Þjóðviljinn - 14.07.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.07.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. júlí 1983 Minning Sigurður Guðgeirsson Fæddur 30. maí 1926 — Dáinn 6. júlí 1983 Áriö 1929 voru sett lög á Alþingi um byggingu verkamannabústaða, fyrir forgöngu Héöins Valdimars- sonar, formanns Dagsbrúnar. Vor- ið 1932 var flutt inn í fyrsta áfanga. Þessar byggingar mörkuðu tíma- mót í húsnæðismálum verkafólks í Reykjavík, því á þeim tíma þóttu þetta lúxusíbúðir vestur í bæ og voru með viðráðanlegum kjörum. Ennþá standa þessar íbúðir fyrir sínu. Foreldrar okkar Sigurðar Guðgeirssonar voru meðal þeirra sem fluttu í þessar íbúðir. Foreldr- ar Sigurðar að vísu í öðrum áfanga, einum þremur árum síðar en mínir. Þannig urðum við Sigurður þegar í bernsku leikfélagar og kunningjar. Hvorugan okkar grunaði þá að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman í verkalýðshreyfingunni og pólitískum flokkum meðan báðir lifðu. Sigurður fæddist í Reykjavík 30. maí 1926, einn sjö barna heiðurs- hjónanna Guðgeirs Jónssonar bók- bindara og Guðrúnar Sigurðar- dóttur. Þau eru bæði á lífi; Guðgeir varð níræður fyrr á þessu ári og Guðrún verður níræð síðar á árinu. Mér er í bernskuminni hve þessi góðu hjón voru hlý og mild. Þá eiginleika erfði Sigurður ríkulega. Sigurður hóf snemma þátttöku í félagsmálum. Barnungur hóf hann að starfa í góðtemplarareglunni, en þar voru foreldrar hans virkir fé- lagar. Á sautjánda ári hóf hann nám í prentiön og vart hafði hann hafið það nám þegar hann var kos* inn formaður Prentnemafélagsins í Reykjavík. Um líkt leyti var hann kjörinn varaformaður fyrstu stjórnar Iðnnemasambands Is- lands og íormaður þess tveimur árum síðar. Á þessum árum var hann oröinn virkur þátttakandi í starfi ungra sósíalista. Hann var formaður Æskulýðsfylkingarinnar, bæði í Reykjavík og landssamtakanna. Um þetta leyti störfuðum við mikið saman. Ég man að hann tók að sér að kenna mér fundarsköp og fundarstjórn. Að þeirri kennslu bý ég enn. Sigurður er einn sá mesti snillingur sem ég hef þekkt í öllu sem lýtur að fundarskópum. Þau hafði hann greinilega lært hjá góðtcmplarareglunni, því við jafn- aldrar hans vorum nemendur hans á þessu sviði. Þar naut sín vel vand- virkni hans, nákvæmni og glögg- skyggni, - og samviskusemi hans var slík að oft þótti okkur nemend- um hans nóg um. Fannst ná- kvæmnin óþarflega mikil. En hann lét sig hvergi; vandvirknin varð að vera slík í fundarstjórn og öllum fundarsköpum að ég minnist þess vart að hafa þekkt mann í áratuga- félagsmálavafstri mínu sem var jafnöruggur og réttlátur fundar- stjóri. Kornungur tók hann einnig þátt í kappræðufundum fyrir hönd ungra sósíalista. Sigurður starfaði við prentiðn til ársins 1962, en á árunum 1957-’59 tók hann að sér fyrir þrábeiðni fé- laga sinna að gegna framkvæmda- stjórastöðu Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík. Á þess- um árum var hann orðinn efirsótt- ur til trúnaðarstarfa, jafnt á vegum verkalýðshreyfingarinnar sem síns pólitíska flokks. Hann gegndi ýms- um slíkum trúnaðarstörfum í stétt- arfélagi sínu og góðtemplararegl- unni; var formaður Sósíalistafélags Reykavíkur, varaborgarfulltrúi og sat í mörgum nefndum á vegum borgarinnar. Má þar nefna skóla- nefnd Iðnskólans, Framfærslu- nefnd, Niðurjöfnunarnefnd o.fl. Árið 1962 tók hann að sér um eins árs skeið að vera starfsmaður Alþýðusambands íslands, en árið eftir hóf hann störf hjá verka- mannafélaginu Dagsbrún og starf- aði þar allt til dauðadags. Hann var formaður Húsnæðismálastjórnar ríkisins um þriggja ára skeið og hafa sennilega fáir náð jafnmikilli einingu innan þeirrar stofnunar og hann. Þá varð Sigurður við beiðni Björns Jónssonar um að gerast aðstoðarmaður hans í ráðherratíð Björns, sem var í tæpt ár. Ein af skyldum Alþýðusam- bands íslands er að skipa formann kjörstjórnar, þegar kosning fer fram í verkalýðsfélagi. Þá leitaði Alþýðusambandið yfirleitt til Sig- urðar um að taka að sér slíka for- mennsku, vítt og breitt um landið. Þar var hann óumdeildur, hversu harðar og illvígar sem kosningarn- ar voru. Því réttsýni hans og á- reiðanleika dró enginn í efa. Iðu- lega var leitað til hans með undir- búning og umsjón með Alþýðu- sambandsþingum og þingum Verkamannasambands Islands, því þá þótti tryggt að undirbúning- ur væri í lagi og lögum og reglum væri framfylgt. Ég minnist þess alltaf hve við stjórnarmenn Dagsbrúnar vorum hróðugir þegar okkur tókst að fá Sigurð Guðgeirsson til starfa hjá okkur. Fyrst gegndi hann almenum skrifstou- og félagsmálastörfum, en nokkuð fljótlega tók hann við öllum fjármálastjórnarstörfum hjá félaginu. Var í reynd fjármálastjóri þess; annaðist allar fjárreiður og bókhald. Jafnframt var hann for- stöðumaður Styrktarsjóðs Dags- brúnarmanna og annaðist alla tíð yfirstjórn á greiðslum atvinnu- leysisbóta. Öll þessi störf annaðist Sigurður af fágætri prýði. Löggiltir endurskoðendur félagsins luku lofsorði á vinnubrögð hans öll og slíkt var öryggi hans í greiðslum atvinnuleysisbóta að ef ágreiningur kom upp í þeim málum innan ann- arra verkalýðsfélaga, var jafnan leitað eftir umsögn hans. Sama er að segja um bætur úr Styrktarsjóði til Dagsbrúnarmanna sem lentu í slysum eða áttu við veikindi að stríða. Úr öllum þessum málum greiddi Sigurður af þekkingu og Ijúfmennsku. Þetta er aðeins ytri lýsing á starfi Sigurðar Guðgeirssonar fyrir Dagsbrún. Þáttur hans í daglegu starfi félagsins og sá góði andi sem hann skapaði í kringum sig var slik- ur að honum verður ekki með orðum lýst. í tuttugu ár starfaði hann fyrir verkamannafélagið Dagsbrún. Fyrir hönd Dagsbrún- armanna vil ég þakka honum störf- in og þá gæfu er félagið varð að- njótandi, að fá að njóta starfs- krafta hans. Á yngri árum fórum við nokkrir félagar saman í ferðalög um landið. í slíkum ferðum var Sigurður ó- missandi; allra manna kátastur og skemmtilegastur. Láglendingafé- lagið var þessi félagsskapur kallað- ur, vegna þess að meðan fjölmargir félagar okkar klöngruðust um klungur hálendisins héldum við okkur helst í byggð. Heimsóttum fjarlæga staði við strendur landsins og kynntumst lífinu í fiskiþorpum og verslunarstöðvum. Þetta voru dýrlegar stundir Sigurður var allra manna ljúfast- ur og þægilegastur í umgengni. Dagfarslega glaðvær. Þó var skapið mikið undir niðri, en svo vel tamið að það duldist flestum. Væri hins vegar reynt að fá hann til að halla réttu máli mætti mönnum ósveigjanleg festa. Sigurður kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Einarsdóttur 22. júní 1950 og eignuðust þau þrjá syni; Einar Má skólafulltrúa, Rún- ar Geir læknanema og Sigurð Örn viðskiptafræðing. Hinni góðu konu hans, sonum þeirra og öldruðum foreldrum hans færum við Dags- brúnarmenn hlýjar samúðar- kveðjur. Snemma í vor var Sigurði boðið forstöðumannsstarf Byggingasjóðs verkamanna. Það þyrmdi yfir okk- ur alla forráðamenn Dagsbrúnar þegar hann skýrði okkur frá því að hann myndi taka að sér þetta starf, og við lögðumst allir á eitt með að telja honum hughvarf. í trúnaðar- samtali við mig skýrði Sigurður mér frá því að heilsu hans hefði hrakað mjög í vetur og hann héldi að þessu nýja starfi fylgdi ekki jafn- mikill erill. Skömmu síðar var hann frá vegna veikinda í tæpan mánuð, en mér virtist hann aftur hress og glaður þegar hann kom aftur til starfa. Hann bauðst til að sinna umsjónarstörfum fyrir Dagsbrún hluta dagsins fram eftir sumri og það gerði hann síðustu vikurnar sem hann lifði. Hann veiktist skyndilega 2. júlí og lést á sjúkra- húsi fjórum dögum síðar. Þá misstu sósíalistareinn sinn besta liðsmann og verkalýðshreyfingin einn sinn traustasta og vandaðasta starfs- mann. Það ríkir harmur meðal Dags- brúnarmanna. Sl. miðvikudag lést einn helsti máttarstólpi félagsins um tuttugu ára skeið og laugardag- inn í sömu viku féll frá Eðvarð Sig- urðsson, stjórnarmaður í félaginu í fjörutíu ár, þar af formaður í 21 ár. Um hásumar kveðjum við Sig- urð Guðgeirsson. Ég minnist sumarleikja okkar í æsku, og um daginn var ég á ferð á bernskuslóð- um okkar í verkamannabústöðun- um og mér fannst ekkert sumar vera. Megi árangur hins góða lífsstarfs og sá góði andi sem fylgdi Sigurði Guðgeirssyni verða fylginautur eftirlifandi konu hans og sona. Guðmundur J. Guðmundsson Látinn er Sigurður Guðgeirsson, prentari, Háagerði 20. Hann lést í gjörgæsludeild Landsspítalans 6. þ.m. eftir skyndileg veikindi. Við vissum að vísu að Sigurður hafði ekki verið fullfrískur um nokkurt skeið, en það var ekkert sem manni fannst benda til svona skjótra um- skipta, og allra síst fannst honum sjálfum ástæða til að taka það al- varlega. Sigurður var fæddur 30. maí 1926, sonur hjónanna Guðgeirs Jónssonar, bókbindara og fyrrum forseta ASÍ og Guðrúnar Sigurðar- dóttur. Sigurður var einn af sjö systkinum, svo eflaust hefur ekki alltaf verið úr miklu að spila á svo stóru heimili mitt í kreppunni. Hann hefur að sjálfsögðu snemma farið að fylgjast með störfum þeirra, er rétta vildu hlut þeirra er minna máttu sín í þjóðfélaginu, enda skammt að leita fræðslu og frétta um þá hluti, þar sem faðir hans, Guðgeir hafði þá allt frá 1916 verið í forystusveit íslenskrar verkalýðshreyfingar. Er Sigurður hafði aldur til hóf hann prentnám í Prentsmiðjunni Eddu og lauk þaðan sveinsprófi í setningu 1948. Árið eftir hóf hann störf sem vélsetjari í Prentsmiðju Þjóðvilj- ans og vann þar til ársins 1962 að tveimur árum undansk ildum. Árið 1950giftisthann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Ragnhildi Einarsdóttur frá Eystri- Leirárgörðum í Borgarfirði. Börn þeirra eru: Einar Már, Rúnar Geir og Sigurður Örn. Sigurður gerði sér fljótt Ijósa nauðsyn samstöðu launamanna. Hann varð því fljótt virkur félagi í samtökum prentnema og formaður þeirra var hann í þrjú ár. Þá starfaði Sigurður á yngri árum allmikið í Góðtemplararegl- unni, og bindindismaður var hann alla tíð. Hann tók mikinn þátt í stjórn- málasamtökum verkalýðshreyfing- arinnar og var t.d. bæði í miðstjórn Sósíalistaflokksins á meðan hann starfaði og síðan í stjórn Alþýðu- bandalagsins um skeið. Hann var aðstoðarmaður Björns Jónssonar, er hann var ráðherra á árunum 73- 74. Á árunum 1971-75 var Sigurður formaður Húsnæðisstofnunar ríkisins. Þá gegndi hann framkvæmda- stjórastarfi Landssambands vöru- bifreiðastjóra í fjölda ára og til dauðadags. Sigurður hafði nýverið tekið við starfi forstöðumanns Byggingasjóðs verkamanna, og vann hann einmitt að frágangi á sínum gamia vinnustað, Dagsbrún, er hann veiktist skyndilega. Hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún hafði hann starfað frá árinu 1963, eða í tuttugu ár. Ég hef hér í örstuttu máli minnst á nokkra helstu þætti í lífsstarfi Sig- urðar Guðgeirssonar, og þó sú upptalning sé í flestu ófullkomin og margt vanti þar í, ber hún samt vitni um mikið og fjölbreytt starf, ekki eldri manns. Sigurður var ekki bara mjög hæf- ur og skyldurækinn í öllum sínum störfum, heldur voru honum gefnir þeir alltof sjaldgæfu eiginleikar að eiga afar gott með að vinna með öðrum og að stýra verki. Hann var sérlega prúður og dag- farsgóður í allri framkomu, og greiðvikinn og hjálpsamur svo með ólíkindum var. Það hlýtur því oft að hafa verið erfitt í störfum, sem Sigurður gegndi lengst af, að kom- ast hjá að valda mönnum vonbrigð- um eða jafnvel sárindum. En ég held að það lýsi manninum best, hversu auðvelt hann átti með að komast hjá þessum erfiðleikum. Ég hafði um skeið átt vikulega fundi með Sigurði í litlum vinahópi þar sem deilt var skapi yfir kaffi- bolla. Ekki veit ég hvort hann vissi hvers virði mér voru þessar sam- komur, en ég vil nú, þótt seint sé, þakka honum sérstaklega þær ánægjustundir. Þessar línur verða ekki mikið fleiri, en þær eiga að bera hinstu kveðju okkar Halldóru til Sigurðar með innilegri þökk fyrir trygga vin- áttu í áratugi. Guðrúnu, sonunum, öldruðum foreldrum og öðrum ættingjum sendum við Halldóra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sérstakar kveðjur sendum við Jóhanni litla, er nú sér á bak afa, er allt vildi fyrir hann gera. Við vonum að minningar um góðan dreng megi verða okkur öll- um nokkur huggun í mikilli sorg. Jónsteinn Haraldsson Þegar starfsfélagi okkar Sig- urðar hringdi í mig seinnipartinn sunnudaginn 3. júlí og sagði að Sig- urður hefði þá um nóttina verið fluttur fárveikur á gjörgæsludeild Landsspítalans brá mér óneitan- lega við. Við höfðum á föstudaginn kvaðst hressir að vanda og gerðum þá að gamni okkar, þegar ég sagði við hann „þetta stemmir nú ekki hjá þér Sigurður minn, þú verður að gera betur“. „Þetta er rétt hjá þér“, sagði hann, „ég er líklega far- inn að kalka“. Þetta voru hin eðli- legu viðbrögð Sigurðar, hress og kát, hann gerði ávallt lítið úr hlut- unum. Ég hafði hinsvegar hugmynd um að Sigurði var brugðið, hann var ekki hinn sami í framkomu og hann hafði verið, hann virtist vera búinn að missa hluta af þeirri lífsgleði, sem ávallt einkenndi hann. Sigurð- ur hafði verið frá vinnu, vegna las- leika, skömmu áður en ég fór burt í maí, þegar ég kom aftur um miðjan júní var hann kominn til starfa og var mér svolítið brugðið þegar ég sá hann. Ég hafði orð á því hvort hann væri sjúkur, hann vildi lítið gera úr því og taldi að hér væri um einhvern krankleika að ræða sem fljótlega yrði ráðin bót á. Sigurður fór síðan í nokkuð nákvæma rann- sókn og niðurstaða hennar benti til þess að þarna væri engin alvara á ferð. Yfir helgina 4. til 5. júlí fylgdist ég með líðan Sigurðar og þá komu í ljós alvarlegri hlutir og að þarna gat brugðist til beggja vona. Ég fór að sjúkrabeði Sigurðar hinn 5. júlí og sá þá, þó ég hefði ekki sérþekkingu þá sem til þurfti, að skammt var til þeirra endaloka sem við öll verðum að sætta okkur við að lokum, enda slokknaði lífs- neisti hans daginn eftir 6. júlí; hins- vegar á maður erfitt með að sætta sig við að maður í blóma lífsins eins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.