Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.07.1983, Blaðsíða 15
ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón- leikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Emil Hjartarson talar. Tón- leikar. 8.40 Tónbilið. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Lauga og ég“ eftir Stefán Jónsson Guðrún Bima Hannesdóttir byrjar lesturinn (1). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Fonrstugr. dagbl. (útdr.) 10.35 Sjávarútvegur og sigllngar Umsjónar- maður: Guðmundur Hallvarðsson. 10.50 Söguspegill. Þáttur Haraldar Inga Har- aldssonar (RUVAK) 11.20 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 Frægar danshljómsveitir leika. 14.00 „Refurinn í hænsnakofanum" eftir Ephraim Kishon í þýöingu Ingibjargar Bergþórsdóttur. Róbert Amfinnsson les (13). 14.30 Miðdegistónleikar. Cino Ghedin og I Musici-kammerflokkurinn leika Konsert í G- dúr fyrir viólu og strengjasveit eftir Georg Philiþþ Telemánn. 14.45 Nýtt undir nálinni. Hanna G. Sigurðar- dóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.20 Andartak. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónlelkar. Fílharmóníusveitin í Vínarborg leikur Sinfóníu nr. 4 í e-moll op. 98 eftir Johannes Brahms; Karl Böhm stj. 17.05 Þáttur um ferðamál í umsjá Bimu G. Bjarnleifsdóttur. 17.55 Snerting. Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Glsla og Arnþórs Helgasona. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þáttinn. Tón- leikar. 19.50 Við stokkinn. Jóhanna Á. Steingrims- dóttir heldur áfram að segja bömunum sögu fyrir svefninn (RÚVAK). 20.00 Sagan: „Flambardssetrið" eftir K.M. Peyton Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sina (12). 20.30 úr bændaför til Kanada 1982 - III. þáttur. Spjallað við Vestur-islendinga. Umsjónarmaður: Agnar Guðnason. 21.10 Nicolai Gedda syngur lög eftir Sergej Rakhmanlnoff Alexis Weissenberg leikur á pianó. 21.40 Útvarpssagan: „Að tjaldabaki" heim- Ildaskáldsaga eftir Grétu Sigfúsdóttur Kristin Bjarnadóttir les (4). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 íþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar. 23.00 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV « Elínborg Kristmundsdóttir skrifar: Jæja, þá eru við búin að fá þessa „sterku“ og miklu íhalds- stjórn, sem alltof margir virðast hafa viljað kjósa yfir sig. En skyldi þeim ekki bregða í brún, þegar þeim skylst, hvtlíka vá þeir hafa kosið yfir þjóð sína, með ógætilegu atkvæði. Og grun hef ég um að ýmsir framsóknarkjós- endur hafi ekki reiknað með svona algjörri íhaldstjórn. En ekki vantar tilþrifin hjá þessari stjórn. Fyrsta sporið var að rífa af öllum launþegum svo til öll réttindi, það, sem almennt teljast vera það sem kallað er al- menn mannréttindi. Og þar að auki var launþegum rétt sú mesta kjaraskerðing, sem hér hefur þekkst til þessa. Nú sjáið þið, góðir hálsar, grímulaust andlit íhaldsins. Nú skal bölvaður almúginn svo sann- arlega fá að vita hvar Davíð keypti ölið og svo getið þið rétt látið það vera að vera eitthvað að derra ykkur. En Steingrímur Hermannsson er orðið frægt nafn, raunar aðeins að endemum, en hvað um það, frægt nafn er þó alltaf frægt nafn! Það er áreiðanlegt að þessi maður er sú furðulegasta skopp- arakringla, sem nokkru sinni hef- ur þekkst hér á landi. Annan dyntinn er hann þessi eldheiti hugsjónarmaður, sem allt vill vinna á félagslegum grundvelli og ekkert er fjær honum en leiftur- sókn íhaldsins, en að örstuttum tíma liðnum er hann orðinn svo til algjör fótaþurrka íhaldsins. „Dýrt var Hildur kerling keypt“, var einhverntíma sagt. Er ekki þessi forsætisráðherratitill einum of dýr, Steingrímur? Annars virðist þessi Fram- sóknarforysta vera orðin undra lík hinum gamla Akrahreppi, sem Hjálmar lýsti svo snilldar- lega á sinni tíð. Svo ætlar þessi ríkisstjórn, eftir því sem Steingrímur frægi sagði í „Fyrsta, annað og þriðja sinn“. Smávegis rabb barn gærkvöldi, að lækka verðbólguna um einhver ímynduð 100% fram að áramótum, taka það allt af verkalýðnum og rétta það að inn- flytjendum, versluninni, peningabröskurum og bönkun- um. En hvernig það á að lækna verðbólguna er mér ofvaxið að skilja. Þessir aðilar, er ég taldi hér að framan, hafa aldrei, ég endurtek, aldrei alla mína ævi sýnt neina þjóðhollustu, þeirra fyrsta til tíunda boðorð er að græða, græða, græða meira, meira. Þetta er einnig trúaratriði íhaldsins. Það er hægt að segja manni ýmislegt, ráðherra, en það er eins og karlinn sagði: Það er ekki vert að ljúga örara en það að fólki gefist tími til að trúa. Hún er annars skrítin, þessi verðbólga. Það er engu líkara en að vinna megi hvaða ómennsku- verk sem er í blóra við hana. „Það má ekki gleyma garmin- um honum Katli“. Fjármálaráð- herra gengur nú berseksgang við það að reyna að selja ríkisfyrir- tæki, af því að þau séu svo illa rekin. Mér verður nú á að minn- ast sagnar um mikinn bardaga- garp, sem gekk berseksgang og það svo, að sagt var um hann: „Ekki sér hann sína menn svo hann ber þá líka“. Hvernig er það annars, fjár- máiaráðherra, er til nokkurt ríkisfyrirtæki, sem ekki er að öllu leyti stjórnað af íhaldsmönnum? Mér er ekki kunnugt um nokk- urt, þar sem ekki sitja í öllum ráðandi stöðurn, svo að segja upp úr og niður úr, eingöngu íhalds- menn. Er ráðherrann að gefa í skyn, að allir þessir menn hafi á undanförnum árum og áratugum eingöngu verið að vinna skemmdarverk á þessum fyrir- tækjum? Eða voru þeir e.t.v. ráðnir til þess? „Maður, líttu þér nær“, stend- ur einhversstaðar. Ég á þó dálítið í pokahorninu enn, en læt þetta nægja í bili. 19.45 Fréttaágrlp á táknmáll 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Barniö þltt í umferðinni Sænsk fræðslumynd frá Umferðarráði. 20.40 Myndir úr jarðfræði íslands 9. Jarð- hitl Fræðslumyndaflokkur I tíu þáttum. Um- sjónarmenn: Ari Trausti Guðmundsson og Halldór Kjartansson. Upptöku stjórnaði Sig- urður Grímsson. 21.10 Dallas Bandarískur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Úr safni Sjónvarpsins. íslendingar í Kanada IV. íslenskar byggðir. Litast er um i byggðum Vestur-lslendinga við Winnipeg- vatn, m.a. í bæjunum Gimli, Árborg og Selk- irk. Úmsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 22.40 Dagskrárlok. Sjónvarp kl. 22.00 íslendingar í Kanada Sjónvarpið hefur öðru hvoru nú að undanförnu verið að flytja þætti frá byggðum Vestur- Islendinga. Eru þeir „Úr safni Sjónvarpsins" og í umsjá Ólafs Ragnarssonar. Þegar hafa þrír þættir verið fluttir og nú birtist sá fjórði okkur í kvöld. Að þessu sinni fylgir Ólafur okkur um byggðir landa okkar við Winnepegvatn og verður m.a. litast um í bæjunum Gimli, Árborg og Selkirk og spjallað við fólk þar. - Þessir þættir Ólafs eru bæði fróðlegir og skemmtilegir og hið ágætasta sjónvarpsefni. -mhg Vísa og mynd frá Atla Sumarið kemur brátt með vorgolu blíða. Sparka bolta og leika sér gaman er á sumrin. (Atli K. í 7 ára bekk Æfíngaskólans).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.