Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. júlí 1983 Alltaf bjartsýnar! Frá 25. landsþingi Kvenfélagasambands íslands Það voru hressar konur, sem voru fyrir í langferðabílnum sem tók undirritaða uppí í Stafholt- stungunum síðdegis þann 10. júní s.l. Þar var á ferð stjórn Kvenfélag- asambands Islands, fulltrúar og aðrar fundarkonur víðsvegar af landinu á leið norður í Eyjafjörð á landsþing K.I. í Munaðarnesi var drukkið kaffi í boði Kristjáns Thorlacíus for- manns B.S.R.B. Eftir skamma viðdvöl þar var haldið áfram norður á bóginn, aðeins stoppað á stöku stað til að taka með konur. Komið var á Blönduós um kvöld- matarleytið og ekið beint að húss- tjórnarskólanum. Þar biðu Aðal- björg Ingvarsdóttir form. sambans austurhúnvetnskra kvenna og Elísabet Sigurgeirsdóttir fyrrver- andi formaður og fleiri góðar kon- ur úr S.A.H.K. eftir okkur með indælis kvöldverð, sem við snædd- um í boði sambandsins. Á eftir buðu þær okkur að skoða Heimilis- iðnaðarsafnið, sem S.A.H.K. hef- ur komið upp. Halldóra Bjarna- dóttir átti stóran þátt í að safnið var stofnað. Geymir það m.a. muni sem hún safnaði, og húsmunum hennar. Húsnæði safnsins er ekki stórt, en þar er öllu haglega fyrir komið, og það geymir ótrúlega margar gersemar. Við féllum í stafi yfir listmunum formæðra okkar. Hvílík vinna. Hvílíkt handbragð. Ósköp var nú norðurland kulda- legt, þó að komið væri fram í júní. Við styttum okkur leiðina með söng og samræðum, engin hætta á að kvenfélaskonum leiðist þar sem þær eru samankomnar. En fegnar voru við samt þegar bíllinn renndi í hlað á Hrafnagilsskóla um miðnættið. Það voru mættir fleiri þingfull- trúar, og þar tóku á móti okkur formenn eyfirsku kvenfélagasamb- andanna þriggja, sem höfðu sam- einast um að sjá um þingið að þessu sinni, þær Sigríður Hafstað, Júdit Sveinsdóttir og Gerður Pálsdóttir. Forsetaheimsókn Forseti íslands, Vigdís Finnbog- adóttir, var komin að Hrafnagili á undan okkur. Vigdís forseti er verndari K.í. og einnig félagi í kvenfélaginu á Alftanesi. Forsetanum hafði að sjálfsögðu verið boðið að sitja þingið, og það er óþarft að lýsa því, hvað okkur hlýnaði um hjartaræturnar við að frétta, að hún ætlaði ekki aðeins að heiðra okkur með stuttri heim- sókn, heldur ætlaði hún að vera með okkur megnið af þingtíman- um til að kynnast sem best störfum K.í. Á laugardagsmorguninn voru fjöll hvít af nýsnævi, hvassviðri og kalsarigning. Var leiðindaveður meðan við dvöldumst í Eyjafirði, en fór þó heldur skánandi. María Pétursdóttir formaður K.í. setti landsþingið. Hún bauð forseta íslands hjartanlega velk- ominn, minntist þess merka áfanga, er kona var í fyrsta sinn kjörin forseti lýðveldisins og kvað það mikið ánægjuefni, að á forseta- stóli á Bessastöðum situr nú húsm- óðir. Fleiri góðir gestir Joan Coady frá suður-írlandi, formaóur Evrópudeildar Al - þjóðsambands húsmæðra (Á.C.W.W.) var gestur fundarins. K.f. er aðili að A.C.W.W. gegnum Húsmæðrasamband Norðurlanda (N.H.F.), en hefur mjög takmark- að getað tekið þátt í þessu alþjóð- lega samstarfi sökum fjárskorts. Joan Coady hafði viðdvöl hér á landi á leið sinni á þing A.C.W.W. í Vancouver. þangað mun enginn íslenskur fulltrúi fara, þó að ekki skorti áhugann, og þó að það hljóti a" teljast mjög æskilegt að hafa opna glugga út á við að kynnast lífi og viðfangsefnum húsmæðra víða um heim. Meðal annarra gesta voru Helga Magnúsdóttir fyrrverandi formað- ur K.Í., Elsa E. Guðjónsson safn- vörður, Ásgeir Bjarnason formað- ur Búnaðarfélags íslands og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. í ávarpi, sem Ásgeir Bjarnason flutti, minnti hann á, að K.í. var á sinum tíma stofnað með tilstyrk Búnaðarfélags íslands og æ síðan I. hluti hefðu þessi samtök átt margvísleg samskipti. Kvenfélög hefðu jafnan verið mjög drjúg við að afla fjár til ýmissa þjóðþrifamála, og unnið af þeim dugnaði og hyggindum, sem karlmenn virtust ekki eiga til í jafn- ríkum mæli. Við lestur reikninga K.í. vekti það undrun, að hægt væri að halda uppi jafn fjölbreyttri starfsemi af jafn litlum efnum. Já, það hefur fleirum en honum komið á óvart, að K.í. skuli ekki vera betur statt fjárhagslega en raun ber vitni, og hve fáu launuðu starfsfólki það hefur á að skipa, en gefur þó út fræðslurit, tímarit, starfrækir Leiðbeiningastöð, er meðeigandi að Hallveigarstöðum, styður Bréfaskólann og heldur uppi samskiptum bæði við eigin fél- agseiningar og önnur sambönd og stofnanir innanlands og utan. Fundarstörf og kvöldverðarboð Þennan fyrsta fundardag fór mestur tími í að flytja skýrslu stjórnarinnar, Leiðbeiningar- stöðvarinnar, Hallveigastaða og Húsfreyjunnar, afgreiðsla reikn- inga K.í. ogsinna fleiri aðalfundar- störfum. Vonandi gefst tækifæri til að gera einhverj u úr þessum skýrsl- um skil síðar. Þess áfanga var minnst, að kona gegnir nú í fyrsta sinn starfi menntamálaráðherra og því fagn- að, að það skuli vera kona nátengd K.í. Ragnhildur Helgadóttir átti, ásamt Vigdísi Jónsdóttur, sæti í nefnd sem vann upp tillögur um framtíðarverkefni K.í. Einnig hef- ur hún verið endurskoðandi reikn- inga K.í. í mörg ár, en lætur nú af því starfi. Var samþykkt að senda henni þakkar- og heillaskeyti. Um kvöldið sátum við mikla veislu á Hótel KEA í boði Kaupfé- lags Eyfirðinga. Ekkert var til spar- að að skapa „hátíðarstemmningu“, enda tókst það eins og best verður á kosið. Nærvera forseta íslands hafði að sjálfsögðu mikil áhrif, eins og allan tímann meðan hún var meðal okkar. Kjörtur Eldjárn formaður stjórnar KEA og Valur Arnþórs- son kaupfélagsstjóri sögðu okkur margt fróðlegt og skemmtilegt um Eyjafjörð og KEA. Ánægjulegt var að frétta, að kona á nú sæti í stjórn KEA. Nýlega hafði það gerst í fyrsta sinn í sögu KEA, að stjórnarmaður fæddi af sér barn. Á árshátíðinni sást kaupfélagsstjór- inn dansa við einn stjórnarmann- inn, og það hafði heldur ekki skeið fyrr. Þá hvíslaði ég að sessunaut mínum áð ég vissi nú ekki betur en að í sveit einni norðanlands svæfi hreppstjórinn hjá oddvitanum. Já, sem betur fer fer það í vöxt, að konum sé trúað fyrir ábyrgðar- störfum. Friðarmál 12. júní árdegis flutti Sigríður Thorlacíus erindi um friðarmál. Sigríður hefur að undanförnu starf- að í friðarhópi kvenna. í þeim hópi hafa tekið saman höndum og starf- að að friðarmálum 26 þekktar kon- ur úr ólíkum þjóðfélagshópum og öllum stjórnmálaflokkum. Þær hafa sannarlega gefið öðrum kon- um verðugt fordæmi. Þessi friðar- hópur undirbjó stofnun Friðar- hreyfingar íslenskra kvenna, sem stofnuð var á fjölmennum fundi í Norræna húsinu 17. maí s.l. Erindi Sigríðar var svo gagn- merkt, og svo sterk hugvekja, að það þyrfti sannarlega að ná augum og eyrum allra landsmanna og til annarra þjóða einnig. Því miður er ég ekki fær um að endursegja nema örfáar setningar, og ekki einu sinni víst, að þær séu rétt með farnar. Sigríður sagðist strax hafa orðið vör við það, er hún fór að vinna að friðarmálum, að reynt er að þagga niður í konum með því að segja þeim, að þær hafi ekkert vit á þessu, að friðarhreyfingar séu ver- kfæri í höndum kommúnista og fleira í þeim dúr. Finnsk kona á ráðstefnu sem Sigríður sótti, kvaðst hafa fundið svarið við þess- um rökum. Hún sagði: Öll vopn eru til að drepa með. Það er sama með hvaða vopni þú ert vegin, hvort það er byssa, langdræg eld- flaug eða kjarnorkusprengja. Við viljum ekki vopnaframleiðslu Sigríður sagði frá starfi friðar- hreyfinga í öðrum löndum. í Eng- landi hafa konur staðið vörð um herstöð á annað ár til að mótmæla kjarnorkuvopnavæðingu. Séu þær spurðar, hvort ekki sé erfitt fyrir þær að vera svo lengi burtu frá heimilum sínum, svara þær: Það er auðveldanar að konan fari að heiman til að berjast fyrir friði, en að maðurinn fari að heiman til að berjast í stríði og það hefur alltaf þótt sjálfsagt. Meginmálið er, að séu friðar- hreyfingar nógu öflugar, neyðast valdhafarnir til að taka tillit til þeirra, sagði hún, og hvatti íslen- skar konur til að hefjast handa. Sigríður kvaðst, þrátt fyrir allt, trúa á það góða í manneðlinu, verði að því hlúð. Engin kona, sem tók til máls þennan dag, lét hjá líða að þakka Sigríði hennar málflutn- ing. Var auðfundið að ræ ða henn- ar hafði vakið þingheim til alvar- legrar umhugsunar og ég trúi því, að í hugum viðstaddra hafi fræ náð að festa rætur, sem síðar muni bera ríkulegan ávöxt. Frá Pjóðbúninganefnd Elsa E. Guðjónsson sagði frá starfi Þjóðbúninganefndar og sýndi litskuggamyndir af gömlum íslenskum búningum og kvensilf ri Þjóðbúninganefd hefur ráðist í að koma upp Leiðbeiningastöð um ís- lenska þjóðbúninga, en sú stofnun er í algeru fjársvelti. Er slíkt skeytingarleysi um þjóðleg verð- mæti illskilj anlegt. fslensku þjóð- búningarnir hljóta að afbakast meira og minna, ef ekki er kostur á góðum leiðbeiningum um gerð þeirra. Má víða sjá þess stað, því miður, að meiri fræðslu vanti í þessum efnum. En þarna sannaðist það, sem Ásgeir Bjarnson hafi sagt daginn áður - að kvenfélagskonur sýndu sérstakan dugnað og útsjón- arsemi við að afla fjár til ýmissa þjóðþrifamála. ýmsar framákonur K.í. höfðu búið til og gefið Þjóð- búninganefnd fallega muni í happ- drætttisvinninga. Var efnt til skyndihappdrættis á fundinum, sem gaf 10 þús. kr. í ágóða. - Leiðbeiningastöðinni borgið fram að áramótum. Konur og Landbúnaður Sigríður Hafstað sagði frá fundi í F.A.O. (landbúnaðar- og matvæl- astofnun Sameinuðuþjóðanna) í Frakklandi s.l. haustm en hún sat þann fund sem fulltrúi K.í. Aða- lefni fundarins var: Hlutdeild kvenna í landbúnaði og þróun sveitabyggða, og stéttarleg staða sveitakvenna. Kom fram, að konur leggja fram 1/3 - 1/2 allrar vinnu við landbúnaðarstörf, en hafa tak- markaða möguleika til að hafa á- hrií eða stjórna gangi mála. Þær eiga t.d. litla hlutdeild í fagsamötkum bænda, og víðast skortir mikið á að þær hafi jafn mikla menntun til starfa og karlar. Mjög mikill áhugi kom frá á ýmsum hliðarstörfum kvenna, þ.e. að konur afli sér tekna við ýmislegt fleira samhliða bústörfum. Var t.d. rætt um ýmiss konar handavinnu sem söluvarning og einnig var mikið rætt um ferð- amannaþjónustu, en það er algeng aukabúgrein í mörgum Evrópu- löndum. Að loknum umræðum voru látn- ar í ljós óskir um að FAI leitist við að sinna betur málefnum kvenna í þróun sveitarbúskapar. Undir- strikuð var nauðsyn sveitakvenna á að öðlast stéttarlega stöðu, sem samsvarar mikilvægi þess hlutverk- is, sem þær gegna í landbúnaði og samfélagi sveitanna. Fagmenntun er undirstöðuatriði í sambandi við framfarir í þessa átt. Því mælti fundurinn með, að gefn- ar verði út skýrslur með dæmum um vel heppnaðar aðgerðir til að hefja upp stöðu sveitakvenna. Skipulögð verði á vegum FAO námskeið um stjórnun og rekstur í búskap. Hafin verði undirbúningur að því að skipulegga og fram- kvæmda áætlanir um aukastörf í sveitum, með sérstöku tillit til þátt- töku kvenna í þeim. Heilsuhœli á Akureyri Laufey Tryggvadóttir kynnti starf Náttúrulækningafélags Norðurlands, en meiri hluti félaga þess eru konur. Félagið hefur nú ráðist í það stóra verkefni að byggja heilsuhæli á Akureyri, við Kjarnaskóg. Framkvæmdir eru hafnar, og er fjár til byggingarinnar aflað á margvíslegan hátt. Gert er ráð fyrir að heilsuhælið rúmi um 70 dvalargesti, svo að hér er mikið færst í fang. Einkunnarorð félags- ins eru: Friður, heilbrigði, mann- gæska. Framhald

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.