergi neitt finnanlegt, sem stenst. Sagan er full af gálgahúmor. hann fer í sögunni gegnum Evrópusöguna, ótal persónur og fyrirbrigði koma við sögu og allt verður á hverfanda hveli. Upplausnin verður algjör og hann átti sjálfur þátt í þessari upp- lausn, eins og goðið Konrad, sem er aðalpersóna skáldsögunnar hafði hann brotið lögmálið. Því fór sem fór. Þessvegna er rökrétt af- leiðing sektar hans, að hann gerist kaþólikki, eftir að hann er kominn til Bandaríkjanna 1940. Hann dvaldi um tíma í Þýskalandi eftir ____________________________________________________________________ styrjöldina (1946-53), en hvarf aft- Nasistarnir merktu gvðinga með gyðingastjörnu áður en þeir voru sendir í ur til Parísar 1953 og lést þar 1957. dauðalestirnar. Myndin er af fjölskyldu í Berlín. Við bíðum þín við brúarsporðinn! Skeljungur opnar um helgina glæsilega og fullkomna bensínstöð í Borgarnesi, á besta stað við Borgarfjarðarbrúna. Þar erum við tilbúnir að taka við þyrstum ferðalöngum úr öllum áttum og Borgnesingum að sjálfsögðu líka. Tilboð í tilefni dagsins í tilefni opnunarinnar gerum við útigrillmeisturum og áhugamönnum um gljáfægða og bónaða bíla tilboð sem þeir geta ekki hafnað: Við bjóðum grillkol og uppkveikilög með 40% afslætti. Við bjóðum Blue Poly bónvörurnar með 40% afslætti. Tilboðið stendur á meðan birgðir endast. Komdu við með galtóman tankinn, við sjáum um framhaldið með bros á vör! Shellstöðin Borgamesi Skeljungur h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.