Þjóðviljinn - 14.07.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.07.1983, Blaðsíða 11
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 2. deild Leikir í 2. deild í vikunni hafa farið þannig: FH-KS 1 ;1 Fram-Fylkir 2:2 Einherji-Viðir 2:0 KA-Reynir 1:1 Staðan í deildinni er nú þessi: KA......... 9 4 4 1 16- 9 12 Fram....... 8 5 2 1 12- 6 12 Völsungar... 9 5 2 2 11- 6 12 Siglufjörður 10 2 6 2 10-10 10 FH...:..... 9 3 3 3 15-12 9 Einherji... 7 2 3 2 4- 5 7 Reynir.....10 1 3 6 7-21 5 Fylkir..... 9 1 2 7 12-19 4 Bikarkeppni KSÍ: Þróttur gegn ÍBV í kvöld Síðasti leikurinn í 16-liða úr- slitum í bikarkeppni KSÍ fer fram í kvöld kl. 20. Þróttur mætir Eyjamönnum á Laugar- dalsveliinum.Fyrri leik þessara liða lauk með jafntefli, 2:2, eftir framlengdan leik í Eyjum. Stjarnan 3. flokkur í Færeyjum 16 strákar í 3. flokki Stjörn- unnar eru nýkomnir heim úr 10 daga keppnisferð til Færeyja. Förin var gerð í tilefni afmælis íþróttafélagsins í Þórshöfn og léku Stjörnustrákarnir alls 6 leiki í ferðinni. Þeir léku við fimm færeysk lið og eitt norskt sem var í Færeyjum í sömu er- indagjörðum og leikmenn Stjörnunnar. Fóru leikar svo að Stjörnumenn unnu alla leiki sína, sex að tölu. Fararstjóri í ferðinni var Sigurður Þor- steinsson. Þær marka- hæstu Það er ekki aðeins í 1. og 2. deild karla sem barist er um að skora sem flest mörk. í keppn- inni um „markadrottningar- titil" 1. deildar kvenna hafa eftirfarandi stúlkur skorað flest mörk: GuðrúnSæmundsd.,Val 7mörk Bryndís Elnarsd., Breiðablik 4 mörk BryndfsValsd., Val 3mörk Ragnheiður Jónasd., ÍA 3mörk Slgurbjörg Sigþórsd., KR 3mörk Fimleika flokkur í heimsókn Bandarískur fimleikaflokkur fra Waterloo í Iowa fylki er í heimsókn hér á landi. Flokkur- inn hefur ferðast um í nágrenni Reykjavíkur og skoðað sig um. Mun flokkurinn sýna næstkom- andi laugardag í íþróttahúsi Ár- manns við Sigtún. Þar gefst fólki kostur á að sjá ungt fim- leikafólk sýna á öllurn áhöldum. ' _________________íþróttir Víðir Sigurðsson Valsmenn úr leik í bikarnum eftir sögulegan leik við ÍA: Guðjónskoraðiaf 55 metra f æri Skagamenn unnu Val í öðrum leik liðanna í bikarkeppni KSI með þrem mörkum gegn einu. Leikur- inn var hinn sögulegasti og varð að framlengja hann eftir að bæði liðin höfðu skorað eitt mark. Sáralitlu munaði að Valsmenn næðu að sigra, en Skagamenn jöfnuðu þegar aðeins 15 mínútur voru eftir af leiknum með einhverju furðuleg- asta marki sem skorað hefur verið á þessu keppnistímabili. Guðjón Þórðarson tók aukaspyrnu á miðjum vellinum, spyrnti í átt að marki og boltinn for beinustu leið í markið, 55 metra takk fyrir! Mark- vörður Vals, Brynjar Guðmunds- son, hljóp út á móti boltanum og kallaði til félaga sinna „Ég hef ’ann“, en fipaðist eitthvað og missti boltann aftur fyrir sig í netið. Það var alveg ljóst í upphafi leiksins að bæði liðin ætluðu sér að berjast til þrautar. Valsmenn mættu mjög ákveðnir til leiks og sýndu góða knattspyrnu. Hilmar Sighvatsson kom þeim yfir á 10. mínútu og litlu munaði að Vals- menn bættu við öðru marki stuttu síðar. Fyrstu 20 mínúturnar voru Valsmenn mjög aðgangsharðir, en eftir það róaðist leikurinn og Skagamenn náðu betri tökum á leiknum. Þeim tókst þó ekki að skora og í leikhléi höfðu Valsmenn markið yfir. í síðari hálfleik lögðust Vals- menn í vörn, greinilega staðráðnir í að halda fengnum hlut. Voru þeir langtímum saman með pakkaðan vítateiginn 10-11 menn þegar dæmd var hornspyrna og auka- spyrna. Virtist þessi leikaðferð ætla að duga þeim eða þar til Guðjón skoraði markið sögulega. Stuttu eftir markið misstu Vals- menn Úlfar Hróarsson úr - sem fékk rauða spjaldið fyrir grófan leik. í framlengingunni áttu Skaga- menn í fullu tré við Valsmenn sem léku einum færri. Ingi Björn Al- bertsson var sendur í vörnina, en Dýri sem var orðinn úthaldslítill var frammi. Fyrri hluti framleng- ingarinnar var marklaus en þegar 8 mínútur voru eftir af síðari hlut- anum skoraði Sigurður Jónsson sitt fyrsta mark í bikarkeppni KSÍ. Hann fékk boltann rétt við víta- teigslínuna, tók hann á brjóstið og sendi með þrumuskoti í netið, efst uppi vinstra megin, stórglæsilegt mark. Hörður Jóhannesson bætti svo við þriðja markinu þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. Hann komst í gegnum vörnina, notfærði sér hik Brynjars í markinu ogskoraði, 3:1. ÍA kemst áfram og setur auövitað stefnuna á að verja titilinn frá í fyrra. Þeirra bestu menn voru Sigurður Jónsson, Sigurður Lárusson, Bjarni f markinu og Sveinbjörn. Hilmar Sighvatsson og Ingi Björn voru bestir hjá Val. Skagamenn fagna sigri í bikarkeppninni í fyrra. Sigur yfir erkifjöndunum Val kemur þeim á fullt skrið í bikarkeppninni nú. Baldur skoraði tvö og Einherji vann Enn jafnt Fram og Fylkir gerðu jafn- tefli í hörðum og spcnnandi leik á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Llrðu lokatölur 2:2 eftir að Fylkir hafði haft yfir í hléi 2:1. Einar Björnsson skoraði fyrsta mark Fram í upphafi fyrri hálflciks, en Örn Valdimarsson svaraði fyrir Fylki með tveimur mörkum. I síðari hálfleik jafnaði Guð- mundur Torfason metin fyrir Fram mcð marki beint úr aukaspyrnu. Jafntefli KA og Reynis á Akureyri: Jón Örvar hetja Reynismanna Einherji frá Vopnafirði krækti sér í tvö stig í 2. deildinni þegar liðið vann Víði Njarðvík með tveimur mörkum gegn engu. Með sigrinum lyfta Einherjar sér af mesta hættu- svæðinu í deildinni en þeir eru nú komnir með sjö stig. Tap Víðis- manna þýðir að möguleiki þcirra til að vinna sæti minnka verulega. Þrátt fyrir slakar aðstæður, rok þvert á völlinn, var leikurinn að mörgu leyti vel leikinn. Boltinn látinn ganga mann frá manni. Víðismenn misnotuðu sitt besta tækifæri þegar á 15. mínútu fyrri hálfleiks er Hjörtur Jóhannesson tók vítaspyrnu en firnafast skot hans fór í stöng og beint í fangið á markverðinum. Fyrri hálfleikur var marklaus, en í þeim síðari fóru heimamenn að komast æ meira inn í myndina. Baldur Kjartansson skoraði þegar 30 mínútur voru liðnar af hálfleiknum og þessi sami Baldur innsiglaði svo sigur Ein- herja þegar fimm mínútur voru eftir. Úrslitin því 2:0 fyrir Ein- herja. FH og Knattspyrnufélag Siglu- fjarðar gerðu jafntefli, 1:1 á Kapla- krikavelli síðastliðið mánudags- kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi en Siglfirðingar sem voru staddir fyrir sunnan fóru fram á að leiknum yrði flýtt og urðu FH- ingar við því. Með þessu móti spör- uðu Siglfirðingar sér stórfé og eitt stig fengu þeir út úr viðureigninni. KA-menn misstu stig í barátt- unni í 2. deild er þeir gerðu jafntefli við eitt af botnliðunum, Reyni frá Sandgerði. Bæði liðin skoruðu eitt mark, en í lcikhléi var staðan 0:0. KA sem á góða möguleika á að ná sæti ■ 1. deild næsta kcppnistímabil „Það var slæmt að missa stig á heimavelli," sagði þjálfari FH, Leifur Helgason eftir leikinn. „Ef við ætlum að ná sæti í 1. deild verðum við að fara vinna fleiri leiki á útivelli og ekki tapa fleiri stigum á heimavelli. Næsti ieikur er afar þýðingarmikill, 4 stiga leikur gegn Völsungum næsta föstudag. Ef við vinnum erum við vel inni í mynd- inni, en tap gerir möguleika okkar missti þarna dýrmætt stig í hendur Reynismanna sem börðust af mikil- li grimmd allan leikinn og upp- skáru eitt stig. Það var á 51. mínútu sem fyrsta mark leiksins kom. Hinrik Þór- hallsson fylgdi á eftir skoti sem sáralitla, sagði Leifur. Siglfirðingar voru fyrri til að skora gegn FH á mánudagskvöld- ið. Það var Hörður Júlíusson sem skoraði þegar aðeins 15 mínútur voru til leiksloka. FH-ingar gáfust þó ekki upp, minnugir leiksins við Fylki á dögunum og rétt fyrir leiks- lok brunaði Guðmundur Hilmars- son „sweeper" upp allan völlinn og jafnaði metin, 1:1. markvörður Reynis hafði hálfvarið og renndi boltann í netið. Á fyrstu mínútum seinni hálfleiks sótti KA mun meira, en fyrri hálfleikur hafði verið í dauðafæri og náði KA þá aðeins að skapa sér eitt verulega gott markatækifæri þegar Tómas Vilbergsson skaut yfir markið dauðafrír. Sigurður Guðnason jafnaði metin fyrir Reynismenn þegar 18 mínútur voru eftir af leiktímanum. Hann fékk góða sendingu fyrir markið og sendi þruntuskalla í net- ið. KA sótti fast síðustu mínútur leiksins en allar tilraunir þeirra strönduðu á frábærri markvörslu Jóns Örvars í marki Reynis. Jón var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins.Hjá KA skar sig enginn úr, liðið var jafnt og hefði með smáheppni náð báðum stigunum. FH-ingar misstu stig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.