Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 í iðnaðaruppbyggingunni hér á Eyjafjarð- arsvæðinu og orkufrekur iðnaður getur aldrei orðið það. Hitt er svo annað mál að hann getur orðið ágætis búsílag og á ekki að þurfa að skaða almenna iðnaðinn heldur þvert á móti í vissum tilvikum getur hann verið almennum iðnaði og annari atvinnu- starfsemi til örvunar.“ Starfsskilyrði iðnaðarins - f>ið komið inná starfsskilyrði iðnaðar- ins í skýrslunni. Hver eru helstu atriðin í þeim ályktunum? „Já, við förum yfir starfsskilyrði iðnaðar- ins almennt og erum sosum ekki með mikið nýtt í þeim efnum. Við erum með tillögu um hert eftirlit með innflutningi sem við teljum að skipti verulegu máli, einnig erum við með ábendingar um að nauðsynlegt sé að jafna orkuverðið á milli almenns iðnaðar og orkufreks iðnaðar og þá sérstaklega átt við ÍSAL-samninginn. Þá leggjum við til, að Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar verði eflt. Að hlutafé þess verði stóraukið og fleiri aðilum boðin þátttaka. Við leggjum til að starfslið þess verði aukið og félaginu skipt í markaðsdeild, tæknideild og fjármáladeild þannig að margvíslegar rannsóknir og þjón- usta við iðnaðinn á svæðinu geti farið fram. Við leggjum til að rannsóknarstarfsemi al- mennt verði efld og einnig leggjum við til að Sölumiðstöð lagmetisiðnaðarins verði flutt hingað norður því að stærstum hluta til þjónar hún lagmetisiðnaði hér á Norður- landi. Síðan leggjum við til að stofnaður verði Iðnþróunarsjóður Eyjafjarðar með það hlutverk að veita styrk til athugana og áætlunargerðar í sambandi við nýjungar í iðnaði. Leggjum við sérstaka áherslu á eflingu verkmenntunar hér á svæðinu og í því sambandi verði stefnt að því að koma verkmenntaskólanum, sem er að rísa hérna, upp á 5 ára tímabili og komið verði á við bendum á er því eftir þessu um 570 miljónir en ef við ætluðum að búa til jafn- mörg störf í orkufrekum iðnaði þá kostar það einfaldlega 30-40 sinnum meira! Og það er ekkert smáræði sem væri hægt að gera fyrir þá peninga." - Þið komið inná hlut heimamanna við iðnaðaruppbyggingu hér á svæðinu í skýrsl- unni? „Já, við leggjum sérstaka áherslu á það í skýrslunni að það verði ekki um neina iðn- þróun að ræða nema að heimamenn vilji það sjálfir. Á ég þá jafnt við fyrirtæki, ein- staklinga og sveitarfélög. Að þeir séu til- búnir að leggja fram fé og kosta til þeirrar fyrirhafnar sem því er samfara að efla iðnað á svæðinu. Það er von mín að þessar niðurstöður allar geti markað upphaf nýrrar og frjórri umræðu um iðnaðarmál hér á svæðinu, en því er ekki að leyna að sú umræða sem hefur farið fram, hefur einkennst allt of mikið af svartsýni og úrræðaleysi þar sem alltaf er verið að velta því fyrir sér hvort eigi að velja álver eða hefðbundinn iðnað. Okkar niðurstaða er sú að við verðum að velja hefðbundinn iðnað, allt annað er von- laust, en orkufrekur iðnaður getur komið sem viðbót við það. - Ef við veldum þá leiðina að gera ekkert til úrbóta í al- mennum iðnaði og hugsuðum okkur að fara eingöngu út í orkufrekan iðnað þá er það katastrófa, ekkert annað. Það er allt í þess- um niðurstöðum sem bendir til þess að al- mennur iðnaður verði að vera grundvöil- urinn.“ - Hvað tekur nú við? „Menn verða að snúa sér að þeim aðgerðum sem þarf að gera í almennum iðnaði en bíða ekki í sífellu eftir að fá ein- hverjar niðurstöður um orkufrekan iðnað; vera tilbúnir til þess að taka afstöðu til þeirra mála þegar þar að kemur og niður- stöður rannsókna liggja fyrir. Eflaust verð- Frá blm.fundi samstarfsnefndar um iðnþróun á Eyjafjarðarsvæðinu. Á mynd sjást frá vinstri: Helgi Bergs bæjarstjóri, Valdimar Bragason bæjarstjóri Dalvík, Helgi Guðmunds- son form. nefndarinnar, Jón Sigurðarson aðst. framkvæmdastjóri og Pétur Eysteinsson ráðgjafi nefndarinnar. Mynd: -áþj. samstarfsnefnd Iðnþróunarfélagsins, Ver- kmenntaskólans og ráðuneytisins um námsefni í Verkmenntaskólanum. Við leggj- um til að komið verði upp sérstakri verkstjórnunarbraut í skólanum, fyrir nú utan almenna starfsþjálfun og endur- menntun verkafólks yfirleitt. Þá leggjum við til að stofnaður verði hönnunarskóli en sá þáttur er orðinn mjög mikilvægur í iðnaði almennt. Sá skóli yrði í tengslum við Myndlistarskólann hér á Akureyri." Almennur iðnaður undir- staðan. - Það má segja að það sé hinn almenni iðnaður jafnframt endurmenntun og end- urnýjun hefðbundinna iðngreina sem er undirstöðugrundvöllur iðnþróunar á Eyjafjarðarsvæðinu og meginniðurstaðan í þessari skýrslu ykkar, en ekki tilkoma orku- freks iðnaðar? „Það er hárrétt. Hér geta aldrei orðið þau umskipti að orkufrekur iðnaður geti komið í stað hins almenna iðnaðar. Menn. geta bara séð að í lok könnunartímabilsins, árið 1990 þyrftu að vera í iðnaðinum um 4000 - 4500 manns auk þeirra 570 sem skýrslan bendir á að hægt sé að útvega ný störf. Þá erum við komnir með yfir 5000 manns í almennum iðnaði, meðan álverk- smiðja gæti í hæsta lagi veitt 500 - 1000 manns atvinnu. Annar punktur í þessum vangaveltum er svo kostnaðurinn við hvert nýtt starf. Það er áætlað að það kosti um 1 miljón króna að búa til hvert nýtt starf í almennum iðnaði meðan það kostar um 35- 40 miljónir króna í orkufrekum iðnaði. Kostnaðurinn við þessi 570 nýju störf sem ur engin eining um þær niðurstöður en það er mikilvægt að menn víki sér ekkert undan því að fjalla um þau mál af festu og hrein- skilni. Næsta skref er að mínu áliti að sveitarstjórnir, Iðnþróunarfélagið og fyrir- tækin fari að vinna markvisst úr þessum niðurstöðum og spari þar í engu til vinnu, fyrirhöfn eða peninga.“ - Að lokum Helgi. Hver hafa viðbrögð stjórnvalda verið? „Nýr iðnaðarráðherra fékk skýrsluna af- henta fyrir rúmri viku, til þess að kynna sér innihald hennar. Nú er náttúrulega komin ný ríkisstjórn síðan þessi nefnd var sett á laggirnar og ekki gott að segja hver viðbrögðin verða. Ég get ekki neitað því að ég hef áhyggjur útaf hvað gerist ef eitthvað verður úr þeim tillögum fjármálaráðherra sem maður hefur heyrt um að selja öll ríkis- fyrirtæki, þám. hlutabréf ríkisins í Slippfé- laginu. Sala á þeim þýddi í reynd að fjár- magn sem annars væri hægt að setja í endur- nýjun og uppbyggingu iðnaðarins færi í kaup á þessum hlutabréfum og vaxtarmög- uleikarnir yrðu minni. Bókun ríkisstjórnar- innar um að hætta nýsmíði skipa í bili í landinu er ekkert annað en dauðadómur yfir tillögum okkar varðandi Slippstöðina. Þar eru 300 manns í vinnu og um 40% verk- efnanna eru nýsmíði. Það gefur auðvitað auga leið að samdrátturinn yrði geysilegur, og engin skipasmíðastöð getur þrifist af viðgerðum einum saman til langframa, enda fer öll þróunin fram í nýsmíðaverkefn- unum. Hver sem viðbrögð ríkisstjórnarinn- ar annars verða, vil ég aðeins segja það að fyrir mig varðar mestu um móttökur heima- Miklir möguleikar eru fyrir hendi til stækkunar í skinnaiðnaði Sambandsins á Akureyri. Mynd: -eik. Nýsmíði er um 40% verkefna Slippstöðvarinnar á Akureyri. Hana verður að tryggja til að þróun geti átt sér stað í skipasmíðaiðnaðinum. Mynd: -eik. Fagna eflingu Iðnþróunarfélagsins segir Finnbogi Jónsson „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með að það skuli vera lagt til í skýrslu nefndar- innar að Iðnþróunarfélagið verði eflt“, sagði Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri er Þjóðviljinn leitaði álits hans á niðurstöð- um samstarfsnefndar. Að sögn Finnboga standa 28 aðilar að Iðnþróunarfélaginu með sveitarfélögin, kaupfélögin og stéttarfélögin í broddi fylk- ingar. Taldi hann ummrædda aukningu á hlutafé það viðamikla að hún þyrfti umfjöll- un eignaraðila en vissulega myndi það styrkja Iðnþróunarfélagið og alla starfsemi þess, ef hlutafé yrði aukið. Finnbogi sagði að framlag Iðnþróunarfélagsins í hverju verkefni væri ekki stórt en hins vegar auðveldaði þátttaka þeirra ýmis konar lána- tökur og fyrirgreiðslu. Væri þeirra hlutverk mikið til að tengja aðila saman og hjálpa til við að koma hugmyndun í framkvæmd og leggja til sérfræðiþjónustu þar sem hennar væri þörf. Aðspurður í lokin um notagildi skýrslu samstarfsnefndar, þá taldi hann hana vera mjög gagnlega úttekt á stöðu iðnaðarins í Eyjafirði og þróunarmögu- V leikunum í nánustu framtíð. -áþj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.