Þjóðviljinn - 29.06.1983, Síða 10

Þjóðviljinn - 29.06.1983, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. júní 1983 Frá umræðum á nýliðnu 11. landsþingi Landssambands hjálparsveita skáta. Þrjár nýjar hjálparsveitir skáta 16 sveitir starfa — nærri 850 félagar Þremur nýstofnuðum hjálpar- sveitum skáta var veitt formleg inn- ganga í Landssamband hjálpar- sveita skáta á nýliðnu landsþingi sambandsins. Það voru hjálpar- sveitir skáta á Dalvík og Norðfirði og hjálparsveitin Snækollur í Hrunamannahreppi. Með tilkomu þessra nýju sveita eru hjálparsveitir skáta orðnar 16 talsins og eru í sveitunum um 850 félagar þar af um 550 virkir. Á fandsþinginu kom m.a. fram að aðildarsveitirnar eru nokkuð nisjafnlega búnar tækjum, en ef á heildina er litið má segja að flestar þeirra séu sæmilega útbúnar og nokkrar reyndar vel. I eigu sveitanna eru 21 sjúkra- og fólks- flutningabifreið, flestar nýjar og ágætlega útbunar. Þrír snjóbílar; og margir félagar eiga snjósleða. Þá á Hjálparsveitin í Hafnarfirði einu sporhundana sem til eru í landinu og Björgunarhundasveit íslands hefur á að skipa þjálfuðum leitarhundum m.a. til leitar í snjó- flóðum. Björgunarskóli L.H.S. hefur starfað í nokkur ár og verið haldið námskeið vítt og breitt um landið. Þá hefur sambandið staðið fyrir svokölluðu Fjallamaraþoni en það eru æfingar við krefjandi aðstæður og undir eftirliti. Fyrirhugað er slíkt maraþon í sumar. Formaður L.H.S er Tryggvi P. Friðriksson, og aðrir stjórnarmenn eru Bjarni Axelsson, Páll Árna- son, Arnfinnur Jónsson og Ólafur Magnússon. _ j„ Kýrin sem orkugjafi Hér fyrrum munu svonefndar fjósbaðstofur allvíða hafa verið til. Ekki kann ég að lýsa gerð þeirra svo að gagni megi verða en hugmyndin með þessu byggingalagi var sú, að nýta ylinn frá kúnum til þess að hita upp baðstofuna. Ekki munu horfur á því að aftur verði farið að byggja fjósbaðstofur þó að orkan sé dýr, - og er þó raun- ar aldrei að vita hvað núverandi orkuráðherra kann að hugkvæm- ast. Aftur á móti eru möguleikar á að nýta þann hita, sem myndast við gerjun í húsdýraáburði og getur komist upp í 40-50° C. Á Hraukbæ í Eyjafirði er nú ver- ið að undirbúa slíka virkjun. Ekki er því verki þó það langt komið, að reynsla sé ennþá fyrir hendi. En úr því að slíkar virkjanir hafa tekist vel erlendis sýnist ekkert því til fyrirstöðu, að svo geti einnig orðið hér. Sjálfsagt er að láta reyna á það því að fjárhagsleg áhætta er tiltölu- lega lítil. Umframkostnaður, sem slík tilraun hefði í för með sér felst, að sögn Björns Marteinssonar, verkfræðings, einkum í kaupum á loftdælu og einangrun haughúss- ins. Björn telur að efniskostnaður og frágangur varmaskiptaspírals fari vart yfir 20 þús. kr., að vísu miðað við verðlag fyrir stjórnar- skipti. Talið er að virkjanleg orka þess áburðar, sem kýrin gefur frá sér daglega, nemi allt að 15-20 kWh. Það er því hreint ekki lítil orka, sem býr í öllum kúm á íslandi. Hitt er svo annað mál hvort ástæða þyk- ir til að láta Landsvirkjun um það að virkja kýrnar. -mhg Hitablasari B Uppblöndun Varmaskiptir •r 1" PEL spírall Heföbrndió kerfi meó hitéiblásurum Raftúpa eóa oliuketill til tcpphitunar Rotþró Vatnshitakerfí með hitablásurum, varmaskipti í haughúsi. Geymsluþró Kristín Sævarsdóttir:___________ Er hægt að uppræta efnahagslegt ofbeldí? Það var athyglisvert að forseti ASÍ skyldi notaorðið „ofbeldi" til þess að lýsa aðgerðum nýmyndaðrar ríkisstjórnar gegn launþegum í landinu. Slíkt orðalag hefur sjaldan verið notaðíyfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar í garð stjórnvalda enda vakti það verðskuldaöa athygli fjölmiðla, því venjulega hugsa menn fyrst og fremst um líkamsmeiðingar og stríð þegar orðið „ofbeldi" er notað. Gagnlegar hugmyndir Ef til vill hefur forseti ASÍ, og aðrir innan verkalýðshreyfingar- innar, orðið varir við upplýsinga- herferð okkar í Samhygð varðandi afnám ofbeldis og raunhæfa friðar- stefnu í sl. mánuði. Sennilega voru margir þeirra á meðal hinna 18.000 íslendinga, sem skrifuðu undir yfirlýsingu og áskorun þess efnis að gera 4. maí sl. að degi án ofbeldis. Kerfið byggist á ofbeidi Það er ánægjulegt til þess að vita að útskýringar okkar skuli hafa fengið hljómgrunn og að aðrir skuli nota þær, því til þess eru hugmynd- ir okkar settar fram. Vonandi getur annað varðandi afnám ofbeldis orðið til góðs á komandi mánuð- um, því ég er hrædd um að ofbeldið muni ekki bara verða efnahagslegt ef jákvæðar breytingar eiga sér ekki stað innan tíðar. Allt efnahagskerfi okkar byggist á ofbeldi, ekki bara nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar, því allt kerfið, hér á landi sem annars stað- ar, byggist á þvingunum, en ekki frjálsu vali og opnum samskiptum manna í milli. Daglega er þó algengast að fólk finni fyrir andlegu ofbeldi, sem það beitir sjálft sig og aðra t.d. þegar menn virða ekki skoðanir hver annars, hlusta ekki hver á annan eða þvinga sjálfa sig eða aðra til þess að gera eitthvað eða gera ekki eitthvað. Því miður er allt þjóðlífið svo gegnsýrt af ofbeldi að það er ekki við öðru að búast en að það brjótist fram öðru hverju í ofstæki og efna- hagsþvingunum eða sem líkams- meiðingar og jafnvel stríð. Léleg samskipti En hvernig stendur á öllu þessi ofbeldi? Það er til staðar vegna þess að menn talast ekki við sem menn, heldur sem fulltrúar hópa eða stétta, eða sem hlutir, og hlutir skilja varla hver annan. Ofbeldi á sér stað þegar samskipti eru slæm eða engin. Það myndi til dæmis varla vera talað um ofbeldi í efna- hagsmálum nú ef atvinnurekend- ur, ríkisstjórnin og launþegar hefðu ræðst við opið og á breiðum grundvelli. Þá hefði sjálfsagt verið hægt að komast að einhverju sam- komulagi því fólk er einmitt nú reiðubúið til þess að breyta veru- lega til, en að sjálfsögðu þarf að tala við fólkið. Hvers vegna hefur það ekki gerst? Hvers vegna eru samskiptin svona slæm? Ætli það sé ekki vegna þess að menn eru haldnir ótta. Þeir óttast hver annan. Þeir óttast að missa eitthvað - vinnu, peninga, jafnvel álit annarra, eða óttast að öðlast ekki eitthvað - svo sem betri lífskjör. Það er að segja, menn óttast framtíðina yfirleitt. Orsök ofbeldis er ótti Fólk óttast hvert annað vegna þess að það treystir ekki hvert öðru. Það óttast framtíðina vegna þess að það treystir ekki lífinu. Það hefur ekki brennandi tilgangi í til- veru sinni og það vantreystir sjálfu sér. Orsök ofbeldis er ótti, og hann verður til þegar fólk hefur ekki trú á sjálfu sér, öðru fólki og lífinu sjálfu. Því miður gerir ríkjandi þjóð- skipulag mikið af því að ala á ótta fólks, til dæmis fara fáir í vinnu eða í skóla vegna þess að þá langi svo mikið til þess, heldur vegna ótta. Og ekki bætir það úr skák að alls konar kenningar eru uppi um „slæmt“ eðli mannsins og getuleysi hans, og börnum er sýnt vantraust frá unga aldri. Siðferðislegur glæpur Allt ofbeldi er siðleysi, því eng- inn vill láta sýna sér ofbeldi og ætti þar af leiðandi ekki að beita aðra því. Þetta skilur hver maður. En við göngum lengra og segjum að allt sem eykur ótta mannsins og allt sem veikir trú hans á hann sjálfan, aðra og lífið sé nákvæmlega það sarna og að sýna honum ofbeldi og sé því siðferðislegur glæpur af versta tagi. Allar kenningar og öll bóð og bönn sem auka ótta mann- sins og vantrú er siðleysi. Allar stjórnmála- og trúarskoðanir sem veikja trú mannsins á sjálfan sig og hrella hann með ógnvekjandi framtíð stuðla ekki að trú heldur hjátrú en hún er ekkert annað en eitt form óttans. Með öðrum orðum: Þeir sem ala á hjátrú hjá manninum eru að beita hann of- beldi. Hreyfing fólksins Hvernig getum við verið laus við ofbeldi í okkar litla landi? í fyrsta lagi með því að skilja það vel í allri sinni mynd og skilja orsakir þess, samskiptaleysið, óttann við trú- leysið. Síðan þarf að losna við ótt- ann hjá sjálfum sér, en hann hverf- ur trúlega með því að maður byggi upp sterka trú á sig sjálfan, á aðra og á framtíðina. Samtímis ætti maður að leggja sig fram um að bæta samskipti í sínu daglega um- hverfi, heima, í vinnunni, meðal vina og kunningja. Þeir sem vinna síðan í alvöru að því að byggja upp þjóðfélag án ofbeldis gera það ekki einangraðir hver í sínu horni, held- ur í hópum sem aftur mynda hreyf- ingu fólksins. Hreyfingu sem léti alls staðar í sér heyra einnig þegar efnahagslegu ofbeldi er beitt. Þessi hreyfing myndi ekki bara vera á „móti“, heldur einnig „með“, með Kristín Sævarsdóttir: ánægjulegt til þess að vita að útskýringar okk- ar skuli hafa fengið hljómgrunn. því að byggja upp annars konar þjóðfélag. Hver vill ekki þjóðféiag án ofbeldis? Til eru þeir sem segja: „Vissu- lega væri gaman að hafa þjóðfélag án ofbeldis, en það er bara ekki hægt vegna þess að það er í mann- legu eðli að beita ofbeldi“. Kenn- ingar sem þessi byggjast á trúleysi á getu og möguleika mannsins. í fyrsta lagi hafa þær aldrei leitt neitt jákvætt af sér og í öðru lagi sýna þær manninum vanvirðingu og stuðla að viðhaldi og vexti ofbeldis. Sumum kann að finnast þetta löng leið til þess að leysa efnahags- vandann. Það getur vel verið að svo sé, en eitt veit ég og það er að jafnvel efnahagsvandinn verður ekki leystur ef undirrót hans, of- beldið í þjóðfélaginu, er ekki skilin og upprætt. Fólk er nú, að ég held, reiðubúið til þess að gera róttækar ráðstafan- ir. Því ekki að leysa vandann í eitt skipti fyrir öll, í stað þess að hjakka áfram í sama farinu? Kristín Sævarsdóttir, starfsstúlka í BÚR. Leiðbeinandi í Samhygð.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.