Þjóðviljinn - 25.06.1983, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 25.06.1983, Qupperneq 20
Nr. 377 sunnudagskrossgatan 20 SIÐA - ÞJÓÐVILJLNN Helgin 2S.-26. júní 1983 Að fara til útlanda í flugvél hef- ur lengi verið meiri háttar þrek- virki fyrir morgunsvæfa. Á fimmtudagsmorgun fór einn úr fjölskyldu minni til Danmerkur og var meira en lítið spenntur. Hann er bara 8 ára. Flugvélin átti að leggja af stað kl. 8.15 og það þýddi aö farþegar áttu að mæta á Keflavíkurflugvelli kl. 7.15. Við sem fylgdum snáðanum þurftum því að leggja af stað upp úr kl. 6 og þ.a.l.. að vakna upp úr 5. Fað er óguðlegur tími. Sá litli var reyndar svo spennt- ur að hann vaknaði kl. 4 og byrj- aöi þá aö halda vöku fyrir öðrum á heimilinu. Svo dróst maður úr bælinu kl. 5 skjálfandi af kuldaog svefnleysi, hellti upp á kaffi og setti Mozart á fóninn. Sat síðan Vissirðu... að Jón Thoroddsen skáld var danskur dáti á yngri árum. að Ólafur Thors var skírður Ólafur Tryggvason og í höf- uðið á kónginum sem kristn- aði íslendinga. að Matthías Á. Mathiesen við- skiptaráðherra og Geir Gunnarsson þingmaður Al- þýðubandalagsins lásu saman undir stúdentspróf. að Pétur Pétursson þulur er þannig tengdur bræðrunum Jóni Múla og Jónasi Árnasyni að hann er tengdafaðir hins fyrra en svili hins síðara. að Steinn Steinarr var skálda- nafn. Hann hét í raun og veru Aðalsteinn Kristmundsson. að Fjalakötturinn í Aðalstræti hefur að geyma elsta bíósal sem vitað er um að enn sé til í heiminum. að Jón Sigurðsson forseti, þjóðfrelsisforinginn mikli, sat öll sín Alþing í gamla Mennt- askólanum við Lækjargötu. að afi Sveinbjarnar Beinteins- sonar allsherjargoða á Drag- hálsi var fæddur -1799 og væri því orðinn nær 200 ára gamall ef hann væri á lífi. að Sjálfstæðisflokkurinn gerði kosningabandalag við ís- lenska nasista í alþingiskosn- ingunum 1937. að Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsti kvenpresturinn og Hjördís Björk Hákonardótt- ir, fyrsti kvensýslumaðurinn, eru systradætur. að EinarOlgeirssonogBrynjólf- ur Bjarnason hófu sinn stjórnmálaferil í Alþýðu- flokknum. að þegar kratar höfðu hreinan meirihluta í bæjarstjórn fsa- fjarðar var bærinn kallaður Rauði bærinn. Óguðlegur tími sljór í eldhúsinu og horfði frarn í gráöiö og reyndi að gera að gamni sínu. Úti var hellirigning, grár himinn og hvergi nokkur hreyfing í I llíðunum. Úngi maðurinn vildi óður og uppvægur leggja af stað sem fyrst til þess að ná örugglega flugvél- inni. Eg spurði hvort liann væri heldur að fara til Bólivíu eða Kína eöa hvort viö þyrftum kann- ski að fara Fjallabaksleið? Flann sagðist nú bara vera að fara til Danmerkur Svo lögðum við í hann 10 mín- útur yfir 6 og ókum greitt, enda lítil sem engin umferö. Keflavík- urvegurinn var grátt og gljáandi strik í súldinni og vinnukonurnar hömuðust án aíláts. Snáðinn lék á als oddi, og við álverið byrjaði hann að spyrja hvort við værum ekki alveg að koma til Keflavík- ur. Þessarar spurningar var síðan spurt á þriggja rnínútna fresti. Svona var ég líka þegar ég var 8 ára og skildi piltinn því vei. Þrátt fyrir svefndrungann þennangráti morgun var reynt að halda uppi lágmarkssamræöum og tókst það nokkurn veginn. Ungur flugþjónn tók við patt- anum á flugvellinum og svo var hann horfinn inn í fríhöfnina. Ekki rigndi minna á baka- leiðinni en umferðin var heldur meiri. Ég dáðist í huganum að öllu því fólki sem tekst að vakna kl. 7 eða fyrr á hverjum morgni í svona veðri til að fara í vinnuna. Regndroparnir dönsuðu á vegin- um eins og þeir væru að spila villt trommusóló. Geisparnir urðu æ lengri og augnlokin þyngri. Kl. 7.30 vorum við komin heim ánýj- an leik, löngu fyrir okkar venju- lega fótaferóartíma. Hvers vegna rífa Flugleiðir fólk upp á rassin- um um miðjar nætur ef það vill fljúga til útlanda? Það er mér hul- in ráðgáta. En svona hefur það verið frá þvf að ég man fyrst eftir mér. Er við gengum inn í íbúðina litum við syfjulega hv.ort á annað með spurn í augum og fórum síð- an orðalaust í rúmið og steinsofn- uðum á augabragði. Mér tókst að vísu að vakna aftur og komast í vinnuna kl. 10, en dagurinn var hálfónýtur. Einhver hrollur var í mér allan daginn og syfjan ætlaði mig lifandi að drepa. Ekki bætti veðrið úr skák. Allan fimmtudag- inn rigndi eins og hellt væri úr fötu og skuggsýnt var í húsum þrátt fyrir þá staðreynd að nú er sól hæst á lofti, bak við skýin. Bændur á suðurlandi minntust lengi rigningarsumarsins mikla 1955. Ætlar þetta sumar að verða eins? Við getum víst ekki gert við því með góðu móti, en Flugleiðir ættu að athuga sinn gang. Það væri það minnsta. - Guðjón / 2 3 5r (p 7- 1 T~ 7 9 /<? // S? 7- /3 H- (? 7 7- V ?- 12 /2 ]<r V * y— /8 *> /2 2o 2/ 22 Úp // V /8 ¥ Ifí 9 27 /0 V 10 & /3 3 )H lf /o /fí /V f <3 27 lo V 13 io V l /3 V /fí W 2é, 7- 20 27 22 V /2 2o /7- lo /<7 lo V 1 Ifí /0 é> 20 20 V 12 s? JT~ /0 /3 (? /o y /3 / 6? V 2T~ Z!T / /2 ífí /0 (? 7 2 /3 /O 12 23 n 3o S? Ifí ZS' /3 20 2 r é /2 $2 12 22 31 7 27 h V 5 32 22 (? V 18 K H 7 22 V "'r /2 22 & 20 /<7 21 Ifí ¥ 6? V /3 / ¥L Jf V V l<fí /t /g 13 V 12 22 28 13 ú? AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á blómi. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 377“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 12 22 2 32 !(p 9 8 /3 (p 10 Verðlaun fyrir krosssgátu nr. 373 hlaut Sigríður Árnadóttir, Garðabraut 45, Akranesi. Þau eru Riddarar hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson. Lausnarorðið var Ferjukot. Verðlaunin að þessu sinni er skáldsagan í Svörtukötlum eftir William Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Eihnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað í og öfugt. Verðlaunin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.