Þjóðviljinn - 25.06.1983, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Qupperneq 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. júní 1983 Sif Jón Vióar Soloþenur raddböndin af snilld í Höllinni aöfaranótt þjóðhátíðardagsins, en senuþjóf urinn var þó gítarleikarinn f innski Jimi Sumen. Myndina tók Leífur. dings kemur í veg fyrir til- breytingarleysi sem oft er áberandi í hljóögerföri músik. Hápunktur hljómleikanna fannst mér þó vera þegar sveitin í lokin brá undir sig rokkfætinum og gítarleikarinn tók sprett í stíl nafna síns heit- ins Hendrix og lék á hljóöfær- ið jafnt meö fingrum sem tönnum. Þaö sem setti strik í reikninginn í sambandi viö þessa ágætu hljómleika, þar sem hljómlistarmennirnir gerðu allir sitt besta (ég missti að vísu af issinu, en Q4U stóö sig þrælvel), var mann- fæöin. Hrædd er ég um aö skuldabagginn sé töluverður á innflytjandanum, Metró- músik. Annars vargóðmennt, en mikiö ansi fannst mér van- ta í áheyrendahópinn dálítið - eöa helmingi - eldri „ung- linga“. Hvar eru gömlu hipp- arnir sem þóttust hafa svo mikinn áhuga á músik hérna í „denntíö"? Hér meö skora ég á ykkur aö hressa upp á andann og víkka sjóndeildar- hringinn og mæta betur á rokkkonserta í framtíðinni - og tækifæriö er á næstu grös- um: Kíkið á greinina hér fyrir neöan. Gömlu félagar, sjáumst í Höllinni um næstu helgi - látum ekki „börnin" vera ein um hituna! A daegurmál (sígi Þrœlgóðir hljómleikar: Classix Nouveaux er hörku- hljóm- sveit! Þeir mörgu sem heima sátu urðu af góðri skemmtun Hljómsveitin Classix Nouveaux, sem hér kom fram á hljómleikum daginn fyrir þjóðhátíö, kom a.m.k. undirritaðri þægilega á óvart með flutningi sínum í Laugardalshöll. Hér eru á ferð góðir hljóöfæraleikarar og t.d. gítarleikarinn þeirra, Finninn Jimi Sumen, er næsta magnaður, bæði sem hljóðfæraleikari og „sjómaður" („show man“). Honum tókst jafnvel að stela senunni frá hinum sérstæðaoggóöa söngvara og aðalmanni hljómsveitarinnar, Sai Solo. Músikin hjá Classix Nouve- aux er ekta popp þar sem hljóðgerflar eru mikiö notaðir, en á smekklegan hátt (S. Paul Wilson), og vel kryddað meö gítarsólóum Jimis og kraft- mikill trommuleikur B.P. Hur- Andrea Echo and The Bunnymen, Egó, Grýlurnar og Deild 1 í Höllinni á laugardaginn kemur: Þá er loksins komiö að því aö breska hljómsveitin Echo and the Bunnymen konii hingaö til lands og leiki hér á tónleikum. Það hef- ur veriö nokkuö þrálátur orörómur á sveimi síöastliðin tvö ár um að hljómsveitin væri á leiðinni til landsins. Þaö má því segja aö tími sé til kominn aö þeir láti sjá sig hér á landi. Hljóm- sveitin mun halda tónleika í Laugardalshöll á laugardaginn kemur, 2. júlí. Auk Echo and thc Bunnymen munu Grýlurnar, Deild 1 og Egó koma fram, þannig aö þetta veröa engir smáræöis tónleikar. Svona í framhjáhlaupi má geta þess aö Egóinu hefur bæst nýr liðsmaður og heitir sá Gunnar Rafnsson og var áður í hljóm- sveitinni Kikk. Echo and the Bunnymen var stofnuð í Liverpool fyrir tæpum ftmm árum mitt í tónlistarhrær- tngunum miklu í Bretlandi. Hljómsveitin skipaði sér furðú skjótt í hóp athyglisverðustú hljómsveita Breta og er af mörg- um talin í dag eitt það besta sem Echo and the Bunnymen verða aðalnúmerið á tónleikunum í Höllinni á laugardaginn kemur. Hér troða þeir snjóinn í óbyggðum íslands. Stórtónleikar 2. júlí kom fram í umróti pönkbylgjunn- um mitt ár 1980 og hlaut einróma og lícho and the Bunnymen hlutu ar. Fyrsta breiðskífa hljóm- lof í bresku músikpressunni. Það er frekar fátítt í Englandi því sveitarinnar, Crocodiles, kom út að hljómsveit fái jafn almennt lof tónlistarblöðin þar fylgja nokkuð ákveðinni stefnu og eru frekar treg til að viðurkenna aðrar stefn- ur en þá sem blaðið aðhyllist. Crocodiles naut mikilla vinsælda í Englandi og komst hátt upp á lista yfir vinsælustu plöturnar. Önnur plata hljómsveitarinn- ar, Heaven up there, var gefin út í júní 1981 og fór rakleiðis inná topptíu. Platan hlaut samahól og Crocodiles og er ég ekki frá því að Heaven up there sé ein besta breiðskífa sem út kom árið 1981. Þrátt fyrir miklar vinsældir í Englandi var hljómsveitin nánast óþekkt hér á landi. Það var ekki fyrr en með Porcupine sem út kom á þessu ári að orðspor hljómsveitarinnar fór að breiðast út hér heima. Einkanlega var það lagið „Cutter“ sem ruddi brautina fyrir vinsældum hljóm- sveitarinnar hér á landi. Hljómsveitin hefur haldið ótölulegan fjölda tónleika á ferli sínum og má segja að hún hafi verið á faraldsfæti frá því að hún var stofnuð. Hingað kemur hljómsveitin eftir tónleikaferð um Bandaríkin og eftir tón- leikana í Höllinni heldur hún til Hróarskeldu en þar verða Echo and the Bunnymcn eitt aðalnúm- erið á hinni árlegu Hróarskeldu- hátíð. Það þarf varla að taka það fram að allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta í Höllina þann 2. júlí því það er langt síðan jafngóða gesti hefur borið að garði. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og kostar hver miði 390 krónur. Verða miðar seldir í öllum hljóm- plötuverslunum Fálkans, Karna- bæjar, í Gramminu og í Skífunni. JVS.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.