Þjóðviljinn - 25.06.1983, Side 12

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Side 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. júní 1983 „Ég hef alltaf verið rót- tækur66 ✓ mhg rœðir við Sigurð Arnason, austfirskan Hvergerðing, um sitt hvað sem d daga hans hefur drifið á attatíu ára jarðlífsgöngu. -Já ætli þaö ekki. Ég er víst áttræöur núna á sunnudaginn. Mér er sagt aö ég sé fæddur á Þuríðarstöðum í Eyvindarárdal 26. júní 1903. Og ég hef svo sem ekkert verið að rengja það. Þetta segir nú Sigurður Árnason, austfirskur kjarnakarl, sem raunar hefur búið í Hveragerði mörg hin síðari árin. - Ég er víst sföasta mannveran, sent fæddist í þessu koti. Móöir mín var þarna ógift vinnukona og fæddi mig. ef svo tná aö oröi komast, í skjóli hennar Guörúnar sálugu, sem þarna bjó. Faöir hennar fórst í krapablá uppi á Hólsfjöllum. Er mikill ættbálkur frá þessu fólki. Þaö vildi nú svo til að ég var toöur- laus, en þaö hefur nú hent fleiri góöa menn, bæði fyrr og síöar. Ég er því kenndur viö Árna afa minn og hef löggilt bréf upp á það. Á Þuríöarstööum var engin kýr svo þaö varð aö fá mjólkurlekann fráööru heimili. En þarna vartcilu- verð gestanauö, var mér sagt, því bærinn lá viö veg þeirra, sem voru að fara í hvalinn í Mjóafiröinum. Fór snemma að flakka Ég lagöist snemma í flakk, var ekki ársgamall þegar móöir mín flutti meö ntig frá l'uríðarstööum aö Refsmýri í Fellum. Þaðan fórum viö aö Ormsstöðum og þar man ég fyrst eftir mér. Berklaveikin óö þá uppi og lengi síðan. Eitt systkin- anna á Ormsstööum var nteö berkla. Hin systkinin máttu ekki koma nærri því vegna smithættu en ekkert var urn þaö skeytt þótt ég umgengist sjúklinginn. En þaö hrein ekkert á mér. Þessa minnist ég nú ekkert, en þarna voru vinnuhjú sunnan af landi. Börnum hjónanna voru gef- in lömb en ég féisk ekkert. Hef ég áreiöanlega fundicf til þess aö vera þannig afskiptur. Ég þá er það sem þessi sunnlensku vinnuhjú sjá aumur á mér og gefa mér lamb. Þau hafa líklega átt þarna íáeinar kindur. Ég ætla ekki að reyna aö lýsa fögnuöi mínum yfir lambinu, en síðan hef ég alltaf blessað þessi vinnuhjú, sem af fátækt sinni gáfu litla drengnum lamb. Og ennþá höfðum við móðir mín vistaskipti og nú var farið í Fjallssel til Einars Eiríkssonar frá Bót. Hann var oddviti og gagnfræðingur frá Möðruvöllum. Það þótti mikil og góð menntun og var það. Á Möðruvöllum læröi Einar nt.a. að sá í vermireiti. Og það gerði hann þegar heim kom. Sáði til rófna. Og það voru góðar rófur. Einar var merkismaður. Þarna eignaöist móöir mín annan strák, með vinnumanni. Meira varð nú ekki úr því og fór móðir mín frá Fjallsseli árið eftir en ég varö kyrr. Viö hittumst svo aftur á Hafrafelli í Fellum, einmitt þar sem ég varö nú til í upphafi þótt ég fæddist annarsstaðar. Ekki varö dvöl okkar á Hafra- felli nema eitt ár en þaðan fóruin viö í Heiöarsel og þar giftist móöir mín bóndanum, Gunnlaugi Oddsen. Vorunt við þá, á fáum árum, búin að flytjast á milli fimm bæja en nú mátti loks búast við að viðstaðan yrði lengri. Fermingunni varð aldrei lokið - Hvað með nám þitt á þessum árum, var það ekki af skornum skammti? - Sjálfsagt þætti þaö nú til dags en þó var þetta alveg furða. Þegar ég var H) ára fór ég í farskóla á Ekkjufeili. Þá mátti kennski heita að ég væri nokkurnveginn læs en alls ekki skrifandi og stutt kominn í stæröfræðinni. Á Ekkjufelli var ný- byggt steinhús. Við sváfuni í eins- konar baðstofu og þar var svo kalt að sængurfötin frusu við veggina. Þarna var ég hjá góðum kennara í 11 vikur og finnst ég hafa lært mikið. Síðan var ég í farskóla tvo mán- uöi á hverjum vetri fram að ferm- ingu. Ég þótti víst nokkuð upplits- djarfur og hálf ódæll en það er ó- trúlegt hvað hægt var að læra hjá góðum kennurum í þessum far- skólum. Sr. Vigfús, síðar prestur í Eydöl- um, fermdi mig en lauk því aldrei að fullu því altarisgangan fórst fyrir. Síðar var ég svo í Eiðaskóla og er gagnfræðingur þaðan. Eftir ferminguna var ég svo vinnumaður hér og þar m.a. hjá Birni Hallssyni, alþingismanni á Rangá. Hirti fyrir hann féð þegar hann var á þingi. Dansað í þrjár nætur Svo andast nú stjúpi minn og ég fer að búa í Heiðarseli með mömmu. En ég var ekki við eina fjölina felldur. Jafnhliða bú- skapnum fékkst ég einnig við járn- og trésmíðar og reisti byggingar hér og þar en var réttindalaus. Það var nógur vinnukraftur heima svo ég gat verið á faraldsfæti. Og því ,Ég varð aldrei peningamaður, kunni einhvernveginn ekki á það“. Mynd Leifur víir það, að ég brá mér til Akur- eyrar áriö 1929. Þar vann ég við að byggja verslunarstórhýsi Kaupfé- lagsins, sem þá var í smíðurn. Var svo í kaupavinnu um sumarið austur í Þingeyjarsýslu, m.a. hjá Þórólfi í Baldursheimi. Um haustið fór ég aftur til Akur- eyrar og var hálfvegis að hugsa um að setjast þar að. Gat fengið vinnu viö miðstöðvarlagnir hjá Kaupfé- laginu. Það varð þó úr aö ég færi aftur austur ásamt austfirskum kunningja mínum, sem var á Akur- eyri. Viö fórum á skíðum og höfðurn kompás meðferðis, okkur til halds og trausts. Okkur datt í hug að koma við á Eiríksstöðum á Jökuldal. Þar var ball og stóö það í þrjár nætur. Fólk fór heim að morgni en kom aftur að kvöldi og tók þá til þar sem frá var horfið. Það kom auðvitað ekki til mála að yfirgefa staðinn meðan á þessunt hátíðahöldum stóð. Ég dansaði allar næturnar við sömu stelpuna en hef aldrei séð hana síð- an. Maður varstaddur þarna á ball- inu, sem mun hafa haft áhuga á því að dansa við þessa stelpu og skil ég það vel. en ég hleypti honum aldrei að. Aftur á móti seldi ég honum skíðin mín að skilnaði. Seldi þau á 9 kr. eða fyrir sömu upphæð og ég keypti þau á. En andvirðið hef ég aldrei séð. Fór ekkert fram á að skíðin væru borguð út í hönd. Og kannski hefur það bara verið sann- gjarnt að hann fengi þau fyrir ekk- ert eftir það, sem á undan var gengið. Fer að gera gúmmískó - Og var nú tekið til við bú- skapinn? - Já, þegar ballinu loksins lauk, stelpan horfin og ég búinn að ,.selja“ skíðin fór ég heim í Heiðar- sel. Ég var þó stopull við bú- skapinn eins og áður, en stundaði allskonar smíðar hér og þar, m.a. brúarsmíði. Mannmargt var heima svo ég þurfti ekki að vera þar að staðaldri. Meðal þess sem ég tók mér fyrir hendur var að stofna gúmmískógerð og var með þeini alfyrstu, sem fitjuðu upp á þvílíkri iðn. En það var hálf bölvað að eiga við þetta í þrengslunum í torf- bænum. Nú, ég var laus og liðugur, þrátt fyrir allan dansinn á Eiríksstöðum og ekki beint þörf fyrir mig heima svo ég brá á það ráð að „fara suður" með manni, sem ég var kunnugur. Hélt ferðinni áfrant þar til komið var austur yfir Hellis- heiði. Þar hitti ég mann, sem hvatti mig til þess að setja upp gúmmí- skógerð á Selfossi. Varð úr að ég gerði það og hafði nóg að starfa, tók meira að segja menn í vinnu og meðal þeirra, sem hjá mér unnu, var Kjartan Sveinsson frá Fossi. Hitti konuefnið Einu sinni segir Kjartan við mig: „Nú erum við, nokkur hópur, að fara austur í Mýrdal, þú kemur með". „Ég þarf nú að þvo mér fyrst og helst að raka mig líka," segi ég. Kjartani fannst það óþarfi og segir: „Uss, þú getur rakað þig austur í Mýrdal hjá henni systur minni". Það var Framsóknarfélagið í Hver- agerði, sem stóð fyrir þessari ferð en formaður þess var þá Sveinn heitinn Steindórsson. - Og þú fórst með? - Já, ég dreif mig með þeim austur og sé ekki eftir því. Við sváf- um í hlöðu á Fossi og þar skriðu á okkur einhverjar kolsvartar helvít- is pöddur, sem voru í heyinu. Kann ég engin skil á þeim kvikindum. Segir nú ekki frekar af dvölinni í Mýrdalnum en í bakaleiðinni klifr- uðum við uppí Paradísarhelli. Meira að segja Árný blessunin Fil- ipusdóttir fór það og þótti mér það vel gert hjá henni. Við höfðum veður af balli á Strönd á^ Rangárvöllum. Og auðvitað forum við þangað. Ballið á Strönd reyndist afdrifaríkara fyrir mig en ballið á Eiríksstöðum þótt það stæði ekki eins lengi því þarna hitti ég unga stúlku, Ónnu Guðjónsdóttur frá Brekkum í Hvolhreppi, en hún varð svo kon- an mín. Ég held bara að við höfum eiginlega trúlofast þarna á ballinu. Við reyndum svo að hafa samband öðru hvoru um sumarið en um haustið fór hún á vertíð til Vest- mannaeyja. Ég baukaði hinsvegar áfram við skógerðina. Búskapur og félagsstörf Þegar við hittumst svo um vorið kom okkur saman um að flytja austur í Heiðarsel. Ég lenti bráð- lega í ýmsu félagsmálastússi, enda kannski eitthvað gefinn fyrir það. Var m.a. í hreþpsnefnd í Hróars- tungunni, í stjórn búnaðarfélagsins og Brynjólfur Bjarnason gerði mig að fræðslumálastjóra í-sveitinni, skipaði mig formann skólanefndar. Traktorarnir voru nú að ryðja sér til rúms. Það var enginn traktor til á Héraði en við fengum hann lánaðan neðan af Seyðisfirði. Mér fannst endilega að búnaðarfélagið þyrfti að eignast traktor og lagði til að félagið keypti hann. En þeir voru nú aldeilis ekki á því sumir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.