Þjóðviljinn - 07.07.1983, Síða 9

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Síða 9
Viðhald steinhúsa BLAÐAUKI Hákon Ólafsson forstöðumaður steypudeildar hjá Rannsóknarstofnun Hvassaleitisskólinn í Reykjavík. Illa farinn af alkalískemmdum. fiskiðnaðarins. - Ljósm. - eik. „Auk rannsókna og þjónustu er eitt meginhlutverk okkar sem störfum í hinni svokölluðu steypudeild innan Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins að veita hverskyns ráðgjöf til aðila í byggingariðnaðinum og sú ráðgjöf getur komið fram í útgáfu á hverskonar uppsláttar- og upplýsingarritum. Hlutverk steypudeildarinnarerekki lítið þegar þess er gætt að á undanförnum áratugum hafa langflest mannvirki í landinu verið byggð úr steinsteypu." Þetta sagði Hákon Ólafsson yfir- verkfræðingur Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins er Þjóð- viljinn hafði tal af honum. Aðal- umræðuefnið var steypuskemmdir og þá einkum og sér í lagi alvarleg- ustu steypuskemmdirnar sem um getur er geta þýtt mikið efnahags- legt tjón fyrir íslenskt þjóðfélag. Aðrar orsakir steypuskemmda eru t.d. þurrkrýrnun, hitabreytingar og sig á undirstöðum. Hér verður hinsvegar fyrst og fremst staðnæmst við alkalískemmdir og frostskemmdir sem koma flestum tilvikum í kjölfar alkalískemmda. Hvalfjarðarefnið „Alkalískemmdir eru þekkt fyrir- brigði í Evrópu og Bandaríkjunum allt frá fjórða áratugunum. Það var þó ekki fyrr en árið 1976 sem alkal- ískemmdir fundust hér á landi svo sannað var, en þær fundust í ein- býlishúsi í Garðabæ. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og starfsmenn Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins eiga tiltölu- KÍSILRYKIÐ verðmeira en sementið? Rætt við Hákon Ólafsson forstöðumann steypudeildar Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins lega létt með að greina skemmdirn- ar. Það er athyglisvert að ýmis eldri steinhús hafa sloppið betur við frost og alkalískemmdir en hin nýrri. Það kemur sumpart tilafþvíað veggir voru þykkari, húsin ver ein- angruð og því meira hitatap út um veggi, sem þýddi að steypan þorn- aði betur. Einnig var notuð grófari steypa og stærri steinar sem er að öðru jöfnu kostur. Árið 1962 var tekið í notkun nýtt fylliefni, hið svokallað Hvalfjarðarefni, en áður hafði verið notað efni úr Esjunni og Rauðamel. Hvalfjarðarefnið, sem var tekið úr sjó og innihélt um- talsvert magn af salti, varð brát allsráðandi á Reykjavíkurmark- aðnum. Þetta efni er alkalívirkt, sem hin efnin voru ekki. Sam- kvæmt könnun Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins er tekur til tíðni alkalískemmda í Reykjavík og nágrenni eru allt að 30% húsa sem byggð eru árin 1972-75 með talsvert miklar alkalískemmdir. Þetta eru afar háar tölur þegar haft er í huga að til þess að alkalí- skemmdir myndistþarf sérstök skil- yrði. Við hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins bentum borg- aryfirvöldum í upphafi á hættuna á alkalískemmdum, en það er al- menn reynsla bæði hér á landi og erlendis að menn trúa því ekki að slíkar skemmdir geti látið á sér kræla fyrr en í óefni er komið. M.ö.o., þegar viðhaldskostnaður er orðinn óhóflegur fara menn fyrst að velta þessum málum fyrir sér.“ Endurbætur á innihaldi sements „Þegar alkalívandamálin í sam- bandi við steinsteypuna fóru að skjóta upp kollinum eitt af öðru, voru sett ný ákvæði í byggingar- gerð um notkun alkalívirkra fyil- iefna., Jafnframt var leitað leiða til að bæta sementið með íblöndun possolona. Þá var farið að huga að endurbótum og viðgerðum á mannvirkjum og má segja að fáir aðrir en við íslendingar hafi stund- að rannsóknir á því hvernig stöðva megi alkalískemmdir í mannvirkj- um. Margir aðrir telja það ekki hægt. Til þess að bæta sementið og draga úr hættu á alkalískemmdum voru m.a. gerðar rannsóknir á á- hrifumkísilryks. Kísilryk var áður einskisverður úrgangur sem við þetta varð að verðmætri iðnaðarv- öru. Önnur bætiefni voru að Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.