Þjóðviljinn - 07.07.1983, Síða 16

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Síða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júlí 1983 !BLAE Nýtt á íslandi! vid stigum skrefid til fulls og bjóðum nýja og ennþá fullkomnari framleiðsluábyrgð í kjölfar frábærrar reynslu af tvöfaldri límingu einangrunarglers hefur Glerborg nú ákveðið að taka ísetningu með í framleiðsluábyrgðina. í þeim undantekningartilfellum sem samsetning- argalli kemur fram gerum við því meira en að útvega nýtt gler. Við ökum því beint á staðinn, setjum rúðuna i og fjarlægjum þá gömlu - við- skiptavininum algerlega að kostnaðarlausu. Og hjá okkur þarf enginn að hafa áhyggjur þótt hann glati reikningum eða kvittunum eftir öll þessi ár - ábyrgðin er eftir sem áður í fullu gildi því tölvan okkar man allt um einangrunar- glerið mörg ár aftur í tímann. Oft reynist ísetning mun dýrari en rúðan sjálf. Hér er því loks komin örugg og fullkomin fram- leiðsluábyrgð sem undirstrikar ótvíræða yfir- burði tvöfaldrar limingar einangrunarlgers. SAMSETNINGARUM Tefldu ekki í tvísýnu tvöfalda límingin margfaldar i, endinguna og ábyrgðina Kynntu þér nýju ábyrgðarskilmálana okkar GLERBORG HE DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333 Klæðningará hús: Hátt í 100 tegundir eru til á markaðnum Nokkur undanfarin ár hefur það mjög færst í vöxt að hús séu klædd að utan með vatnsverjandi klæðningu. í klæðningar utan á húsin eru notuð alls konar efni. Nefna má ál-, járn-, stál-, plast-, timbur-, og eternitklæðningar. Þessar klæðningar eru orðnar harla algengar á húsum hér á landi. Bárujárn og timburklæðningar eru og einna reyndastar á markaðinum. Þau vandamál sem skotið hafa upp kollinum með tilkomu nýrra klæðninga hafa orðið tilefni um- ræðna um klæðningar á hús al- mennt. Efnisþekking og rétt með- ferð er nauðsynleg til að árangur náist. Eins og alltaf getur röng meðferð kostað stórfé. Stórhækk- aður kyndingarkostnaður gerir það að verkum að menn leggja út í tals- verðan kostnað. Þá hafa steypu- skemmdir einnig orðið til þess að almenn vantrú á steypunni hefur leitt menn til þess að nota klæðningar í enn meira mæli en áður. Kyndingarkostnaður og léleg steypa eru tvær meginástæður fyrir þeirri klæðningarskriðu sem orðið hefur hér á landi. Klæðningagerðir Markaðskönnun sem gerð var fyrir tveimur árum leiddi það í ljós að þá voru á markaðnum 54 gerðir klæðninga sem 17 fyrirtæki hafi selt. Ætla má að fjöldi fyrirtækja sem hafa klæðningar til sölu hafi aukist nokkuð og tegundir að sama skapi. Þegar könnunin var gerð árið 1981 voru eftirfarandi klæðningagerðir til: 11 gerðir timburklæðninga 16 gerðir plastklæðninga 19 gerðir timburklæðningaplötur 5 gerðir álklæðninga 16 gerðir stái - járnklæðninga í þessum flokki eru ekki upp tald- ar alls kyns gerðir steinplatna og sementsbundnar plötur ása, af fleiri gerðum, sem ekki eru al- mennt notaðar en þó fáanlegar. Veðrunarþol Ending klæðninga ræðst af efnis- gæðum, útfærslu og viðhaldi. Þeg- ar lagt er af stað þarf að huga að mörgum þáttum. Málmklæðningar t.a.m. koma yfirleitt í góðu standi frá framleiðendum, sem þurfa að geta sýnt fram á góða vöru. Þær eru vel varðar gegn tæringu. Hættan er sú, að þegar þarf að fara að nota þær þarf að sníða þær til og síðan að festa þær. Gæta þarf sérstakrar varúðar í sambandi við flutninga, annars geta þær bognað eða orðið fyrir öðru hnjaski og yfirborðs- húðin skemmst og tæring hafist. Timburklæðningar geta einnig eyðilagst á örstuttum tíma eða enst lengi. Helsti skaðvaldur klæðninga er raki, en raki hefur þó yfirleitt lítil áhrif á plastklæðningar. Aðrir þættir sem orka á klæðningamar er hitinn og geislun. Við frágang ber að gæta þess að hindra að raki setj- ist að í klæðningunum eða á þeim. Nærgætni í meðferð efnisins tryggir einnig langa endingu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.