Þjóðviljinn - 14.07.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.07.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. júlí 1983 — mhg á Austurlandi Hagsmuni láglaunafólks verði Á ráðstefnu Alþýðubandalagsins á Hallormsstað, sem áður hefur verið um getið hér í blaðinu, voru allmargar konur. Virtist blaðamanni að engu minna kvæði að þeim við f undarstörf in en karlmönnunum. Ein þessara kvenna var Dröfn Jónsdóttir, sembúsetterí Egllsstaðakauptúni. Blaðamanni tókst að trufla hana við fundarstörfin örfá augnablik, en þessháttar athæfi var nú einu sinni hlutverk hans og tilgangur í ráðstefnunni. - Ert þú Austfirðingur, Dröfn? - Nei, það er ég nú ekki, ég er — mhg ræðir við Dröfn Jónsdóttur í Egilsstaða kauptúni Breiðfirðingur, en íbúar Egils- staðakauptúns eru, ýmsir hverjir, býsna víða að komnir. Maðurinn minn vinnur við Rafmagnsveitur ríkisins á Austurl. og það er nú viðkunnanlegra að vera einhvers- staðar í nánd við hann. Vinnur á Vonarlandi - Hvaða strfi gegnirðu eða ertu kannski „bara húsmóðir"? - Nei, ekki er það nú einvörð- ungu, ég er starfsstúlka við vist- heimilið að Vonarlandi. Byrjaði að vinna þar fyrir tveimur árum og hef unnið þar síðan. Vonarland er vist- heimili fyrir þroskahefta og þar dvelja nú 10 slíkir. - Er þetta vistheimili ætlað fyrir Austurland sérstaklega? - Já, það er kjördæmið í heild, sem stendur að heimilinu eða eigum við ef til vill heldur að orða það þannig, að það sé fræðsluum- dæmi Austurlands. Annars legg ég nú til, ef þú vilt fræðast um Vonar- land og starfsemina þar, að þú ræð- ir frekar við forstöðukonuna, Bryndísi Símonardóttur en mig, hún er áreiðanlega reiðubúin að leiða þig í allan sannleika um Von- arland. Einmitt. Og það var nú líka meiningin, þótt vikið væri aðeins að Vonarlandi þegar á daginn kom að Dröfn ynni þar. Verkalýðsmál - Ég hef grun um að þú sért eitthvað viðriðin verkalýðsmál, Dröfn. - Já, sá grunur þinn reynist víst réttur. Ég hef starfað í stjórn Verkalýðsfélagsins í 7 ár, gegnt þar ritarastörfum. - Er félagssvæðið bundið við Egilsstaðakauptún? - Nei, það nær yfir Fljótsdals- hérað og nefnist samkvæmt því Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs. - Hvað eru félagsmenn margir? - í félaginu eru nú nálega 200 manns. Töluvert er um iðnverka- fólk í þessum hópi og innan félags- ins er sérstök deild fyrir það, sem svo er í Landsambandi iðnverka- fólks, en Verkalýðsfélagið í heild lýtur hinsvegar sameiginlegri stjórn. Félagið hefur opna skrif- stofu að Selási 11 og hefur rekið hana í ein 3-4 ár. Þar er félags- mönnum veitt margháttuð og ó- missandi fyrirgreiðsla, sem erfitt yrði að láta í té án skrifstofunnar. Þarna vinnur hjá okkur ágæt stúlka, Gyða Vigfúsdóttir. Kvennaframboð - Nú dettur mér í hug að spyrja þig einnar spurningar, Dröfn, sem ég er svo sem ekkert að knýja á um svar við frekar en verkast vill, - Dröfn Jónsdóttir: Það er skylda Al- þýðubandalagsins að standa vörð um hagsmuni láglaunafólksins. Mynd: GI Við sjáum ekki hver er í ræðustólnum en augljóst er að vel er hlustað. Ljósm.: H.G. Kunna að verða okkur hjálpl — mhg ræðir við Gunnar Ingvarsson á Eskifirði. Á Hallormsstaðarráðstefnunni var fólk úr mörgum stéttum þjóðfélagsins. Við höfum þegar rætt við bónda úr Suðursveit og starfsstúlku úr Egilsstaða- kauptúni. Hvernig væri að hafa næst tal af sjómanni? Blaðamaður þekkir þarna sára fáa en honum er bent á sjómann neðan af Eskifirði, Gunnar Ingvarsson. Bráðlega tekst að ná sambandi við hann og við finnum okkur afdreþ þar sem við hvorki truflum ráðstefnuna né hún okkur. - Mér er sagt að þú sért sjó- maður, Gunnar. - Kannski væri nú réttara að segja að ég sé farmaður því ég er í siglingum á millilandaskipi og hef verið það í 10 ár. - Á hvaða skipi ertu? - Ég er á Suðurlandinu, vélstjóri þar. - Og hvernig líkar þér það líf? - Mér fellur vel við þetta starf enda mundi ég annars vera hættur því. - Því fylgir þó einn annmarki, sem mér finnst nokkuð bagalegur og hann er sá, að farmaðurinn - og það gildir auðvitað um sjómenn yfirleitt - á mjög óhægt með að taka nokkurn teljandi þátt í félags- málum. Maður er að flakka um höfin mikinn hluta ársins. Þetta sakaði mig kannski ekki svo mjög ef svo vildi ekki til, að ég hef mik- inn áhuga á félagsmálum, og vildi gjarnan geta tekið virkan þátt í þeim. Gat gengið í Fylkinguna Og úr því að við erum að tala um þetta þá vil ég minnast á annað at- riði. Ég var fjögur ár við nám í Reykjavík og var þar því verulegan hluta af árinu. En ég gat ekki geng- ið í félag þar af því að þau voru takmörkuð við ákveðin og afmörk- uð félagssvæði og þátttaka bundin búsetu þar en mitt heimilisfang var fyrir austan. Og þannig er það með skólafólk, sem dvelur að vetrinum utan heimasveitar. Það vill gjarnan taka þátt í ýmsum félagsskap sem fullgildir féíagsmenn, enda vetur- inn besti tíminn til slíkra starfa, en getur það ekki af þessum ástæðum. Hinsvegar gat ég gengið í Fylking- una þegar ég var í skóla í Reykjavík og gerði það. Ég tel því nauðsyn- legt að opna félögin þannig að menn geti gerst fullgildir félags- menn þar sem þeir eru og þá þótt þeir eigi annarsstaðar heima. Þarna þarf endilega að vera ein- hver sveigjanleiki. Jafnréttismál - Nú eru jafnréttismál mjög á dagskrá, Gunnar. Konur telja hlut sinn fyrir borð borinn innan flokk- anna og af því hafa m.a. sprottið sérframboð þeirra. Hver er þín skoðun á þessum málum? - Ég tel mig vera jafnréttismann enda hlýt ég sem Alþýðubanda- lagsmaður að vera það. Og það er alveg rétt að konur hafa ekki kom- ist til þeirra áhrifa innan stjórnmálaflokkanna, sem eðlileg mega teljast. Ég hygg að orsakirn- ar séu ýmsar og rætur þeirra liggja í fortfðinni, þar sem er sú verka- skipting kynjanna, sem til skamms tíma hefur verið ríkjandi og raunar þótt eðlileg. Og þar hafa kynin átt, Gunnar Ingvarsson: Hér er haldið uppi öflugu og lifandi flokksstarfi. Mynd: GI. Undir greinum trjánna á Hallormsstað. ■HH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.