Þjóðviljinn - 25.06.1983, Side 17
Helgin 25.-26. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
unslingasíðan
Umsjón Helgi Hjörvar
Eins og fiestum er kunnugt er
ekki til ver launaðri né ver
þokkaðri „vinna“en
„unglingavinnan". Reyndar
heitir hún vist „vinnuskóli"
Reykjavíkurborgar en það er hið
mesta öfugnefni og sennilega
upp fundið af einhverjum
landsfrægum „húmorista".
Laun (svo virðulegt heiti hæfir
varla þessari lús) eru kr. 30 á
klst. hjá 14 ára en 35 hjá 15 ára.
Auk þessa telst það
barnaþrælkun ef 14 ára
unglingsgrey ligguríleti meiren
4 klst. daglega og einnig telja
fróðirmennaðhvorki 14né15
ára unglingum sé hollt að
flatmaga lengur en í tvo mánuði
hvert sumar á túnskæklum
borgarinnar.
Vinnuskóli
Reykjavíkur-
borgar
Lífið er stutt
en áður en
Grasmaðkurinn dó
eignaðist hann ánamaðk.
Rönguður
Það er í lagi að skrifa undir
dulnefni en fullt nafn,
heimiiisfang og símanúmer
verður að fylgja!
Rás Steinars hf
Það sem Sigurður Aðalheiðar-
son Magnússon skrifaði um ný-
ráðinn útvarpsstjóra Rásar 2 var
bara það sem allir tala um. Það vita
allir sem fylgjast með músík að
Þorgeir Ástvaldsson kemur fram
sem útbreiðslu- og auglýsingastjóri
Steinars h/f. Hann söng líka inn á
plötuna Valli & Víkingarnir fyrir
Steinar h/f. Það átti að vera einhver
leynihljómsveit „a la Stuðmenn".
Undirleikararnir voru úr hljóm-
sveit Péturs Kristjánssonar núver-
andi forstjóra Steinars h/f. Þorgeir
var mjög hlutdrægur í „spilun" á
þessari plötu, eins og öllum plötum
sem hann kemur nálægt.
Það var líka rétt hjá Sigurði
Aðalheiðarsyni Magnússyni að
Þorgeir er löngu staðnaður (músík-
inni. Hann spilar eingöngu lélegt
skallapopp. Pönk, reggí, og öll
framsækin rokktónlist er alveg út-
skúfuð úr hans sjóndeildarhring.
Þetta vita allir sem vilja vita.
Ég veit að Rás 2 verður í raun
stöð Steinars h/f, líkt og poppþættir
dagblaðanna, vinsældalisti DV og
útvarpið. Þetta kemur því ekkert
|dð hvort Þorgeir er góður strákur,
eins og Helga dagskrárstjóri vill
meina. Pétur Pönkari
Ljóð
Einu sinni var
rautt fiðrildi
sem flögraði um
og lenti í œvintýrum.
Lífið er stutt
en fiðrildið rauða
eignaðist afkvœmi
- Grasmaðk -
Grœnan Grasmaðk
sem skreið um
og missti af flestum
œvintýrunum.
„Opinn
skógur”
Við hittum nokkra hressa
krakka upp við Rauðavatn og
tjáðu þau okkur að nú væri
heldur betur að færast fjör í fé-
lagslífið í Vinnuskólanum. Þau
væru á kafi í undirbúningi og
sífellt væru að koma fram nýjar
og nýjar hugmyndir að bættu
félagslífi í Vinnuskólanum.
Þau sögðu aö stefnt væri að því
að halda keppnir í ýmsum íþróttum
(fótbolta, brennó, kílóo.fl.). Einn-
ig hafa þau hugsað sér að efna til
„opins skógar" unt miðjan júlí. Þá
vilja þau láta helga félagslífinu einn
dag þar sem allir krakkarnir í
þeirra deild innan unglingavinn-
unnar gætu hist. Aö kvöldi þessa
dags vilja þau fá að halda diskótek.
Þau sögðu einnig að upp hefði
komið sú hugntynd hvort allur
Vinnuskólinn (u.þ.b. 1200manns)
gæti ekki farið eitthvert út fyrir bæ-
inn t.d. Viðey eða Heiðmörk.
Pétur pönkari segir Þorgeir löngu
staðnaðan í músíkinni!
Já er það nema von að maður
spyrji! Þetta (hversu undarlega
sem það kann að hljóma) er heiti á
hinni sögufrægu unglingavinnu,
sem mikið hefur verið skrifað og
skrafað um seinustu vikur og það
ekki að ástæðulausu. Þetta er illa
launuð vinna, unglingarnir (flestir)
leggja sig þar af leiðandi lítið fram
og fer leti þeirra afskaplega fyrir
hjartað á mörgum góðborgurum.
Okkur fannst sjálfsagt að gefa yfir-
manni „Vinnuskólans" tækifæri á
því að svara fyrir sig. Sá maður
heitir Hjálmar Guðmundsson og
lögðurn við fyrir hann nokkrar
spurningar.
Us: Hvert er markmið „Vinnu-
skóla“ Reykjavíkurborgar?
Hjálmar: Það hefur nú aldrei
verið skilgreint. Ætli það sé ekki að
gefa unglingunum tækifæri til að
vinna sér inn peninga og bjarga
þeim frá götunni.
Us: Hvar starfa krakkarnir og
við hvað?
Hjáimar: Þau starfa við ýmis-
konar snyrtingu gróðurs á útivist-
arsvæðum borgarinnar (Miklatúni,
Hljómskálagarðinum o.s.frv.),
einnig við að gróðursetja tré uppi í
Heiðmörk, og margir vinna einnig
við leikvelli skólanna og íþrótta-
velli, það eru líka nokkrir að vinna
í görðum hjá ellilífeyrisþegum og
að lokum er líka fólk frá okkur á
Iljálmar Guðmundsson,
stjóri Vinnuskólans.
skóla-
gæslu- og starfsvöllum borgarinnar
við að sinna þeim er þar koma.
Us: Hversu margir hafa skráð sig
í „vinnuskólann“?
Hjálmar: Það eru eitthvað um
1050 manns.
Us: Nú höfum við heyrt það á
skotspónum að 14 ára unglingum sé
meinað að vinna lengur en í fjórar
klukkustundir á dag og einnig að
hvorki 14 né 15 ára unglingar fái að
vinna lengur en í tvo mánuði. Er
þetta rétt og þá hvers vegna?.
Hjálmar: Þetta er rétt. Þetta er
líklega svona af tveimur ástæðum.
Bæði vegna þess að það þykir
kannski heldur mikið að láta ung-
lingana vinna lengur og einnig af
fj árh agsástæð u m.
Us: Nú eru nokkrir hópar t.d. að
gróðursetja plöntur báða mán-
uðina mcðan aðrir eru að reyta
arfa. Að flestra mati er ólíkt
skemmtiiegra að gróðursetja. Er
ekki möguleiki á „skiptivinnu"
þarna?
Hjálmar: Jú möguleikinn er fyrir
hendi, en þetta hefur verið reynt og
gaf ekki góða raun. Afköstin
minnkuðu þó nokkuð. Það tekur
nefnilega upp undir heila viku að
læra aö gróðursetja tré.
Us: Nú er „vinnuskólinn" stund-
um kallaður „lctigarðurinn" og
kafnar vissulcga ekki undir nafni.
Hver er þín skýring á þessu?
Hjálmar: Þetta er eins og annars
staðar, sumir eru dugmiklir og
drífa hina með sér en aðrir eru latir
til allrar vinnu og hefur þaö oft
mjög slæm áhrif, sérstaklega í stór-
um hóp unglinga. En einnig má
nefna að það eru helst til margir
krakkar á hvern verkstjóra.
Við œtlum í Þórsmörk 1.-3. júlí
KEMURÐU MEÐ?
Skráningarsími: 17300
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Hvaða fyrirbæri er það.