Þjóðviljinn - 14.07.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.07.1983, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 14. júlf 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bœn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón- leikar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Áma Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð. Bryndís Viglundsdóttir talar. Tónleikar. 8.30 Mylsna. Þáttur fyrir morgunhressa krakka. S^ómendur: Ása Helga Ragnars- dóttir og Þorsteinn Marelsson. 8.40 Tónbllið 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Lauga og ég“ eftlr Stefán Jónsson Guðrún Bima Hannesdóttir les (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (úrdr.). 10.35 Iðnaðarmál. Umsjón: Sigmar Ár- mannsson og Sveinn Hannesson. 10.50 „Uppspretta heimsins“, smásaga eftlr H.E. Bates. Anna Maria Þórisdóttir les þýðingu sina. 11.05 Bláirtónar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.05 „Refurlnn I hænsnahúsinu" eftir Ep- hralm Kishon í þýðingu Ingibjargar Berg- þórsdóttur. Róbert Amfinnsson les (14). 14.30 Miðdegistónleikar Cleveland- sinfóníuhljómsveitin leikur Slavneska dansa op. 46. eftir Antonín Dvorak; George Szell stj* 14.45 Popphólfið - Pétur Steinn Guðmunds- son. 15.20 Andartak Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Dezsö Ránki, Zolt- án Kocsis, Ferenc Petz og Józsel Marton leika Sónötu fyrir tvö píanó og slagverks- hljóðfæri eftir Béla Bartok / Wilanowkvart- ettinn leikur Strengjakvartett op. 56 nr. 2 eftir Karol Szymanowski. 17.05 Dropar Síðdegisþátlur [ umsjá Am- þrúðar Karlsdóttur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Jóhanna Á. Steingríms- dóttir heldur áfram að segja bömunum sögu fyrir svefninn (RÚVAK). 20.00 Bé einn Þáttur Iumsjá Auðar Haralds og . Valdísar Óskarsdóttur. 20.45 Leikrit: „Húsnæði I boði" eftir Þor- stein Marelsson Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Leikendur: Valur Glslason, Sigrún Edda Bjömsdóttir og Jóhann Sig- urðsson. 21.25 Gestur í útvarpssal Claude Helffer leikur píanóverk eftir Gilles Tremblay og Pi- erre Boulez. 22.05 Vorljóð eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka Herdís Þorvaldsdóttir les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins 22.40 Ljóð og mannlíf Umsjón: Einar Krist- jánsson og Einar Amalds. Lesari með um- sjónarmönnum: Sigriður Eyþórsdóttir. 23.00 A siðkvöldl Tónlistarþáttur I umsjá Katrinar Ólafsdóttur. 23.45 Fréttir. Dagskráriok. Þorsteinn Marelsson. Útvarp kl. 20.45 Húsnœði í boði í kvöld, kl. 20.45, veröur flutt í Útvarpínu leikritiö „Húsnæöi í boði“, eftir Þorstein Marelsson. Leikendur eru: Valur Gíslason, Sigrún Edda Björnsdóttir og Jó- hann Sigurðsson. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson. Leikritið fjallar um ungt par, Pál og Helgu, sem eru I húsnaeðisleit, hvað ekki er ótítt nú til dags. Aldr- aður maður, Jón að nafni, hefur auglýst íbúð til leigu. Þau heimsækja hann, en ýmislegt reynist með öðrum hætti en þau bjuggust við og fara af fundi hans fróðari en áður. Þetta er 5. leikrit Þorsteins Mar- elssonar, sem flutt er í útvarpið. -mhg Sigurður Guðgeirsson Framhald af 7. siðu. það, að hann og hans fólk var vel og mikils metið af þeim, sem til þess þekktu og ég met hvað mest. Allt þetta sýndi mér, að þarna var góður maður á ferð. Þegar Alþingi býr sig undir að kjósa húsnæðismálastjórn hverju sinni er manni að sjálfsögðu mikil forvitni á að vita hverjir veljast til setu í henni. Svo var einnig í maí 1972. Jafnframt var þá uppi sú mikilvæga spurning hver veldist til formennsku fyrir stjórninni. Einn góðan veðurdag um þetta leyti kemur til mín Guðmundur heitinn Vigfússon, þá deildarstjóri fyrir Byggingarsjóði verkamanna, og segir mér, að nú sé tilefni til fagn- aðar, því afráðið sé, að Sigurður Guðgeirsson taki sæti í húsnæðis- málastjórn sem fulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna og jafnframt megi telja víst, að Hanni- bal Valdimarsson, þáverandi fé - lagsmálaráðherra, muni skipa hann formann. Þetta segir Guðmundur að sé einstakt happ, því að Sigurð- ur sé öðlingsmaður, sem manna best sé að eiga öli skipti við. Mér þótti maðurinn segja tíðindi og vissi að ekki færi hann með fleipur. Allt fór síðan fram eins og ráðgert hafði verið. Sigurður tók við for- mennsku húsnæðismálastjórnar hinn 6. júní 1972 og gegndi henni þar til ný húsnæðismálastjórn var kosin hinn 31. maí 1976. Formennskan í húsnæðismála- stjórn verður aldrei tekin neinum vettlingatökum, þvert á móti krefst hún mikils tíma og fórnfúsrar at- orku. Og Sigurður lá svo sannar- lega ekki á liði sínu þau ár, sem hann var stjórnarformaður. Hann var vakinn og sofinn í störfum sín- um, jafnan með hugann við það, að öll mál leystust eins farsællega og frekast væri kostur. Sem formaður húsnæðismálastjórnar var hann ekki „harður húsbóndi“ í ströngum skilningi þeirra orða, þvert á móti mætti fremur líkja honum við mild- an og góðviljaðan föður, sem lætur festu og elsku ráða gjörðum sínum. Enda var hann bæði virtur og vin- sæll, jafnt meðal stjórnarmanna og starfsmanna. Allir vissu, að honum gekk aldrei annað en gott eitt til, hann kom hreint fram og til dyr- anna eins og hann var klæddur. Því naut hann óskoraðs trausts okkar allra. Að leiðarlokum get ég ekki annað sagt en honum hafi farnast vel í formennskunni. Meðan á henni stóð var, eins og jafnan, við mörg erfið fjárhagsvandamál að fást. Meðal þeirra bar ef til vill einn- ia mest á tveimur stórum þáttum, sem þá ruddu sér mjög til rúms. Var þar annars vegar um að ræða lánveitingar til kaupa á eldri íbúð- um, sem hafist höfðu síðla árs 1970 og stórfelldar lánveitingar til sveitarfélaga vegna byggingar 1000 leiguíbúða. Meðferð þessa, meðal alls annars, krafðist löngum langra og strangra fundarhalda Það var vissulega ekki vandalaust að hafa yfirumsjón með stefnumótun og framkvæmd á þessum sviðum, sem svo mörgum öðrum, en sú sann- girni, réttsýni og lipurð, sem voru aðalsmerki Sigurðar, áttu sinn ríka þátt í, að leysa málin farsællega. Þegar ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar tók við völdum og dr. Gunnar Thoroddsen gerðist félags- málaráðherra gekk Sigurður á hans fund og bauðst til að segja af sér formennsku húsnæðismálastjórn- ar, svo að ráðherrann gæti skipað eigin flokksmann til förmennsk- unnar, ef honum svo sýndist. Það er til marks um víðsýni dr. Gunnars og það óskoraða traust, sem Sigurður naut meðal manna úr öllum flokkum, að dr. Gunnar bað hann að sitja áfram sem for- maður húsnæðismálastjórnar, allt til loka kjörtímabils hennar. Máske var þetta einnig eftirtekt- arvert vegna þess, að Sigurður hafði verið pólitískur aðstoðar- maður næsta félagsmálaráðherra á undan, þ.e. Björns Jónssonar. Þegar hins vegar kom að lokum kjörtímabils stjórnarinnar höfðu mál skipast á þann veg, að ekki var lengur fyrir hendi pólitískur grund- völlur á Alþingi fyrir endúrkjöri Sigurðar í húsnæðismálastjórn. Okkur þótti öllum sárt að missa hann úr stjórninni og ég tel líklegt, að hann hefði gjarnan viljað sitja lengur í henni, en við það varð ekki ráðið, eins og oft vill verða í stjórn- málum. Þegar Guðmundur heitinn Vig- fússon lést hinn 12. janúar sl. losn- aði embætti forstöðumanns Bygg- ingarsjóðs verkamanna. Þegar tekið var hokkru síðar að huga að manni, er væri vel kunnugur sem flestum hnútum þessa elsta og um margt merkasta fjárfestingarlána- sjóðs landsmanna, beindust augu flestra nokkuð samtímis að Sigurði Guðgeirssyni. Vitað var, að hann naut óskoraðs trausts allra þeirra aðila, sem hlut áttu að máli, auk þess sem það var ómetanlegur kostur, að telja mátti víst, að ráðn- ing hans félli verkalýðssamtökun- um vel í geð. Hann var því einum rómi ráðinn af húsnæðismálastjórn sem forstöðumaður Byggingar- sjóðs verkamanna hinn 4. maí sl. Um það leyti lét hann af störfum sem forstöðumaður Sjúkrasjóðs Dagsbrúnar, þótt enn hefði hann nokkra umsjón með starfsemi hans. Honum var vel fagnað þegar hann kom nú á nýjan leik til starfa í stofnuninni. Og ég tel víst, að hon- um hafi þótt gott að geta nú um nokkurra ára skeið helgað sig þeirri starfsemi, sem hefur átt og á stöðugt hvað ríkastan þátt í að tryggja alþýðu manna hvað best hí- býli með sem viðráðanlegustum kjörum. En það átti ekki fyrir hon- um að liggja, svo snöggt og skjótt var klippt á þráðinn. Við, sem störfuðum með Sigurði Guðgeirssyni að húsnæðismálum almennings, munum ætíð minnast hans með þökk fyrir alla hans ljúf- mennsku og drengskap. Slíkum valmennum sem honum hef ég fáum kynnst. Ég færi ekkju hans, frú Guðrúnu Ragnhildi Einars- dóttur, börnum þeirra, systkinum hans og aldurhnignum foreldrum, innilegar samúðarkveðjur vegna andláts hans. Við biðjum um styrk og blessun þeim til handa og mun- um ætíð geyma með okkur minn- inguna um þann hugljúfa og góða dreng, sem Sigurður var. Sigurður E. Guðmundsson. Sigurður Guðgeirsson varð fé- lagi í samtökum bókagerðarmanna árið 1948 og varð strax einn af ötul- ustu og virkustu félagsmönnum. Sigurður var ávallt liðsmaður hins framsækna og róttæka arms verkalýðshreyfingarinnar. Hann vissi að lítið mundi ávinnast fyrir verkafólk án markvissrar pólitískr- ar baráttu hreyfingarinnar fyrir sósíalistísku þjóðskipulagi. Þjóðfé- lagi jafnréttis og bræðralags. Þess- ari hugsjón var Sigurður trúr allt til dauðadags. Árið 1962 gerðist Sigurður starfsmaður verkalýðshreyfingar- innar og helgaði henni starfskrafta sína uppfrá því. Sigurður var alla tíð félagsmaður í samtökum bókagerðarmanna og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörf- um fyrir þau. Hann var ávallt reiðubúinn til starfa og hjálpar þegar félagið leitaði til hans. Ég sem þetta rita leitaði oft ráða hjá Sigurði við úrlausn hinna ólíkustu verkefna, félagslegra sem persónu- legra, og fór ég ævinlega af fundi hans betur í stakk búinn til að tak- ast á við verkefni. Orð megna lítils við fráfall góðs félaga, en ég tala hiklaust í nafni allra bókagerðarmanna, þegar ég votta aðstandendum Sigurðar mína dýpstu samúð. Magnús Einar Sigurðsson. Sigurði Guðgeirssyni kynntist ég í félagi ungra sósíalista í Reykjavik 1943, en hafði áður þekkt hann í sjón. f starfi og vafstri þess sáumst við oft næstu ár og fóru skoðanir okkar mjög saman: Höfuðóvinur- inn væri fasisminn, alræði borgar- anna, sem úr ríkjum sínum seildist til heimsyfirrráða. Nýlendum kap- italisku ríkjanna, sem gegn honum berðust, ætti að veita sjálfstæði eftir stríðið. Að sameignarskipan stefndum við, í áföngum, samt í fyrirsjáanlegri framtíð, en til þess væri þjóðfrelsi skilyrði. Þótt tím- arnir breytist og mennirnir með, búum við lengi að okkar barnatrú. Um samtök fólksins er hægara að ræða en að þeim að standa. Skilningur á gangi þeirra var Sig- urði í blóð borinn, og innan þeirra naut hann sín vel: á faglegum vett- vangi og flokkslegum: sem vara- form. og formaður Iðnnemasam- bandsins 1944-48, forseti Sam- bands ungra sósíalista 1948-49, f miðstjórn Sósíalistaflokksins frá 1949 til loka hans, vara- borgarfulltrúi 1950-62, í skóla- nefnd Iðnskólans allmörg ár, for- maður Sósíalistafélags Reykjavík- ur 1956-58. - Þessi ár fram til 1962 var Sigurður lengstum setjari á Þjóðviljanum. eftir að hann lauk prentnámi 1948, en lét af þvf starfi af heilsufarslegum ástæðum og varð starfsmaður Dagsbrúnar 1963. Sigurður Guðgeirsson batt mikl- ar vonir við það samstarf Sósíalistaflokksins og vinstri A1 - þýðuflokksmanna, sem leiddi til stofnunar Alþýðubandalagsins 1955. Reyndi hann að forða því frá að riðlast meðan vinstri hönd Sósíalistaflokksins vissi ekki hvað hin hægri gerði, og átti hann sæti í stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1966 og 1967. Eftir at- burði þeirra ára lét hann starf Al- þýðubandalagsins miklu minna til sín taka en áður. Þegar ég nú kveð þennan félaga minn og vin, koma mér í hug eftir- mæli,eftirmætanforystumannal - þýðuhreyfingarinnar á upphafs- skeiði hennar: Hann var einn af jógínum verksins. Haraldur Jóhannsson Kveðja frá Landssambandi vör ubifreiðastj óra Það kemur alltaf jafn mikið á óvart er menn eru skyndilega kall- aðir brott úr dagsins önn. Þannig var það með Sigurð Guðgeirsson, prentara sem verður jarðsettur í dag. Hann var heilsuhraustur þar til fyrir nokkrum vikum að hann kenndi sér meins. Við sem þekktum Sigurð vel vissum að hann gekk ekki heill til skógar síðustu vikurnar en áttum bágt með að trúa því að stundin væri svo skammt undan. Sigurður var alla tíð mikill félagsmálamaður og hlóðust á hann mörg trúnaðar- störf sem hann leysti af hendi af sérstakri vandvirkni sem honum var lagin. Við hjá Landssambandi vöru- bifreiðastjóra sem höfum mörg undanfarin ár notið starfskrafta Sigurðar Guðgeirssonar eigum honum mikið að þakka fyrir góða viðkynningu og gott starf. Hann var mikið prúðmenni og slíkur maður er vandfundinn. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja Sigurð Guðgeirsson. Eiginkonu hans, sonum, foreldr- um og systkinum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Guðgeirssonar. Fallinn er frá, langt um aldur fram vinur minn og félagi Sigurður Guðgeirsson aðeins 57 ára að aldri. Sigurður var sonur hjónanna Guðgeirs Jónssonar, bókbindara og konu hans Guðrúnar Sigurðar- dóttur. Sigurður lærði setningu í Prentsmiðjunni Eddu, og starfaði síðan í mörg ár við vélsetningu í Prentsmiðju Þjóðviljans, þar sem okkar kynni hófust fyrir 27 árum. Sú vinátta sem lagður var grunnur að þá entist alla tfð og aldrei féll þar á nokkur skuggi. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á vináttu Sig- urðar og Guðrúnar konu hans við tengdaforeldra mína þau Mörtu Kristmundsdóttur og Guðmund Vigfússon. Þau voru öll mjög sam- hent og samvalinn hópur, þau ferð- uðust saman bæði innanlands og utan og var gaman að hlusta á hressilegar ferðalýsingar þegar þau komu heim. Einnig verða mér ó- gleymanlegar allar þær stundir sem við höfum átt á sunnudagsmorgn. um um margra ára skeið að heim- ili mínu. Þar hittumst við Sigurður og tengdafaðir minn ásamt fleiri vinum okkar og þá var rætt um dag- inn og veginn og skipst á skoðunum í gamni og alvöru, einkum var gam- an að hlusta á þá félaga rifja upp gamlar minningar. í janúar s.l. dró ský fyrir sólu því þá féll tengdafaðir minn frá mjög snögglega og var hans sárt saknað og veit ég að Sig- urður tók andlát hans mjög nærri sér. Sigurður sagði mér það að honum finndist eins og hann hefði misst bróður sinn; eins er farið með mig nú. Skammt er stórra högga á milli því frá áramótum eru látnir báðir tengdaforeldrar mínir og nú Sigurður vinur minn. Sigurður kvæntist eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Ragnhildi Einarsdóttur 22. júlí 1950 og eign- uðust þau þrjá syni, Einar Má, Rúnar Geir og Sigurð Örn. Einnig lifa Sigurð foreldrar hans há- öldruð. Sigurður var hamingjusamur í einkalífi sínu, átti góða konu, góða syni og gott heimili. Nú þegar við kveðjum vin okkar Sigurð Guðgeirsson, sendum við fjölskyldan í Stuðlaseli 5 innilegar samúðarkveðjur til þín Guðrún mín, sona ykkar og annarra ætt- ingja. Megi góðar minningar verða huggun í harmi. Gylfí Sigurðsson. Þeir falla nú í valinn hver af öðr- um margir af bestu talsmönnum verkalýðshreyfingarinnar. Einn þeirra, Sigurður Guðgeirsson, starfsmaður Dagsbrúnar, lést í síð- ustu viku langt um aldur fram. Ég kynntist Sigurði fyrir fjórum árum, en þessi skammvinnu kynni eru mér mjög hugstæð. Öll fram- ganga Sigurðar í starfi sínu ein- kenndist af ljúfmennsku og glað- lyndi og um leið af alvöru og ábyrgð. Hann var úrræðagóður og miðlaði fús af lífsreynslu sem ein- hvern veginn lýsti af honum. Ég sakna Sigurðar, en er þakklátur fyrir kynnin. Ég er ekki síður þakk- látur honum og öðrum gengnum forvígismönnum verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir menntunar- og lífsskilyrði sem þeir hafa skapað verkafólki og börnum þeirra. Vinum og vandamönnum Sig- urðar votta ég innilega samúð. Atli Gíslason. Bjjjj Sauðárkróks- 3? kirkja-organisti Starf organista við Sauðárkrókskirkju er laust til umsóknar. Upplýsingar um starfið gefa for- maður sóknarnefndar í síma 95-5326 og sóknarprestur í síma 95-5255. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. og þarf organistinn að geta hafið störf 1. október n.k. Umsóknir berist formanni sóknarnefndar Sveini Friðvinsáyni, Háuhlíð13 Sauðárkróki. Sóknarnefnd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.