Þjóðviljinn - 07.07.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Qupperneq 3
Fimm'tudagur 7ijUlI 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ 3 Hvert er umboðið? Hvaða utanríkisnefnd fjallaði um flugstöðina? Er utanríkisnefnd tveggja manna nefnd? Ef hún er það ekki, þá er framkvæmdavaldið með jafn marga aðalmenn og löggjaf- arvaldið í utanríkismálanefnd alþingis. Þeir Eyjólfur Konráð Jónsson og Kjartan Jóhannsson eru einu aimennu þingmennirnir sem kosnir voru í nefndina sem aðalmenn á síðasta kjörtímabili og eru enn á þingi. Aðrir tveir nefndarmanna, þeir Halldór Ás- grímsson og Albert Guðmunds- son eru nú orðnir ráðherrar og þarmeð í forystu framkvæmda- valdsins í iandinu. Einn nefndarmanna var núver- andi utanríkisráöherra Geir Hall- grímsson sem náði ekki kjöri til alþingis í síðustu kosningum. Það gerðu heldur ekki nefndarmenn- irnir Ólafur Ragnar Grímsson og Jóhann Einvarðsson. Á klukkutíma miljarðafundin- um í fyrradag mætti þingflokks- formaður Alþýðubandalagsins Ragnar Arnalds og mótmælti af- greiðslu flugstöðvarmálsins. Varamenn í utanríkisnefnd síðasta þings voru boðaðir á fund nefndarinnar í fyrradag, en með- al varamanna eru einnig menn sem ekki náðu kjöri í síðustu kosningum. Spurningar vakna um formlega hlið þessa máls. Er það eðlilegt að nefnd sem kosin er af löggjafarsamkomu sem ekki hefur lengur umboð skuli koma saman til að fjaila fjalla stórpólit- ísk mál - og er það eðlilegt að tveir nýir þingflokkar njóti engra réttinda við afgreiðslu málsins? Vert er og að minna á gagnrýni þingmanna og Morgunblaðsins á síðasta kjörtímabili um að ráð- herrar gegni nefndarstörfum á þingi. Eina milliþinga- nefndin Utanríkisnefnd alþingis er eina nefnd þingsins sem starfar sam- kvæmt þingsköpum allt árið. Hins vegar er umboð hennar einsog annarra nefnda fallið úr gildi, þarsem hún hefur ekki ver- ið kjörin af nýju löggjafarþingi. Embættismenn þingsins sitja áfram samkvæmt hefð á milli þinga og þess eru dæmi að forset- ar alþingis gegni áfram því emb- ætti jafnvel þó að þeir hafi ekki verið í framboði við síðustu kosn- ingar. Hins vegar er ekki kunnugt um að forseti sameinaðs alþingis og þarmeð handhafi forseta- valdsins hafi áður gegnt störfum ráðherra, einsog Jón Helgason nú. Stjórnað eftir hendinni Lögspakur maður í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sagði blaða- manni að það hefðu skapast viss- ar hefðir í þessu efni, en að þessu sinni kæmu nýir fletir upp. Þann- ig væri álitamál hvort ekki hefði átt að kalla saman aðalmenn úr síðustu utanríkismálanefnd, það væri nýtt að forseti sameinaðs alþingis væri samtímis ráðherra, það væri nýtt að helmingur nefndarmanna í einu milliþinga- nefndinni væri ekki lengur á þingi, það væri nýtt að nefndin fengi jafn fjárfrekt og viðamikið verkefni einsog flugstöðina inná sitt borð til lokaafgreiðslu á milli þinga og það væri óvenjulegt að jafn langur tími líði frá alþingis- kosningum til þinghalds um leið og ný ríkistjórn tæki við. „Gallinn við okkar stjórnsýslu er sá, að okkur vantar meir og minna reglur og hefðir þarsem lögunum sleppir. Þetta er meir og minna á reiki og þess vegna geta menn því miður stjórnað bara eftir hendinni" sagði þessi þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Á klukkutíma - rúmur miljarður Þingmaður í Sjálfstæðisflokkn- um sem er ákafur fylgismaður flugstöðvarbyggingarinnar sagði að lengi vel hefði utanríkisnefnd ekki komið saman að sumri til þrátt fyrir heimild til slíks. Það væri hins vegar spurning hvort um eðlilega stjómarháttu væri að ræða þegar utanríkisnefnd er kölluð saman á klukkut íma- fund til að ráðslagast um jafn stórpólitískt mál og hér er á ferð- Þartil ný kosning hefur farið fram Friðjón Sigurðsson skrifstofu- stjóri alþingis sagði að meginregl- an væri sú að kosning væri í gildi þartil ný kosning hefði farið fram. Þess vegna væri sú ein leið fær að boða gömlu utanríkisnefndina að þessu sinni, með þeim breyting- um sem orðið hefðu á nefndinni við síðustu kosningar. í stað þeirra aðalmanna sem ekki væru lengur á þingi, kæmu varamenn. Sagði Friðjón að í þessu efni sem og í sambandi við forseta alþingis væri farið samkvæmt hefð. Eðlilegt? Ljóst er að lög kveða ekki nema að takmörkuðu leyti á um atriði einsog hér um ræðir. Spurningin er sú hvort um eðli- lega stjórnarháttu sé að ræða eða ekki. Er það eðlilegt að heilu þingflokkarnir sem kjörnir hafa verið til að gegna störfum á lög- gjafarsamkomunni fái ekki að fjalla um mál sem framkvæmda- valdið er að taka stórpólitískar ákvarðanir um? -<>g Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista: Ekkert rætt við okkur Andvígar frekari umsvifum heráns T ónlistarviðburður: Ray Charles á íslandi Bandaríski tónlistarmaður- inn Ray Charles hefur stutta viðdvöl á landinu í dag og treður tvivegis upp í veitinga- húsinu Breiðvangi í Breiðholti í kvöld, fyrst kl. 20.00 og síðan aftur kl. 23.00. Að sögn Fálkamanna hefur miðasala gengið nokkuð vel og er búist við húsfylli. Ray Charles er með í föggum sínum eigin 25 manna hljómsveit skipaða af- bragðs tónlistarmönnum. Eru þeir nokkuð plássfrekir og þurfa allt dansgólfið í Broadway svo hér verður eingöngu um tónleika að ræða, að sögn forráðamanna staðarins. Tilefni þess að þessi þekkti listamaður kemur til lands- ins er það að hann er á leið á stóra tónlistarhátíð í Haag í Hollandi en gefur sér tíma til að stoppa hér í einn dag. Það er Ámundi Amunda- son, umboðsmaður skemmtik- rafta, sem hefur veg og vanda af komu Ray Charles. Hinn heimsfrægi tónlistarmaður Ray Charles leikur í Broadway í kvöld. „Okkur flnnst slæmt að jafn mikilvæg og skuldbindandi á- kvörðun skuli tekin utan þings án þess að allir þingmenn hafl haft tækifæri til að kynna sér málvöxtu eða fjalla um málin“, sagði Guðrún Agnarsdóttir formaður þingflokks Kvennalistaþingmanna þegar Þjv. bar undir hana máiatilbúnað utan- ríkisráðherra við samkomulagið um flugstöðina í Keflavík. „Með- ferð þessa máis er enn ein sönnun þess að þing hefði átt að kalla saman strax í júní“. „Ríkisstjórnin er að vanvirða lýðræðið í þessu máli einsog svo mörgum síðustu vikur,“ sagði Stefán Benediktsson hjá Banda- lagi jafnaðarmanna, þegar blaðið innti hann álits á fundi utanríkismálanefndar í fyrra- í slenskar konur í myndlist Fimmtudaginn 7. júlí kl. 20:30 flytur Hrafnhildur Schram, list- fræðingur, fyririestur um íslenskar konur í myndlist. Þessi dagskrá er í „opnu húsi“ í Norræna húsinu. Með fyrirlestri sínum sýnir Hrafnhildur Schram fjölda lit- skyggna. Hún talar á sænsku. Að vanda verður hlé að loknum fyrirlestrinum, en síðan verður sýnd kvikmynd Ósvaldar Knud- sens um Asgrím Jónsson, list- málara. Hver er afstaða ykkar tii efnis- atriða samkomulagsins? „Okkur finnst fráleitt að gera byggingu nýrrar flugstöðvar að forgangsverkefni í núverandi efna- hagsástandi. Hvernig gétum við haft efni á því að ráðast í slíkar framkvæmdir meðan ríkisstjórnin finnur ekki fé til að greiða hinum lægstlaunuðu mannsæmandi laun? Jafnframt finnst okkur óskynsamlegt að ráðast í byggingu slíks mannvirkis meðan óljóst er dag, þarsem tekin var á- kvörðun um byggingu flug- stöðvar án þess að leitað væri álits þeirra þingflokka sem kosnir voru nýir á alþingi í síð- ustu þingkosningum. „Utanríkisráðherra eða utanrík- isnefnd hefur aldrei kallað fulltrúa Bandalags jafnaðarmanna á sinn fund til að upplýsa um þetta mál, hvað þá að við höfum fengið tæki- færi til að fjalla um það. Viðkom- andi stjórnvöld hafa ekki sent okk- ur neinar upplýsingar um af- greiðslu málsins. Það fer ekki á milli mála að hér er um að ræða afgreiðsluaðferð sem er alveg óskiljanleg. Það er ekki annað að sjá en að síðasta al- þingi ráði ferðinni - og ég skil ekki til hvers kosningar eru til löggjaf- arþings, ef afdrifarík mál eru á- kveðin af þeirri löggjafarsamkomu sem hefur ekki lengur umboð. Ég mótmæli því að Bandalag jafnaðar- manna skuli ekki njóta þeirra rétt- hver verður þróun farþegaflugs yfir Atlantshaf. Það væri nær að verja fé til að bæta öryggi og aðbúnað flugvalla útum landið, en þessu er víða ábótavant. Þegar byggð verður ný flugstöð finnst okkur eðlilegt að íslendingar fjármagni hana sjálfir. Við erum andvígar frekari umsvifum banda- ríska hersins í Keflavík og höfum alltaf lagt áherslu á mikilvægi þess að íslendingar væru efnahagslega óháðir veru erlends hers f landinu.“ -«n inda sem það hlýtur að eiga að njóta í umboði kjósenda,“ sagði Stefán Benediktsson að lokum. -óg. Guðrún Agnarsdóttir. Var haft samband við ykkur um þetta mál? „Nei. Mér vitanlega hefur ekk- ert samband verið haft við okkar þingflokk um þetta mál.“ Stefán Benediktsson. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát oq útför Ólafs R. Einarssonar menntaskóiakennara Sérstaklega þökkum við hjartanlega öllum þeim mikla fjölda sem heiðruðu minningu hans með gjöfum til líknar- og minningar- sjóða. Því miður eru ekki tök á að votta þeim persónulegt þakklæti okkar. Jóhanna Axelsdóttir Gísli Rafn Ólafsson Þorvarður Tjörvi Ólafsson Sigríður Þorvarðardóttir Einar Olgeirsson Guðrún Gísladóttir Axel Jónsson Sólveig Einarsdóttir. Stefán Benediktsson, Bandalagi jafnaðarmanna Vanvlrða lýðræði Oskiljanlegur afgreiðslumáti stjórnvalda

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.