Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Sigríður Rögnvaldsdóttir: „Okkur fínnst nóg að gert þegar búið er að úthluta lóð á þessu útivistarsvæði til sjoppureksturs, þó svo ekki verði hoiað hérna niður fyrirtæki sem dregur að sér umferð af öllu höfuðborgar svæðinu“. Mikll óánægja meðal Ibúa „Okkur fínnst engan veginn að svona verslunar- og þjónustufyrirtæki eigi heima í íbúðarhverfí“, sagði Sig- ríður Rögnvaldsdóttir forsvarsmaður óformlegra íbúa- samtaka við Sogaveginn, í samtali við Þjóðviljann, en mikil óánægja er meðal íbúanna vegna þess að fyrirtæk- inu Burstafelli hefur verið úthlutuð Ióð á opna græna svæðinu fyrir neðan Sogaveginn, næst Grensásveg- inum. Að sögn Sigríðar hafa íbúar við Sogaveg barist fyrir því í fjölda ára að ekki yrðu settar niður byggingar á svæðinu sem drægju til sín um- ferð og reyndar væri það svo að þetta svæði hefði á sínum tíma ver- ið opið grænt svæði á skipulagi og ekki gert ráð fyrir neinni byggð neðan Sogavegar. Sagði hún að bú- ið væri að safna undirskriftum meðal íbúanna þar sem mótmælt væri lóðarúthlutuninni til Bursta- fells og hefði bréf verið sent til borgarráðs og allra annarra aðila sem málið snertir. Sagði Sigríður að þau hefðu ekki fengið nein svör ennþá frá borgaryfirvöldum en þau vonuðu hið besta. Því til áréttingar nefndi hún um- mæli Vilhjálms Vilhjálmssonar formanns skipulagsnefndar í Morgunblaðinu 19. mars sl. þar sem rætt var um svipaðar fram- 4% í launum uppí 14% verðhækkanir - Launafólk fékk verðhækkanir á tímabilinu febrú- ar til maí bætt um að þriðjungi 1. júní, sagði Björn Björnsson hagfræðingur ASÍ er blaðið innti hann álits á nýjasta útreikningi á framfærslukostnaði sem gerður var að beiðni ASÍ. - Sú hækkun sem varö á að hækka enn fram að 1. októ- tímabilinu maí-júlí nemur nú ber. Samt sem áður verða þegar 14% en verðlag á eftir þessar verðhækkanir ekki bættar nema að 4% 1. nó- vember eins og ríkisstjórnin hefur boðað. Það er sú hækk- un sem á að koma á móti 14% verðlagshækkunum auk hinna sem eiga eftir að bætast við, sagði Björn Björnsson að lokum. -óg kvæmdir, en þar sagði hann orðrétt: „Það er nauðsynlegt að hafa fullt samráð við íbúana um framkvæmdir sem þessar og að fengnu áliti þeirra tel ég rétt að taka tillit til óska íbúanna enda voru þær vel rökstuddar". Það kom einnig fram hjá Sigríði að stjórn foreldrafélagsins við Breiðagerðisskóla hefði reifað málið og samþykkt ályktun þar sem því er beint til borgaryfirvalda að umferð verði takmörkuð eins mikið og hægt er á Sogavegi. -áþj Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ. Ekkl bætt að fullu I Þeir sem misstu hús sín í snjóflóðunum á Patreksfirði í vetur fá þau aðeins bætt samkvæmt brunabótamati en það er mun lægra en raunverulegt verð íbúðanna. Hér er um 17 hús að ræða. Hús sem skemmdust í snjóflóðum á Patreksfirði í frétt frá Fasteignamati ríkisins segir að stofnunin hafi gert úttekt á níu af þessum íbúðarhúsum og að þau gögn sem stofnunin hafi undir höndum hafi ekki verið notuð við tjónmat á eignunum. Munurinn á raunvirði íbúðanna á Patreksfirði og brunabótamats þeirra er mikill, eða að meðaltali um tæp 30%. Dæmi eru þó til um fugfalt meiri mun. Það þýðir að ir sem misstu hús sín eða urðu Þeir sem misstu hús sín í snjóflóðunum á Patreksfirði í vetur fá aðeins hluta fyrir miklu tjóni í náttúruhamför- af tjóni sínu bættan. unum, fá aðeins hluta þess bættan. V erðbólguhraðinn miðað við 14% hækkun fram- færsluvísitölu síðustu mánuði 120% verðbólga! -14% hækkun framfærsluvísitölu á tveimur mánuðum þýðir 120% verðbólgu á ársgrundvelli, sagði Boili Þ. Bollason hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun er blaðið spurði hann um hvað sú hækkun framfærsluvísitölu þýddi, sem reiknuð var út á dögunum. Ný holskefla í ágúst? Bolli Þ. Bollason kvað þessa 14% hækkun framfærsluvísitölu ekki vera meiri en Þjóðhagsstofn- un hefði gert ráð fyrir í útreikning- um sínum að undanförnu, heldur minni ef eitthvað væri. Sagðist hann eiga von á nokkrum viðbótar- stigum vegna verðhækkana í ágúst. Hins vegar væri fjarri öllu lagi, að álykta sem svo að verðbólgan mældist í kringum 100-120% á þessu ári, þar sem að reiknað væri með að verðbólguhraðinn félli snarlega niður eftir ágústmánuð næstkomandi. Því bæri að taka verðbólguhraðann síðustu tvo mánuði með fyrirvara. -óg Landssamband líf- eyrissjóða og SAL: Heimila greiðslufrest Samtök lífeyrissjóða hafa sent aðiidarsjóðum sínum þau tilmæli að þcir heimili lántakendum frest á greiðslum verðtryggðra lífeyris- sjóðslána. samkvæmt eftirfarandi reglum: Að frestunin nái til afborgana og verðbóta er falla í gjalddaga á 12 mánuðum frá 1. september 1983 til 31. ágúst 1984, - að frestunin feli í sér að fjárhæðin sem kemur til greiðslu á tímabilinu verði 75% þess sem annars hefði orðið, - að upphæðin sem frestast greiðist á fyrsta ári eftir að áður umsömdum lánstíma lýkur, - að um þau 25% sem frestað kann að verða gildi sömu lánskjör og um upphaflegt lán, þar á meðal verði þau bundin lánskjaravísitölu og samningsvöxt- um, - að frestur muni ekki fást á greiðsiur á lánum sem tekin verða eftir 1. september 1983, - að gjald fyrir breytingu láns, þám. þinglýs- ingargjald og þóknun greiðist af lántakanum, - að þeir lántakendur sem óska eftir fresti skulu afhenda skriflega beiðni á þar til gerðum eyðublöðum sem munu liggja frammi hjá lífeyrissjóðunum og umsóknarfrestur verði til 19. ágúst nk. Verslunarráðið: Nýr maður Finnur Geirsson hefur verið ráð- inn hagfræðingur Verslunarráðs Islands, að því er segir í Viðskipta- málum, fréttabréfi Verslunarráðs Islands. Þar segir einnig: „Finnur er fæddur í Reykjavík 1953, sonur Geirs Hallgrímssonar utanríkisráð- herra og Ernu Finnsdóttur. Þess má geta að faðir Geirs, Hallgrímur Benediktsson, var formaður Versl- unarráðsins á árunum 1934-49 og einn af stofnendum þess“. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.