Þjóðviljinn - 07.07.1983, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júlí 1983
BLAÐAUKI
, RættvidJónSigurjónsson
deildarverkfræðing í húsbyggingar-
tæknideildRannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins
Orku-
sparnaður
eitt helsta verkefnið
„ Orkusparnaðarverkefnið er eitt stærsta viðfangsef ni okkar núna.
Við höfum í þeim málum það helst fyrir stafni að svara fyrirspurnum,
ferðast um landið til að kynnast staðháttum og stunda
gæðaprófanir. Þetta er sama sagan í öllum byggingariðnaðinum.
Spursmálið stendur um að velja réttu efnin við mismunandi
aðstæður. Hvort nota eigi stífa uil eða létta ull til einangrunar eða
hvort það borgi sig að hafa tvöfalt eða þrefalt glersagði Jón
Sigurjónsson deildarverkfræðingur hjá Rannsóknarstofnun bygg-
ingariðnaðarins.
Jón Sigurjónsson
deildarverkfræðingur við hlera á
útvegg. Myndavélin greinir galla
á hleranum svo sem sést á
myndinni til vinstri. Efst til
vinstri má greina leka og fyrir
miðju er steypuklessa sem
komið var fyrir á hleranum í
tiiraunaskyni. Myndavélin er
eins og gefur að skilja afar
hentug til að greina skemmdir á
húsum. - Ljósm.: -eik.
„Blásarinn" sem mælir loftleka í húsum. Þrýstingurinn eykst eftir
því sem að loftlekinn er meiri. Á meðan einhver tiltekinn flötur húss
er mældur er lokað fyrir aðra. Blásarinn mælir mjög nákvæmlega
loftflæðið sem fer í gegnum hann. - Ljósm: -eik.
auður
Látiö
Hörpu gefa tóninn
Þú veröur ekki
eldrauður af áreynslu
viö aö mála meö Hörpusilki
— því þaö er leikur einn.
Að undanförnu hefur húsbygg-
ingartæknideild skoðað um 300 hús
víðsvegar um landið með tilliti tii
orkusparnaður. Kyndingarkostn-
aður er óheyrilegur víða um land
og menn reyna að bæta sér það upp
með einangrunum, þreföldu gleri,
klæðningum o.s.frv. Með því móti
tekst að lækka orkureikningana,
en á móti kemur oft mikill kostn-
aður.
Jón sagði að mikið væri spurt um
hvort hentugt væri að nota þrefalt
gler í glugga og væri því helst til að
svara í fæstum tilvikum sparaði það
upphæðir og ekki væri ástæða til að
ráðleggja fólki á höfuðborgarsvæð-
inu til að nota tvöfalt gler. Út um
land horfðu málin oft öðruvísi við.
Hjá Rannsóknarstofnun getur
fólk fengið upp gefið um gæði
þeirra ullar sem notuð er til einang-
runar. Þá hefur sú skylda verið
lögð á húsbyggingartæknideildina
að prófa einingarhúsin sem hér eru
framleidd eða flutt inn. Prófanir
fara fram með þeim hætti að „blása
upp“ húsin sem kallað er en með
því fæst ákveðinn mælikvarði á
hversu húsið er vel byggt. Þetta er
mjög áhrifarík aðferð við einingar-
húsin þar sem þau eru með fjöl-
mörgum samskeytum vegna gerðar
þeirra. _ hól
Húsbyggingartæknideildin hef-
ur athugað þau einingahús sem
hér eru framleidd eða flutt inn.