Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 7. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Þorkell Bjarnason „Mér iíkaði þetta mót ágætlega vei. Veðrið hefur leikið við okkur og aðstaðan hér er skemmtiieg. Mótsbragurinn hefur verið með ágætum og fólk yfirleitt komið prúðmannlega fram“, sagði Þor- kell Bjarnason ráðunauturog kyn- bótahrossadómari á Melgerðis- melamótinu. - Hvernig voru kynbótahrossin á þessu móti Þorkell? „Það voru óvenju fáir kynbóta- hestar og ekki alveg úrvalshestar í Ovenju fálr kynbótahestar röðum einstaklinga. Hins vegar voru tveir hestar sem sýndir voru með afkvæmum ágætir. Hryssurn- ar voru eðlilegur hópur að fjölda til og tiltölulega jafngóðar. í heildina má segja að það hafi verið góð út- koma í þessu, það voru engin léleg hross í þessu en ekki heldur nein úrvalsgóð hross.“ - Hver er ástæðan fyrir því? „Ástæðan er ma. sú að óeðlilega mikið kapp var lagt á það að hafa sem best kynbótahross á landsmót- inu á síðasta ári og þau því í smá öldudal í ár, ef svo má að orði kom- ast. Annars var þessi kynbótasýn- ing ágætlega jákvæð og stendur fyllilega undir þeirri umsögn sem kynbótahross hafa fengið á síðustu árum. Hún markar ekki neitt stökk framávið í þessum málum en undir- strikar jafnan stíganda í ræktun kynbótahrossa á íslandi ”. - áþj Rafn Arnbjörnsson: Þakklæti efst í huga „Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóginn við undirbúning þessa fjórðungsmóts“, sagði Rafn Arn- björnsson mótsstjóri frá Dalvík er Þjóðviljinn hitti hann að máli eftir mótið. „Allt starfslið og keppendur hafa staðið sig mjög vel og allir ver- ið stundvísir. Mótið hefur farið fram samkvæmt dagskrá og engar tafír orðið né vandræði, þó svo sunnanfólk hafí sést á svæðinu.“ — Vakti eitthvað sérstaka ánægju þína? „Ég er mjög ánægður með mótið í heild en sérstaklega vil ég lýsa yfir ánægju minni með tölvuútreikn- ingana í unglinga- og gæðinga- keppninni þar sem hægt var að birta úrslitin strax.“ - Hefurðu einhverja bakþanka eftir svona mót? „Þessi mót eru náttúrlega orðin ansi stór í sniðum og það er orðin spurning hvort ekki sé hægt að ein- falda þetta eitthvað og gera aðgengilegra fyrir bæði áhorfendur og keppendur. Einnig má spyrja sig þeirrar spurningar hvort það sé endilega rétt stefna að byggja upp mörg landsmótssvæði í hverjum fjórðung eins og td. hér fyrir norð- an. Því það er ljóst að þau koma til með að bítast um stórmótin í fram- tíðinni.“ - Stendur svona mót undir sér fjárhagslega? „Við ímyndum okkur að svo sé án þess að vita endanlega hvernig þetta kemur út. Það munu um 2500 manns hafa borgað sig inn en í heildina munu um 4000 manns hafa verið hér þegar mest var.“ - Eitthvað í lokin? „Þetta hefur allt gengið ljómandi vel og ég vil færa stjórn Mel- gerðismelasvæðisins og öllum sem hafa unnið að undirbúningi svæðis- ins bestu þakkir fyrir hversu vel það var úr garði gert er við tókum við því.“ -áþj Gripið í strá meðan eigendurnir ræða málin. Minningarkapella séra Jóns Steingrímssonar á Klaustri. „Eldmess- unnar’ minnst á Klaustri Þann 20. júlí 1983 eru 200 ár liðin síðan séra Jón Steingrímsson söng „Eldmessuna“ í kirkjunni á Kirkj ubæjarklaustri, þegar Skaft- áreldar voru í algleymingi og hraunstraumurinn ógnaði kirkju °g byggð. Undir messunni stöðvaðist hraunið rétt vestan Systrastapa og má þar enn lita Eld- messutanga. Þann 17. júlí í sumar verður þessa atburðar minnst með kirkju- hátíð á Prestsbakka og Kirkjubæj- arklaustri. Dagskrá hátfðarinnar verður, sem hér segir: Hátíðarmessa í Prestsbakka- kirkju kl. 14.00 herra Pétur Sigur- geirsson biskup predikar, sóknar- prestar úr Vestur-Skaftafellssýslu þjóna fyrir altari og kirkjukórarnir syngja undir stjórn organista sinna. Samkoma á Kirkjubæjarklaustri við hina fornu kirkjutótt, þar sem Eldmessan var sungin. Ræður flytja: Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, og Einar Laxness, sagn- fræðingur. Sóknarpresturinn, séra Sigurjón Einarsson stjórnar sam- komunni og kirkjukórarnir syngja undir stjórn organista sinna. Síðan verður fólki boðið að sjá sýningar þær um Skaftárelda, sem opnaðar voru í Kirkjubæjarskóla og Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar þ. 8. júní s.l. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar 10 ára Kaffisala í dag í dag eru liðin 10 ár síðan Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar að Hátúni 12 tók til starfa. í tilefni afmælisins verður kaffísala í matsal hússins laugardaginn 9. júlí. Allt sem inn kemur fyrir selt kaffi, rennur í ferðasjóð íbúa húss- ins. Kaffisalan hefst kl. 14 og verð- ur húsið til sýnis frá sama tíma. Klukkan 14.30 leikur skólahljóm- sveit Árbæjar og Breiðholts undir stjórn Ólafs L. Kristjánsson á svöl- unum á annarri hæð og klukkan 15.30 leikur Dixieland-hljómsveit á sama stað. Bílbelti Af hverju notar þú það ekki © ||U^FERÐAR VOPNIÐ gegn ALKALI- SKEMMDUM Super-Silicone VATNVERJA er vopn gegn alkalískemmdum í steypu eins og við höfum sagt síðan 1960. Super-Silicone VATNVERJA er Silaxan efni sem borið er á yfirborð steyptra veggja Super-Silicone VATNVERJA rýfur hárpípu kraftana í steypunni, þannig að hún hrindir vatni frá sér Super-Silicone VATNVERJA hleypir út þeim raka sem fyrir er í steypunni Super-Silicone VATNVERJA myndar ekki himnu utan á flötinn Super-Silicone VATNVERJA er áhrifameira og endingarbetra en silikonate Super-Silicone VATNVERJA er reynt og prófað af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins BS 3826 og stenst kröfur Building Research Station Super-Silicone VATNVERJA er ódýrari og aðgengilegri en flestar aðrar aðferðir gegn alkaliskemmdum í steinsteypu OG KOSTAR AÐEINS kr. 90,- LÍTERINN Super-Silicone VATNVERJA eykur endingu málningar sem framleidd er hér á landi. Super-Silicone VATNVERJA er íslensk framleiðsla síðan 1960. Leitið til framleiðenda um tæknilegar upp- lýsingar DOW CORNING KÍSÍLLHF Fyrstur í heimi með alls konar silicone efni Fyrstur á íslandi með alls konar silicone efni £ W =Viðvörun Gera aukaverkanir lyfsins sem þú tekur þig hættulegan í umferðinni? ÖSK J U H LÍÐ ARSKÓLI Tilboð óskast í að reisa og fullgera 2. áfanga skólans við Suðurhlíð í Reykjavík. Húsið er 1 hæð um 1300 m2 auk kjallara og leiðsluganga um 550 m2. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst 1985, Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. júlí 1983, kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844. AUGLÝSING Athygli gjaldenda er vakin á því að dráttar- vextir af þinggjöldum verða reiknaðir að kvöldi föstudagsins 8. júlí n.k. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Fjármálaráðuneytið, 5. júlí 1983 Rauður: þríhymingur AW

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.