Þjóðviljinn - 25.06.1983, Side 19

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Side 19
Helgin 25.-26. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 1. afborgun hjá SÁÁ Þann 5. júní var fyrsti gjalddagi gjafabréfanna í landssöfnun SÁA, sem nú stendur yfir. Samkvæmt skilmálum bréfanna voru tíu þeirra dregin út hálfum mánuði síðar. Hafi eigendur þessara bréfa greitt fyrstu afborgun skilvíslega fá þeir í verðlaun vöruúttekt að verðmæti kr. 100.000. Vegna þeirra fjölmörgu, sem samþykktu bréf sín rétt fyrir gjald- daga og hafa ekki fengið gíróseðla í hendur nógu fljótt, hefur stjórn SÁÁ ákveðið að framlengja skila- frestinn til föstudagsins 1. júlí nk. Allir, sem hafa greitt fyrstu afborg- un að kvöldi þess dags, eiga því rett til vinnings í fyrsta útdrætti. Vinningsnúmerin, sem eru inn- sigluð og geymd hjá borgarfóget- anum í Reykjavík, verða væntan- lega birt þriðjudaginn 5. júlí. 200 meina- tæknar þinga Um 200 meinatæknar eru þcssa dagana á norrænu móti hér á landi, cn slík mót eru haldin annað hvert ár, til skiptist í hverju Norðurland- anna. Þetta mót stendur til 26. þ.m. og verða fluttir fjöldi fyrirlestra, flest- ir af íslenskum meinatæknum, sem eru meirihlutinn þeirra sem sækja mótið. Þá verður farið í skoðunar- ferðir á rannsóknarstofur sjúkra- húsa. Meinatæknafélag íslands telur nú 326 félagsmenn, en námið sem nýlega var tekið til gagngerðrar endurskoðunar, er 3 ár og fer frain í Tækniskóla íslands. Norrænu félögin undirbúa- fnðarrað stefnu Samtök Norrænu félaganna héldu nýlega aðalfund sinn í Osló og voru þar mættir fulltrúar frá öll- um sjö Norrænu félögunum á Norðurlöndum. Fulltrúar íslands voru Hjálmar Ólafsson, formaður Norræna félagsins á íslandi, Ólafur Guðmundsson og Elísabet Svavars- dóttir frá Egilsstöðum. Á fundinum var ákveðið að efna til ráðstefnu um friðar- og öryggis- mál og gefa þingmönnum allra stjórnmálaflokka á Norðurlöndun- um kost á að fjalla um friðarmál. Þessar áætlanir verða kynntar for- sætisnefnd Norðurlandaráðs og framkvæmdastjórum stjórnmála- flokka sem hittast í Færeyjum 27.- 30. júní í fyrsta sinn allir saman. Þá var fjallað um svæðaskrifstofur, fyrirhugaða norræna stofnun á Grænlandi, sjónvarpsmál og fleira. Tuure Salo frá Finnlandi var endurkjörinn formaður samtak- anna og Hjálmar Ólafsson vara- form. þs. bridsc Séð yfir spilasal Bridgefélags Hreyfils, frá heimsókn norsku gestanna til Hreyfilsmanna um daginn. Mjög athyglisverð tilraun hjá þeim ' Hreyfli. Ný andlit í Sumarbridge Metþátttaka var í Sumarbridge sl. fimmtudag í Uomus. Alls mættu 64 pör til leiks og var spilað í 5 riðlum. Urslit urðu þessi: A) stig Steinunn Snorrud.— Þorgerður Eyjólfsd. 252 Valgcrður Eiríksd.- Hrafnhildur Jónsd. 247 Arni Magnússon- Jón Stefánsson 238 Alda Hansen- Stefán Guðntundsson 234 B) Esther Jakobsd.- Guðmundurl’éturss. 194 Högni Torfason- Stcingrímur Jónass. 189 Jón Björnsson- Ingólfur Lillcndul 174 Bjarki Bragason- Bragijónss. 173 C) Ragnar Ragnarsson- Stefán Oddsson 204 Jónatan Líndal- Vilhjálmur Vilhjálmss. 189 Páll Valdimarsson- Valgarð Blöndal 185 Jón Steinar Gunnlaugss.- Guðjón Sigurðss. 167 D) Hallgrímur Hallgrímsson- SigmundurStefánss. 132 Hrólfur Hjaltason- Jónas P. Erlingss. 122 Ragnar Magnússon- Svavar Björnss. 121 E) Friðrik Guðniundsson- Hreinn Hreinsson 149 Jón Páll Sigurjónss.- Sigfús Ö. Árnason 132 Matthías Kjeld- Ólafur Jóhanness. 119 Meðalskor í A: 210 í B og C: 156 og í D og E: 108. Alls hafa nú 416 manns mætt á spilakvöld í Sumarbridge (4 kvöld), eða að meðaltali 52 pör á kvöldi. Sigtryggur Sigurðsson er enn efstur í Sumarbridge, með 8,5 stig en síðan korna 9 spilarar með 6 stig. Gefin eru 3 stig fyrir efsta sæt- ið í riðli á kvöldi, 2 stig fyrir 2. sætið og 1 stig fyrir 3. sætið (auk meistar- astiga Bridgesambandsins). Spilað verður að venju nk. fimmtudag og hefst spilamennska í síðasta lagi kl. 19.30. Allir vel- komnir. Noröurlandamót í yngri flokki Landslið okkar í yngri flokki hélt utan í gærkvöldi til keppni á Norð- urlandamótinu, sem hefst nú um helgina. Liðið skipa: Aðalsteinn Jörgensen, Stefán Pálsson, Hróð- mar Sigurbjörnsson, Karl Loga- son, Sigríður Sóley Kristjánsdóttir og Bragi Hauksson. Fyrirliði liðsins er Sigurður Sverrisson. Mótið verður með sama sniði og verið hefur undanfarin ár, þ.e. 2 lið frá hverju landi (yngra og eldra) nema fslandi. Alls því 9 lið, sem munu keppa á mótinu í Noregi. Umsjón Ólafur Lárusson Landsliðið okkar hefur æft þokkalega fyrir mótið, en búast má við að róðurinn verði því erfiður. þarsem þarna mæta nokkur af sterkustu liðunt heims í þessum aldursflokki. Nánar síðar. Bikarkeppnin Dregið hefur verið í 2. umferð í Bikarkeppni Bridgesambands ís- lands, sem nú stendur yfir. Eftir- taldar sveitir lentu saman: Brynjólfur Gestss. Self,- Runólfur Pálss. Rvík Karl Sigurhj.son Rvik- Vilhjálmur Þ. Pálss. Self. Valgarð Blöndal Self.- Þórarinn Sigþórss. Rvík Ásgrímur Sigurbj.son Sigluf.- Tryggvi Gíslason Rvík Olafur Lárusson Rvík- Sigmundur Stefánss. Rvík Hrannar Erlingsson Sell'.- Sævar Þorbjörnss. Rvík Stefán Vilhjálmss. Akureyri- Gestur Jónsson Rvík Árni Guömundsson Rvík- Einar Svansson Sauðárkr. Þær sveitir sem taldar eru á undan, eiga heimaleik. Búast má við að leikjum eigi að vera lokið fyrir ca. 20. júlí nk. Fyrirliðar eru minntir á að hafa samband við þátt- inn er leik er lokið, til að halda uppi einhverri spennu í mótinu (auk fréttagildis o.þ.h.). Vikuferð með Eddu Eins og fram hefur komið í bri- dgefréttum blaðanna, stendur til að farin verður hópferð með Eddu í september þarsem mönnum gefst kostur á að sameina skemmtilegt ferðalag og spennandi bridge- keppnir. Ekki þarf að fjölyrða um ágæti slíks feröalags, en þetta er tilraun sem vonandi tekst vel. Öllum kostnaði er haldið í algjöru lág- marki og um borð verður úrvals aðstaða, undir styrkri stjórn Guð- mundar Sv. Hermannssonar. Ferðin verður auglýst nánar síð- ar hér í þættinum, en þeir sem hafa áhuga (eru ákveðnir nú þegar) geta haft samband við Samvinnuferðir/ Landsýn og fengið þar línuna. Sögur úr sveitinni (bikarsveitinni...) Þar sem nú fer í hönd gúrkutíð í íslenskum bridge, og aðeins er keppt í Bikarkeppni næstu mán- uöi, ntá ætla að einhver skemmti- leg atvik eða spil hafi orðið á vegi þeirra sem taka þátt í Bikarkeppni B.í. Þættinum barst í hendur skemmtilegt bréf frá Stefáni Vil- hjálmssyni Akureyri, þar sem rak- in eru nokkur spil úr 1. untferð Bikarkeppni (úr leik milli Stefáns og sveitar Baldurs Bjartmarssonar Reykjavík). Um leið og þátturinn þakkar Stefáni framtakið, er skorað á fleiri að rissa niður áhuga- veröa punkta og senda þættinum hið snarasta. Og þá er bara að út- vega sér blað og blýant. Utaná- skriftin er : Þjöðviljinn, Síðumúla 6, 105 Rvík., merkt „Bridge". HARMONI: Stærð 150x200 cm, með útvarpi. ROMANS: Stærð 180 x 200cm, með náttborðum. Munið okkar hagstæðu greiðs/uskilmála. Jón Loftsson hf. HRINGBRAUT121 - SÍM110600

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.