Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN MiðVikudagur 13. júlí 1983 Skák Karpov að tafli - 167 T aflmennska Karpovs fyrri part árs 1977 einkenndist af því hversu eldfljótur hann var aö leika í einföldum endatöflum. Gott dæmi er aö finna í skák hans við Spánverj- ann Debarnot í 3. umferð mótsins: Karpov - Debarnot 66. cS! He5 67. Be4 Rd7 68. Ha6+ He6 69. Hxe6+! Kxe6 70. Bf5+ Ke7 71. c6! - Svartur gafst upp. Hann verður að láta riddarann fyrir frelsingja hvíts á c-línunni. Tímamismunurinn var athyglisverður: Hv.: 1.52 Sv: 3.50! Bridge Sveitakeppni, allir á hættu og suður spilar þrjú grönd: Norður S A2 H 762 T A72 L AG532 Suður S K73 H AD4 T K853 L K84 Suður fékk út spaða-drottningu, sem hann gaf. Áframhaldið var spaðaás. Sagnhafi fór nú í laufið, lítið á kóng og. Hefðir þú leikið eins og sagnhafi við borðið? Hver er besta spilaáætlunin, mundu að um sveitakeppni er að ræða. Rétt, það er þarflaust, reyndar hættulegt að gefa fyrsta slag. Best er að drepa heima á kóng strax, spila laufi á ásinn og meira laufi úr borði. Ef austur lætur lítið lauf, látum við áttuna duga, því fjórir slagir á lauf er vitanlega það sem við erum að slægjast eftir. Allt spilið var svona: Norður S A2 H 762 T A72 L AG532 Vestur Austur S DG1064 S 985 H K10853 H G9 TG9 TD1064 L 9 Suður S K73 H AD4 T K853 L K84 L D1076 Það var nauðsynlegt, að lauf einspil vesturs væri nía, tía eða drottning. Svo var. Og þú sérð hvað skeður ef þú gefur fyrsta glag. Bílbelti Af hverju notar þú það ekki ujar yæ FERÐAR „Fimm nefndir hafa fjallað um væntanlegt náttúrugripa- safn” — en engar framkvæmdir ákveðnar, segir Árni Guðmundsson, formaður Náttúruverndarfélags Suðvesturlands „Það er að sjálfsögðu afleitt að ekkert skuli enn vera ákveðið um byggingu náttúrugripasafns, þótt einar Rmm stjórnskipaðar nefnd- ir hafí fundað um málið árum saman. Það vantar ekki viljann, en fjármagnið. Það er alltaf eitthvað annað sem þarf að hafa forgang. Fyrir þjóð eins og íslendinga er það til skammar að ekki skuli vera til almenniiegt náttúrugripasafn sem hægt er að sýna jafnt okkar eigin börnum, sem erlendum ferðamönnum. Náttúra íslands er um margt svo sérstæð að slíkt safn gæti haft mikið aðdráttarafl fyrir erlcnda ferðamenn og vakið áhuga lands- manna á eigin náttúru.“ Þessi orð eru höfð eftir Árna Guðmundssyni, formanni Nátt- úruverndarfélags Suðvestur- lands, en sá félagsskapur gengst fyrir vikulegum skoðunarferðum um nágrenni Reykjavíkur í sum- ar. Ferðirnar kallar Náttúru- Erum of sinnulaus um náttúru landsins“ segir Árni. Ljósm. -eik verndarfélagið „Náttúrugripa- safn undir beru lofti“ og má það tíl sanns vegar færa, enda á nátt- úrugripasafnið sem fyrr segir eng- an fastan samastað, en er í bráða- birgðahúsnæði á tveimur stöðum og mjög að því þrengt. „Frá okkar sjónarhóli ætti nátt- úrugripasafn að hafa forystu um ýmiss konar fræðslu til almenn- ings og skóla líkt og bókasöfn. Hér vantar gífurlega mikið á að almenningur sé vakandi fyrir ís- lenskri náttúru, en með áhuga- verðri fræðslu fer fólk smátt og smátt að líta á það sem sjálf- sagðan hlut að umgangast nátt- úruna af skilningi. Síðan er hægt að setja upp sýningar um ákveðin efni eftir árstímum og þegar eitthvað sérstakt kemur fram, sem ástæða er til að fræða fólk um. Það getur verið fuglategund, skordýrategund, blóm eða hvað sem er.“ „Erum við íslendingar sinnu- lausir um náttúru landsins?“ „Við erum of sinnulausir, já. Það sést m.a. á því hversu vægt við tökum á brotum á náttúru- verndarlögum og fuglafriðunar- lögum. Til skamms tíma voru ungaræningjar hér meðhöndlaðir eins og fínir menn og enn þann dag í dag eru viðurlögin allt of lág, miðað við þann gífurlega fjárhagslega ávinning sem er að eggja- og ungastuldi. Það er varla nokkur áhætta fyrir menn að stela hér ungum. Hér á Suðvest- urlandi eru t.d. einu varpstaðir óðinshanans í allri Evrópu og eggin gífurlega verðmæt. Á strandlengjunni milli Þorláks- hafnar og Eyrarbakka eru nú aðeins 1-2 hreiður eftir í stað 30 áður. Þetta segir sína sögu. Það er áreiðanlega miklu meira um eggja- og ungaþjófnað hér en menn halda,“ sagði Árni enn- fremur. Allir eru velkomnir í ferðir Náttúruverndarfélags Suðvestur- lands í sumar, en farið er frá Nor- ræna húsinu. þs Ferðir á vegum Náttúru- verndar- félags Suð- vestur- lands í sumar: Hluti af hópnum sem fór að skoða fískeldið á Reykjanesi. Fararstjóri var Eyjólfur Friðgeirsson, en það var Náttúruverndarfélag Suðvesturlands sem stóð fyrir ferðinni. Eldmessan — 200 ár 20. júlí 1983 eru 200 ár liðin síðan séra Jón Steingrímssón söng sína frægu eldmessu í kirkj- unni á Kirkjubæjarklaustri, þeg- ar Skaftáreldar voru í al- gleymingi og hraunstraumurinn ógnaði mannlífí og byggð. Undir messunni stöðvaðist hraunið rétt vestan Systrastapa og má þar ennn líta Eldmessutanga. N.k. sunnudag verður þessa merka atburðar minnst með kirkjuhátíð í Prestbakkakirkju á Síðu og Kirkjubæjarklaustri. Hátíðarguðsþjónusta hefst kl. 14.00 og predikar þá biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurg- eirsson, sóknarprestar úr Vestur- Skaftafellssýslu þjóna fyrir altari og kirkjukóra sýslunnar syngja. Eftir messuna verður hátíðar- samkoma við hina fornu .kirkju- tótt á Kirkjubæjarklaustri. Boðið er til kaffidrykkju eftir athöfnina ða Kirkjuhvoli og gefst fólki kostur á að sjá sýningarnar um Skaftárelda. Syngjum dátt og dönsum. Ferð 3. 16. júlí 1983. Blóm- og graslendisgróður. Leiðsögumaður Eyþór Einars- ’son, grasafræðingur. Farið verður í Esjuhlíðar fyrir of- an Kollafjörð. Ferð 4. 23. júlí 1983. Lágplöntur. Leiðsögumaður Hörður Kristinsson, grasafræð- ingur. Farið verður í skoðunarferð á höfuðborgarsvæðinu. Ferð 5. 6. ágúst 1983. Skordýr. Leiðsögumaður Erling Ólafsson, dýrafræðingur. Settar verða upp skordýragildrur á höfuðborgarsvæðinu og skor- dýrafána skoðuð. Ferð 6. 13. ágúst 1983. Skordýr og garðgróður. Leiðsög- umaður Jón Gunnar Ottósson, náttúrufræðingur. Skoðað verður samspil skordýra og gróðurs. Ferð 7. 20. ágúst 1983. Jarðfræði höfuðborgarsvæðisins. Leiðsögumaður Haukur Jóhann- esson, jarðfræðingur. Farið verður á nokkra jarðfræði- lega séð, sögulega staði á höfuö- borgarsvæðinu. Ferð 8. 3. september 1983. Þörungar og fjörugróður. Leiðsögumaður Karl Gunnars- son, þörungafræðingur. Farið verður um nágrenni Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.