Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. júlí 1983 Margrét Pála Ólafsdóttir Seinni grein um dagvistarmál Gæsluvellirnir eru arfleifð þess tíma, er margar mæður voru heimavinnandi, systkinahópar stórir og fullnægjandi var talið að bjóða öruggt leiksvæði einhvern hluta dagsins. Þá var viðurkenning á gildi leikskóla og dagheimila tak- mörkuð og fá rými í boði. I dag eru gæsluvellirnir tímaskekkja - úrelt tilboð, sem kemur fáum að notum og víst er að foreldrar kjósa fremur leikskólavist en gæsluvöll fyrir börn sín. Sést það glöggt á því að aðsókn hefur stöðugt minnkað, ár frá ári. Fjöldi dagmæðra er starfandi við gæslu þeirra barna, sem ekki kom- ast á dagvistarheimili. Margar þessara kvenna vinna mikið og gott starf, en þó verður að segja að starfsemi dagmæðrakerfisins sprettur af þeim samfélagslegu svikum, sem fæð dagheimilanna er. Á meðan öll börn eiga ekki kost á dagvistun, er tómt mál að tala um frjálst val kvenna til þjóðfélags- legrar þátttöku. Fjöldi kvenna, sem er bundinn heima yfir eigin börnum, hefur það eina val að starfa innan veggja heimilisins, t.d. við daggæslu. Þannig skapar dag- vistarskorturinn dagmæður, sem aftur sinna gæslu fjölda barna. Hér hugsa stjórnvöld ekki um hags- muni kvenna né barna, heldur það eitt að dagmæðrakerfið er í dag mun ódýrara en dagheimilin. Hlutverk gæsluvallanna var áður svipað hlutverki leikskólans og Hagsmunir bama — ódýrar lausnir eins hefur verið litið á dagmæður og dagheimili sem geymslustaði. Þetta er ekki viðurkennd skil- greining, enda málið ekki svona einfalt. Þó má hafa íhuga, aðsumir hafa kallað gæsluvellina annars og þriðja flokks leikskóla og dag- mæðurnar annars og þriðja flokks dagheimili. í þessu framhaldi eru eftirfarandi tölur úr „Skýrslu um dagvistun barna á vegum Reykja- víkurborgar árið 1982“. 17 dagheimili, 910 rými, kostn. borgarinnar 30 milj. 17 leikskólar, 1700 rými, kostn- aður borgarinnar 10 milj. 9 skóladagheimili, 187 rými, kostn. borgarinnar 5 milj. 5 blönduð heimili, 85 dagheimil- isrými, 326 leikskólarými, kostn. borgarinnar 5 milj. 34 gæsluvellir, samtals heim- sóknir 251 þús., kostn. borgar- innar 11 milj. Dagmæður með leyfi, 777 börn, kostnaður borgarinnar 3.8 millj. Varlega áætlað hafa ámóta mörg börn dvalist hjá dagmæðrum með leyfi og þeim, sem hvergi eru skráðar. Þessar uggvænlegu staðreyndir eru kunnar. Nær 2 þúsund börn voru vistuð hjá dagmæðrum, en aðeins tæp þúsund á dagheimilun- um og rúm 2 þúsund á leikskóla- deildum. Við þetta mega reykvísk börn búa, því stjórnvöld hafa ekki lagt fram það fjármagn, sem þarf. Er það fjármagn ekki fyrir hendi? Gœsluvellir dýrari en leikskólar Ef borinn er saman kostnaður við gæsluvellina og leikskólana, kemur í Ijós að vellirnir kosta borg- ina einni milj. meira en ieikskólarn- ir 17. Að auki sést að heimsóknir á gæsluvellina voru alls 251 þúsund, en ef leikskólarnir 17 eru reiknaðir íheimsóknum, þá urðu þær alls419 þúsund. Ein heimsókn á gæsluvöll kostaði því borgina tæpar 44 krón- ur, en ein heimsókn á leikskóla aðeins tæpar 24 krónur. Gæsluvellirnir, þetta úrelta til- boð, sem aðeins veitir brot af þjón- ustu leikskólanna, er orðið miklum mun dýrara en leikskólarnir. Fyrir þær 11 milj., sem vellirnir kostuðu, hefði borgin getað rekið allt að 1900 leikskólarými, - nú eða á fjórða hundrað dagheimilisrými. Þetta verður að teljast furðuleg ráðstöfun á fjármagni og á því hef- ur dagvistarkerfið í heild fengið að kenna. Einnig ber að líta á það að aðsókn á gæsluvellina hefur veru- lega dregist saman, eftir að gjald- takan hófst. Hver veit nema kostn- aður við hverja heimsókn á gæslu- völl verði á þessu ári þrefalt meiri en heimsókn á leikskóla? Hver sagði að ekki væri til fjármagn fyrir rekstri dagvistarheimila?? Auðvitað er stofnkostnaður við uppbyggingu leikskólanna ekki tekinn inn í þessa mynd, en þar greiðir ríkið helming - og uppbygg- ing gæsluvalla kostar sitt. Á sama hátt má líta á dagheimil- in og dagmæðrakerfið. Borgin rek- ur 17 dagheimili, sem rúma 910 börn og var kostnaður borgarinnar 30 milj. Skráðar dagmæður sinntu 777 börnum og var kostnaður við endurgreiðslúr til einstæðra for- eldra, eftirlit o.þ.u.l. aðeins 3.8 milj. Hér er ótvíræður hagnaður fyrir borgina að hafa fremur dag- mæður - krónulega séð. Aftur á móti hafa stjórnvöld valið ódýrustu leiðina á kostnað gæðanna og á kostnað barnanna. Parkinson í vegi dagheimila? Áður voru gæsluvellir ódýrari leið en leikskólar, en rekstur vall- anna hlóð á sig rneiri og ineiri kostnaði, því alltaf var krafist úr- bóta og betri aðstæðna. Slíkt er eðlilegt. Hins vegar þýðir ekki, eðli málsins samkvæmt, að reyna að gera annars flokks tilboð að fyrsta flokks, þegar forsendurnar vantar. Nú sjáum við hvernig gæsluvalla- kerfið er orðið fast í sessi og starfar enn (eingöngu kerfisins vegna?) og er enginn vafi á að það hefur staðið ,í vegi fyrir uppbyggingu leikskóla. Munum við standa uppi með dag- mæðrakerfið á sama hátt eftir 10 til 20 ár? Það kerfi hefur án efa til- hneigingu til sömu stöðnunar (að ógleymdu lögmáli Parkinsons) og mun þá standa í vegi fyrir uppbygg- ingu dagheimila. 1 vor lögðu um- sjónarfóstrur með dagmæðrum fram tillögur, sem skapa eiga meiri festu í daggæslu barna á einka- heimilum. Þær tillögur kalla á aukið fjármagn frá borginni og myndu að mínu mati festa kerfið í sessi. Tillögurnar myndu ekki bæta uppeldisstarfið, því eðli málsins samkvæmt getur daggæsla á einka- heimili aldrei náð uppeldisgæðum skipulegs dagheimilis Þó full á- stæðasé til að bæta hag þeirra kvenna, sem í dag vinna gott starf sem dagmæður, má það ekki gerast á kostnað þess að festa kerfið í sessi. Við höfum ekki efni á þeirri skammsýni. Á stjórnarfundi samnorræna fóstruráðsins í Svíþjóð nú í vor var daggæsla í heimahúsum til umræðu og harmaði fundurinn þau mistök stjórnvalda að styrkja dagmæðra- kerfið á kostnað dagheimila, en sú hefur verið reyndin á hinum Norð- urlöndunum. Fram kom m.a. að sænska dagmæðrakerfið er í dag orðið dýrara en dagheimili. Dag- mæður eru launaðar af opinberum aðiljum, eftirlit, skráning, nám- skeið, skrifstofukostnaður o.fl. hefur hlaðið á sig miklum kostnaði, svo ódýrari lausnin er orðin dýrari. Samt sem áður er ekki gert átak í uppbyggingu dagheimila, því dag- mæðrakerfið er orðið fast í sessi. Víst þurfum við alltaf að reka okk- ur á sjálf, en er ekki nóg komið? Getum við lært af reynslunni þetta sinn og farið að líta á dagvistar- heimili fyrir öll börn sem veruleika í náinni framtíð? Þó ekki væri nema með hagsmuni barna þessa samfé- lag í huga. 27/6 1983. Margrét Pála Ólafsd., fóstra. Rflil UTBOÐ IH 1| f Tilboð óskast í að leggja stofnlögn í Selás fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3 Reykjavík, gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 21. júlí 1983 kl. 9 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 (p ÚTBOÐ 'V Tilboð óskast í að leggja Elliðavogsæð, 4. áfanga fyrir Hita- veitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, gegn 1.500 kr. skiiatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. júlí 1983 kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.