Þjóðviljinn - 14.07.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.07.1983, Blaðsíða 7
og Sigurður Guðgeirsson var, sé horfinn. Það er kannski svolítið eigin- gjarnt fyrir okkur sem með honum störfuðum að trega Sigurð svona mikið en það sýnir aðeins að við kunnum að meta hann, mannkosti hans og góðvild og eins þá þægilegu umgengni sem ávallt einkenndi hann. Sigurður Guðgeirsson hóf störf hjá Dagsbrún 1963, ég kom hins- vegar inn í stjórn Dagsbrúnar í kringum 1960 og kynni okkar hóf- ust eftir að hann hóf störf hj á Dags- brún. Sérstaklega tókst góður vin- skapur með okkur, þegar ég sjálfur kom til starfa hjá Dagsbrún 1969, og milli okkar tókst þá strax mjög gott og náið samstarf. Þessi vinátta og samstarf hélst alla tíð og ræddum við mörg vanda- mál bæði innan félagsins og utan. Við áttum einnig góðar stundir saman utan vinnu með eiginkonum okkar og nokkrum vinum, við höfðum þann sið undanfarin ár að gera okkur dagamun einu sinni á ári og það voru miklar ánægju- stundir. Þegar hann sagði mér að hann væri að hugsa um að skipta um starf og taka að sér starf sem hafði losn- að við fráfall vinar hans, Guð- mundar Vigfússonar, þá sagði ég við hann: „Æ, gerðu þetta nú ekki Sigurður minavið höfum ekki efni á að missa þig“, þá svaraði hann eins og hans var vani. „Hvað ætlið þið að gera ef ég félli frá?“Maður svarar ekki þegar svona er spurt en hlær bara, en að svo skammt væri til þeirrar stundar að ég þurfti að standa yfir kistu hans, hefði mig aldrei grunað. Sigurður var sérstaklega farsæll maður í öllu sínu starfi og ég held að það hafi verið alveg sama hvaða starf hann tók að sér og með hverj- um hann vann; öllum þótti vænt um Sigurð. Hann átti aldrei í neinum erfiðleikum í samskiptum sínum við aðra menn. Sigurður hafði ávallt með að gera styrktarsjóð félagsins frá upp- hafi og kynntist þá mörgum mann- legum erfiðleikum, sem hann leysti á sinn ljúfmannlega og þægilega hátt. Einnig hafði hann með atvinnuleysisbætur félagsins að gera og ég man eftir því, þegar ég byrjaði hjá félaginu þá reið yfir mikið atvinnuleysi og þá sátum við saman hálfu og heilu dagana og skrifuðum út ávísanir á atvinnu- leysisbætur til félagsmanna Dags- brúnar. En ávallt hafði Sigurður einhver þægileg orð til að segja við menn, til að létta þeim róðurinn og til að birta yfir tilveru þeirra sem lentu í þessum erfiðleikum. Það er mikil sorg í röðum okkar Dagsbrúnarmanna og sérstaklega á skrifstofu félagsins þessa dagana því ekki hefði mig órað fyrir því að svo skammt yrði á milli tveggja svo ágætra félaga minna Sigurðar Guðgeirssonar og Eðvarðs Sig- urðssonar, eins og komið hefur í ljós. Á mánudag var ég viðstaddur komu kistu með líki Eðvarðs Sig- urðssonar frá Egilsstöðum, þar sem hann hafði látist skyndilega, og klukkutíma síðar stóð ég yfir kistu Sigurðar Guðgeirssonar þeg- ar hann var kistulagður. Slíkum tilvikum sem þessum eru menn ávallt óviðbúnir og reikna ekki með þurfa að standa frammi fyrir. Ég neita því ekki að á þeim degi fannst mér sem ég hefði haldið á þungum lóðum allan daginn. En þó söknuður okkar til þess- ara góðu félaga sé mikill þá er auðvitað söknuður ástvina þeirra enn meiri. Sigurður Guðgeirsson var mjög heppinn maður í einkalífi sínu. Hann var giftur mikilli ágætiskonu og ég held að mér sé óhætt að segja eins og er að hann hafi borið mikla umhyggju fyrir heimili sínu. Við vorum að vissu leyti ekki heima- gangar á hvors annars heimili en vissum vel hvor af öðrum og ég veit að ef eitthvað bjátaði á hjá mér þá var hann fyrsti maður til að hafa áhyggjur af því og hafa samband við mína fjölskyldu. Ef einhver gleðistund var í minni fjölskyldu þá fékk ég ávallt send- ingu frá honum til þess að minna Fimmtudagur 14. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 mig á að ég ætti þarna traustan og góðan vin. Það voru mörg hádegin sem við Sigurður fórum út saman, okkur til hressingar og göngu og fengum okkur einhversstaðar matarbita. Og hann hringdi oft og sagði „Jæja, Halldór minn hvert eigum við að skreppa í dag, eigum við ekki aðeins að lyfta okkur upp“. Þannig var Sigurður Guðgeirsson ávallt, alltaf hinn glaði og jákvæði félagi og þegar ég hafði á orði „ég er nú bara alveg að gefast upp á þessu“, „það þýðir ekkert“, svaraði hann, „það lagar ekki neitt.“ Þannig var Sigurður Guðgeirs- son í starfi og hvar sem hann var, ávallt jákvæður og ávallt tilbúinn til að takast á við vandann, ávallt hinn heiðarlegi, trausti og góði fé- lagi. Ég veit að það verða aðrir til að rekja æviferil Sigurðar Guðgeirs- sonar nákvæmar heldur en ég hef hugsað mér. Hér eru aðeins nokk- ur orð um félaga sem ég var svo heppinn að kynnast.þó þau ár sem við unnum saman væru alltof fá. Og ég veit að Sigurður Guðgeirs- son hefði getað náð mikið lengra bæði á félagslegu og pólitísku sviði, hefði hann kært sig um. Á sinni stuttu ævi var honum trúað fyrir mörgum ábyrgðarstörfum. Hann var hinsvegar maður sem ekki vildi trana sér fram og vildi ávallt vera svona frekar til hliðar, vildi sinna starfi sínu á þann hátt, sem honum fannst best. Ég mun hinsvegar að lokum vilja segja það, að af þeim mönnum sem ég hef kynnst um ævina og unnið með, var Sigurður einn sá heilsteyptasti og besti drengur sem ég hef kynnst. Hann hafði ávallt eitthvað til málanna að leggja, skildi hlutina og gerði gott úr öllu. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra sem með honum störf- uðu og segja að við munum öll sakna Sigurðar Guðgeirssonar. Þó að söknuður sé mikill og sorg sé í húsinu hjá okkur þá er sorgin enn meiri og söknuðurinn mestur hjá fjölskyldu hans. Guðrún mín, ég færi þér mínar innilegustu sam- úðarkveðjur, og votta þér og son- um þínum þremur samúð mína og konu minnar, sem einnig kynntist Sigurði Guðgeirssyni mjög vel. Einnig færi ég öldruðum foreldr- um hans, systkinum og öðrum skyldmennum mínar innilegustu samúðarkveðjur. En ég veit eins og ég sjálfur ylja mér við minninguna um góðan dreng sem allt of fljótt var burt kallaður þá munið þið öll eiga einn- ig minninguna um hann til að létta ykkur söknuðinn. Það er svo einkennilegt þetta líf að þeir sem manni finnst að eigi að lifa lengur, þeir sem manni finnst gera heiminn auðugri og lífvæn- legri, þeir eru fyrst burt kallaðir. Farðu í friði góði vinur og ég vona að sú stund sem tók þig að skila þessu lífi, sem að við öll verðum að skila, hafi ekki verið þér sár, heldur hafi hún liðið frá sárs- aukalaust. Halldór Björnsson. Fallinn er í valinn Sigurður Guðgeirsson, fyrrum prentari, starfsmaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Hann lést 6. júlí s.l., 57 ára að aldri og verður jarðsettur í dag. Fráfall hans bar snöggt að og óvænt og hann deyr langt um aldur fram með fangið fullt af verkefn- um. Fáein kveðju- og þakkarorð verða hér skrifuð. Þótt við Sigurður ættum báðir Björgu frá Kirkjubóli á Miðnesi fyrir langömmu, kynntumst við ekki fyrr en í pólitísku starfi á veg- um Æskulýðsfylkingarinnar og Sósí- alistaflokksins upp úr 1942. Tókst þá þegar með okkur hin besta vin- átta, sem styrktist eftir því sem árin liðu, enda þótt verkefni lífsins biðu okkar á ólíkum starfssviðum. Úr foreldrahúsum kom Sigurður ungur sem fullþroska og einarður verkalýðssinni, sem vildi allt á sig leggja í þágu verkalýðshreyfingar- innar, og einlæg hollusta hans við málstað lítilmagnans í þjóðfélaginu skipaði honum þegar í forustusveit ungra sósíalista. í öllu pólitísku starfi sínu var Sigurður raunsær og víðsýnn og hafnaði jafnan hleypi- dómum og kreddum, en var fastur fyrir í skoðunum sínum, þótt ævin- lega virti hann skoðanir annarra. í einni sögufrægri nefnd hreyfingar- innar sátum við Sigurður og vorum ekki alveg sammála, en ekki skyggði það á vináttu okkar og gagnkvæmt traust, því að báðir fundum við, að við vorum í sama báti. Með Sigurði er fallinn í valinn sannur liðsmaður verkalýðs- hreyfingarinnar og stórt skarð er fyrir skildi í röðum íslenskra sósíal- ista við fráfall hans. Sigurður kaus snemma að helga starfskrafta sína verkalýðshreyf- ingunni og gerðist hann starfs- maður ASI, Dagsbrúnar og Lands- sambands vörubifreiðastjóra. í ár- atuga starfi á þessum vettvangi, ávann hann sér traust fyrir einstaka samviskusemi, lipurð og fórnfýsi. Allir, sem unnu með Sigurði eða þurftu til hans að sækja, gátu ávallt treyst hlutlægni hans, starfshæfni og velvilja. Sömu eiginleikar Sig- urðar nutu sín einnig í öðrum fé- lagslegum störfum hans, sem voru fjölmörg, og ég ætla ekki upp að telja í þessum fáu kveðjuorðum. Sigurður var mannkostamaður mikill, hógvær í öllum háttum og prúður svo af bar. Hann átti einkar gott skap, var góðgjarn og viðmótsþýður. Eitt var það þó sér- staklega í fari Sigurðar, sem ekki fór fram hjá neinum sem þekkti hann, og það var umburðarlyndi hans. Hann vildi gera og gat gert gott úr öllu. Hann ýtti til hliðar því, sem tvístraði og særði, en laðaði fram hið góða og jákvæða hjá þeim, sem hann umgekkst. Þegar leiðir nú skilja, óvænt og snöggt, ber mér að þakka vináttu hans, djúpstæða og heilbrigða, svo og þær samverustundir, sem við áttum einir eða í hópi vina og fjöl- skyldna og er hér margs að minn- ast. Sérstaklega þakka ég Sigurði ræktarsemi hans og umhyggju fyrir móður minni.Hún dvaldist á Hrafn- istu í rúman áratug. Á hverjum jól- um kom hann til hennar með kon- fektkassa og oft kom hann endra- nær og einnig, þegar hún átti af- mæli. Þetta lýsir Sigurði vel þótt í litlu sé, en ég man enn hversu glöð Hann varð undarlegur þessi júlí- dagur Vala, er við komum í heim- sókn til þín og hinna vinanna okkar í Firðinum. Þú varst í eldhúsinu þegar við komum, eitthvað rellin í fyrstu og vildir hvergi vera nema á hnjánum á mömmu og pabba. Ef til vill varstu bara að gefa þér tíma til að átta þig á þessum nýkomnu gestum, sem þú mundir ekki í svip- inn hvar þú hittir síðast. Líklega, því áður en um langt leið varstu farin að leika þér í húsinu þínu með honum Pálma en stærri börnin þot- in út í leit að ævintýrum. Ég gat ekki betur séð en þú værir talsvert upp með þér er þú leist út um gluggann á nýja húsinu þínu sem var einmitt fyrir þá sem eru stuttir í annan endann. Þetta var raunveru- legt ríkidæmi sem hinir fullorðnu komust ekki inn í á sínum löngu leggjum. Eftir leik og skraf kom að því eins og gengur að segja bless á meðan. Við vorum auðvitað jafn grandalaus og þú fyrir því, Vala litla, að svo stutt liði þar til við segðum við þig annað og stærra bless. móðir man varð við hverja heim- sókn hans og hvernig þetta vinar- þel Sigurðar snart hana. Sigurður átti með konu sinni, Guðrúnu Einarsdóttur og þremur sonum, elskulegt og ástríkt heimili, þar sem snyrtimennskan og sam- lyndið sátu í fyrirrúmi. Þungur harmur er nú kveðinn að fjölskyld- unnien það er huggun harmi gegn hjá Guðrúnu, að eiga sér við hlið 3 stóra og mannvænlega stráka. For- eldrar Sigurðar, Guðgeir Jónsson og Guðrún Sigurðardóttir, eru bæði á lífi og í hárri elli og syrgja nú hinn góða son.Öllum þeim vottum við.ég og Ragna.dýpstu samúð. Ingi R. Helgason. Með nokkrum kveðjuorðum vil ég þakka áratuga samstarf og sam- vinnu í félagsmálastarfi með Sig- urði Guðgeirssyni. Sigurður hafði staðgóða þekkingu á félagsmáium almennt, en þó einkum á málefn- um verkalýðshreyfingarinnar. Mér var það fljótt ljóst hvaða áhuga- máli Sigurður helgaði öðru fremur krafta sína. Það fór ekki fram hjá neinum sem til þekktu að það voru ætíð þeir sem minnst máttu sín, þeir sem berskjaldaðir stóðu í lífs- baráttunni og þar af leiðandi áttu allt undir aðstoð manna sem höfðu til að bera hjálpsemi og þekkingu. Höfuðeinkenni Sigurðar Guðgeirssonar hvar sem hann fór og við hvaða störf sem hann vann, var háttvísi og meðfædd prúð- mennska. Þessir eðliskostir eru dýrmætir fyrir hvern félagsmála- mann, og hljóta að gera honum starfið auðveldara, en því fylgir aft- ur að fang slíkra manna yfirfyllist af verkefnum. Þannig varð raunin á með Sigurð. Innan fjölmennrar félagsmála- hreyfingar eins og Sigurður átti fyrir sinn aðalstarfsvettvang, hlýtur af og til að koma upp álit- amál sem niðurstöður þurfa að fást í. Mér er kunnugt að Sigurður var æði oft fenginn til að vinna að lausn slíkra viðfangsefna, og mér hefur skilist að það hafi verið farsæll ár- angur, enda fór saman haldgóð þekking á hinum óskyldustu mál- efnum ásamt góðri greind. Þú áttir enn eitthvað ósagt við heiminn þennan dag og lagðir því af stað til þess að bæta svolítið úr því. Ég hugsa að þú hafir ætlað að segja dálítið meira við hann en dag- inn áður eins og gerist .með okkur öll. Þú ætlaðir að færa þig ögn nær því sem þú óttaðist en þú hafðir áður gert. Það er jú það sem lífið ætlast til af okkur. En heimurinn Vala er svo stór og lífsreyndur og tekur öllum áskorunum okkar. Heimurinn bar virðingu fyrir þinni áskorun litla stúlka, þótt hann á endanum reyndist þér of sterkur. Þú lifðir stutt Völustelpa og við verðum að kveðja þig núna. Þú náðir að kenna okkur margt og ljósið sem þú barst mun lifa með okkur. Vertu sæl. Þórir Ólafsson. Þegar dauðinn skilur okkur eftir höggdofa og sorgbitin, verður okk- ur á að hugsa um tilgang lífsins, um grimmd tilviljunarinnareða forlag- anna. Líf barns hefur flögrað hjá Persónulega þakka ég Sigurði áratuga samstarf að málefnum Landssambands vörubifreiða- stjóra. Ég og kona mín vottum fjöl- skyldu hans dýpstu samúð. E.Ö. Þegar starfsfólk Húsnæðisstofn- unar ríkisins kom til starfa að morgni mánudagsins 6. júlí sl. spurðist skjótt, að Sigurður Guð- geirsson, nýráðinn forstöðumaður Byggingarsjóðs verkamanna, hefði veikst alvarlega þá um helgina. Mönnum brá að vonum illa í brún. Hann kvaddi okkur glaður í bragði síðdegis á föstudag og öll reiknuð- um við með því, að hittast kát og reif á mánudagsmorgun. En í þetta skipti, eins og stundum áður, urðum við vitni að því, að skammt er milli fjörs og feigðar. Því sjáum við nú á bak góðum dreng og ein- stöku ljúfmenni, sem við höfðum hlakkað til að mega starfa með um mörg ókomin ár. En í þá tauma hafa örlögin nú gripið. Þegar við Sigurður Guðgeirsson hittumst fyrsta sinni vorið 1972 hafði ég margt um manninn heyrt. Mér var t.d. kunnugt um það, að hann var sonur öðlingshjónanna Guðgeirs Jónssonar bókbindara og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur, er nú lifa þennan son sinn í hárri heiðurselli. Og sem áhugamaður um málefni vinnandi fólks og al- þýðuhreyfingarinnar, allt frá ungl- ingsárum, hafði ég snemma veitt því athygli, að hann var ungur val- inn til margvíslegra forystustarfa í þeim félagsmálasamtökum, sem hann hneigðist helst að. Sem ungur prentnemi var hann kjörinn til for- ystu í félagi þeirra og síðan hlóðust á hann mörg og margvísleg trún- aðarstörf í hinum gömlu og merku samtökum prentara. Jafnframt gaf hann sig nokkuð að stjórnmálum, fyrst í Sósíalistaflokknum og síðar í Alþýðubandalaginu. Allt þetta sýndi, að hér var á ferðinni greindur og félagslyndur maður með einlæga stéttarvitund, sem sýnilega átti gott með að laða að sér fólk. Loks var mér vel kunnugt um Framhald á slðu 15. eins og mynd á tjaldi, örstutt og gaf fyrirheit um fegurð og reisn. Við bjuggum okkur undir að fylgjast með Völu í æskublóma og taka út þroska. En lífið kemur okkur æ á óvart og við skiljum víst seint og sættum okkur aldrei við, að sér- hvert mannsbarn, hver blaktandi önd er ævinlega í nábýli við dauðann. í lífi hverrar manneskju gerast þeir tveir atburðir, sem enginn er til frásagnar um: Fæðingin og dauðinn. Um allt sem gerist frá vöggu til grafar, hafa menn skrifað margar og þykkar bækur, en um þá tvo atburði sem mestu skipta, get- um við ekki fræðst, eigum ekkert minni og varla hæfileika til að ímynda okkur hvað gerist. Þess vegna stöndum við höggdofa í sorg þegar vinkona okkar er hrifin yfir þröskuldinn með válegum hætti. Við lítum í uppgjöf hvert á annað, og lofum því kannski í hljóði, að í minningu hennar skulum við eftir- leiðis leggja okkur fram, vanda okkur við að lifa. G. Kveðja til Yölu Sigurðardóttur Fœdd 22. júlí 1981 Dáin 7. júlí 1983

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.